Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 33 Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 11. október 2002 kl. 11.00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson, formaður SF Ársreikningar SF 2001 Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda Ræða Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Ísland í breyttum heimi Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur Hagvöxtur - vegvísar til framtíðar Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningadeildar Búnaðarbankans Ný tækifæri á nýrri öld Pallborðsumræður undir stjórn Ágústs Einarssonar, prófessors Þátttakendur: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Önnur mál Stjórnin NÝLEGA kom út diskur með tríói Hilmars Jenssonar, Tyft, hjá kanadísku hljómplötuútgáfunni Songline og var hann afrakstur tón- leikaraðar Hilmars, Andrews og Jim Blacks í Reykjavík í desem- bermánuði sl. Tyft var tekinn upp í Stúdíó Sýrlandi og er í 11 þáttum, sem allir eru samdir af Hilmari ut- an tveir: Mothana og Indelible Scars, er Andrew hefur samið. Á diskinum hefur misritast að Death Of A Penguin sé eftir Andrew. Þann gjörning kynnti Hilmar sem sinn eigin á tónleikunum á Kaffi Reykja- vík og sagði að nafnið, eins og flest nöfn verka hans að þessu sinni, væri komið frá leikstjóranum Jack Smith, sem höfðaði til hans þótt hann hefði aldrei séð eina einustu af myndum hans. Tólf tónar hafa flutt disk Hilmars inn og er hann hnitmiðaður og þétt- ur í spuna sem skrifuðum köflum. Á tónleikunum var allt með frjálsari brag. Tónlistarmennirnir afslappað- ir þótt tónlistin væri stríð í upphafs- spunanum þar sem Andrew blés í altó og Jim stýrði raftólum sínum meðan Hilmar sargaði strengi. Síð- an léku þeir Short or Hairy eftir Hilmar. Eftir fínan spunakafla skaut lagið upp höfðinu; ornettískt eins og tónn Andrews var þegar hann blés órifið. Fínn frjálsdjass og hefðbundinn, því þetta hafa menn verið að gera í yfir fjörutíu ár. Aftur á móti brá fyrir öðrum hljómi í Uncle Fishhook eftir Hilmar. Raf- hljóð og bassaklarinett lengstum og línur upp á evrópsku þar til í lokin að rokktrommur og svíngriff tóku völdin. Þetta verk var hið skemmtilegasta í flutningi þeirra – fang- aði betur en á diskin- um. Morthanna er fal- leg ballaða, en skjátlist mér ekki tók hún myndbreytingum í flutningi tríósins, hafi raforgían með segul- bandshljóðum aftur á bak og poppsöngli til- heyrt henni frekar en að vera innskotsverk áður en Israel Fish las texta sinn við tyrfið undirspil tríósins, sem yfirgnæfði textann svo illt var að skilja. Fyrr á tónleikunum lék Hilmar á klassíska gítarinn sinn Tyft II og aukalagið lék hann einnig einn; Searching for Glick held ég það heiti, en hvorugt einleikslaganna var jafn meitlað í flutningi og á diskinum, sem ég hvet alla unnend- ur framsækins djass til að eignast. Úlfar Ingi Haraldsson bassaleik- ari og tónskáld er potturinn og pannan á bak við Punkt Projekt III. Hann nam tónskáldskap bæði á Ís- landi og í Bandaríkjunum og lék þar bæði með sinfóníuhljómsveitum og djasssveitum, en við höfum allt of sjaldan heyrt hann sem djassbassa- leikara hérlendis. Hann stofnaði Punkt Projekt árið 1998 í Kaliforníu og segist leitast við að blanda sam- an áhrifum úr djassi, rokki, frjáls- um spuna, raftónlist og miðaldatón- list í verkum sínum. Allt er það rétt og satt, en yfirbragið var annað en mann renndi í grun eftir lesturinn. Verkið er einstaklega mjúkt og ljóðrænt og átti blástur Ólafs Jónssonar ekki hvað sístan þátt í því. Ólaf- ur hefur oft verið með heldur mattan og lit- lausan tón á tenórinn, en upp á síðkastið hef- ur tónn hans þroskast mjög og blástur hans í mjúktóna stíl webster- istana í þriðja kafla verksins var ljúfur. Verk Úlfars Inga, sem er í sjö þáttum, upp- hófst á rafrænum mið- aldasöng sem hljóm- aði þar til Ólafur hóf að blása nýboppaða laglínuna, sem um- hverfðist í arabískan sönglanda uns gullfalleg ballaða spratt fram. Spuni Ólafs var einfaldur og tær og í næsta kafla blés hann í sópran og Úlfar Ingi spann á bassagítar sinn hrynfagran sóló. Í fjórða kafla