Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 25
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 25
HLUTFALLSLEGT verðlag vöru-
pakka með mat, drykkjarvörum og
tóbaki, sem kostar að meðaltali 100
evrur í 15 ríkjum Evrópusambands-
ins, er 154 evrur á Íslandi, eða 54%
hærra, samkvæmt nýjasta frétta-
bréfi Eurostat, opinberri tölfræði-
stofnun Evrópusambandsins. Mat-
væli eru að meðaltali 48% dýrari hér,
miðað við meðaltalsverð ríkja ESB.
Upplýsingarnar eru unnar upp úr
gögnum frá Hagstofu Íslands og
systurstofnunum hennar í tölvísind-
um í löndunum sem könnunin nær til.
Könnunin var gerð vorið 2001 og nær
til matvæla, drykkjarvara og tóbaks,
sem fyrr er getið. Borið var saman
verð á 550 sambærilegum vöruteg-
undum í 31 landi, það er 15 ríkjum
Evrópusambandsins, 13 löndum sem
sótt hafa um aðild að ESB og Íslandi,
Noregi og Sviss.
Brauð og kornmeti
66% hærra
Verð á matvælum er 48% hærra á
Íslandi en meðaltal ríkja ESB. Sund-
urliðað er verð á brauði og kornvöru
66% hærra, 53% hærra á kjöti, 3%
hærra á fiski, 41% hærra á mjólk,
osti og eggjum, 50% á olíum og fitu,
38% hærra á ávöxtum, 70% hærra á
grænmeti (þegar könnunin var gerð
vorið 2001), 62% hærra á sykri, sultu,
hunangi, súkkulaði og konfekti, 32%
hærra á unninni matvöru, 36% hærra
á kaffi, tei og kakói, 62% hærra á
sódavatni, gosi og safa úr ávöxtum og
grænmeti, 135% hærra á áfengi og
39% hærra á tóbaki.
Löndunum er skipt í hópa eftir því
hversu hlutfallslegt verðlag er mikið
yfir meðaltalsverði ríkja ESB. Í hópi
I eru lönd þar sem verð er að minnsta
kosti 30% hærra, það er Noregur, Ís-
land, Sviss og Danmörk, þar sem
matarpakki með fyrrgreindum
vörum kostar 172 evrur í Noregi, 154
á Íslandi, 136 í Sviss og 131 í Dan-
mörku, það er 72%, 54%, 36% og 31%
meira en meðaltalsverð ríkja ESB.
Á það er bent í fréttabréfinu að út-
reikningum á hlutfallslegu verðlagi
sé strangt til tekið ekki ætlað að
skipa löndum í röð og best fari á því
að bera saman verðlag landa sem
lenda í sama hópi.
Í hópi II, þar sem verðlag er 10–
30% hærra en meðalverð ríkja ESB,
eru Svíþjóð, Finnland, Bretland og
Írland.
„Landbúnaðarvörurnar
skera sig ekki úr“
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís-
lands, segir eðlilegast að við berum
okkur saman við Norðurlöndin.
Óraunhæft sé til að mynda með öllu
að gera sér vonir um lægra verð hér
en í Danmörku. Þar ráði meðal ann-
ars smæð markaðarins og fjarlægðir.
„Einnig má benda á strangari reglur
um framleiðsluhætti. Hér er til dæm-
is alveg bannað að blanda fúkkalyfj-
um í fóður, en slíkt er víða gert til
þess að örva vöxt og draga úr van-
höldum. Ég held hins vegar að ekki
sé almennur vilji til þess að taka upp
slíkar framleiðsluaðferðir hér, en þá
verða menn líka að viðurkenna að
gæðin og öryggið kosta peninga,“
segir hann.
Sigurgeir bendir á að verð á mat-
vöru almennt sé 15,6% hærra hér á
landi en í Danmörku og að teknu til-
liti til mismunandi virðisaukaskatts
sé það 26% hærra. „Ég vek athygli á
að í þessari könnun skera íslenskar
búvörur sig ekki úr öðrum matvör-
um, sem er athyglisvert í ljósi um-
ræðna um þátt landbúnaðarvara í
háu verðlagi á mat hérlendis. Skýr-
inganna verður því að leita annars
staðar og gott ef til stendur að gera
úttekt á þessum málum,“ segir hann.
Rannveig Guðmundsdóttir var
fyrsti flutningsmaður tillögu til
þingsályktunar um athugun á orsök-
um hás matvælaverðs á Íslandi í
samanburði við önnur Norðurlönd og
ríki ESB í upphafi þings og lagði
fram upplýsingar um þróun mat-
vöruverðs á Norðurlöndum 1990–
2000. Þar kemur fram, samkvæmt
niðurstöðum norsku hagstofunnar,
að matvælaverð hér árið 2000 hafi
verið 69% hærra en meðaltalsverð
ríkja ESB.
Rósmundur Guðnason, deildar-
stjóri vísitöludeildar Hagstofu Ís-
lands, segir samantekt Eurostat og
upplýsingar í fyrrgreindri þings-
ályktunartillögu hvorar tveggju
byggðar á gögnum sem stuðst er við í
alþjóðlegum verðsamanburði. Ann-
ars vegar sé um að ræða verðupplýs-
ingar vorið 2001, hins vegar fram-
reikninga norsku hagstofunnar á
verðlagsvísitölu frá 1998 fyrir árin
1999 og 2000.
Verð á matvælum 48%
hærra hér en í ESB-ríkjum
Morgunblaðið/Kristinn
Talsvert hefur verið rætt um
verð á búvörum að undanförnu.
J. GUÐMUNDSSON ehf. hefur
byrjað innflutning á úða sem fjar-
lægir harpix af föt-
um og höndum. Var-
an nefnist Remover
Spray og segir Guð-
mundur úðann fjar-
lægja harpix, sem
hann kallar „versta
óvin húsvarðarins“,
auðveldlega. „Einn-
ig má nota Remover
Spray gegn förum
eftir límband á húð,
sem íþróttamenn og
sjúklingar þurfa til
dæmis að glíma við,“ segir hann.
Remover Spray er einvörðungu
selt í verslunum Lyfju, að hans
sögn.
NÝTT
Úði sem fjar-
lægir harpix
sími 555 7080
R
Ú
N
A
www.dalecarnegie.is
Næsta DC námskeið hefst 16. október. Þar lærir þú meðal annars að:
Trúa á sjálfan þig og
hæfileika þína
Setja þér raunhæf markmið
og ná þeim
Þora að standa fyrir framan
hóp og tala
Selja hugmyndir þínar
Þora að taka erfiðar
ákvarðanir
Minnka streitu, kvíða og
áhyggjur
Skapa jafnvægi milli starfs
og einkalífs
Ná betri árangri á fundum
þú...Vilt
Kynningarfundur
í sal ÍSÍ, (v/Laugardalshöllina), í kvöld kl. 20:30.
...fyllast sjálfstrausti?
öðlast hugsun sigurvegarans?
eflast við hverja raun?
að draumar þínir rætist?
...
...
...