Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. YFIRMAÐUR á umhverf-is-, heilsu- og örygg-issviði Alcoa, ÁstralinnWade Hughes, hefur ásamt fleiri fulltrúum álfyrirtæk- isins fundað hér á landi síðustu daga og kynnt sér aðstæður á Austfjörðum vegna fyrirhugaðra álvers- og virkjanaframkvæmda. Hughes segir í samtali við Morg- unblaðið að fundir sem hann hafi átt með talsmönnum stjórn- málaflokka, náttúruvernd- arsamtaka og stofnana hafi verið einkar ánægjulegir og jafnframt mikilvægir fyrir Alcoa áður en fyrirtækið taki sínar lokaákvarð- anir um byggingu álvers í Reyð- arfirði. Wade Hughes hefur hitt Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra, fulltrúa frá Land- vernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Landsvirkjun, Land- græðslu ríkisins, Skógrækt rík- isins, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, Fjarðabyggð og talsmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Þá bauð Hug- hes til fundar við sig í gær nokkr- um af þeim mótmælendum sem staðið höfðu fyrir utan fundarstað- inn í Reykjavík, m.a. Hildi Rúnu Hauksdóttur sem á mánudag fór í mótmælasvelti vegna fyrirhug- aðra álvers- og virkjanafram- kvæmda á Austurlandi. „Við höfum fengið betri skilning á þeim fjölbreyttu og ólíku sjón- armiðum sem ríkja hér á landi í garð framkvæmdanna. Þessir fundir hafa verið mikilvægir fyrir Alcoa og gefið okkur tækifæri til að heyra skoðanir Íslendinga áður en lokaákvarðanir verða teknar. Við höfum í hyggju að ráðast í byggingu álvers og verða íslensku samfélagi í að min kosti eitt hundrað ár,“ seg Hughes. Hann segir móttökurna unum almennt hafa verið g sem og viðræðurnar. Vitn til orðtaks í Ástralíu, síns lands, um að þeir sem han hitt hafi verið „fair dinkum opinskáir, heiðarlegir og e „Ég er þakklátur fyrir þ færi að fá að hitta alla þes hópa og hlusta á þeirra við Við virðum þau sjónarmið mótmælendur framkvæm hafa og reynum eftir meg taka tillit til þeirra, hvort er á sviði umhverfis- eða s félagsmála. Við höfum hin gert öllum ljóst að við mun geta fullnægt skilyrðum a áreiðanlega verða einhver vonbrigðum með okkar ák Yfirmaður á umhverfissviði Alcoa hitti tals Mikilvægir fundir áður en ákvörðun er tekin prófanir. „Verkefnin sem rannsókninni, þó með breyttu sniði, hafa einku notuð til að kanna hve vinnslu tilfinningatengdra inga hjá kvíða- og þungly lingum er háttað. Þau h vegar ekki áður verið Parkinson-sjúklingum í þe gangi.“ Marglitir diskar juku arlyst Alzheimer-sjúk Rannsóknarstofan sem starfar við hefur m.a. r hvernig truflanir á grun sjónskynjunar hjá Alzhe Parkinson-sjúklingum ge sem erfiðleikar við að inna ýmiss konar taugasálfræð oft um að ræða sjúkdóma sem yf- irleitt gera vart við sig með aldr- inum, svo sem Alzheimer og Park- inson.“ Hvar eru stöðvar tilfinninga í heilanum? Ein rannsóknin sem Sigurrós vinnur nú að fæst við tilfinninga- truflanir í tengslum við Parkinson- veiki. „Stór hluti Parkinson-sjúk- linga, stundum talið um 40%, sýnir mörg einkenni þunglyndis,“ út- skýrir Sigurrós. „Misjafnt er talið hvað veldur þunglyndinu, hvort það sé heilahrörnunin sem slík eða hvort þetta séu jafnvel eðlileg við- brögð við veikindum sem oft taka mjög á sjúklinginn og aðstandend- ur hans.