ríkti klassísk boplína með einföldum létt- um vesturstrandarhryn eins og menn léku á íslandi upp úr sextíu og gaman að heyra taktfastan einfald- an trommuleik Matthíasar þar. Í fimmta kafla þyngdist tónlistin og rokkið hélt innreið sína, sjötti kafli var með norrænum blæ en þann sjöunda og síðasta fengum við ekki að heyra. Tíminn var útrunninn og er það helsti galli við þessa djasshá- tíð að tvennir tónleikar eru sama kvöldið á sama stað og reynslan hefur yfirleitt verið sú að aðrir hvorir tónleikarnir hafa goldið þess. Í þetta skipti Punkt Projektið. Þessi tónlist Úlfars Inga kom mér skemmtilega á óvart og megi hún heyrast sem fyrst aftur svo fleiri fái notið sem kannski hafa hræðst að hér væri á ferðinni tyrfið atónalt verk með grimman rokk- rytma. Strítt og mjúkt DJASS Kaffi Reykjavík Hilmar Jensson gítar, Andrew D’Angelo altósaxófón og bassaklarinett, Jim Black trommur. Auk þess rafhljóð margs konar. Þriðjudagskvöldið 1. október. Kl. 22. TYFT HILMARS JENSSONAR Vernharður Linnet Hilmar Jensson Úlfar Ingi Haraldsson rafbassa, Ólafur Jónsson sópran- og tenórsaxófón og Matthías M. D. Hemstock trommur. Miðvikudagskvöldið 2. október kl. 20:30. PUNKT PROJEKT III ég rak mig úr tíma. Þrátt fyrir margendurtekinn yfirlestur tókst undirrituðum hvorki að átta sig á tilefninu né við- brögðum kennar- ans eins og þeim er lýst. Í kvæðinu koma fyrir orðin kjaftstopp og kennaragaur. Í sjálfu sér saklaus gamanyrði. Allt um það kemur slíkur talsmáti kynlega fyrir sjón- ir í bók sem er annars svona mjúk og ljóðræn. Meira samræmis gætir í öðru skólakvæði sem skáldið nefnir Menntun er lofroðið magurt. Höfund- ur upplýsir að það hafi verið ort »eftir rýra launahækkun í samningum«. Deilt er á þingmenn sem eitt sinn hafi miðað kaup sjálfra sín við laun kenn- ara en sýni hlutverki þeirra lítinn skilning þegar til kastanna kemur. Ljóð Jóhanns Guðna bera vitni um samúðarfullt hugarfar og fölskva- laust trúartraust. Hann dásamar sköpunarverkið meðal annars fyrir þá sök að fyrir sjónum hans tengist það æðra samræmi og forsjón mis- kunnsamra máttarvalda. Afstaða hans til mannlífsins jafnt og skáld- skaparins er í sama máta jákvæð. JÓHANN Guðni Reynisson yrkir um bjarta nótt, bláma himinsins, haustið með litfagran blæ og ljómann í augunum. Hann yrkir um átthagana sem hann dásamar af huglægri upp- hafning eins og skáldum einum er lagið: »Hafnarfjörður, þú ert lífsins lundur / og lágir sprotar æskan sem hér dafnar.« Hann yrkir um lands- lagið og sveitina í anda ungmenna- félaganna sem stefndu að ræktun lands og lýðs: »Hún vefur sig með sumarfeldi mærum, / sýnir okkur vilja sinn og ást.« Hann yrkir um kon- una og hamingju þá sem hún breiðir í kringum sig: »Bros þitt og gæfa, þín ljúfasta lund, / leikur um blikandi hvarminn.« Og meira af svo góðu: »Þig ég elska, þér ég eigna / þúsund- falt mitt ástarmál.« Þannig horfir skáldið til hins hug- ljúfa og fagra í náttúrunni og mann- lífinu og lofsyngur hvort tveggja með tungutaki sem hann hefur útþrykki- lega tamið sér. En það má hann hafa numið af ljóðum þeirra skálda sem fram komu við upphaf liðinnar aldar og sumir kenndu við nýrómantík. Raunar þarf ekki að leita svo langt því ljóðstíll þessi hefur síðan gengið aftur í alþýðlegum tækifæriskveð- skap langleiðina til dagsins í dag. Allt tengist þetta lífsviðhorfi sem leitar inn á við. Skáldið lætur harðan heim ekki raska ró sinni en ræktar blóma- garð sálarinnar sem nærist við fegurð og hóglæti á lífsins unaðsstundum. Þá sjaldan daglega lífið og atburðir líðandi stundar verða skáldinu bein- línis að yrkisefni kveður við annan tón, stundum allt að galsafenginn. Fram kemur í formála að Jóhann Guðni hafi kennt við framhaldsskóla. Eitt kvæðið heitir slétt og fellt: Þegar Hann er trúr eldri kveðskap- arhefð; yrkir með rími, ljóð- stöfum og reglubundinni hrynjandi. Þvílíkur kveð- skapur krefst lipurðar, orð- heppni og hagmælsku, það er hæfileikans til að detta einatt niður á rétta orðið og um- fram allt – láta hvaðeina falla eins og fyrirhafnarlaust hvert að öðru; leyna erfiði sínu. Það heppnast að sönnu misjafnlega. Taka má dæmi af ljóðinu Við Laugatjörn. Það hefst á þessa leið: »Hvíslar í gárum sér draum- blíð og djörf / dagrenning kvöldanna; eilífðarhvörf.