Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 35
hluti af
nnsta
gir
ar á fund-
góðar,
nar hann
heima-
nn hafi
m“, þ.e.
einlægir.
það tæki-
ssa ólíku
ðhorf.
ð sem
danna
ni að
sem það
sam-
ns vegar
num ekki
allra og
rjir fyrir
kvörðun,
hver sem hún verður. Verði ákveð-
ið að ráðast í byggingu álversins
vona ég að þessir fundir hafi verið
upphaf umræðu sem gefi tækifæri
til einhvers konar samstarfs síðar
meir,“ segir Hughes.
Meðal þess sem til tals hefur
komið á fundum Hughes og félaga
hans hjá Alcoa eru hugmyndir um
þjóðgarð norðan Vatnajökuls, síð-
ast á fundi í gær með formanni
Samfylkingarinnar, Össurri
Skarphéðinssyni. Spurður um
þetta segist Hughes hafa fundið
fyrir miklum áhuga á þjóðgarðs-
hugmyndinni. Það sé þó ekki á
valdi Alcoa að framkvæma hana
heldur íslenskra stjórnvalda. Vilji
almennings til þess þurfi einnig að
vera fyrir hendi. Fyrirtækið sé
hins vegar meira en reiðubúið til
að styðja hana, þannig að vernda
megi hálendissvæðin.
Aðspurður hvort mótmælin fyr-
ir utan fundarstað í Reykjavík hafi
komið honum á óvart segir Hug-
hes svo ekki vera. Hann hafi vitað
um nokkra andstöðu hér á landi
við áform Alcoa.
Virðum sjónarmið
mótmælenda
„Við höfum ekkert á móti frið-
sömum mótmælum. Ég var mjög
þakklátur að þau skyldu vilja
koma að hitta okkur. Við virðum
þeirra sjónarmið og vonumst til
þess að geta átt frekari samvinnu
á síðari stigum málsins,“ segir
Hughes. Hann fór af landi brott í
gær og mun gefa samninganefnd
Alcoa og sínum yfirmönnum í
Bandaríkjunu skýrslu um Íslands-
ferðina og það sem fram kom á
fundunum.
smenn stjórnmálaflokka, félagasamtaka og stofnana
Morgunblaðið/RAX
Wade Hughes, lengst t.v., bauð í gær til fundar við sig nokkrum af
þeim mótmælendum sem höfðu staðið fyrir utan húsakynni KOM hf. í
Borgartúni í Reykjavík. Meðal þeirra var Hildur Rúna Hauksdóttir,
sem hefur verið í mótmælasvelti vegna áforma Alcoa hér á landi, en
hún þáði vatnssopa hjá starfsmönnum KOM áður en fundur hófst.
r
ég nota í
nokkuð
um verið
ernig úr-
a upplýs-
yndissjúk-
hafa hins
prófuð á
essum til-
u mat-
klinga
Sigurrós
annsakað
nnþáttum
imer- og
eta birst
a af hendi
ðileg próf
ásamt athöfnum daglegs lífs. Þessi
verkefni fela t.d. í sér kennsl hluta,
að rata um umhverfið og að lesa,
svo eitthvað sé nefnt. „Við viljum
skilja hver eru áhrif gæða sjón-
upplýsinga á úrvinnslu þeirra í
heilanum fyrir flóknari verkefni.“
Næmi til að sundurgreina sjón-
áreiti (e. contrast sensitivity) virð-
ist m.a. ábótavant hjá þessum sjúk-
lingum. „Minni Alzheimer-sjúk-
linga skerðist,“ segir Sigurrós.
„Þeir eiga t.d. oft erfitt með að
þekkja einfalda hluti á mynd, segja
mætti að merking hlutarins eða
hugtaksins hafi dofnað í huga
þeirra. En ef myndin er skerpt,
þ.e. útlínur hennar gerðar dekkri
þannig að hluturinn verður að-
greinanlegri frá bakgrunninum,
batnar frammistaða sjúklinganna
mjög. Á hinn bóginn, ef útlínur
myndarinnar eru deyfðar, gengur
sjúklingum og heilbrigðum þátt-
takendum verr að leysa þessi verk-
efni.“
Sigurrós segir áhrif aðgreinan-
leika sjónupplýsinga á úrvinnslu
þeirra hafi verið könnuð á ýmsan
hátt á rannsóknarstofunni. „Þetta
fyrirbæri er ekki fyllilega skilið.
