Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 47

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 47 ✝ Hrefna Ásgeirs-dóttir Lang-Jen- sen var fædd í Borg- arnesi 20. júlí 1912. Hún lést á Friðriks- berg hospital að morgni miðvikudags- ins 3. október. Móðir hennar var Arndís Ás- geirsdóttir. Hrefna fluttist til Reykjavík- ur barn að aldri og bjó þar með móður sinni til ársins 1939. Hún starfaði á yngri árum í Reykjavíkur apóteki. Hinn 8. júlí 1939 giftist Hrefna ungum lyfjafræðingi, Erling Lang- Jensen, f. í Dan- mörku 11. ágúst 1911, d. 3. júní 1976. Hún starfaði um ára- bil með manni sínum við rekstur apótek- anna í Ruds Vedby, Höng og Görlev á Sjálandi. Börn þeirra eru Birgitt, f. 22. febrúar 1941, Tor- stein, f. 8. september 1945, og Leif, f. 20. júlí 1947. Útför Hrefnu verður gerð frá Mariendals kirkju á Friðriksbergi í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Langri vegferð elskulegrar frænku minnar Hrefnu Lang-Jensen er lokið. Hún kvaddi þennan heim að morgni miðvikudagsins 3. október, þá 90 ára að aldri. Hrefna var fædd í Borgarnesi 20. júlí 1912 en flutti barn að aldri með móður sinni til Reykjavíkur. Hrefna var alin upp við mikið ástríki Arndís- ar móður sinnar og var alla tíð mjög kært með þeim mæðgum. Sem ung stúlka vann Hrefna í Reykjavík- urapóteki. Þar kynntist hún ungum lyfjafræðingi, Erling Lang-Jensen, sem kom hér til að vinna eftir nýaf- staðin próf í Danmörku. Þau felldu hugi saman og varð úr að Hrefna flutti til Danmerkur með Erling, þeg- ar hann sneri heim til Danmerkur. Ekki fóru þau ein því Dísa móðir Hrefnu fluttist með þeim og bjó hjá þeim alla tíð síðan, eða þar til hún lést. Þau bjuggu fyrstu árin í Kaupmanna- höfn og þar fæddust þeim börnin þrjú, fyrst Birgitt, þá Torstein og svo Leif. Fjölskyldan var mjög samheldin og var gott að sækja þau heim. Þó að á þeim árunum væri íbúðin þeirra ekki stór var alltaf rúm fyrir gesti og ósjaldan sofið í hverju skoti. Hrefna og Erling tóku vel á móti öllum Ís- lendingum sem lögðu leið sína til Danmerkur, hvort sem það var frændfólk, vinir eða vinir vina. Á heimilinu var gjarnan töluð íslenska, bæði var að amman bjó jú hjá þeim og einnig það að Erling talaði einkar góða íslensku og að því búa börnin þeirra enn. Víst er að ekki var það Hrefnu alltaf létt að búa fjarri landinu sínu Íslandi, sem hún elskaði svo mjög. Oft var heimþráin sár og henni eins og öðrum voru stríðsárin ekki alltaf auðveld. En það var ekki í lund- erni Hrefnu að gefast upp. Hún var mikil kappkona, hafði stundað íþróttir og fimleika frá unga aldri og tókst á við lífið í þeim anda. Fyrsta minning mín um Hrefnu tengist sumri og sól. Það var árið 1951, 20. júlí og verið að halda upp á fjögurra ára afmælið mitt. Í afmælið kom gullfalleg kona með manninn sinn og þrjú börn. Þar var komin Hrefna frænka frá Danmörku, í fyrstu heimsókn sína til Íslands eftir að stríðinu lauk. Með þeim kom framandi blær ann- arra landa inn í hugarheim lítillar stúlku. Þau komu með leikföng sem ég hafði ekki séð áður, töluðu af og til annað tungumál og ég fann að þau voru miklir aufúsugestir hjá pabba og mömmu, sem höfðu bæði dvalið í Danmörku á árum áður. Sumarið leið og þau héldu til síns heima, en alltaf fékk ég kveðju frá Hrefnu á afmælinu mínu og á ég sum kortin ennþá. Seinna þegar ég giftist og fylgdi manni mínum til Danmerkur til náms endurnýjuðust kynni okkar Hrefnu. Þá voru Hrefna og Erling flutt til Ruds Vedby þar sem Erling veitti apóteki forstöðu. Þau áttu yndislegt heimili, í gömlu fallegu húsi með stórum garði sem mér fannst ævin- týri líkastur. Alls lags ávaxtatré, berj- arunnar, grænmeti, jarðarber og svo mætti lengi telja. Þar var líka gest- kvæmt. Hrefna og Erling höfðu gam- an af því að ferðast og fóru víða. Þau hjónin voru svo samhent að unun var að sjá, enda töluðum við alltaf um Hrefnu og Erling í sömu andrá. En svo dró ský fyrir sólu, Erling veiktist og barðist hann við krabbamein í u.