“ Sigurrós segir kannanir sýna að þunglyndiseinkenni Parkinson- sjúklinga séu ekki að fullu sam- bærileg einkennum þunglyndra sem ekki hafa Parkinson. Sigurrós hefur útbúið próf sem eiga að ákvarða þetta nánar. Þá vonast Sigurrós til þess að rannsóknin leiði einnig í ljós hvern- ig og hvort einstakar tilfinningar truflist hjá sjúklingunum. „Tilfinn- ingar eru margs konar, svo sem reiði, gleði og viðbjóður. Það eru ýmsar kenningar varðandi hver er þáttur heilans í öllu því sem við- kemur tilfinningum okkar. Til dæmis vilja sumir meina að svo- kallaðar jákvæðar tilfinningar séu ferlaðar í stöðvum vinstra megin í heilanum og þær neikvæðu hægra megin. Parkinson er kjörinn sjúkdómur til að taka afstöðu til þessara kenninga og annarra sem og ein- faldlega að bæta við þekkingu okkar á þessum þáttum. Í fyrsta lagi er ýmislegt sem virðist truflast í skynjun og tjáningu til- finninga hjá þessum sjúklingum og í öðru lagi byrjar sjúkdómurinn í mörgum tilvikum aðeins öðrum megin í heilanum.“ Til rannsóknarinnar eru ein- göngu valdir sjúklingar með sjúk- dómsupptök í öðru heilahvelinu og enn sýna hreyfieinkenni aðallega á annarri hlið líkamans og þeim boð- ið að gangast undir viðeigandi SIGURRÓS Davíðsdóttirnemur klíníska sálfræðivið Háskólann í Boston.Hún er á þriðja ári í dokt- orsnámi sem mun taka um fimm ár. Stór hluti námsins felst í margs konar rannsóknum í taugasálfræði og hefur Sigurrós sjálf átt frum- kvæði og hugmyndir að viðfangs- efnum rannsókna sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í félagi við aðra vísindamenn. Sigurrós hefur mestan áhuga á rannsóknum tengdum Parkinson- veiki, en einnig öðrum öldrunar- sjúkdómum. „Í fyrstu hafði ég mestan áhuga á Alzheimer-sjúk- dómnum, en þegar ég fór að lesa mér meira til og kynna mér Park- inson, vakti það meiri áhuga.“ Meðferðir og rannsóknir Sigurrós starfar við rannsókn- arstofuna Vision and Cognition við Bostonháskóla þar sem hún vinnur nú að þremur rannsóknum. Í öllum rannsóknunum vinnur Sigurrós beint með sjúklingum og leggur fyrir þá próf í þeim tilgangi að kanna ákveðna þætti sjúkdóms þeirra. „Það má segja að árið hjá mér sé undirlagt vegna námsins, meðferð- arvinnu og rannsóknanna sem eru tímafrekar,“ segir Sigurrós. Til að rannsóknarniðurstöður séu birtar og mark á þeim tekið, þarf að und- irbúa rannsóknir í þaula og sú vinna er tímafrek og krefjandi að sögn Sigurrósar. Þá þarf að prófa spurningalista og önnur próf sem fyrir þátttakendur eru lögð, ef þau hafa ekki verið notuð áður, finna sjúklinga sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn- inni og einnig heilbrigt fólk til sam- anburðar. „Að velja sjúklinga sem henta tiltekinni rannsókn tekur mikinn tíma. Í því ferli vinnum við venju- lega náið með taugasérfræðingi hvers sjúklings.“ Að hluta til felst nám Sigurrósar í að hafa sjúklinga í meðferð. Vann hún t.d. á sjúkrahúsi í fyrra- vetur þar sem hún beitti einkum hug- rænni atferlismeðferð á sjúkdóma eins og þunglyndi, kvíða og geðklofa, samfara lyfjameðferð flestra sjúklinganna. Í vetur mun hún meðfram vinnu við rannsóknir starfa á sjúkrahúsi við greiningu og meðferð á fólki sem sýnir taugasálfræðileg ein- kenni af ýmsu tagi. „Orsakir taugasálfræðilegra ein- kenna eru ýmiss konar. Þær geta verið utanaðkomandi þættir eins og höfuðáverkar sem leiða til heila- skaða, t.d. í kjölfar slysa. Einnig er Sigurrós Davíðsdóttir vinnur að Þekking gæði sjú Af hverju gang í hluti? Getur v truflun tilfinnin doktorsnemi Boston, sagði