Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 45
Árið 1994 hóf lítið fyrirtæki starf- semi sína á Þórsgötu 24 í Reykjavík. Fyrirtækið hafði verið draumur manns sem áratuginn þar á undan hafði helgað líf sitt rannsóknum á svefni og að hjálpa fólki sem átti erf- itt með svefn. Samhliða vinnu sinni við geðdeild Landspítalans hafði hann alið þennan draum. Á næstu ár- um þar á eftir fór Helgi aldrei troðn- ar slóðir. Helgi og Sigga höfðu kjark til að setja allt sitt undir til þess að draumurinn yrði að veruleika. Þetta var mikil en vel úthugsuð áhætta sem borið hefur ávöxt. Fyrir þeim var vinnustaðurinn annað heimili og samstarfsmenn fjölskyldumeðlimir. Hugsunin var sú að með því að ráða gott fólk mætti koma góðu til leiðar og oft var það fólk sem starfsmenn þekktu vel sem bætt var í hópinn. Þegar Helgi lét af störfum sem forstjóri Flögu, fyrir rétt um 14 mán- uðum, hafði hann byggt upp sam- hentan hóp fólks sem átti sér fáar hliðstæður. Helgi kenndi okkur trúmennsku, gildi vináttu og heiðarleika auk þess að fylgja eftir í hvívetna óbilandi trú á framtíðarsýn okkar. Hann var hugsjónamaður sem ávallt hugsaði í almennum fremur en sértækum lausnum og eitt af meg- inmarkmiðum hans var að breiða út boðskapinn um gildi svefnrannsókna og stuðla að framgangi vísindarann- sókna á því sviði. Helgi á stóran hlut í hjarta okkar allra og höggvið hefur verið skarð í fjölskylduna í Flögu. Það eina sem við getum sagt og gert á þessari stundu er að heita því að halda ótrauð áfram að gera draum hans að veruleika með þeim eldmóði og heið- arleika sem hann kenndi okkur. Elsku Sigga og ástvinir allir; inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin lifir með okkur öllum. Starfsfólk Flögu. Það er með söknuð og sorg í hjarta, að ég, börnin mín og fjöl- skyldur kveðjum vin okkar, sóma- manninn Helga Kristbjarnarson lækni. Vináttan við foreldra hans, Guð- björgu og Kristbjörn lækni, hefur staðið í meira en 65 ár. Mat ég þau mikils og oft bjargaði Kristbjörn lífi minna nánustu. Við höfum átt marg- ar gleði- og ánægjustundir með fjöl- skyldunni og Helga hef ég þekkt frá vöggu eins og systurnar Fanneyju og Höllu. Skemmtilegt var að koma á heim- ilið til Siggu og Helga og barna þeirra Birnu, Tryggva, Höllu og Kristbjarnar. Þar var gleðin og söngurinn í fyrirrúmi. Fallegri kveðju get ég ekki hugsað mér en er systkinin fjögur sungu sálmana við útför ömmu Dúddu (Guðbjargar) og Birna söng einsöng. Gaman var að vera viðstödd á árshátíð Samtaka iðnaðarins, þegar Sigga og Helgi tóku á móti viður- kenningu fyrir ástfóstrið sitt, fyrir- tækið Flögu, sem hann með dugnaði sínum, þolinmæði, elju og kjarki átti heiðurinn af. Ég og fjölskylda mín erum honum óendanlega þakklát fyrir hjálp, hlýju og vináttu á sorgarstundu. Við hugsum til ástríkrar eigin- konu, sem stóð eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, og barna hans fjögurra, tengdabarna, ljós- geislanna fjögurra, systranna Fann- eyjar og Höllu og ástvina allra. Hugur okkar er hjá ykkur í ykkar miklu sorg og sára söknuði. Megi algóður Guð og ljúfar end- urminningar gefa ykkur styrk. Við kveðjum Helga vin okkar sem öllum vildi hjálpa og leggja lið. Guð veri með þér, elsku Sigga mín, og fjölskyldunni allri. Ykkar Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir (Inga). Með Helga Kristbjarnarsyni lækni er genginn langt fyrir aldur fram kær æskuvinur. Þótt leiðir hafi ekki legið mikið saman á seinni árum bar engan skugga á æskuvináttuna. Við