Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vínarborg, í septembermánuði 1791.
„Heiðraði herra!
Að yðar ráðum vildi ég fara, en hvernig
gæti ég það? Ég er örvita og veit varla hver
ég er. Mér er ómögulegt að losna við sýn
ókunna gestsins úr huganum. Ég sé hann
fyrir mér: hann biður, leggur hart að mér
og krefst óþolinmóður þessa verks af mér.
Ég held áfram við samningu þess, vinnan
þreytir mig minna en hvíldin. Úr annarri átt
hefi ég ekkert að óttast. Ég finn það á mér
að kallið er komið. Ég er undir það búinn að
deyja. Ég er að þrotum kominn, áður en ég
gat fengið að njóta hæfileika minna til fulln-
ustu. Lífið var samt fagurt og ferill minn
hinn heillavænlegasti framan af. En forlög
sín fær enginn flúið og enginn veit fyrirfram
daga sinna tal. Menn verða að sætta sig við
allt; allt verður, sem forsjónin vill að verði.
Nú lýk ég máli mínu. Sálumessa mín bíður!
Ég má ekki skilja við hana ófullgerða.
Mozart.“
Sagan af Mozart og Sálumessunni
er ein sú dramatískasta í tónlistarsög-
unni allri. Sálumessan var síðasta tón-
verkið sem hann samdi, en hann náði
ekki að ljúka henni áður en hann dó,
5. desember 1791.
Síðustu misserin í lífi Mozarts voru
heldur dapurleg. Hann var sárafá-
tækur og eftir hann liggja betlibréf til
ráðamanna og þeirra sem hann hélt
að gætu hjálpað sér; hann vantaði fast
starf og lifibrauð. Af þessum bréfum
má ráða talsvert í eymd hans. Ekkert
gekk að fá vinnu. Eiginkona hans,
Konstanza, átti við veikindi að stríða
og sjálfur var hann ekkert hreysti-
menni. Verkum hans var misvel tekið,
en af sendibréfum hans má þó ráða að
hann hélt sínu góða skapi og marg-
frægum húmor til hinstu stundar.
En það var í júlímánuði þetta síð-
asta æviár Mozarts, að ókunnur mað-
ur barði að dyrum og bað tónskáldið
að semja fyrir sig verk; sálumessu.
Ókunna manninum lá á að fá verkið
fullklárað, eins og ráða má af sendi-
bréfi Mozarts hér, til óþekkts viðtak-
anda. Ókunni maðurinn er orðinn að
einhvers konar goðsögn. Ýmsar til-
gátur hafa verið uppi um hver þar
hafi verið á ferð; jafnvel sú, að þarna
hafi dauðinn sjálfur knúið dyra og
skyldi frá Sálumessunni að
honum látnum. Mozart var
búinn að leggja línurnar, en
Süssmayer skyldi fylla inn í
það sem ófrágengið var og
ljúka verkinu. Ekki er ólík-
legt að Mozart hafi haft
áhyggjur af því að fá ekki
fullgreitt fyrir verkið ef
honum tækist ekki að ljúka
því; – hann hafði áhyggjur
af framtíð Konstönzu.
Þegar læknirinn kom loks
úr leikhúsinu fyrirskipaði
hann kalda bakstra á sóttheitt höfuð
Mozarts, en tónskáldinu varð svo um
að hann missti meðvitund og dó
skömmu síðar. Süssmayer tók hand-
ritið að Sálumessunni og lauk verki
kennara síns. Tónlistarfræðingar
hafa flestir verið sammála um að þar
hafi nemandanum tekist vel til og að
hann hafi fylgt stíl og anda Mozarts
fullkomlega.
Enn í dag er Sálumessa Mozarts
talin eitt mesta meistaraverk tónbók-
menntanna og þykir það jafnan við-
burður þegar hún er flutt.
Söngsveitin Fílharmónía og Sel-
kórinn fluttu verkið með Fílharmón-
íusveit Pétursborgar í sal hljómsveit-
arinnar, einum frægasta tónleikasal í
heimi, í síðustu viku í vel heppnaðri
tónleikaferð kóranna í austurveg. Nú
verður verkið flutt aftur, en að sjálf-
sögðu með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, og það verður stjórnandi Fíl-
harmóníu og aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri sinfóníunnar,
Bernharður Wilkinson, sem stjórnar.