þ.b. ár. Hann naut umhyggju og að- stoðar Hrefnu sinnar þar til yfir lauk. Erling lést 3. júní 1976. Hrefna tókst á við það að búa sér heimili á ný. Hún flutti úr apótekarahúsinu í Ruds Vedby til Höng, og bjó þar í nær tíu ár. Á þessum árum áttum við, ég og börnin mín, margar góðar stundir með Hrefnu. Við Hrefna höfðum misst mennina okkar á svipuðum tíma og var það mér ómetanlegt að eiga athvarf hjá henni með börnin mín þegar við þráðum sól og sumar. Við urðum nánar vinkonur og þótt aldursmunur væri 35 ár fann ég aldr- ei fyrir því. Mér er minnisstætt að einhvern tíma sögðu börnin mín eftir eina heimsóknina til hennar: „Hún Hrefna er ótrúlega ung amma, hún getur klifrað í trjám, hjólað með manni og spilað badminton.“ Þá var Hrefna að nálgast sjötugt! Fyrir u.þ.b. 17 árum flutti Hrefna sig til Kaupmannahafnar, til að vera nær börnum sínum og barnabörnum. Hún hélt heimili til hins síðasta, fór út að ganga og þótt sjónin og heyrnin væru farin að bila var hún alltaf með á nótunum. Vel gefin og skarpskyggn kona allt til enda. Hún fylgdist með þjóðmálum, íþróttum og yfirleitt öllu sem var áhugavert. Hún skemmti sér við það að láta mig segja sér nýjustu „sletturnar“ í íslensku og fannst gam- an að heyra hvernig ungdómurinn tjáir sig. Þegar við töluðum saman endaði samtalið alltaf á fyrirheiti um að hittast sem fyrst og geta spjallað lengi saman. Þegar ég heyrði í Hrefnu í síðasta sinn aðeins fjórum dögum áður en hún veiktist sagði hún að venju: „Ó, hvað mig langar að hitta þig og tala og tala.“ Ég svaraði að vonandi yrði það fljótlega. En þá sagði hún: „Auður mín, nú er ég orðin mjög þreytt göm- ul kona.“ Með þessi orð hennar í huga get ég ekki annað en glaðst hennar vegna yfir að hafa fengið hvíldina og í trausti þess að nú hafi hún fundið Er- ling sinn og Dísu móður sína þakka ég henni ævilanga vináttu og óska henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Ég flyt kveðju frá Dídí móður minni, börnunum mínum Hadda og Auði Gyðu og þeirra fjöldskyldum. Börnum Hrefnu, tengdabörnum og barnabörnum vottum við Karl samúð okkar. Auður Helga Hafsteinsdóttir. Það hefur ávallt verið eitt mesta ævintýri hvers unglings á Íslandi að fara til útlanda. Fimmtán ára fékk ég að fara mína fyrstu ferð til Hrefnu í Danmörku. Hrefna var önnur af tveimur bestu vinkonum móður minnar. Þessi vin- átta entist ævilangt í orðsins fyllstu merkingu. Móðir mín Halldóra Guð- mundsdóttir, Laufey Einarsdóttir og Hrefna urðu óaðskiljanlegar vinkon- ur strax á unglingsárum og sú vinátta entist þrátt fyrir að lönd og heims- styrjöld skildu þær að, langtímun saman. Ungar fóru þær ótroðnar slóðir svo sem á Ólympíuleikana í Berlín 1936, ferð sem var svo ævin- týraleg að hún féll þeim aldrei úr minni og þær þreyttust ekki á að minnast og miðla til annarra. Hrefna vann sem afgreiðslustúlka í Reykjavíkurapóteki, og þar varð hún ástfangin af dönskum lyfjafræðingi, Erling Lang-Jensen. Þau giftu sig í Þingvallakirkju 8. júlí 1939 og saman fluttu þau til Danmerkur ásamt móð- ur Hrefnu. Fyrsta heimili þeirra var á Amager í Kaupmannahöfn, síðar í Ruds Vedby. Heimili þeirra stóð ávallt opið fyrir Íslendingum og þeir eru ófáir námsmennirnir og ferðalangar að heiman sem hafa þar átt húsaskjól. Hrefna og Erling eignuðust þrjú börn, Birgit húsmóður í Kaupmanna- höfn, Torstein yfirlækni í Óðinsvéum og Leif lyfjafræðing og framkvæmda- stjóra í Kaupmannahöfn. Barnabörn- in eru sjö talsins. Eftir lát Erlings bjó Hrefna í Hönk og á Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Hún hélt heimili alla tíð þrátt fyrir há- an aldur. Gestrisnin, hlýhugurinn og elskusemin var sú sama allt til enda. Nú að leiðarlokum leita minning- arnar á og aldrei verður fullþakkað fyrir stundirnar sem ég og síðar fjöl- skylda mín áttum hjá þér og þínum. Einnig eru ógleymanlegar heimsókn- ir ykkar vinkvennana til okkar á Seyðisfirði þegar þú heimsóttir gamla landið. Einkum þakka ég stundirnar sem við áttum saman síðastliðið sumar. Þú varst nú ein eftir af vinkonunum og þess fullviss að sá aðskilnaður sem dauðinn er væri