áttum okkar síðasta samtal í vor við undirbúning 35 ára stúdentsaf- mælis okkar. Það var ekki langt sam- tal, en nú þegar Helgi er látinn mun það ekki líða mér úr minni. Haustið 1960 lágu saman leiðir tveggja hópa í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, ann- ars úr Æfingadeild Kennaraskólans þaðan sem Helgi kom og hins úr Austurbæjarskólanum. Nokkrir komu einnig í bekkinn okkar annars staðar frá. Stór hluti þessa unga fólks fylgdist að alla leið út mennta- skólaárin og bast miklum vináttu- böndum. Fljótlega þróuðust málin þannig, að heimili Helga hjá foreldr- um hans, þeim Kristbirni Tryggva- syni barnalækni og Guðbjörgu Helgadóttur Bergs, sem nú er nýlát- in, varð einn helsti samkomustaður okkar félaganna. Þau Guðbjörg og Kristbjörn voru einstaklega gestris- in og vinsamleg vinum barna sinna þannig, að það leiddi af sjálfu sér, að við sóttumst eftir að hittast hjá Helga. Helgi var góður námsmaður, og sérstaklega lágu raun- og náttúru- greinar vel fyrir honum. Það kom því engum á óvart, að hugur hans skyldi stefna til náms í læknisfræði. Það verða aðrir betri til að rekja feril Helga á því sviði, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða, að Helgi mun verða talinn með merkustu frumkvöðlum í nýsköpun íslensks atvinnulífs á síð- ari tímum. Fyrirtæki hans Flaga, þar sem þau hjónin Sigga og Helgi störfuðu lengst af saman, hefur vaxið hratt og dafnað og er eitt merkasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Helgi var félagslyndur og vinsæll meðal skólasystkina sinna, og kusum við bekkjarfélagar hans hann sem bekkjarráðsmann okkar í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hefur það komið í hans hlut að kalla saman hópinn á hátíðarstundum. Á þessari kveðjustundu veit ég, að ég tala fyrir munn okkar allra félaganna í 6. bekk T árið 1967, þegar ég kveð góðan dreng og vin hinstu kveðju. Fyrir til- viljun vildi svo til, að báðir synir mín- ir hafa unnið hjá eða fyrir Flögu. Mátu þeir alla tíð þau hjónin Helga og Siggu mjög mikils. Biðjum við fjölskylda mín Siggu og börnum þeirra Helga allrar blessunar og huggunar í sorginni. Eiríkur Bjarnason. Enn þynnast raðir þeirra lækna sem brautskráðust úr læknadeild 1975. Rúmu ári eftir að annar góður drengur úr okkar hópi var kvaddur sjáum við á eftir Helga Kristbjarn- arsyni, sérstæðum karakter, íhugul- um gáfumanni, manni fárra orða og framkvæmda, mikils krafts og hug- sjóna. Orð ná ekki að lýsa því sem á hugann sækir þegar vinur fellur frá langt fyrir aldur fram. Kannski fer ekki illa á því, tilfinningum þarf ekki ætíð að finna stað í orðum, þær eru eigi að síður á sínum stað. Í læknaskólanum töldum við okk- ur skylt að bæta heiminn og frelsa samhliða snúnu námi. Fram komu hugsjónir og lífsgildi sem og ekki hafa glatast eftir áratugi. Þarna komu ýmsir eiginleikar Helga vel í ljós. Hann lét okkur hina oft um að bölsótast og fara mikinn í orðum og æði, hann gekk hins vegar fram og lét hjólin snúast, gerði eitthvað. Þetta fylgdi honum alla tíð. Sjálfsagt hefur ýmsa langað til að læra söng hjá Göggu Lund. Helgi lét verða af því. Í menntaskóla samdi hann nýja kennslubók í málfræði af því honum fannst hin afspyrnuleiðinleg, sat ekki við kvart og kvein eins og hinir. Seinna fannst Helga að upplýsingar sem þjóð hans hefði um lyf, ábend- ingar þeirra, og aukaverkanir væru af skornum skammti. Út kom Ís- lenska lyfjabókin sem margir kannst við. Helgi var leiðtogi, maður hug- sjóna og verka, slíkt fer ekki