rannsóknum sem Sigurrós Davíðsdóttir Ýmislegt truflar skynjun og tjáningu tilfinninga BORGIN Á RANGRI LÍNU Svo virðist sem nú hilli undir enda-lok umdeilds rekstrar Línu.nets,dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, en upplýst hefur verið að fyrirtækið eigi í viðræðum við Íslands- síma um sameiningu og til að greiða fyrir henni hyggist OR kaupa fjarskiptakerfi Línu.nets og þær skuldir, sem því fylgja. Hvort málalokin geta talizt eigendum Orkuveitunnar, skattgreiðendum í Reykjavík, í hag er mikið vafamál. Guðmundur Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri OR, upplýsir í Morgun- blaðinu í gær að þegar þær tekjur, sem Orkuveitan hefur haft af viðskiptum við Línu.net, séu dregnar frá standi eftir að OR hafi sett 2,2 milljarða króna af pen- ingum Reykvíkinga í fyrirtækið. Það verður að teljast vafasamt að það hafi verið arðbær fjárfesting. Það var mjög gagnrýnt í upphafi er borgarstjórnar- meirihluti Reykjavíkurlistans ákvað að leggja fé í Línu.net – þá „aðeins“ 200 milljónir króna – og þá á þeirri forsendu að Reykjavíkurborg ætti ekki að standa í samkeppnisrekstri, sem einkaaðilar væru færir um að hafa með höndum. Af hálfu borgarstjórnarmeirihlutans var því hins vegar haldið fram að þegar fyr- irtækið væri komið í rekstur yrði það gert að almenningshlutafélagi með dreifðri eignaraðild. Raunin hefur orðið sú að illa hefur gengið að fá fjárfesta til liðs við fyrirtækið, en Orkuveitan og borgaryfirvöld hafa hvað eftir annað sett meira af peningum borgarbúa inn í reksturinn. Það að Orkuveitan neyðist nú að lokum til að leysa fjarskiptakerfi Línu.nets til sín í stað þess að koma því í verð á frjálsum markaði, sýnir í raun að markaðurinn telur það ekki arðbæra fjárfestingu. Því hefur verið haldið fram af hálfu borgaryfirvalda og forsvarsmanna OR að við upphaf Línu.nets hafi menn ekki getað séð fyrir þá neikvæðu þróun, sem varð í fjarskiptageiranum. Það er ein- mitt röksemd fyrir því að borgaryfirvöld hefðu átt að halda sig fjarri honum. Saga Línu.nets er stráð ákvörðunum, sem virðast hafa verið illa ígrundaðar, en hafa sumar hverjar kostað Reykvíkinga mikla fjármuni. Í fyrstu var t.d. áformað að bjóða borgarbúum upp á hraðvirkan og ódýran gagnaflutning um raflínur. Þeim áformum seinkaði verulega þegar erlendur samstarfsaðili Línu.nets taldi þjónustuna ekki arðbæra og lagði upp laupana. Raflínutengingunni hefur nú verið komið á með verulegum tilkostn- aði, en aðeins um 400 manns eru áskrif- endur að henni og breiðbands- og há- hraðalausnir símafyrirtækjanna hafa náð miklu forskoti. Fjarskiptafyrirtækið Irja, sem stofn- að var um rekstur Tetra-kerfis, var keypt á 250 milljónir, m.a. í því skyni að geta boðið hraðvirka þráðlausa gagna- flutninga. Forsendur fyrir kaupunum reyndust brostnar stuttu eftir að þau voru gerð og í fyrstu krafðist Lína.net þess að kaupverðið yrði lækkað í 50 millj- ónir, en greiddi að lokum 225 milljónir fyrir fyrirtækið. Kaupverðið var nánast að fullu afskrifað í bókum Línu.nets en Orkuveitan keypti síðan Tetra-kerfið á sömu upphæð og lagði það inn í rekstur fyrirtækisins Tetra-Ísland. Þar er Orku- veitan nú meirihlutaeigandi fyrir vikið og skattgreiðendur í Reykjavík hljóta að spyrja hvaða tilgangi það eigi að þjóna að binda fé þeirra í rekstri talstöðvakerfis. Lína.net undirritaði stóran samning við Ericsson í Svíþjóð um