Einsöngvarar á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í kvöld og annað
kvöld verða Hulda Björk Garðars-
dóttir sópran, Sesselja Kristjánsdótt-
ir alt, Gunnar Guðbjörnsson tenor og
Tómas Tómasson bassi.
Gengur vel þótt lausamennskan
geti verið harður heimur
Langt er síðan Tómas Tómasson
hefur sungið á Íslandi, eða sjö ár.
Hann var talinn með efnilegustu
bassasöngvurum okkar, þegar hann
stökk af stað út í hinn stóra heim at-
vinnumennskunnar og þar hefur
hann verið í sjö ár án þess að koma
nokkuð heim á þeim tíma.
„Ég er búinn að vera úti um allt; að-
allega í Evrópu. Ég var á hálf-föstum
samningi við óperuna í Kaupmanna-
höfn í tæp tvö ár, en annars hef ég
verið í lausamennsku,“ segir Tómas.
„Ég er búinn að vera að syngja allt
mögulegt; töluvert af 20. aldar tónlist,
pínulítið af Mozart, smá Verdi og bara
hitt og þetta. Upp á síðkastið hef ég
mest verið í Kölnaróperunni og þar
hef ég verið að syngja hlutverk eins
og Sarastró í Töfraflautunni. Ég söng
í óperu Zemlinskys Der König Kand-
aulis; í Carmen og í Das Nusch-
Nuschi eftir Hindemith. Ég söng svo
Fáfni í Rínargullinu og Inquisitor í
Don Carlo. Ég er líka búinn að vera
talsvert í London, þar sem ég söng
fyrst Masetto í Don Giovanni, svo
söng ég þar í La boheme og nú síðast í
Il trovatore.“
Tómas söng síðast hér heima í
Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu
1994, með Sinfóníuhljómsveitinni í A
Child of our Time eftir Tippet og í
Jólaóratoríu Bachs með Mótettukór
Hallgrímskirkju í desember 1995. Sjö
ár eru langur tími á ferli ungs óperu-
söngvara og örugglega margir sem
bíða spenntir eftir að heyra í Tómasi
nú. „Það er yndislegt að vera kominn
heim,“ segir hann, en kveðst ekkert
vita hvort einhverjir bíði eftir að fá að
heyra í honum. „Það er vonandi að ég
bregðist engum.“ Það er reyndar vita
vonlaust að ætla að spyrja Tómas um
hvernig honum lítist á sönglandslagið
á Íslandi í dag; hann kom til landsins í
fyrradag og var á æfingu með hljóm-
sveitinni í gær. „Ég veit ekkert
hvernig hlutirnir hafa þróast hér, en
það sem ég fann strax þegar ég kom
inn á æfingu með Sinfóníuhljómsveit-
inni í gærmorgun var það hvað hún er
góð og hljómurinn þéttur. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands er gott band. Ann-
ars er ég er ég ekkert búinn að sjá
neitt nema leiðina frá Keflavíkurflug-
velli og hvað Kópavogurinn hefur
þanist út á þessum tíma. Á laugar-
dagskvöldið ætla ég svo í Óperuna að
sjá Rakarann.“
Aðspurður um það hvort Íslending-
ar fari nú ekki að fá að heyra meira í
honum, segist Tómas ekki ráða því
sjálfur. „Ég myndi gjarnan vilja koma
og syngja hér heima ef mér yrðið boð-
ið það. Annars hef ég nóg fyrir stafni
úti; ég hef nóg að gera og þarf ekki að
binda mig neins staðar enn sem kom-
ið er, og það finnst mér mikilvægt. Ég
er ekkert voðalega spenntur fyrir því
að vera á föstum samningi einhvers
staðar. Fyrir bassa er það líka tiltölu-
lega leiðinlegt. Það eru ekki það mörg
aðalhlutverk fyrir bassa og maður
þyrfti þá að syngja alls konar rullur
sem eru ekkert voðalega spennandi.