alltaf saman. Hann var frumkvöðull sem fór síðar eigin leiðir, einbeittur, ákveðinn, tvímælalítið frekur og stundum ósveigjanlegur. Hann stofnaði fyrirtækið Flögu á sviði tækninýjunga í læknisfræði og hefur það notið víðtækrar viðurkenningar og virðingar. Fyrir það hefur Helgi komið sér fyrir á spjöldum sögunnar. Helgi var maður fjölskyldu sinnar. Hann og Sigga voru eitt, þar sem annað fór var hitt skammt undan. Í þeirri samheldni ólu þau upp börnin sín fjögur, og samheldnin er nú þeirra styrkur. Verk Helga munu lifa hann, en ekki síst er það minn- ingin um góðan dreng sem eftir situr. Ég votta Siggu og börnunum djúpa samúð. Skaði okkar sem eftir sitjum er sár, þeirra enn sárari. Sigurður Guðmundsson. Góður og elskulegur vinur er genginn. Helgi Kristbjarnarson var hæglátur maður og hógvær, íhugull og rannsakandi, en gat þó verið fylginn sér og ótrauður baráttumað- ur réttlætis. Þetta allt og góðar gáfur hans, hjálpsemi og hjartahlýja gerði hann að góðum lækni. Hann hafði óvenju ríka þörf til að skoða alla hluti niður í kjölinn og hafði þá sérstaka unun af flóknum fyrirbrigðum, hvort sem þau leyndust í mannslíkamanum eða úti í himingeimnum. Það kom flestum á óvart – og líklega ekki síst honum sjálfum – að eðlislæg forvitn- in skyldi leiða til þess að hann stofn- aði og rak síðan árum saman stórt og glæsilegt fyrirtæki. Saga Flögu er ekki aðeins glæsilegur minnisvarði um líf og starf Helga sjálfs, heldur og ekki síður um þá samstöðu og ein- drægni sem ríkti í allri fjölskyldu hans við gerð þess ævintýris. Sól stattu kyrr! Þó að kalli þig sær til hvílu – ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær – þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geisl- anna leitar! (Sig. Sig. frá Arnarholti.) Það er sárt að fá ekki að sjá hann framar, en þá er þess að minnast hversu ljúft það var að eiga samleið með Helga og Siggu og börnunum. Þeirri samleið er alls ekki lokið. Selma og Árni Tómas. Afburða vísindamaður, sannur mannúðarsinni, sá er síst skyldi, hef- ur kvatt. Í okkar hóp var hann margra manna maki að vitsmunum og vilja til skilnings og umbóta. Skar sig úr lágkúru og grámyglu „conformism- ans“. Frumlegur í bestu merkingu. Tók ekkert fyrir gefið. Hugsaði öðruvísi en aðrir og nálgaðist verkefnin á per- sónulegan hátt. Leit á hvern sjúk- ling, hverja þjakaða mannssál „ex- istentielt“ í upprunalegu, heim- spekilegu merkingunni. Af ein- lægum áhuga og virðingu fyrir einstaklingnum, innri manninum. Við fræðileg vinnubrögð og fram- setningu veitti hann mér ómetanleg- ar leiðbeiningar. Þrátt fyrir hina miklu vísindalegu færni og innsæis- hæfni hans – eða kannski einmitt hennar vegna, var Helgi, taugalífeðl- isfræðingurinn, andlega skyldari Bill Wilson og Ronald Laing en höfund- um nútíma greiningakerfa og tékk- lista geðfræðanna. Gott var að kynnast manni eins og Helga Kristbjarnarsyni. Fráfall hans harma ég mjög. Magnús Skúlason. Helgi, minn trausti vinur, er dáinn og veröld mín er fátækari. Það var gott að vita af honum. Helgi var góð- ur hlustandi, skarpgreindur og ráð hans einföld og vel ígrunduð. Hann leysti oft úr vandræðum mínum og einnig vina minna sem ég bað hann fyrir. Það get ég aldrei þakkað hon- um sem skyldi. Helgi kenndi mér þá lífsspeki að trúa því, að allt fari vel. Hefur mér reynst þetta ráð farsælt og auðvelt að fylgja. Helgi var mannvinur og mikill hugsjónamaður alla tíð, en lét aldrei þar við sitja að hugsa bara, heldur hafði hann hugrekki til að fram- kvæma. Hann áorkaði miklu á stuttri ævi og þar má ekki gleyma hlut Siggu, hans góðu konu, sem aldrei dró úr honum heldur hvatti hann og vann ávallt þétt við hlið hans. Sigga og börnin þeirra, þau Birna, Tryggvi, Halla, Kiddi og afastrákarnir voru honum allt. Nú hafa þau misst svo mikið og er hugur minn hjá þeim sem og systrum Helga þeim Fanneyju og Höllu. Bið ég góðan Guð að gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Helga Krist- bjarnarsonar. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Við félagarnir fimm ásamt Helga Kristbjarnarsyni sameinuðumst sak- ir áhuga okka á mannrækt og al- menningsfræðslu. Skömmu eftir að við komum heim frá námi erlendis stóðum við fyrir pistlum í Vikunni þar sem við svöruðum spurningum lesenda um ýmis mál tengd heil- brigði og sjúkdómum. Reyndar höfðu lesendur minni áhuga á okkur en við á þeim og fór svo að við skrif- uðum flestallar spurningarnar sjálfir og svöruðum síðan sjálfum okkur. Ritnefndarfundir urðu tilefni langra umræðna um sjúkdóma og almanna- heill í gamni og alvöru. Þarna naut Helgi sín vel með sinni hæglátu at- hygli og þeim hæfileika að greina hismið frá kjarnanum. Þessi skrif lognuðust út af eins og mörg önnur mannanna verk en við héldum áfram að halda hópinn. Sam- skipti hópsins risu hæst í endurtekn- um árshátíðum eða kvöldverðum sem minntu einna helst á matarboðið hennar Babette í sögu Karenar Blix- en. Sá gleðskapur varð fljótlega að leikhúsi fáránleikans þar sem menn létu í ræðum gamminn geisa á hátíð- legan hátt um allt og ekki neitt. Um- gjörðin var glæsileg en innihaldið eins og skopstæling á svo mörgu í því samfélagi sem við eitt sinn gagn- rýndum hvað mest. Þessar samkom- ur voru eins og vin í þeirri eyðimörk sýndarmennsku sem einkennir oft á tíðum samtímann. Þarna naut Helgi sín ákaflega vel. Sérstæð greind, húmanískur mann- skilningur og lúmskur og kaldrana- legur húmor einkenndi ræður hans og uppákomur sem lifa í minningu okkar allra. Samkomur Vikuklúbbs- ins munu aldrei verða sér líkar að Helga gengnum. Nú er söngur villi- andarinnar endanlega þagnaður. Við vottum Siggu og börnum þeirra djúpa samúð okkar. Vikuklúbburinn, Gestur, Jóhann, Leifur, Óttar, Sigurður. Við kynntumst Helga og fjöl- skyldu hans fyrir rúmum tveimur áratugum þegar þau komu heim á Miklubrautina frá námi í Svíþjóð. Þá vorum við nýflutt í húsið, ásamt fjór- um börnum okkar, en þar bjuggu einnig fleiri úr fjölskyldu hans. Krakkarnir í húsinu höfðu lagt undir sig garðinn og þar var oft líf og fjör. Með komu þeirra hjóna bættust fjög- ur börn í hópinn sem ekki lágu á liði sínu að lífga upp á húsið. Með okkur og börnunum tókust góð kynni, mikil samheldni ríkti og oft var glatt á hjalla. Fljótlega kom í ljós að fjölskyldan var öllum þeim eiginleikum búin sem prýtt geta góða fjölskyldu og það fór ekki fram hjá neinum að Helgi og Sigga voru góðir foreldrar og öðrum góð fyrirmynd, svo samstiga í öllu að ætíð kom í hugann nafn beggja þeg- ar annað var nefnt. Veislur voru tíðar í húsinu enda tilefnin næg, afmæli, fermingar og útskriftarveislur, og var fjölskyldan einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Sterkar hefðir ríktu á gamalgrónu heimilinu og gamlárskvöldin eru eftirminnileg. Því gafst oft tími til samræðna og duldist engum að hugmyndir Helga um allt sem sneri að framförum í læknisfræði voru vel ígrundaðar og nýstárlegar enda kom í ljós að hann var langt á undan sinni samtíð, einn af fremstu vísindamönnum í fræðun- um, frumkvöðull