Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar H. Stein-grímsson skrif-
stofustjóri fæddist í
Kaupmannahöfn 5.
desember 1929. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala 4.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Oddný Halldórsdótt-
ir, f. 12. janúar 1909,
d. 12. nóvember 1988,
og Steingrímur Arn-
órsson, fulltrúi hjá Jó-
hanni Ólafssyni &
Co., f. 19. apríl 1902,
d. 18. janúar 1972.
Oddný var dóttir Halldórs Jóns-
sonar, f. 16. janúar 1871, d. 12. nóv-
ember 1941, verslunareiganda á
Álafossi í Mosfellssveit, síðar kaup-
maður í versluninni Varmá í
Reykjavík og Gunnfríðar Guð-
laugsdóttur, f 5. nóvember 1876, d.
7. janúar 1927, bónda á Helgafelli í
Mosfellssveit. Steingrímur var son-
ur séra Arnórs Jóhannesar Þor-
lákssonar prests á Hesti í Borgar-
firði, f. 27. maí 1859, d. 1913, og
Guðrúnar Elísabetar Jónsdóttur, f.
17. nóvember 1867, d. 6. janúar
1906. Bróðir Gunnars er Halldór
Steingrímsson, viðskiptafræðing-
ur f. 15. mars 1943, kvæntur Guð-
rúnu Jensdóttur, f. 5. september
1936. Barn Guðrúnar er Bjarney
Erla Sigurðardóttir, f. 30. septem-
ber 1957.
Gunnar kvæntist
24. mars 1951 eftirlif-
andi eiginkonu sinni,
Halldóru Helgu Óla-
dóttur, f. 5. júlí 1931.
Foreldrar Halldóru
voru Óli Jónasson frá
Raufarhöfn, f. 23.
júní 1896, d. 15. febr-
úar 1936, og Sigríður
Aðalbjörg Guð-
mundsdóttir frá
Raufarhöfn, f. 9. jan-
úar 1910, d. 28. sept-
ember 1936. Börn
Gunnars og Halldóru
eru 1) Sigríður Oddný verslunar-
maður, f. 3. september 1950, fyrr-
verandi maki Hrafnkell Óskarsson
læknir. Dætur þeirra eru Hrafn-
hildur Dóra háskólanemi, f. 18.
nóvember 1977, og Hanna Margrét
menntaskólanemi, f. 17. júní 1981.
2) Oddný verslunarmaður, f. 25.
september 1956, gift Herði E.
Sverrissyni viðskiptafræðingi, f.
22. september 1954. Börn þeirra
eru: a) Gunnar Sverrir verktaki f.
8. apríl 1978, kvæntur Lilju Björk
Ketilsdóttur verslunarmanni, f. 24.
ágúst 1978, barn þeirra er Sandra
Nótt, f. 23. ágúst 2000, og b) Helga
Kristín, f. 31. ágúst 1987. Útför
Gunnars verður gerð frá Bústaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Örlög manna eru mismunandi og
þau oft erfitt að skilja. Það var mikið
lagt á frænku mína hana Halldóru,
aðeins fimm ára gamla, að missa báða
foreldra sína á sama árinu. Hún var
tekin í fóstur og ólst upp hjá ömmu
minni Rannveigu Lund á Raufarhöfn
og varð þar með systir pabba míns.
Með þeim voru alla tíð miklir kær-
leikar.
Sálin getur skipt skýjunum í tvennt,
svo Guð geti geisla sína niður sent.
(Edna St. Vincent Millay.)
Gæfan hafði ekki yfirgefið Hall-
dóru og geislar hamingjusólarinnar
áttu eftir að skína niður til hennar. Að
æskuárum liðnum fór hún suður til
höfuðborgarinnar til náms í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Þar lágu
leiðir hennar og Gunnars Steingríms-
sonar saman og hamingjugeislar sól-
arinnar skinu skært, ekki aðeins á
hana heldur á þau bæði. Mér koma í
hug ljóðlínur bræðranna Jónasar og
Jóns Múla; „Hver svífur þarna suður
Tjarnarbakkann til samfundar við
ungan mann, sem bíður einn á brún-
um sumarjakka, hjá björkunum við
Hljómskálann.“ Já, ég veit að þau
hafa verið glæsilegt par Gunnar og
Halldóra og eftir þeim tekið; á
skautasvelli Tjarnarinnar, kvöld-
göngu í Austurstræti eða á fínustu
síðkjólaböllum borgarinnar. Tíguleg í
framkomu, glæsileg og háttvís. Þessi
framkoma einkenndi þau bæði alla
tíð. Órjúfanlega töluðum við í Miðtúni
um Halldóru og Gunnar í sömu and-
ránni, nema hvað pabbi átti það
gjarnan til að tala um „Halldóru syst-
ur“.
