Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 63

Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 63 LEIKARAR þáttanna CSI fengu nýlega mikla launahækkun. Sam- kvæmt blaðinu Holly- wood Reporter fær Will- iam Petersen, sem leikur Gil Grissom í þáttunum, sem hafa verið sýndir á Skjá einum, á bilinu 20– 22 milljónir króna fyrir hvern þátt. Hækkunin er talsverð frá síðasta ári þegar hann fékk tæpar níu milljónir fyrir þáttinn. Marg Helgenberger, sem leikur hina snagg- aralegu Catherine Will- owes, fékk einnig launa- hækkun. Hún fékk um 6,5 milljónir króna fyrir þáttinn í fyrra en fær nú helmingi meira, eða 13 milljónir. Þetta þýðir að fyrir ársvinnu, 23 þætti, í CSI fær Petersen 460–500 milljónir króna og Helgenberger 300 milljónir króna. Eftir hækkunina er Helgen- berger ein hæstlaunaða sjónvarpsleikkona allra tíma í bandarískum dramaþáttum. Laun hennar eru hærri en kaup Gillian Anderson í Ráðgátum en Andersen fékk níu milljónir króna fyrir þáttinn. Aðrir leikarar þátt- anna fá líka nokkra launahækkun en ekki er tilgreint í blaðinu nánar hversu mikla. Þetta eru þó ekki há- ar upphæðir miðað við laun vinsælla gamanleikara en Kelsey Grammer fær 140 milljónir króna fyr- ir Frasier en 23 eru framleiddir á ári og leikararnir í Vinum fá tæpar 90 milljónir króna fyrir þáttinn en fram- leiddir eru 22 þættir á ári. Launahækkun hjá leikurum CSI Hátekjukonan Marg Helgenberger. Sjónvarpsleikarar lepja hreint ekki dauðann úr skel Reuters BRESTIR eru komnir í hjónaband söngdrottningarinnar Madonnu og kvikmyndaleikstjórans Guy Ritch- ies. Það virðist geta valdið vandræð- um í jafnvel fullkomnustu hjóna- böndum að vinna náið saman. Ónefndir vinir hjónanna segja að þau hafi rifist stöðugt á meðan þau unnu að gerð myndarinnar Swept Away. Öldurnar hefur enn ekki lægt þrátt fyrir að vinnu við myndina sé nú lok- ið. „Madonna og Guy eru mjög ást- fangin en þau rífast mikið og það veldur mikilli spennu við kynningu nýju myndarinnar,“ sagði vinurinn. Á tímabili voru deilurnar svo hat- rammar að Richie flutti inn til vinar síns Matthew Vaughn og eiginkonu hans Claudiu Schiffer. Þrátt fyrir rifrildin segir Madonna að hann sé rétti maðurinn fyrir hana og því aldrei að vita hvort hjónakorn- in geti náð sáttum á ný. Madonna og Richie hafa verið í Bandaríkjunum til að kynna myndina og m.a. farið á milli sjónvarpþáttastjórnenda á borð við Larry King og Jay Leno.. Madonna og Guy Ritchie deila stöðugt Brestir í hjónabandið? Reuters Þrátt fyrir erfiðleikana kynnir Ma- donna myndina með bros á vör eins og sást þegar hún var gestur þátta- stjórnandans Larrys Kings. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.10. Nýjasta meistaraverk Pedro Almodovars 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! 1/2Kvikmyndir.is www.regnboginn.is FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Ný Tegund Töffara „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“  HK DV Sýnd kl. 7 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6.20, 8.30 og 10.40. Sýnd kl. 5.30. Yfir 12.000 manns! Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 14.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! Sýnd kl. 6. 1/2Kvikmyndir.is „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Þegar Shaun er neitað um háskólavist gerir klikkaði bróðir hans allt til að hjálpa. Frábær grínmynd með hinum villta Jack Black úr Shallow Hal og syni Tom Hanks, Colin. „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“  HK DV SK. RADIO-X Yfir 12.000 manns! www.opera.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 21. október. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Og þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 21. okt., heim 24. okt. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 21. október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.