í eðli sínu. Helgi gerði skýran mun á aðalatriðum og aukaatriðum og nýtti sér tölvu- tæknina til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd hratt og örugg- lega. Hann hafði einstakt lag á að fá fólk til að vinna með sér og kom það vel í ljós í samvinnu okkar við gerð og útgáfu Íslensku lyfjabókarinnar sem markaði tímamót í upplýsingum um lyf til almennings. Helgi var greiðvikinn og óspar á þekkingu sína. Því var gott að leita til hans bæði sem nágranna og læknis. Fyrir það viljum við þakka og vottum Siggu, börnunum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Bessi, Una og börn. Ég hitti Helga fyrst þegar ég var nýkomin til starfa á Landspítalan- um. Hann stóð í dyrunum á skrif- stofu minni einn daginn, hæglátur og prúður, og spurði hvort ég gæti gert sér smávægilegan persónulegan greiða. Tók fram að ég fengi ekkert að launum nema vináttu sína. Síðan eru liðin rúm 20 ár. Að leiðarlokum vil ég þakka honum þessa vináttu sem aldrei bar skugga á, vináttu sem hefur verið mér verðmætari en lýst verður með orðum. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir, að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, er ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (M.Á.) Elsku Sigga mín. Á slíkum stund- um eru orð lítils megnug. Við Viggó sendum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og óskir um styrk og huggun á erfiðri stund. Hulda Lilliendahl. Það er vont þegar vinir manns deyja. Við slíka sorgarfregn verður manni ljóst að líklega skiptir sam- ferðafólk manns í lífinu meira máli en það hvert verið er að stefna hverju sinni. Að vera samferða Helga Krist- bjarnarsyni voru forréttindi. Hann var einn af þessum mönnum sem maður þekkti frá fyrstu tíð enda þótt leiðir okkar lægju ekki saman fyrir alvöru nema síðustu tvo áratugi. Leyndardómar svefns og eðli svefn- truflana voru sá vettvangur sem leiddi okkur sitt úr hverri áttinni til gefandi rannsóknarvinnu og ekki síður hvetjandi umhverfis þar sem Helgi var miðpunkturinn – stöðugt með nýjar og spennandi hugmyndir. Skortur á nauðsynlegum rannsókn- artækjum stoppaði hann ekki í að fullnægja meðfæddri forvitni að komast til botns í rannsóknarverk- efnum. Helgi hannaði og smíðaði ein- faldlega þau tæki sem vantaði. Fyr- irtækið Flaga varð að veruleika – í dag leiðandi og ótvírætt hið stærsta á sínu sviði í heiminum. Líklega er aðeins fáum ljóst í okkar litla landi hvílíkt stórvirki sköpun Flögu var – alla tíð nátengd nafni Helga – eins og viðbrögð frá vísindamönnum víða um heim bera með sér við ótímabært fráfall hans. Við minnumst Helga þó fyrst og fremst sem ljúflings í miðju sam- hentrar fjölskyldu með Siggu sér við hlið. Vinar, sem alltaf var til staðar, tilbúinn að hlusta og ráðleggja. Bryndís og Þórarinn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 45 Helgi Kristbjarnarson læknir var stór frumkvöðull sem vann hörðum höndum að stofnun há- tæknifyrirtækisins Flögu með Siggu frænku og krökkunum. Mikill missir er að Helga, bæði á starfsvettvangi og í fjölskyldunni, en hann hefur líka skilið eftir sig svo ótal margt sem ber vott um framsýni hans og drifkraft, mann- gæsku og gáfur. Megi minning Helga Kristbjarnarsonar lifa. Steingerður, Ásgeir, Hildur og Pétur. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elskulegi Helgi, okkar bestu þakkir fyrir þína hlýju og vináttu. Í hjörtum okkar þú stóran sess átt. Starfsmannafélag Flögu. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.