ekki meiri en þegar Laufey bjó í Tékkóslavíu, Dóra á Eskifirði og þú í Danmörku. Þið munduð aftur ná saman eins og alltaf áður. Megir þú eiga góða heimkomu, blessuð sé minning þín Björg Sigurðardóttir Blöndal. HREFNA LANG-JENSEN Látin er ein besta og tryggasta vinkona okk- ar hjóna Sigrún Sig- urðardóttir á Nýja-Sjá- landi. Kynni okkar hófust fyrir 30 árum þegar Sigrún bað um leyfi til að fá dóttur okkar Maríu lánaða sem barnapíu aðeins ellefu ára gamla til að passa Sylvíu dóttur þeirra hjóna Magnúsar Magnússonar þegar þau fóru til Bandaríkjanna. Allt frá þessum degi hefur Sigrún verið eins og ein af fjöl- skyldu okkar. Eftir að þau Sigrún og Magnús slitu samvistum bjó Sigrún með Sveini Eiríkssyni slökkviliðs- stjóra þangað til hann lést árið 1986. Þær skemmtilegu samverustundir sem við hjónin áttum með þeim eru ógleymanlegar. Að koma til Sigrúnar á meðan hún var hér í Njarðvík var ólýsanlegt, því oft var margt um manninn á hennar heimili. Sigrún var mikið jólabarn og hún byrjaði alltaf snemma að föndra fyrir jólin og voru það alltaf mjög fal- SIGRÚN MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ARASON ✝ Sigrún MaríaSigurðardóttir Arason fæddist í Reykjavík 28. janúar 1943. Hún andaðist á Nýja-Sjálandi 13. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 27. september. legir munir og ekki stóð á henni að drífa aðra með sér. Eins var það á vorin þegar hún fór í blómin, þá var hún í essinu sínu. Það er erfitt að sætta sig við að það verður aldrei áframhald á þessu því þessa elskulegu vin- konu vantar, en við geymum minningarn- ar. Sigrún fór með Jó- hannesi Arasyni, seinni manni sínum, til Nýja- Sjálands fyrir tíu árum og síðustu þrjú árin hafði Sigrún ver- ið þar. Sylvía dóttir hennar er þar búsett ásamt eiginmanni sínum og tveim sonum. Svo að segja daglegt samband var á milli okkar meðan hún dvaldi hér í Njarðvík. Rétt fyrir áramótin sagð- ist hún vera eitthvað slöpp, sagði að þetta hlyti að ganga fljótt yfir. En það var alvarlegra en hún hélt því í marsmánuði greindist hún með krabbamein í lungum á mjög háu stigi, sem ekki var hægt að komast fyrir. Guð blessi minningu þína elsku Sigrún. Við sendum Jóhannesi, Matthildi og Sylvíu og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elsa Dóra Gestsdóttir og Jóhann Líndal. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Bergstaðastræti 65, sem lést miðvikudaginn 2. október, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Magnús Guðjónsson, Svanheiður Ingimundardóttir, Steingrímur Guðjónsson, Katrín Guðmannsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Sigurður Harðarson, Ingólfur Sv. Guðjónsson, Jónína E. Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og bróðir, KRISTJÁN ALBERTSSON, Jófríðarstaðavegi 10, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 11. október kl. 15.00. Þóra Bjarnveig Jónsdóttir, Albert J. Kristjánsson, Guðlaug K. Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Albert Víðir Kristjánsson, Guðný Nanna Þórsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir, Jóhannes Guðni Jónsson, Jón Dagur Kristjánsson, María Þorsteinsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, KJARTAN ÞÓRIR ELÍASSON, Suðurbraut 8, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 4. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýju. Hulda Hafnfjörð, Sigurður Kjartansson, Jenný Jónsdóttir, Arndís Kjartansdóttir, Ásgrímur Guðmundsson, Kristófer Þ. Kjartansson, systkini og barnabörn. Okkar ástkæra AÐALHEIÐUR ESTER GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 23, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni þriðju- dagsins 8. október. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 15. október kl. 14.00. Ragnar Leósson, Fríða Ragnarsdóttir, Ásgeir R. Guðmundsson, Kristín Ragnarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Helgi Guðnason, Birna Ragnarsdóttir, Kristinn Eiríksson, Leó Ragnarsson, Halldóra S. Gylfadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.