En að ég skuli vera í vinnu við þetta
þýðir að þetta gengur vel, þótt lausa-
mennskan geti vissulega verið harður
heimur.“
Auk Sálumessunnar verður Sin-
fónía nr. 25 í g-moll einnig flutt á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í
kvöld. Tónleikarnir verða endurtekn-
ir annaðkvöld og hefjast báða dagana
kl. 19.30.
Tómas Tómasson bassi meðal einsöngvara í Sálumessu Mozarts á tónleikum Sinfóníunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníuhljómsveit Íslands, einsöngvarar, Söngsveitin Fílharmónía og Selkórinn á æfingu fyrir tónleikana.
„Sinfóníuhljómsveit
Íslands er gott band“
Tómas Tómasson bassasöngvari.
Morgunblaðið/RAX
sagt fyrir um dauða Mozarts sjálfs
með því að biðja hann um að semja
sálumessu, – og þá hans eigin sálu-
messu. Það er kannski skiljanlegt að
dulúðin kringum tilurð verksins hafi
skapað slíkar draugasögur; sjálfum
virðist Mozart hafa stafað nokkur ógn
af ókunna manninum. Undir lokin er
hann orðinn fársjúkur og hamast við
að semja í kappi við tímann, sem hann
veit að er naumur. Soffía, systir
Konstönzu, lýsti síðar síðustu augna-
blikunum í ævi Mozarts. Það gekk illa
að fá prest til hans og læknirinn var
upptekinn á leiksýningu og vildi ekki
sinna sjúklingnum fyrr en að leiksýn-
ingu lokinni. Þegar Soffía kom að beð
Mozarts sat nemandi hans, Süssma-
yer, á rúmstokknum og Mozart var að
útlista fyrir honum hvernig gengið
STOPPLEIKHÓPURINN hefur
starfað um sex ára skeið og hefur
þar notað leiklistina sem form til að
koma af stað umræðu meðal ung-
linga um félagsleg vandamál. Fyrsta
leikverkið sem hópurinn sýndi var
unglingaleikritið „Skiptistöðin“ eftir
Valgeir Skagfjörð og var það sýnt í
flestum grunnskólum landsins með-
al unglinga í 8. til 10. bekk. Í verkinu
sem sýnt var árið 1996 var fjallað um
ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneyslu
meðal unglinga en síðan hefur leik-
hópurinn haldið áfram starfi sínu í
forvörnum meðal ungs fólks.
Nýjasta verk Stoppleikhópsins, Í
gegnum eldinn,verður frumsýnt í
Foldaskóla í dag. Egggert Kaaber,
einn af stofnendum Stoppleikhóps-
ins, leikur þar aðalhlutverk ásamt
Brynju Valdísi Gísladóttur, nýút-
skrifaðri leikkonu frá Listaháskóla
Íslands. Valgeir Skagfjörð leikstýrir
verkinu og er höfundur leikgerðar-
innar sem byggð er á samnefndri
reynslusögu tveggja ungmenna af
því að ánetjast fíkniefnum.
„Ég rakst á þessa bók, Í gegnum
eldinn, eftir Ísak Harðarson og
Thollý Rósmundsdóttur, fyrir tilvilj-
un á bókasafninu og las hana hrein-
lega upp til agna,“ segir Valgeir um
tilurð verksins. „Mér fannst þetta
sláandi saga og áhugavert efni til að
vinna einhvers konar leikrit upp úr
því sem yrði þá fyrir tvo leikara. Um
leið fannst mér þetta rakið efni fyrir
Stoppleikhópinn og það forvarnar-
starf sem hann hefur verið að vinna.
Við sendum inn umsókn til Leiklist-
arráðs en fengum ekki styrk í það
skiptið. Við létum hins vegar ekki
deigan síga og sóttum aftur um í ár
og fengum þá styrk. Ég held að það
hafi spilað inn í að áfengis- og vímu-
efnavandi unglinga hefur verið að
færast upp á yfirborðið í umræðunni
undanfarið enda hefur ástandið síst
skánað frá því að leikhópurinn setti
upp Skiptistöðina fyrir sex árum.