En hvatinn til að halda áfram
rannsóknum er sá möguleiki að
með því að nýta þá þekkingu sem
sprettur af rannsóknarstarfinu
verði kannski unnt að auka lífsgæði
sjúklinganna.“
Sigurrós sagði einnig frá rann-
sókn sem samstarfskona hennar á
rannsóknarstofunni gerði fyrir
nokkru á hjúkrunarheimili fyrir
Alzheimer-sjúklinga. Fólst hún í
því að mæla hversu mikið heim-
ilismenn borðuðu af hvítum diskum
sem notaðir voru á heimilinu. Síðan
var prófað að skipta um diska og
heimilismönnum boðið að borða af
bláum og rauðum diskum.
„Í ljós kom að matarneysla
þeirra jókst,“ útskýrir Sigurrós.
„Litur diskanna sem slíkur skipti
alls ekki máli, heldur kannski frek-
ar að heimilismenn hafi einfaldlega
loksins séð ljósleitt og oft maukað
fæðið sem var borið á borð fyrir þá,
nú á skærlitum diskum í stað
þeirra hvítu, sem voru oft samlitir
fæðinu. Af rannsóknum vitum við
að það virðist hjálpa sjúklingunum
við úrvinnslu sjónupplýsinga að
láta upplýsingarnar
vera eins vel greinan-
legar frá bakgrunni og
hægt er. Svo má nýta
þessa vitneskju með
einföldum leiðum sem
þessum til að bæta lífs-
skilyrði sjúklinganna.“
Af hverju ganga Parkinson-
sjúklingar utan í hluti?
Sigurrós segir að svo virðist vera
sem Parkinson-sjúklingar eigi oft í
vandræðum með rýmisskynjun.
Margar rannsóknir eru í gangi og
undirbúningi varðandi þetta til-
tekna vandamál. „Sjúklingar
kvarta stundum yfir að þeir gangi
utan í hluti og svo virðist sem
stundum gangi þeir ekki beint
áfram heldur í svolitlum sveig.
Þrátt fyrir að hreyfieinkenni sjúk-
linga geti vissulega átt hlut að
máli, geta þessi einkenni líka
tengst því hvernig þeir skynja
rými. Við höfum kannað hversu al-
geng þessi einkenni eru meðal
sjúklinga okkar og hverjar um-
kvartanir þeirra varðandi þau ná-
kvæmlega eru, en við vitum ekki
enn af hverju einkennin stafa.“
Sigurrós mun kynna niðurstöður
þessarar spurningakönnunar á
öldrunarráðstefnu í Boston í nóv-
ember.
„Ein tilgátan er sú að sjónflæði
Parkinson-sjúklinga sé brenglað á
vissan hátt og sjúklingar fái óná-
kvæmar sjónupplýsingar um hvar
nákvæmlega þeir eru staddir í
rýminu og hver afstaða þeirra er
miðað við hluti í umhverfinu. Sjúk-
lingarnir bregðast á ákveðinn hátt
við þessum ónákvæmu sjónupplýs-
ingum sem svo getur auðveldlega
leitt til árekstra þeirra við um-
hverfið. Við munum m.a. kanna
þetta í sýndarveruleika.“
Sú tækni býður, að sögn Sig-
urrósar, upp á mjög marga mögu-
leika, hægt er að búa til ýmsar að-
stæður og kanna göngulag
sjúklinganna og tengja við það sem
fyrir augu ber.
Parkinson-veiki,
rannsóknir og gaumstol
Þriðja rannsóknin sem Sigurrós
vinnur nú að tengist einnig rým-
isskynjun. „Í henni tengi ég rann-
sóknir á gaumstoli (e. neglect) og
Parkinson-veiki.“ Gaumstol vísar
til vanmáttar eða erfiðleika við að
bregðast á eðlilegan hátt við eða
vinna úr áreiti frá gagnstæðri hlið
við heilaskemmd, yfirleitt skemmd
á hægra hveli heilans.
„Ég er að skoða hvort trufluð
rýmisskynjun hjá Parkinson-sjúk-
lingum geti verið eins konar milt
afbrigði af gaumstoli. Nýlegar
rannsóknir styðja að svo geti verið,
sum einkenni þessara sjúklinga eru
svipuð en önnur ekki.
Þetta er spennandi
rannsóknarefni og
niðurstöðurnar verða
án efa áhugaverðar.“
Sigurrós segir að er
námi sleppi langi hana
bæði að hafa sjúklinga
í meðferð og vinna að rannsóknum.
