Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 57
MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ hófst á
Selfossi á þriðjudag. Keppt er í
tveimur tíu manna flokkum. Meist-
araflokkurinn er afar sterkur stór-
meistaraflokkur, en áskorendaflokk-
urinn var hugsaður til þess að gefa
efnilegum skákmönnum kost á að ná
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Úrslit fyrstu umferðar í meistara-
flokki:
Nikolic – Hannes Hlífar 1:0
Tregubov – Helgi Ólafsson ½–½
Oral – Sokolov 0:1
Bragi Þorfinnsson – McShane 0:1
Hracek – Stefán Kristjánsson 0:1
Hannes Hlífar vill líklega gleyma
viðureign sinni sem allra fyrst. Nik-
olic hélt honum í herkví mestalla
skákina, þar til hann réðist að lokum
til atlögu án þess að Hannes gæti
komið nokkrum vörnum við. Helgi
Ólafsson tefldi vel gegn Tregubov,
þótt honum tækist ekki að skapa sér
vinningsfæri. Oral lék skákinni snar-
lega af sér í tímahraki gegn Sokolov,
en McShane sigraði Braga nokkuð
örugglega. Skák umferðarinnar var
hins vegar tvímælalaust Hracek –
Stefán, þar sem Stefán sigraði á eft-
irminnilegan hátt. Í áskorendaflokki
urðu úrslit þessi:
Páll Agnar – Guðmundur Kjart-
ansson 1–0
Pedersen – Lenka Ptacnikova 1–0
Jón V. Gunnarss. – Sigurður P.
Steindórss. ½–½
Votava – Ágúst S. Karlsson ½–½
Þorsteinn Þorsteinss. – Flovin
Naes 0–1
Ágúst Sindri sýnir enn á ný, að
hann er til alls líklegur og gerði jafn-
tefli við tékkneska stórmeistarann
Jan Votava (2.518). Einna mesta at-
hygli í þessari umferð vöktu þó lok
skákarinnar á milli Jóns Viktors og
Sigurðar Páls þar sem sá síðarnefndi
átti rakta vinningsleið þegar jafntefli
var samið.
Mjólkurmótið er skipulagt af
Hróknum og er eitt athyglisverðasta
skákmót síðari ára hér á landi. Hins
vegar er fulllangt gengið þegar því
er haldið fram hvað eftir annað í
auglýsingum um mótið, að þetta sé
sterkasta skákmót hér á landi frá
1991. Þótt erfitt sé að bera saman
skákstig á milli áratuga, þá er
enginn vafi á því, að Reykjavíkur-
skákmótið 1994 var sterkara.
Teflt er daglega á mótinu og hefj-
ast umferðir á virkum dögum klukk-
an 17, en kl. 14 um helgar. Teflt er á
Hótel Selfossi og aðstæður á skák-
stað eru hreint til fyrirmyndar. Það
ætti því ekki að væsa um áhorfendur
og ef framhald mótsins verður í lík-
ingu við fyrstu umferðina þá er það
vel þess virði að leggja leið sína á
skákstað.
Kramnik leikur sér að Fritz
Kramnik sigraði í þriðju skákinni í
einvíginu gegn Deep Fritz í Barein.
Staðan er nú 2½–½ Kramnik í vil.
Taflmennska Kramnik er afar sann-
færandi og miðað við gang mála í
fyrstu þremur skákunum er vafamál
hvort Fritz eigi eftir að vinna eina
einustu skák í einvíginu. Tefldar
verða átta skákir.
Skák frá Mjólkurskákmótinu
Stefán Kristjánsson tefldi bráð-
skemmtilega skák í fyrstu umferð
Mjólkurskákmótsins. Andstæðingur
hans var tékkneski stórmeistarinn
Zbynek Hracek (2.607). Dirfska
Stefáns sló ofurstórmeistarann út af
laginu og hann vissi greinilega ekki
sitt rjúkandi ráð gegn ágengri tafl-
mennsku Stefáns.
Hvítt: Hracek
Svart: Stefán Kristjánsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4
Kf8
Uppáhaldsleikur Stefáns. Algengt
er að leika 7. – Dc7 eða 7. – 0-0 í stöð-
unni.
8. Bd2 b6 9. Rh3 --
Önnur leið er hér 9. dxc5 (9. Rf3) 9.
– bxc5 10. Rf3 c4 11. Rd4 Rbc6 12.
Rxc6 Rxc6 13. Dg3 Db6 14. Bc1 Bd7
15. a4 h6 16. Be2 Kg8 17. Bh5 Dc7 18.
f4 Re7 19. Ba3 Rf5 20. Df2 g6 21. Bg4
Bxa4 22. Bxf5 gxf5 23. Bd6 Db6 24.
Bc5 Dc6 25. Bxa7, jafntefli (Hannes
Hlífar Stefánsson – Ívantsjúk, Evr-
ópumóti í Leon 2001).
