Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 40
UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ er það svo að fólk er mis-
jafnlega félagslynt. Þetta er einn af
grunnþáttum persónuleika manna.
Sumir eru innhverfir og aðrir út-
hverfir. Hinir síðarnefndu njóta sín
oft best innan um aðra og sækja
sína orku þangað. Sumir æskja
mikillar einveru og gætu notið sín
best við bókalestur meðan hinir
láta mannfögnuði helst ekki fram
hjá sér fara. Svo eru sumir sem
eru hreinlega kvíðnir innan um
fólk; þá sérstaklega ókunnuga, fólk
í valdastöðum og hitt kynið. Þeir
óttast mest af öllu að verða sér til
skammar og koma öðrum illa fyrir
sjónir. Þeir hafa tilhneigingu til að
ímynda sér hið versta innan um
aðra. „Hvað ef ég helli nú niður eða
gleymi því sem ég þarf að segja?
Þetta fólk gæti verið félagsfælið.
Er hægt að sjá utan á fólki hvort
það sé félagsfælið? Nei, það er
jafnan ekki hægt. Manneskjan get-
ur virst sallaróleg þó hún sé illa
haldin af kvíða. Stundum sjást þó
einkennin utan frá eins og sviti,
skjálfti eða andlitsroði. Kvíðinn
getur verið lítill upp í að vera mjög
hamlandi. Togstreita myndast jafn-
an innra með félagsfælnum þar
sem þá langar í félagsskap en
treysta sér ekki að sækja í hann.
Þeir upplifa sig sem skrýtna og ut-
anveltu eins og fólk með aðrar geð-
raskanir. Hömlunin getur verið það
mikil að fólk hættir í námi þrátt
fyrir góða hæfileika eða vinnur
starf sem er langt undir hæfni við-
komandi. Þannig getur þetta haft
gríðarlega alvarlegar afleiðingar
fyrir viðkomandi. Sumir treysta sér
ekki til að leita sér aðstoðar eða
vita hreinlega ekki að hægt er að
fá hjálp. Félagsfælni er allveg ótrú-
lega algeng. En hvernig stendur þá
á því að hún fær ekki meiri um-
ræðu og athygli? Það helgast m.a.
af því að tiltölulega stutt er síðan
farið var að greina þessa röskun.
Þeir sem þjást eru ekki að bera sín
vandamál á torg. Þeir láta lítið á
sér bera, eru úti í hornum og
ganga með fram veggjum. Fé-
lagsfælni eldist jafnan ekki af fólki
og er ekki eitthvað sem fólk hristir
auðveldlega af sér, því má búast
við að sé ekkert að gert fylgi þetta
fólki út ævina. Þó getur fólk verið
miskvíðið eftir tímabilum, allt eftir
því hvernig vindar blása í lífinu.
Hugræn atferlismeðferð hefur
verið notuð við þessu og öðrum
kvíðaröskunum ásamt þunglyndi,
sem er algeng fylgiröskun, með
góðum árangri. Margir sálfræðing-
ar hafa sérhæfingu til að beita
þessari aðferð. Meðferð með þung-
lyndislyfjum hefur hjálpað sumum
og hafa geðlæknar mesta þekkingu
á slíkum lyfjum. Þessar tvær sér-
fæðistéttir geta komið til hjálpar.
Litlar líkur er á að geðlæknar eða
sálfræðingar dæmi fólk vegna geð-
rænna veikinda sinna en skilningur
almennings er enn lítill. Fé-
lagskvíði getur verið eðlilegur við
vissar aðstæður en þegar hann
aftrar fólki frá því að gera sem það
þarf að gera eða langar til að þá er
ástæða til að leita sér hjálpar hjá
fagfólki.
Nú þykir sýnt fram á að geðheil-
brigði þjóða fer minnkandi og að
geðsjúkdómar muni taka sívaxandi
toll. Þetta fer í hendur við aukinn
hraða og kröfur sem gerðar eru til
fólks. Þetta gerir miklar kröfur til
aðlögunar og slíkt getur verið fólki
um megn með ófyrirséðum afleið-
ingum fyrir heilsuna.
Nú þegar er skortur á geðheil-
brigðisþjónustu. Séu fjárframlög
og úrræði ekki aukin í samræmi
við áðurnefnda þróun er í raun um
niðurskurð að ræða. Geðheilbrigð-
ismál verða iðullega fyrir barðinu
þegar dregið er saman. Svona get-
ur þetta ekki gengið. Það hlýtur
hver maður að sjá. Það er ekki nóg
að menn tali um hlutina þótt það sé
ágætis byrjun. Eitt mikilvægt
framfaramál fyrir íslenska þjóð er
að sálfræðiþjónusta, sem er jafnan
laus við aukaverkanir og fráhvarfs-
einkenni, verði greidd niður eins og
geðlæknisþjónusta. Þetta er ekki
aðeins réttlætismál heldur spurn-
ing um skynsemi. Viðurkennd sál-
fræðimeðferð eins og hugræn at-
ferlismeðferð skilar oft jafngóðum
eða varanlegri bata en lyfjameð-
ferð. Í sálfræðimeðferð lærir fólk
uppbyggilegar leiðir til að takast á
við lífið og sjálfsþekkingu sem
gagnast löngu eftir að meðferð er
hætt. Slík meðferð hefur fyrir-
byggjandi gildi. Fólk á að hafa
raunverulegt val um meðferðar-
form og meðferðaraðila óháð fjár-
hag þegar sýnt hefur verið með
góðum rannsóknum að meðferðar-
formin eru að skila árangri, sem
felst í auknum lífsgæðum.
Geðhjálp hýsir ýmsa sjálfshjálp-
arhópa þar sem fólk getur komið
og hlotið stuðning, skilning, deilt
reynslu, tjáð tilfinningar sínar og
fengið ráð frá þeim sem hafa upp-
lifað sjálfir. Undirritaður heldur
utan um félagsfælnihóp þar í vetur.
Þar eru einnig starfandi eineltis-
hópur, kvíðahópur, geðhvarfahóp-
ur, þunglyndishópur og aðstand-
endahópur. Hvet ég þá sem þjást
til að sækja vikulega fundi þessara
hópa.
Geðsjúkdómar eru ekkert til að
skammast sín fyrir. Þú lesandi góð-
ur gætir veikst ef þú ert það ekki
þegar. Hvar stendur þú þá? Verum
manneskjur til að meta manngildið
og litróf samfélagsins. Þannig fær
hver einstaklingur að njóta sín og
fær tækifæri til að nýta möguleika
sína til uppbyggilegra mála í þágu
íslensks samfélags. Eigi þessi litla
þjóð að vera meðal þeirra fremstu í
heimi, eins og metnaður okkar
stendur til, þarf að huga betur að
geðheilsu landans.
Félagsfælni og önnur
geðheilbrigðismál
Eftir Elís V.
Árnason
„Verum
manneskjur
til að meta
manngildið
og litróf
samfélagsins. Þannig
fær hver einstaklingur
að njóta sín…“
Höfundur er háskólanemi.