„Það er gott og gaman að vinna
með sjúklingum en rannsóknirnar
eru líka mjög spennandi. Maður
fær mikið út úr þeirri vinnu. Senni-
lega reyni ég að fá mér vinnu í
Bandaríkjunum eftir námið í ein-
hvern tíma. Það er aldrei að vita
hvar maður lendir, það verður bara
að koma í ljós,“ segir Sigurrós að
lokum aðspurð hvort von sé á
henni til Íslands til starfa í bráð.
ð rannsóknum á Parkinson-veiki í Boston
g eykur lífs-
úklinganna
ga Parkinson-sjúklingar utan
verið að sjúkdómurinn valdi
nga? Sigurrós Davíðsdóttir,
i í sálfræði við Háskólann í
Sunnu Ósk Logadóttur frá
m hún kemur að við skólann.
Morgunblaðið/Jim Smart
r vinnur að rannsóknum á Parkinson-veiki.
Mjög margir
Parkinson-
sjúklingar þjást
af þunglyndi
Í DAG er 10. október, hinnalþjóðlegi geðheilbrigðis-dagur. Í heimi sem elur afsér svo margt af því illa
sem við sem manneskjur
glímum við alla daga er mik-
ilvægi heils geðs og heillar
ásjónu nú meira en nokkru
sinni. Þema dagsins er í anda
atburða 11. september árið
2001, eða: Áhrif áfalla og ofbeld-
is á börn og unglinga. Ég ætla
mér að ræða aðra hlið geðheil-
brigðis í dag.
Alheimurinn er stór, þenst
stöðugt út en minnkar jafn-
framt í huga okkar. Efni af efn-
isheiminum og hugsanir og til-
finningar af andaheiminum geta
þakkað tilvist sína andstæðum
sínum, antagonistum. Hið hvíta
væri ekki nema hið svarta gerði
það hvítt. Dauðinn gerir lífið að
lífi og þú veitir mér tilvist. Eins
er það með umræðuefni dags-
ins: geðheilbrigði. Það ætti sér
vart stað í hugum okkar nema
andstæða þess geðveikin hefði
jafnframt fylgt mannkyni um
aldaraðir. Í ljósi umræðu und-
anfarinna vikna um geðveiki og
afleiðingar hennar jafnt ein-
staklingsbundnar sem fé-
lagslegar þá langar mig aðeins
að skoða meðferð geðsjúkra og
umræðuna um málaflokkinn í
gegnum tíðina. Til þess hef ég
mér til uppsprettu og stuðnings
bók hins franska heimspekings
og sálfræðings, Michels Fou-
cault (1926–1984): „Madness
and civilization“ (’65).
Geðveiki, brjálsemi eða fá-
ræði hafa fylgt mannshuganum
um óratíð. Orð eru um það í
biblíunni að Jesús lækni hina
„tunglsjúku“. Hann kaus að
vera innan um hina geðsjúku og
jafnvel má leggja út af því að á
stundum hafi hann verið álitinn
einn þeirra. Ákveðin form af
geðveiki er að finna í Íslend-
ingasögunum og sjálfsagt hefur
verið meira um sinnissjúka á
þeim tíma en orð eru höfð á. Í
Evrópu á miðöldum bjuggu í
hverju þorpi og hverjum bæ fá-
ráðlingar, eða bæjarfífl (mad-
men), sem oftar en ekki áttu við
geðsjúkdóm að stríða. Fólk sem
á einhvern hátt skar sig úr, var
öðruvísi.
Fáráðlingarnir (madmen)
miðalda voru vanalega hraktir
burt frá bæjum og borgum til
þess eins að ráfa um í sveitahér-
uðum, uppá náð annarra þar til
þeir dóu þar drottni sínum. Hin-
um geðveiku var jafnvel hent í
fangelsi þar sem þeir fengu að
dúsa. Dæmi voru um það að
bæjar- og borgaryfirvöld í borg-
um Evrópu gripu til þess ráðs
að koma hinum geðveiku á
skipsfjöl. Á skip sem sigldu á
síkjum Niður- og Rínarlanda
eða á hinni mórauðu Dóná.
Þessi skip voru kölluð, „Fley
hinna fáráðu“(ship of fools). Á
skipunum voru menn sem í geð-
veiki sinni leituðu að tilgangi
með lífinu.(Searching for reason
in insanity). Þannig má e.t.v.
leggja grunn að því að upphaf
allrar skynsemi liggi í geðveiki.