« Kvæði þetta vísar til þess að unga fólkið hafi löngum unað sér við vatnið, kynslóð eftir kynslóð, ástfang- ið og draumlynt. Til þess miðar að öll- um líkindum orðið eilífðarhvörf. En tilvist þess réttlætist þó fyrst og fremst af því að skáldið þurfti að búa til hæfilega langt orð sem jafnframt rímaði á móti djörf. Best eru stystu ljóðin þar sem ljóð- línurnar eru fáorðari og knappari en svo að rúm sé fyrir langyrði eða vafa- söm orðasambönd. Þar til má nefna: Djásn, Lyngyndi og Ljósanna líf. Um útlit bókarinnar er það að segja að þetta er hin snotrasta og þekkilegasta kilja. Ort um átthagana BÆKUR LJÓÐ eftir Jóhann Guðna Reynisson. 59 bls. Útg. höfundur. Prentun: Prentsmiðja Hafnarfjarðar. Hafnarfirði, 2002. Í FEGURÐ HAFSINS Jóhann Guðni Reynisson Erlendur Jónsson KJARTAN Guðjónsson hleypur í skarðið fyrir Stefán Karl Stefánsson á fjórum sýningum á Lífinu þrisvar sinnum í október. Fyrsta sýning Kjartans verður í kvöld. Lífið þrisvar sinnum er eftir Yasminu Reza og fjallar um tvo stjarneðlisfræðinga, Henri og Hu- bert yfirmann hans, og eiginkonur þeirra, lögfræðinginn Soniu og Ines, sem gerir ekkert. Aðrir leikendur eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Næstu sýningar í þessum mánuði eru föstudaginn 18., föstudaginn 25. og laugardaginn 26. Rætt um Viktoríu og Georg Gestum Þjóðleikhússins gefst kostur á að ræða við Ólaf Hauk Sím- onarson, höfund Viktoríu og Georgs, og Hlín Agnarsdóttur, leikstjóra þess, um efni verksins og uppsetn- ingu eftir sýningu í kvöld. Leikritið er sýnt á litla sviðinu og er byggt á ástarsambandi sænsku skáldkonunnar Victoriu Benedicts- son og danska bókmenntajöfursins Georgs Brandesar. Breytt hlutverka- skipan í Lífinu DANSKA myndlistarkonan Ulla Tarp Danielsen hélt fyrir skömmu sýningu á garngrafík í Ráðhúsinu í Reykjavík. Myndir Ullu eru allar ofnar úr garni og kallaði hún sýninguna Det ufuld- endtes kraft. Ulla hefur haldið fjölda sýninga víða um lönd, en þetta var fyrsta sýning hennar á Íslandi. Ulla Tarp Danielsen er ættuð frá Jótlandi þar sem hún rekur sinn eigin sýningarsal á sumrin, Galeri Tarp. „Ég nefndi sýninguna eftir einu verka minna, en hugmyndin að baki nafnsins kemur frá rúss- neskri vísindakonu sem rannsak- aði minni fólks. Hún sagði að það sem maður myndi best væru þeir atburðir og hlutir sem hefðu höfðað sterkast til manns en manni hefði á einhvern hátt ekki tekist að höndla. Bakgrunnur margra mynda minna er sóttur í þetta; þær eru túlkun mín á áhrifamiklum upplifunum.“ Ulla segir garnið henta sér og skapgerð sinni vel. „Ég var að fást við allt aðra hluti, en um leið og ég fór að vinna myndir í garn, gerðist eitthvað, hárin risu á höfði mér og ég fann strax að þarna átti ég heima. Leikurinn með litina og mismunandi áferð og grófleika garnsins höfðar sterkt til mín. En ég nota garnið ekki á hefðbundinn hátt, og þræð- irnir liggja ekki þétt saman eins og til dæmis í vefnaði, það eru meiri víddir í verkunum mínum. Verkin mín snúast flest um fólk og tilfinningar; lífsreynslu fólks og ástina.“ Ulla Tarp átti þess kost meðan hún dvaldi hér á landi að heimsækja Húsavík, en hún sýndi nokkur verka sinna í Hvalamiðstöðinni þar í bæ. Á Húsavík gafst henni einnig kostur á að kenna tveimur níu ára bekkj- ardeildum grunnskólans að vinna úr garni. „Það var dásamleg upp- lifun að vinna með krökkunum á Húsavík. Ég var þar í viku og við skemmtum okkur vel. Í vikulokin vorum við komin með fjörutíu og tvö lítil listaverk. Norðurljósin voru eins konar þema, en verkin urðu ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg. Það skipti engu máli þótt þau skildu ekki nákvæmlega það sem ég sagði; þau voru fljót að skilja hvað ég átti við.“ „Garnið hentar skapgerð minni“ Morgunblaðið/RAX Danska listakonan Ulla Tarp Danielsen: „Verkin mín snúast flest um fólk og tilfinningar; lífs- reynslu fólks og ástina.“ Listakonan Ulla Tarp Danielsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.