Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt
15 milljónir króna til þróunar
kennsluforrits, sem nú er í smíðum
hér á landi og verður notað til að
kenna íslensku á Netinu. Stefnt er að
því að íslenskunámskeið verði komið
á vefinn næsta haust og að í framtíð-
inni geti nemendur og fræðimenn við
erlenda háskóla, sem og aðrir sem
vilja læra íslensku, tekið námskeið á
Netinu, sem hægt verði að fá metin til
eininga við aðra háskóla.
Gerð forritsins er samvinnuverk-
efni íslenskuskorar Háskóla Íslands,
Stofnunar Sigurðar Nordal, Hugvís-
indastofnunar og annarra aðila innan
háskólans. Birna Arnbjörnsdóttir,
lektor í enskuskor HÍ, sem stýrir
verkefninu, segir að námskeiðið sé
ætlað algjörum byrjendum í íslensku.
Stefnt sé að því að setja það á Netið
næsta haust og fyrst um sinn meðan
verið er að þróa námskeiðið verði að-
gangur að því ókeypis.
Á annað þúsund nemendur að
læra íslenskt nútímamál
Birna segir að íslenskt nútímamál
sé kennt við 30 háskóla um allan heim,
alls séu á annað þúsund nemendur að
læra íslensku. „Áhugi fyrir íslensku-
námi er mjög mikill um allan heim.
Hugmyndin er að þarna verði boðið
upp á námskeið fyrir fólk sem hefur
ekki aðgang að íslenskunámi nema
hugsanlega á Netinu,“ segir Birna.
Námskeiðið sem fyrst verði boðið
upp á sé 5 Evrópueiningar, sem jafn-
gildi 2,5 einingum við HÍ og 3 amer-
ískum einingum. „Námskeiðið verður
viðurkennt af háskólum um allan
heim og þannig skipulagt að hægt
verður að taka það hvar í heiminum
sem er og fá einingarnar metnar við
erlenda háskóla. Fyrst um sinn verð-
ur námið sjálfsnám en síðar meir
munu nemendur gera verkefni og fá
þau leiðrétt af kennara.“
Birna segir að nú sé verið að hanna
málfræðigrunn og í athugun sé að
gera orðasafn líka. „Þá erum við að
fara í stórt og mikið rannsóknarverk-
efni með Finnum um hvernig kenna
megi beygingamál á Netinu.“
ESB styrkir gerð íslensks kennsluforrits um 15 milljónir
Hægt að læra íslensku á
Netinu frá næsta hausti
ENGAN sakaði en mikið tjón varð í
eldsvoða í Njarðvík í gærmorgun,
bæði af völdum elds og reyks. Til-
kynnt var um eld í íbúðarhúsi við
Hæðargötu í Njarðvík laust fyrir
klukkan ellefu í gærmorgun. Þegar
slökkvilið Brunavarna Suðurnesja
kom á staðinn logaði mikill eldur í
loftum og var aðkoman ljót, að sögn
Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðs-
stjóra. Rúður sprungu í húsinu af
völdum hitans.
Íbúar hússins voru allir heima
þegar eldurinn kom upp. Þeir náðu
að bjarga sér út úr brennandi húsinu
og varð ekki meint af. Tókst slökkvi-
liðsmönnum að ráða niðurlögum
eldsins með háþrýstingi á skammri
stundu. Eldsupptök eru ókunn en
rannsóknardeild lögreglunnar í
Keflavík fer með rannsókn brunans.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Rúður sprungu í húsinu af völdum hitans. Lögreglan í Keflavík rannsakar eldsupptökin.
Eldsvoði
í íbúðar-
húsi í
Njarðvík
SJÓPRÓF vegna atviksins er Aron
ÞH sökk norður af Grímsey hinn
30. september sl. fóru fram hjá
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
gær. Aron ÞH var á rækjuveiðum
er hann sökk snemma morguns en
fimm manna áhöfn skipsins var
bjargað um borð í Sæþór EA. Allir
fimm skipverjarnir voru yfirheyrðir
í héraðsdómi, einnig fyrrverandi
vélstjóri Arons.
Ekki kom fram hjá skipverjum
skýring á því hvað gæti hafa valdið
því að sjór flæddi í vélarrúm og
lest skipsins með fyrrgreindum af-
leiðingum. Skipstjóri, vélavörður og
matsveinn voru sofandi þennan
morgun, yfirvélstjóri var í borð-
salnum og stýrimaðurinn einn í
brúnni. Gott veður var þegar
óhappið varð og lítil hreyfing á
skipinu.