Af „fleyjum hinna fáráðu“ tóku
fyrstu geðsjúkrahúsin (Mad-
house) við í upphafi 16. aldar. Á
þessum árum þótti bæði eðlilegt
og sjálfsagt að hafa geðsjúka til
sýnis. Þessi siður var án efa
aldagamall, hann lagðist ekki al-
veg af með tilkomu geðsjúkra-
húsa. Til dæmis sýndi geð-
sjúkrahús eitt á Englandi
geðsjúklinga sína fyrir 1 pence
á hverjum sunnudegi allt þar til
1815.
Til voru þeir staðir sem buðu
geðsjúka velkomna, þar sem
þeir voru virtir og vel var komið
fram við þá. Er í þessum efnum
einna helst að nefna hina belg-
ísku borg Gheel. Í Gheel var
komið vel fram við hina geð-
sjúku sem fleyttu sér um síki og
ár Evrópu á fleyjum. Mynd sem
í upphafi endurreinsartímans
ásótti huga almennings. Einn
bátur, átta villtar, sinnissjúkar
sálir siglandi um í þoku. Klæða-
lítið fólk sem starði út í raka-
mettað myrkur Mið-Evrópu í
leit að viti í lífið. Í borgum eins
og Nuremberg stóð geðsjúkum
einungis til boða húsaskjól og
matarbiti og oftar en ekki voru
þeir fangelsaðir. Gheel varð því
einskonar helg borg fyrir geð-
sjúka og er það enn þann dag í
dag. Gheel er borg dýrlings
geðsjúkra, írsku prinsessunar
Dymphnu sem árið 600 var tek-
in af lífi af föður sínum í borg-
inni en í kjölfar nokkura krafta-
verka eftir dauða hennar var
hún tekin í dýrlingatölu. Geð-
sjúkir á fleyjum sínum og fótum
streymdu til Gheel langt fram
eftir miðöldum í von um krafta-
verk. Borgin og íbúar hennar
hafa alltaf sýnt sérstakt um-
burðarlyndi gagnvart geðsjúk-
um og er fyrirmynd um meðferð
geðsjúkra. Þar búa geðsjúkir
inn á fjölskyldum og taka þátt í
fjölskyldulífi. Þeir geðsjúku eru
ekki endilega skyldir eða tengd-
ir fjölskyldunni. Slík félagsleg
samhjálp er fáheyrð en ætti í
raun að vera partur af því sem
nefnt hefur verið velferðarríki.
Í listum hefur löngum fundist
góður skerfur af geðveiki, má
nefna tvö verk til dæmis. Ann-
ars vegar söguna af riddaranum
hugumprúða Don Quixote eftir
Miguel De Cervantes og hins
vegar sögu Shakespeares af Lé
konungi. Geðveikin hefur í
gegnum tíðina verið nátengd
sköpun og frumkrafti. Til eru
rannsóknir sem hafa sýnt að
geðveiki er algengari meðal
listamanna og framkvæmda-
fólks heldur en hins almenna
þýðis. Þannig að geðveiki í list-
um finnst bæði í afurðunum og
uppsprettunni sjálfri.
Ofbeldi hefur löngum tengst
meðferð á geðsjúkum og sam-
kvæmt Foucault má að hluta til
rekja það til ótta manna við hið
ótamda dýr sem að flestra mati
bjó innra með geðsjúkum. Ögr-
unin, hjálpsemin og miskunnin
sem fólst í því að temja dýrið
hefur veitt mörgum hugarró.
Hjálp mín felst í hjálpinni að
hjálpa öðrum að vera eins og
ég. Nú er svo komið að margar
stéttir fagmanna leitast við að
temja dýrið og hefur tekist það
ágætlega, eða hvað? Margar að-
ferðir við „tamningar“ hafa ver-
ið reyndar og gefist misvel. Allt
frá ofbeldi, aga, til ísvatns og í
dag kemískra efni. En ekkert
virðist bíta á geðveikina. Hún er
orðin samofin þjóðfélags-
mynstrinu, nú jafnvel enn meira
en fyrr. Getur verið að geðveik-
in færist í aukana eftir því sem
mannkyn færist fjær uppruna
sínum, fjær náttúrunni?
Til hamingju með daginn, ís-
lenska góð, þjóð.
Geðið veri með ykkur.
Geðsaga
Höfundur er fv. fram-
kvæmdastjóri Geðræktar.
„Getur
verið að
geðveikin
færist í
aukana
eftir því sem mann-
kyn færist fjær
uppruna sínum,
fjær náttúrunni?“
Eftir Héðin
Unnsteinsson