Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 29
Ármúla 21,
sími 533 2020
Fagmennirnir þekkja Müpro
Rörafestingar
og upphengi
Allar stærðir og gerðir
rörafestinga og
upphengja
HEILSALA - SMÁSALA
DÚNDUR VERÐ
Merkjavara á ótrúlegu verði • Skeifunni 8
Bad boys Check inBad girlsFRANSA
Afgreiðslutími mán-fös kl. 12-19 lau.-sun 13-17
Vila
Kvenfatnaður Herrafatnaður Barnafatnaður
•
Risa LAGERSALA
Í dag fimmtudag og á morgun föstudag
mun sérfræðingur Kanebo veita faglega
ráðgjöf í Söru Bankastræti. Kynntir
verða haust- og vetrarlitir ásamt hinni
byltingarkenndu nýjug ADVANCED
RECOVERY CONCENTRATE.
I N T E R N A T I O N A L
KYNNING Á ÞVÍ NÝJASTA
Bankastræti 8,
sími 551 3140
„MÉR fannst öryggisástandið í
Saigon í Víetnam eða í Phnom Penh
í Kambódíu aldrei svo ýkja skugga-
legt þegar ég bjó þar. Þetta sem er
að gerast hérna núna kemur manni
mun meira í opna skjöldu, kemur
meira eins og þruma úr heiðskíru
lofti,“ segir Gunnar Tómasson, sem
býr í Montgomery-sýslu í Mary-
land-ríki í Bandaríkjunum, en þar
hefur leyniskytta m.a. látið til skar-
ar skríða á undanförnum dögum.
Hefur leyniskyttan alls myrt sex
manns og sært tvo til viðbótar.
Gunnar segir mikinn óhug í fólki
sem býr í Washington-borg og ná-
grenni hennar. Hann flutti til
Bandaríkjanna 1963 ásamt eig-
inkonu sinni, Guðrúnu Ólafíu Jóns-
dóttur og hóf störf hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum (IMF) 1966;
vann einmitt á hans vegum í
Kambódíu um eins árs skeið 1971–
72 og í Víetnam 1973–75.
Frá Saigon fór Gunnar tveimur
vikum áður en borgin
féll. Hann segir að
vissulega hafi menn þar
reglulega heyrt
sprengjudrunurnar í
fjarska og því haft var-
ann á. En leyniskyttur
hafi ekki þekkst í Saig-
on eða Phnom Penh og
auk þess eigi menn ekki
að venjast vá sem þess-
ari í tiltölulega frið-
sælum hluta Bandaríkj-
anna.
Gunnar býr um eina
mílu, þ.e. 1,6 km, frá
þeim stað í Montgom-
ery þar sem byssumað-
urinn skaut eitt af fórnarlömbum
sínum í síðustu viku, en alls banaði
hann fimm manns á aðeins sextán
klukkustundum í þessari sýslu
Maryland-ríkis. Þau hjón fari oft
um þann stað, þar sem morðið átti
sér stað.
„Við sjáum miklar
breytingar á bílaum-
ferð á þessu svæði. Við
búum á tólftu hæð í
húsi við aðalgötuna til
Washington og maður
sér greinilega að um-
ferðin er ekki nema
50% af því sem áður
var. Fólk er ekki mikið
á ferli að óþörfu.“
Segir Gunnar að
mikið sé um að fólk
hlaupi á milli húsa og
bíla.
Gunnar vann í rúm-
an aldarfjórðung hjá
IMF, er nú kominn á
eftirlaun en vinnur við skriftir og
rannsóknir heima. „Ég er þar af
leiðandi ekki mikið úti í bæ sjálfur.
Konan mín fór hins vegar að sækja
barnabarn okkar á leikskóla og þar
hefur orðið sú breyting á að skól-
arnir halda öllum nemendum inni,
hleypa þeim ekki út og dregið er
fyrir alla glugga. Þetta er óttalega
óviðkunnanlegt andrúmsloft fyrir
blessuð börnin.“
Gunnar segir lögregluna mikið á
ferðinni og þyrlur eru jafnan á lofti.
„Það var nógu slæmt þegar hann
fór af stað og skaut fullorðið fólk.
En þegar hann svo gerði barn að
skotmarki sínu fór verulega um
fólk.“
„Fólk ekki mikið á ferli að óþörfu“
9&:#$%2;$<0=0
>
5? -
" ! '# ! !
.
"! " (@
?
A
)
?
6-
9-
)) 0B -
?C )) )
)
9-
Gunnar Tómasson
Gunnar Tómasson býr í Montgomery-sýslu í Maryland
þar sem leyniskytta hefur valdið miklum usla
MIKIL deila stendur nú um það
milli sumra kunnustu mannfræð-
inga í heimi hvort sjö milljón ára
gömul hauskúpa, sem fannst ný-
lega í Chad í Mið-Afríku, sé í
raun elstu leifarnar af forföður
mannanna.
Skýrt var frá fundi Toumai-
hauskúpunnar eins og hún er
kölluð í júlí síðastliðnum og var
hann strax talinn með þeim
merkustu í áratugi. Er hún
óvenjulega heilleg, mjög brúna-
mikil og andlitið flatt. Þeir, sem
fundu hana, franski steingerv-
ingafræðingurinn Michel Brunet
og félagar hans, telja hana vera
elstu, kunnu leifarnar af forföður
manna.
Gekk ekki upprétt?
Í harðorðri grein í tímaritinu
Nature fyrir viku segja mann-
fræðingarnir Brigette Senut, Mil-
ford H. Wolpoff, Martin Pickford
og fleiri, að hauskúpan sé ekki af
hinni mannlegu grein þróunar-
trésins. Þvert á móti segja þeir,
að hún sé líklega af frumstæðri
górillu, kvenkyns, eða sjimpansa
og hugsanlega af tegund, sem
síðar hafi orðið útdauð.
„Ég sé ekki, að það sé hægt að
fullyrða neitt um hauskúpuna
nema það, að hún er ekki af
mannlegum toga,“ segir Wolpoff,
sem er mannfræðingur við Mich-
igan-háskóla.
Gagnrýnendurnir nefna sér-
staklega ummerki eftir hálsvöðv-
ana en af þeim má stundum ráða
hvort „skepnan“ gekk upprétt.
Skiptir það sköpum þegar greint
er á milli manna og frænda
þeirra, apanna.
„Ummerkin sýna ljóslega, að
dýrið gekk ekki upprétt allajafna.
Það bar sig ekki eins og maður
og var því ekki maður,“ segir
Wolpoff. Þá segja Senut og fleiri,
að öfugt við það, sem Brunet og
félagar hans haldi fram, þá bendi
lögun tanna og augabrúna ekki
sérstaklega til manna eða for-
feðra þeirra.
„Þeirra vandamál“
Brunet svarar gagnrýninni í
Nature og segir, að þeir hafi
rangt fyrir sér um andlitsein-
kenni kúpunnar og tennur. Nefni
þeir ekkert því til sönnunar, að
um sé að ræða apa, og hrekji það
í engu, að kúpan hafi mörg sömu
einkenni og síðari tegundir
mannaættar.
Brunet hefur áður átt í sennu
við þessa sömu gagnrýnendur.
Er hann skýrði frá fundinum á
fréttamannafundi í sumar sagði
hann: „Ef einhverjir eru mér
ósammála, þá er það þeirra
vandamál. Hauskúpan er hins
vegar alls ekki af górillu.“
Mannfræðingar deila um sjö milljón ára hauskúpu
Elsta frummennið
eða gömul górillufrú
Reuters
Hauskúpan umdeilda.
New York. AP.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111