Gunnar og Halldóra hófu búskap
sinn á Laufásvegi 10 og þar fæddist
þeim dóttirin Sigríður. Þaðan fluttu
þau að Lokastíg 16 og þar fæddist
önnur dóttirin Oddný.
Fyrstu minningar okkar bræðra í
Miðtúni um þau, tengjast komu
þeirra norður í sveitina: Unga parið
kemur fljúgandi norður, flugmaður-
inn Gunnar sjálfur. Þegar þau mæta
okkur kastar hann til okkar appels-
ínum og segir okkur að grípa. Appels-
ínur uxu hvorki þá né nú á trjám á
Melrakkasléttu og mikið nýnæmi þar
sem annars staðar á haftatímum.
Önnur mynd: Halldóra og Gunnar
koma á litlum hvítum Daf-bíl með
dætur sínar og tjaldað er á lóðinni við
húsið. Aldeilis flott tjald og fólkið úr
Reykjavík og þar að auki með mynda-
vél. Bestar eru samt minningarnar
um jólagjafirnar sem komu frá Gunn-
ari og Halldóru. Þeirra pakkar voru
öðruvísi, alltaf svo fallegir og inni-
haldið allt annað en fékkst í Kaup-
félaginu á Kópaskeri. Einu sinni voru
það sírenubílar. Það var erfitt fyrir
fullorðna í Miðtúni að leggja sig þau
jólin. Og ekki gleymdust fermingarn-
ar; alltaf stórgjafir. Rausnarskapur
einkenndi gefendur og báru vott um
einlæga væntumþykju þeirra.
Ein fyrsta ferð mín til Reykjavíkur
var með mömmu og Benedikt bróður
mínum. Við héldum til hjá Gunnari og
Halldóru í Rauðagerði, en þar höfðu
þau þá nýlega byggt sér fallegt heim-
ili. Þar gaf heldur en ekki á að líta;
stóra opnanlega glugga, tígrisfeld á
gólfi og niður úr loftinu í forstofunni
héngu grýlukerti úr gipsi sem gáfu
því sérstakan svip. Allt var svo flott
og þau svo fín allan daginn en einnig
þá sem endranær hjartahlý og elsku-
leg við strákana, sem komu við allt,
spurðu um allt og prófa vildu allt.
Þegar barnaskóla lauk í Norður-
Þingeyjarsýslu fyrir fjörutíu árum
var enginn framhaldsskóli til staðar
sem unglingarnir áttu vísan aðgang
að. Kristins bróður míns beið það
hlutskipti að fara í Vogaskóla og eiga
samastað hjá Gunnari og Halldóru.
Það voru honum góðir dagar og
Kristinn minnist þeirra svo. „Þar var
mér tekið opnum örmum af allri fjöl-
skyldunni og ég skynjaði strax hve
samband þeirra hjónanna var inni-
legt. Heimilið var allt búið fallegum
húsbúnaði og munum, mörgum gerð-
um af húsmóðurinni sjálfri. Það var
einstaklega gott að vera í Rauðagerð-
inu hjá þeim Halldóru, Gunnari og
systrunum. Ég var stax sem einn úr
fjölskyldunni, fór í hinn hefðbundna
sunnudagsbíltúr með þeim, eitthvað
út fyrir bæjarmörkin, t.d. upp á Sand-
skeið og til Hveragerðis. Þau fóru oft í
bíó með dæturnar á sunnudögum og
fékk ég þá að sjálfsögðu að koma með
ef ég vildi. Oft voru foreldrar Gunn-
ars, þau Oddný og Steingrímur með,
svo og Halldór bróðir Gunnars. Á
þessum árum var íslenska sjónvarpið
ekki komið. Því var stundum lítið við
að vera á kvöldin, ef ekki var hægt að
leika sér úti. Því var það að Gunnar
kenndi mér að tefla. Hann byrjaði
með að gefa mér drottninguna í for-
gjöf, en smám saman tókst honum að
kenna mér listina þannig að hægt var
að sleppa forgjöfinni.“ Á útfarardegi
Gunnars hagar svo til að Kristinn er í
fjarlægri heimsálfu. Hann þakkar
Gunnari og Halldóru þennan dýr-
mæta tíma sem gerðu honum lands-
prófið mögulegt.