tengingu þús- unda heimila í Reykjavík við ljósleiðara- kerfi fyrirtækisins fyrir um einn milljarð króna og auglýsti ýmiss konar þjónustu, sem ætti þannig að bjóðast Reykvíking- um, t.d. myndsíma, stafrænt sjónvarp, háhraðanettengingu, netverzlun o.fl. Í fyrrasumar var tilkynnt að þessi áform hefðu verið lögð á hilluna „þar sem þjón- usta fyrir heimatengingar var ekki full- mótuð“. Þessi dæmi gefa til kynna að Lína.net hafi sett sér ýmis markmið, sem ekki náðust, og jafnframt skapað hjá almenn- ingi væntingar, sem síðan urðu að engu. Það hlýtur því að teljast hæpið hjá for- svarsmönnum fyrirtækisins að segja nú að markmið þess hafi náðst. Það er fjarri lagi að kalla rekstur fjar- skiptakerfis „fjórðu veituna“ hjá OR og bera saman við rekstur vatns-, raf- magns- og hitaveitu. Í núverandi veit- ustarfsemi OR er engin samkeppni og ekki öðrum til að dreifa að veita þjón- ustuna, a.m.k. enn sem komið er. Með rekstri fjarskiptakerfis tekur OR hins vegar þátt í samkeppnisrekstri þar sem ýmsir aðrir eru um hituna. Á sama tíma og ríkisvaldið stefnir að einkavæðingu Landssímans tala forsvarsmenn Orku- veitunnar eins og ekkert sé sjálfsagðara en borgin standi í fjarskiptarekstri í framtíðinni. Það skýtur skökku við og er í andstöðu við þá þróun í átt til einkavæð- ingar, sem átt hefur sér stað bæði hér á landi og annars staðar. Saga Línu.nets sýnir að stjórnmála- menn eiga ekki að setja fé almennings í áhætturekstur. Það á að láta einkaaðil- um áhættureksturinn eftir. Borgin hefði getað stuðlað að því að efla samkeppni á fjarskiptamarkaðnum með því að bjóða út afnot einkafyrirtækja af aðstöðu Orkuveitunnar. Þannig hefðu viðkom- andi fyrirtæki tekið áhættuna, en þess í stað hafa reykvískir skattgreiðendur verið látnir taka hana á sig. BRAUTIN RUDD TIL FRAMTÍÐAR Guðmunda Andrésdóttir, listmálariog einn helsti fulltrúi íslenskrar abstraktlistar, lést nýverið á áttugasta aldursári. Eftir að hafa stundað nám er- lendis, varð hún einn þeirra merku brautryðjenda sem kynntu geómetríska hugsun til sögunnar í íslenskri myndlist, til að byrja með í óþökk flestra. Í sam- tali sem Einar Falur Ingólfsson átti við hana og rifjaði upp hér í blaðinu skömmu eftir að hún lést, sagði Guð- munda að þessir tímar hefðu verið furðulegir, „Við vorum hötuð. Þetta unga fólk sem nú er að mála og koma með nýjar stefnur veit ekki hverju við þurftum að standa í.“ Þrátt fyrir mót- lætið var hún trú sinni listrænu sann- færingu og þróaði fljótt abstrakt mynd- mál sem bar sterk persónuleg einkenni. Nú hefur verið kunngert að Guð- munda lét eftir sig safn nærri 200 verka sem hún ánafnar í erfðaskrá sinni Lista- safni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Háskólans. Til viðbótar við það höfðinglega framlag til íslenskrar menningar, eiga önnur verðmæti í eigu Guðmundu að renna í sjóð sem hefur það markmið að styrkja unga og efni- lega myndlistarmenn til náms. Þó ná- kvæmar tölur liggi ekki fyrir er að sögn Kristjáns Stefánssonar lögmanns, sem annast skiptastjórn í búi hennar, „um tugi milljóna að ræða“ svo sjóðurinn mun geta skipt sköpum fyrir ungt myndlistarfólk. Guðmunda hafði því ekki einungis víðtæk áhrif á sína eigin samtíð, heldur tókst henni einnig með ævistarfi sínu að ryðja komandi kyn- slóðum braut og hlúa að frekari þróun myndlistar í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.