Það hefur versnað ef eitthvað er,
neyslan færist neðar í aldri, efnin
verða harðari og sífellt auðveldara
er að nálgast þau. Þetta er því mjög
brýn umræða sem mikilvægt er að
miðla til unglinga á hátt sem snertir
þá og vekur áhuga þeirra,“ segir
Valgeir.
Fólk tilbúnara að ræða
um hlutina
Í leikgerðinni fléttar Valgeir sam-
an sögum höfundanna tveggja og
skapast þannig í verkinu tvær aðal-
persónur, strákur og stelpa, sem
þau Eggert og BrynjaValdís leika.
„Verkið er byggt upp sem nokkurs
konar uppistand og er hjóðnemi þar
notaður sem áhrifsauki. Myndband
og tónlist eru líka notuð til að auka
áhrifin en að öðru leyti eru engir
leikmunir eða búningar notaðir. Það
er leikarans að fylla upp í þær eyður
og gera þau það mjög vel,“ segir
Valgeir.
Brynja Valdís Gísladóttir er að
leika sitt fyrsta hlutverk að leiklist-
arnámi loknu og segir hún það mjög
lærdómsríkt fyrir vikið. „Það eru
alls um 15 persónur í verkinu og
túlkum við Eggert þær allar. Maður
sveiflast upp og niður í tilfinningum
enda fjallar þetta verk ekki síst um
tilfinningalíf þeirra sem glíma við
vímuefnavanda. Þannig kemur leik-
ritið með annað sjónarhorn á þenn-
an félagslega vanda en skoðana-
kannanir eða tölulegar
upplýsingar.“
Í gegnum eldinn verður frumsýnt
í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Folda-
skóla kl. 13 í dag, en síðan verður
Stoppleikhópurinn á faraldsfæti í
grunnskólum um allt land í vetur.
Eggert Kaaber segir að sýningar-
fyrirkomulag verði með sama sniði
og fyrr, farið verði í grunnskóla um
allt land og leikritið sýnt nemendum
í 7. til 10. bekk. „Kennarar fara með
krakkana að sjá sýninguna á
kennslutíma. Síðan er unnið úr
þessu í skólunum, með umræðum og
verkefnavinnu. Nú undanfarið hafa
foreldrafélögin verið að koma meira
inn í þetta en áður og eru foreldr-
arnir farnir að horfa á sýningarnar
með krökkunum í sumum tilfellum.
Þetta finnst mér mjög gott fordæmi
því umræðan þarf náttúrulega að ná
til allra.“
Eggert segir Stoppleikhópinn
hafa fengið mjög góð viðbrögð við
þeim verkefnum sem hann hefur
verið að koma með inn í skólana og
hafi þau gætt þess að sýningarnar
væru ákveðin leikhúsupplifun fyrir
krakkana en ekki hreinir og beinir
fyrirlestrar. „Okkur hefur að ég held
tekist að ná til krakkanna með því að
hafa þetta lifandi og skemmtilegt.
Við höfum fjallað um ýmis efni er
tengjast daglegu lífi og tilfinningalífi
unglinga, allt frá reykingum til kyn-
lífs. Í þessu leikriti erum við eig-
inlega komin að sama efni og við
byrjuðum með og er það kannski út
af því að þörfin er svo mikil núna.
Þegar við sýndum Skiptistöðina fyr-
ir sex árum þótti sú mynd sem við
drógum upp af vímuefnanotkun ung-
linga vera of dökk og óraunveruleg.
Það sýndi að fólk var alls ekki með-
vitað um hvað þessi heimur er í raun
grimmur, en síðan hafa þessir hlutir
verið að koma upp á yfirborðið. Það
er því allt annað að koma að þessu
efni í dag, því nú er fólk orðið miklu
meðvitaðra og tilbúnara að spjalla
um hlutina,“ segir Eggert.
Annað sjónarhorn
Morgunblaðið/Kristinn
Eggert Kaaber og Brynja Valdís Gísladóttir leika aðalhlutverkin í leik-
ritinu Í gegnum eldinn sem fjallar um vímuefnaneyslu ungs fólks.