Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Allt fyrir námsmenn! Láttu Íslandsb anka sjá um fjármáli n. www.isb.is Sími 588 1200 FYRIRTÆKI í eigu íslenskra aðila hefur keypt flak Guðrúnar Gísladótt- ur KE sem liggur á hafsbotni skammt frá Lofoten í Noregi. Sig- mar Björnsson, útgerðarmaður hjá Festi hf., vildi ekki gefa upp söluverð flaksins en sagði að íslenskir björg- unaraðilar ættu fyrirtækið. Salan fór fram á þriðjudag. Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Festar hf., sagði í gær að niðurstaðan væri viðunandi fyrir alla aðila. Guðrún Gísladóttir KE sökk 19. júní sl. og liggur nú á 40 metra dýpi. Um borð í skipinu voru um 300 tonn af olíu og tæplega 900 tonn af frystri síld. Skipið var á leið til löndunar í Leknesi á Lofoten og átti um þrjár sjómílur ófarnar þegar það steytti á skeri í sundinu Nappstraumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi og sökk nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hyggjast nýir eigendur skipsins ná því á flot og er stefnt að því að björgunaraðgerðir hefjist strax í næstu viku. Norska umhverf- isráðuneytið úrskurðaði fyrir skömmu að olían um borð skuli fjar- lægð eigi síðar en 15. október næst- komandi og að flakið skuli fjarlægt af hafsbotni fyrir 1. maí á næsta ári. Hinir nýju eigendur munu hafa rætt við norsk yfirvöld og norska meng- unarvarnareftirlitið um fyrirhugað- ar björgunaraðgerðir og verða þær gerðar í samvinnu við þessa aðila, ásamt heimamönnum í Lofoten. M.a. er gert ráð fyrir að norskir kafarar taki þátt í aðgerðunum. Flak Guðrúnar Gísladóttur selt SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur- flugvelli hefur gert 31 starfsmanni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að greiða sekt vegna brota á tollalögum en fólk- ið keypti í óleyfi tollfrjálsan varning á fríhafnarsvæði flugstöðvarinnar og kom honum með einum eða öðrum hætti út úr stöðinni. Sektirnar eru flestar lægri en 10.000 krónur en 10 sektir eru á bilinu 10–20.000 krónur. Að sögn Sævars Lýðssonar fulltrúa eiga aðeins þrír eftir að greiða sektirnar. Upphaflega voru 57 kærur gefnar út en 26 voru felldar niður. Lögregla fékk veður af háttsemi starfsmannanna þegar þeir keyptu varning á útsölu í sportvöru- búð í flugstöðinni. Í kjölfarið var leit- að í skápum þeirra og fannst þá ýmiss konar varningur frá mismunandi verslunum. Í flestum tilfellum hafði starfsfólkið komið vörunum á far- þega, vini og vandamenn sem fóru með hann út af tollfrjálsa svæðinu. Fólkið starfar flest hjá Fríhöfninni. Sektar 31 starfsmann í Leifsstöð HLUTFALLSLEGT verðlag vöru- pakka með mat, drykkjarvörum og tóbaki, sem kostar að meðaltali 100 evrur í 15 ríkjum Evrópusambands- ins, er 154 evrur á Íslandi, eða 54% hærra, samkvæmt nýjasta frétta- bréfi Eurostat, opinberri tölfræði- stofnun Evrópusambandsins. 66% hærra verð á brauði og kornvöru Matvæli eru að meðaltali 48% dýr- ari hér, miðað við meðaltalsverð ríkja ESB. Könnunin var gerð vorið 2001 og náði til 31 lands, það er 15 ríkja ESB, 13 landa sem sótt hafa um aðild og Íslands, Noregs og Sviss. Svo dæmi séu tekin er verð á brauði og kornvöru 66% hærra en meðaltalsverð innan ESB, 53% hærra á kjöti, 3% hærra á fiski, 41% hærra á mjólk, osti og eggjum, 50% hærra á olíum og fitu, 38% hærra á ávöxtum, 70% hærra á grænmeti (þegar könnunin var gerð vorið 2001). Matvörur á Íslandi mælast 48% dýrari  Verð á matvælum/25 Könnun Eurostat á matvælaverði í 31 landi STEFNT er að því að hefja eldi á þorskseiðum í Vestmannaeyjum á næsta ári og er fyrirhugað að fram- leiðslan verði orðin um 8 milljónir seiða eftir fimm ár. Undirbúningur að stofnun seiðaeldisstöðvarinnar hefur staðið í nær tvö ár og var stofn- að sérstakt félag, Þorskur á þurru landi ehf., til að standa að eldinu. Eygló Þ. Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Þorsks á þurru landi, segir að með þorskseiðaeldi sé kom- in forsenda fyrir uppbyggingu ann- ars stigs þorskeldis í Vestmannaeyj- um, svokallaðs unglingaeldis þar sem þorskseiðin eru alin upp í slepp- anlega stærð í sjókvíar, allt frá 5 til 400 grömm. Hún segir að þessar tvær stöðvar geti beint skapað allt að því 30 ný störf en óbeint allt að því fimm eða tífalt fleiri störf. Kvíaeldi hentar ekki Áætluð ársvelta fyrirtækjanna myndi verða 800 til 1.200 milljónir króna og er þá ónefndur hugsanleg- ur stuðningur við ýmiss konar rann- sókna- og þróunarverkefni. Eygló segir að vegna umhverfisaðstæðna við Vestmannaeyjar sé ólíklegt að hægt verði að stunda þar kvíaeldi í stórum stíl með núverandi tækni. Hins vegar séu þar kjöraðstæður fyrir þorskseiðaeldi þegar litið er til umhverfisaðstæðna, landfræðilegrar staðsetningar, sem og hæfni, vilja og þekkingar í bæjarfélaginu. Skapar allt að 30 ný störf Stefnt að þorskseiða- eldi í Vestmannaeyjum  Þorskseiðaeldi/C16 HAUSTMÁNUÐUR er hálfnaður og styttist óðum í fyrsta vetrardag sem er 26. október. Skógarþrösturinn sá arna hefur ekki þurft að kvarta und- an köldu hausti í höfuðborginni en býr sig undir veturinn með því að safna forða úr berjum reyniviðarins. Maðkar og flugur eru líka vinsæl fæða hjá þrestinum en framboð á slíku góðgæti fer nú heldur minnk- andi. Þegar vetrarhörkur leggjast yfir eru þrestirnir fljótir að venjast matargjöfum fólks. Morgunblaðið/Ómar Býr sig undir veturinn UPP hefur komið bráðsmitandi veirusýking á öldrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði og eru aðgerðir hafnar af hálfu land- læknisembættisins. Á milli 50 og 60 manns hafa sýkst af svokallaðri Calici-veiru sem veldur hita, uppgangi, niðurgangi og bein- verkjum. Bæði vistmenn og starfsfólk hafa veikst en ekki er þó um hættu- lega sýkingu að ræða, heldur aðallega hvimleiða. Veikir í 1–3 daga og jafna sig af sjálfsdáðum Guðrún Sigmundsdóttir, smitsjúk- dómalæknir hjá landlæknisembætt- inu, segir að veiran sé vel þekkt og hafi skapað vandræði á fjölmennum stöðum, s.s. á hótelum og skemmti- ferðaskipum. Þeir sem sýkjast eru veikir í 1–3 daga og jafna sig af sjálfs- dáðum. Ekki hefur verið þörf á sjúkrahús- innlögnum vegna sýkinganna á öldr- unardeildunum í Hafnarfirði og Reykjavík, en lögð er áhersla á að fyr- irbyggja útbreiðslu smitsins með því að einangra sjúklinga inni á herbergj- um og einangra deildir sömuleiðis. Bráðsmitandi veiru- sýking á Hrafnistu TÍMI haustlaukanna hefur staðið yfir að undanförnu og þeirra bíður vetrarlöng dvöl áður en þeir skjóta upp litríkum kollum sínum í vor. Vandfundinn er einkagarður án haustlauka og Reykjavíkurborg passar upp á skreytingarnar hvað opinbera staði snertir. Benedikt Jónsson og Hrafnhildur Magn- úsdóttir hjá garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar voru nýlega að setja niður haustlauka við Spöngina í Grafarvogi, þótt halda mætti við fyrstu sýn að þau væru að taka upp kartöflur í miðju íbúðarhverfi.Morgunblaðið/Kristinn Niður með haustlaukana FJÖLDI skemmtistaða í Reykjavík hefur ríflega tvö- faldast á tíu árum. Borgin sjálf er talin vera „inn“ eða í tísku fyrir líflegt skemmtanalíf en erfiðara virðist að greina hvaða staðir njóta hylli á hverjum tíma og hvers vegna. Í borginni eru nú 74 skemmtistaðir af ýmsum gerðum, einkum í mið- borginni en úthverfabörum hefur einnig fjölgað. Skemmti- staðir tvöfalt fleiri en fyrir 10 árum  Fjölskrúðugt…/C8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.