Sem eins konar skiptinemi var
Sigga, eldri dóttir Halldóru og Gunn-
ars, send í sveit í Miðtún. Mikið biðum
við strákarnir á bæjunum eftir rút-
unni þann daginn. Loksins kom rútan
og stoppaði við Leirhöfn, næsta bæ
við Miðtún. Frænka okkar 10 ára
birtist með tvær stórar töskur. Eitt-
hvað leist henni ekki alls kostar á
móttökusveitina, fimm eða sex stráka
sem ætlað var að halda á farangrinum
þessa bæjarleið og sú stutta tók tösk-
urnar í sitthvora höndina og ein hélt
hún á farangrinum alla leið með ka-
valíerana lallandi á eftir. Enn skamm-
ast ég mínfyrir aumingjaskapinn og
það hef ég oft sagt Siggu minni.
Heimili þeirra hjóna í Rauðagerð-
inu var glæsilegt en ekki var það síðra
heimilið sem þau byggðu í Hæðar-
byggð 11 í Garðabæ. Allt innanstokks
bar vitni um samhenta fagurkera og
umhverfis húsið var mikill og fallegur
verðlaunagarður sem vitnaði um stór-
hug þeirra og dugnað. Fyrir fáeinum
árum breyttu þau enn um samastað
og nú að Leiðhömrum 48 í Grafarvogi.
Þar gefur að líta málverk og fallega
gripi en ef til vill vekja þar mesta eft-
irtekt listmunir Halldóru sjálfrar;
handmálað postulín í öllum litum og
gerðum. Í skúffum eru handunnir
dúkar og servíettur sem sóma dýr-
ustu veislum. Eitt vitnið enn um
dugnað Gunnars og Halldóru er sum-
arbústaður þeirra austur í Þingvalla-
sveit. Gunnar byggði sumarbústaðinn
að miklu leyti sjálfur, var laghentur
og hafði gaman af að dytta að eignum
sínum, hvort heldur það var heimilið
eða bústaðurinn Þar er sælureitur
fjölskyldunnar.
Eitt helsta áhugamál Gunnars sem
ungs manns var flugið. Hann tók virk-
an þátt í starfi Svifflugfélags Íslands
og náði C-merki í svifflugi auk þess
sem hann lauk einkaflugmannsprófi.
Það átti hins vegar ekki fyrir honum
að liggja að gera flugið að ævistarfi.
Að loknu stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla Íslands 1951 fór Gunnar að
vinna hjá Jóhanni Ólafssyni & Co og
þremur árum síðar hóf hann störf hjá
O. Johnsson & Kaaber þar sem hann
vann næstu 45 árin eða til desember
1999, þá sjötugur eftir afar farsælt og
árangursríkt starf. Á vinnustað sínum
var Gunnar sama ljúfmennið en hafði
einnig þann myndugleik til að bera
sem störf hans kröfðust. Hann var á
allan hátt einstaklega vandaður mað-
ur og naut virðingar og trausts bæði
samstarfsmanna sinna og annarra.
Gunnar starfaði mikið innan Lions-
hreyfingarinnar. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbsins Freys
1968 og gegndi þar fjölmörgum trún-
aðarstörfum; formaður klúbbsins
1977–78, var 20 ár í fjáröflunar og
líknarnefnd, þar af tvisvar formaður,
sömuleiðis í skemmtinefnd klúbbsins
og einnig þar gegndi hann for-
mennsku. Gunnar var kjörinn Melvin
Johns félagi 1993, sem er hámark
þess heiðurs sem Lionsfélagar veita
sínum bestu félögum. Alltaf boðinn og
búinn að gera það sem um var beðið.
Þannig eru sannir Lionsmenn.
Gunnar var myndarlegur maður,
meðalmaður á hæð, grannvaxinn og
samsvaraði sér vel. Mikið snyrti-
menni og fágaður í allri framkomu.
Fjölskyldan var honum dýrmætust
velferð hennar skipti hann mestu
máli.
Eftir langa starfsævi var ætlun
þeirra hjóna að eiga notalegt ævi-
kvöld í Leiðhömrum. Þaðan er útsýn-
ið hvað best yfir margbreytilegan
Faxalóann, eyjar hans og sund. Í
fjarska má sjá tignarleg fjöll Borg-
arfjarðar, nær er Akrafjallið og Esjan
í sínum margbreytilegu litum. Næst
gefur að líta miðborgina, sem Gunn-
ari var svo kær, hvort heldur á hana
lýsa geislar sólarinnar eða frá henni
stafar birta fjölbreyttra ljósa.
Nú er hins vegar í Leiðhömrum
stórt skarð fyrir skildi. Gunnar allt of
snemma fallinn frá eftir nokkuð langa
og á tímum erfiða sjúkdómslegu. Í
veikindum Gunnars var umhyggja
Halldóru einfaldlega takmarkalaus.