9. … Ba6 10. Bxa6 Rxa6 11. 0–0 –
Nýr leikur. Þekkt er 11. De2 Rb8
12. 0–0 Rbc6 13. Be3 cxd4 14. cxd4
Ra5 15. Rf4 Hc8 16. Rh5 Dc7 17. Bd2
Rc4 18. Be1 o.s.frv. (Wernert-
Nothnagel, Þýskalandi 2001).
11. … Hc8 12. Rf4 cxd4 13. cxd4
Rf5
Stefán hefur ekki áhuga á að
drepa peðið á c2 og opna þannig
sóknarleið fyrir hvít eftir c-línunni.
14. c3 Hc4 15. Df3 h5 16. h3 g6 17.
g4? –
Tékkneski stórmeistarinn flýtir
sér of mikið. Eftir 17. Hfb1, t.d. 17. –
Kg7 18. a4 Dc7 19. Re2 Kh7 20. Bg5,
ásamt 21. Bf6 er svarta staðan held-
ur óskemmtileg.
17. – hxg4 18. hxg4 Dh4!
Svona tækifæri lætur Stefán ekki
ganga sér úr greipum. Skyndilega er
hvítur varnarlaus!
19. Dg2 Rc5!
(Sjá stöðumynd)
Glæsilega leikið hjá Stefáni og
stöðumyndin er skemmtileg. Báðir
riddarar svarts eru í uppnámi.
20. dxc5 g5 21. cxb6 –
Eða 21. Rh5 Hxg4 22. Rg3 Rxg3
23. fxg3 Hxg3 og svartur vinnur.
21. … axb6 22. Dh3? –
Eftir 22. f3 gxf4 23. Hfc1 Rg3 24.
Be1 d4 25. Bxg3 fxg3 26. cxd4 Dg5!
27. He1 (27. Hxc4 De3+ 28. Kf1
Hh1+ 29. Dxh1 Df2+ mát) 27.
… Df4 28. Db2 (28. He4 Hc1+ 29.
Hxc1 (29. He1 Dxd4+ 30. Kf1 Hh1+
31. Ke2 (31. Dxh1 Df2+ mát) 31.
… Hc2+ mát) 29. … Dxc1+ 30. Df1
Hh1+ 31. Kxh1 Dxf1+ mát) 28.
… Dh6 29. Dg2 Hc2 30. Dxc2 Dh1+
mát. Vænlegasta leiðin fyrir hvítan
hefði hins vegar verið 22. Rxe6+
fxe6 23. f3.
22. … Dxh3 23. Rxh3 Hxg4+ 24.
Kh2 Rh4 25. f3 –
Eða 25. Bxg5 Rf3+ 26. Kh1
Hxh3+ mát.
25. … Hg2+ 26. Kh1 Hxd2
og hvítur gafst upp, því að hann á
peði minna og gjörtapað tafl. Skásta
leiðin er líklega 27. Rf2 Rxf3+ 28.
Kg2 Rxe5 o.s.frv.
Stefán sigraði stór-
meistarann Hracek
SKÁK
Selfoss
MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ
8.–16. október 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Vanir og óvanir hjá
Bridsfélaginu Munin
Nú er vetrarstarfið byrjað af full-
um krafti og fyrsta móti haustsins
lauk 3. okt. en það var þriggja kvölda
hausttvímenningur þar sem aðeins
giltu tvö stigahæstu kvöld hvers
pars.
Næstu tvo fimmtudaga, 10. og 17.
okt., verða kvöld sérstaklega ætluð
byrjendum og þeim sem eru
skemmra komnir í keppnisbrids.
Hinn 10. okt. verður tvímenningur
þar sem vanir og óvanir spila saman í
pörum. 17. okt. verður sveitakeppni
þar sem einnig verða vanir og óvanir
saman í pörum.
Allir sem hafa áhuga á að læra
brids, eða kunna það (bara óvanir
keppnisbrids), eru hvattir til að
koma. Ef einhvern vantar meðspil-
ara er minnsta mál að bjarga því.
Hægt er að skrá sig hjá Þresti
Þorlákssyni í síma: 421-7772 og 848-
9578 eða Heiðari Sigurjónssyni í
síma: 423-7771. Einnig má skrá sig
við mætingu, en þó er betra að
hringja fyrst. Spilað verður alla
fimmtudaga í vetur og hefst spila-
mennska kl. 19.30. Það er alltaf heitt
á könnunni og eru allir hvattir til að
mæta, bridsspilarar sem aðrir
áhugamenn.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
DILBERT
mbl.is
Kringlan 4-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420.
8.990
Svartir
Einnig glæsilegt úrval af
Falleg og vönduð stígvél
8.990
Svartir
9.990
Svartir
4.990
Svartir
7.990
Svartir/Brúnir
4.990
Svartir/Brúnir
4.490
Svartir