Hún vék varla frá sjúkrabeði hans.
Það kom engum á óvart sem til
þekktu og hvernig mátti það öðruvísi
vera eftir rúmlega hálfrar aldrar
hjónaband sem aldrei bar skugga á.
Ég trúi því, að þegar að því kemur að
Halldóra svífi suður tjarnarbakka
muni Gunnar bíða hennar hjá björk-
um við fallegan og stóran hljómskála.
Miðtúnsfjölskyldan öll þakkar
Gunnari áralöng kynni og vináttu sem
aldrei bar skugga á. Elsku Halldóra,
Sigríður, Oddný og fjölskyldur. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð og
biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur
á erfiðum tímum.
Blessuð sé minning Gunnars Stein-
grímssonar.
Níels Árni Lund.
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Nú ert þú farinn og eftir erum við
með allar góðu minningarnar um þig.
Þú varst okkur stoð og stytta í líf-
inu og ávallt reiðubúinn að gera allt
fyrir okkur. Þegar við sem ung hjón
byrjuðum að búa saman nutum við
ráðleggingar frá þér og aðstoðar við
að koma okkur upp eigin heimili. Þótt
þú værir veikur á spítala spurðir þú
alltaf hvort það væri ekki eitthvað
sem þú gætir gert fyrir okkur.
Þannig var þitt hjartalag að hugsa
vel um alla sem voru í kringum þig.
Þú og mamma vorið ætíð samrýnd
og gerðuð alla hluti saman. Þannig
byggðuð þið ykkur sumarbústað í
Grafningnum sem við eigum svo góð-
ar minningar um. Þar unduð þið ykk-
ur á sumrin að hlúa að gróðrinum og
gera fallegt í kringum ykkur og var
notalegt að koma þangað og njóta
gestrisni ykkar.
Árið 1978 fluttuð þið úr Rauða-
gerðinu í Hæðarbyggðina og bjugg-
um við Hörður með ykkur þar fyrst
um sinn þar til við fluttum í okkar eig-
in íbúð. Heimili ykkar var sérlega
glæsilegt og notalegt enda eydduð þið
frístundum ykkar í að gera húsið og
garðinn fallegan.
Garðurinn fékk síðan viðurkenn-
ingu sem fallegasti garðurinn í Garða-
bæ.
Elsku pabbi og tengdapabbi. Minn-
ingarnar um þig ylja okkur um
hjartarætur. Takk fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur í lífinu, okkur þykir
vænt um þig og vitum að þú vakir
áfram yfir okkur.
Oddný og Hörður.
Elsku afi minn.
Síðast þegar ég sá þig varstu orð-
inn rosalega veikur, sárþjáður og
rúmfastur. Ég kom inn og sá strax að
ég þyrfti að vera sterk. Líkami þinn
hafði hrörnað gífurlega og þú varst
næstum því hættur að tala. Ég kyssti
þig og hélt um hendurnar þínar. Það
eina sem þú sagðir var ,,kaldar hend-
ur“. Við horfðumst í augu dágóða
stund og sársaukinn sem ég sá í aug-
um þínum kvaldi hjarta mitt, en ég
varð að vera sterk og brosa. Ég vildi
ekki valda þér meiri sársauka með því
að sýna þér hversu illa mér leið.
Þetta var stutt heimsókn því það
var mér um megn að sjá þig svo þjáð-
an. Ég tók aftur í hendur þínar, kyssti
þig á báðar kinnar og kvaddi bros-
andi. Þú leist loks á mig, brostir og
kvaddir. Þá vissi ég að þetta var hin
hinsta kveðja. Ég myndi aldrei sjá þig
aftur. Ég var alveg að brotna niður en
varð að kveðja þig aftur.
Hvernig kveður maður einhvern
jafn yndislegan og þig? Við horfðumst
í augu og reyndum að brosa. Þig lang-
aði að segja að þú elskaðir mig og ég
vildi segja þér hversu heitt ég elskaði
þig, en við sáum það í augunum hvort
á öðru, orð voru óþörf.
Guð blessi þig
Hrafnhildur Dóra.
Þegar Halldóra hringdi í mig og
sagði mér af fráfalli Gunnars eftir
langa og stranga baráttu við illvígan
sjúkdóm þá hrönnuðust minningarn-
ar upp í huga mér. Minningar sem
spanna allt mitt líf.
Sem smápatti flæktist ég fyrir hon-
um og pabba á skrifstofu Ó. Johnson
& Kaaber hf. og seinna tók ég aðeins
meiri þátt í að vinna með þeim vinum.
Einnig man ég stundir þar sem við og
fleiri pökkuðum alls kyns góðgæti í
neytendapakkningar í neðri kjallara
„gömlu kaffibrennslunnar“. Margt
var skrafað og aldrei tæmdust sögu-
brunnar Gunnars. Hann hafði unnið á
sjó, hann hafði lært að fljúga, hann
smíðaði sumarhús fyrir fjölskylduna
og fleiri, átti verðlaunagarð í Garða-
bænum o. fl. o.fl.. Samt hafði hann
unnið í 45 ár fyrir sama fyrirtækið og
varla nokkru sinni orðið misdægurt,
fyrr en undir lokin þegar sjúkdómur
hans greindist.
Alltaf öfundaði ég hann og Hall-
dóru af þessari endalausu orku og
vinnusemi, ást og samheldni. Þau
gátu allt í einu – á milli þess sem þau
tóku virkan þátt í alls konar fé-
lagsstörfum. Og að heimsækja þau –
þá voru móttökurnar eins og að höfð-
ingi væri að koma. Tertur, smákökur,
kaffi – og kræsingum var raðað á
borðið. Á sama tíma var spjallað eða
nýja yndislega heimili þeirra í Graf-
arvogi skoðað. Þá sýslaði Halldóra í
eldhúsinu, en var samt alltaf með í
samræðunum.
Ekki gleymi ég heldur því þegar ég
kom í heimsókn einu sinni með son
minn Ólaf Örn í sumarbústaðinn
þeirra á Þingvöllum. Þá var hann að-
eins 2ja ára og þau að hittast í fyrsta
sinn. Það liðu ekki nema 10 mínútur,
þá var Halldóra orðin „amma“ og
Gunnar „afi“ og hann vildi helst ekki
fara.
Þetta lýsir í fáum orðum nokkrum
af þeim kostum sem þau hjón hafa,
því einhvern veginn sé ég þau alltaf
sem eitt. Í sama streng taka starfs-
menn sem áttu sitt fyrsta viðtal við
starfsmannastjórann Gunnar. Hann
átti til að spyrja spurninga sem ein-
ungis væri hægt að lýsa sem persónu-
innsæi. Hann „las“ fólk.
Oft hafði ég sem framkvæmda-
stjóri haft áhyggjur af því að þegar
starfsmenn létu af störfum þá myndu
nokkrir þeirra eiga erfitt með að laga
sig að breyttum lífsháttum. Sumir
höfðu engin áhugamál til að snúa sér
að. Svo var ekki með Gunnar. Ég var
sannfærður um að hann ætti langt og
heilbrigt líf framundan, enda maður-
inn með eindæmum vel á sig kominn
líkamlega. En þá kom reiðarslagið.
Gunnar var veikur.
Þótt nú sé kveðjustundin komin, bý
ég að þeirri sannfæringu að Gunnar
hafi lifað góðu lífi. Frá er fallinn vinur
sem kemur ekki aftur, en við sem eftir
sitjum syrgjum hann og verðum að
láta okkur nægja að ylja okkur við
minningar um góðan dreng, sem von-
andi hefur kennt okkur eitthvað um
hversu dýrmætt það er að rækta fjöl-
skylduna og vinnuna í senn af alúð,
með kurteisi, umburðarlyndi og hóg-
værð.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
móður og systkina votta ég Halldóru,
börnum, tengdabörnum og afa- og
langafabörnum sem eiga nú um sárt
að binda okkar dýpstu samúð. Ég get
aðeins vonað að minningarnar lini
sorgina þar til þau hittast aftur. Guð
blessi minningu Gunnars.
Friðþjófur Ó. Johnson.
Það er fáheyrt í dag að starfsfólk
ljái einu fyrirtæki starfskrafta sína
svo áratugum skiptir, en við hjá Ó.
Johnson & Kaaber höfum verið svo
lánsöm að eiga marga slíka starfs-
menn. Einn þeirra dyggustu er
kvaddur í dag. Gunnar Steingrímsson
vann í 45 ár hjá fyrirtækinu, lengst af
sem starfsmannastjóri jafnframt því
sem hann sá um innflutnings- og toll-
skýrslugerð. Gunnar gegndi ábyrgð-
arstöðu þar sem reyndi á hæfni hans í
GUNNAR H.
STEINGRÍMSSON
Ástkær systir okkar,
ALDA SNÆHÓLM,
Hagamel 28,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 11. október kl. 13.30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast
hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Njörður Snæhólm,
Guðmundur Snæhólm,
Edda Snæhólm.