Fram kom í máli Harðar Alberts
Harðarsonar yfirvélstjóra að menn
hefðu átt í vandræðum með röra-
lagnir um borð, sem hefðu verið að
fara í sundur, og hefði verið unnið
að endurnýjun þeirra. Einnig kom
fram að mikil útleiðsla hefði verið í
rafmagni frá því hann réð sig um
borð fyrir um tveimur árum. Þá
kom gat á vatnstank stjórnborðs-
megin á síðasta ári vegna tæringar
en gert var við tankinn um síðustu
áramót. Sú viðgerð entist þó aðeins
í um hálfan mánuð, að sögn Harðar
vélstjóra. Hann sagðist hafa reynt
að loka fyrir botnloka, eftir að sjór
var kominn í vélarrúmið en ekki
getað það þar sem sveif sem notuð
er til verksins fannst ekki.
Viðar Sigurðsson, stýrimaður
sem var í brúnni, sagðist ekki hafa
fengið neina viðvörun um að sjór
væri í vélarrúmi. Hann sagðist hafa
kíkt niður á millidekk, þar sem
skipið hafi hagað sér eitthvað öðru-
vísi um tíma en ekki orðið var við
neitt óvenjulegt. Eftir að drapst á
vél hefði hann litið í vélarrúm og
lest og séð þar sjó. Hann vakti svo
vélavörðinn og matsveininn en
skipstjórinn vaknaði er drapst á
vélum skipsins en þá var kominn
mikill sjór í skipið og ljóst að sögn
Viðars, að lekinn væri mikill.
Helgi Eiríksson vélavörður var í
sínum fyrsta túr á Aroni þegar
skipið sökk og aðeins í sínum öðr-
um túr á ferlinum. Hann sagðist
aðspurður ekki hafa séð sveifina
um borð sem notuð var til að loka
fyrir botnloka. Jens Klein mat-
sveinn var einnig í fyrsta túr sínum
á Aroni.
Ágúst H. Borgþórsson, fyrrver-
andi vélstjóri, var spurður um tær-
inguna í vatnstanknum og hann
staðfesti að viðgerðin hefði ekki
tekist sem skyldi og tankurinn ver-
ið farinn að leka aftur um 10 dög-
um síðar.
Sjópróf vegna Arons ÞH sem sökk norður af Grímsey
Leki í vélarrúm og lest óljós
GEIR H. Haarde fjár-
málaráðherra hefur
tekið sæti í ráðgefandi
stjórn nýrrar stofn-
unar við Brandeis-
háskóla í Bandaríkj-
unum á sviði al-
þjóðlegra efnahags- og
fjármála. Stofnunin,
sem kennd er við
Barböru og Richard
Rosenberg, hefur það
hlutverk að rannsaka
þróun á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum
sem og efnahags-
framvindu bæði út frá
fræðilegu og stefnu-
mótandi sjónarhorni.
Geir er fyrrum nemandi við
Brandeis-háskóla. „Ég hef haldið
ákveðinni tryggð við skólann og
menn í hagfræðideildinni, sem hafa
síðan ég var þarna, stækkað deild-
ina mikið og búið til framhaldsskóla
með áherslu á alþjóðleg efnahags-
mál og viðskipti,“ segir Geir. „Ros-
enberghjónin ákváðu svo að koma á
fót nýrri stofnun innan þessara vé-
banda og var þá leitað til mín og
margra fleiri að taka þátt í því. Það
er mér bæði heiður og ánægja,“
segir Geir en hann kom frá Banda-
ríkjunum í gær af fyrsta fundi.
Tók þátt í ráðstefnu um
fjármögnun lífeyrismála
Á föstudaginn var svo efnt til fjöl-
mennrar ráðstefnu um fjármögnun
lífeyrismála í al-
þjóðlegu samhengi í
tengslum við fyrsta
fund stjórnarinnar.
Aðalræðumaður á
ráðstefnunni var
Martin Feldstein,
hagfræðingur við
Harvard-háskóla og
fyrrverandi efnahags-
ráðgjafi forseta
Bandaríkjanna. Geir
H. Haarde var ræðu-
maður í hádegisverði
ráðstefnunnar og
ræddi um lífeyrismál
á Íslandi.
Í ráðgefandi stjórn
Rosenberg-stofnunarinnar sitja
fjórtán manns víða að úr heim-
inum, þeirra á meðal efnahags-
málaráðherra og varaforsæt-
isráðherra Búlgaríu og vara-
fjármálaráðherra Kanada en
einnig ýmsir úr hinum alþjóðlega
viðskiptaheimi.
Gott að hafa
þessi tengsl
Geir segir ánægjulegt að fá tæki-
færi til að taka sæti í stjórn þess-
arar stofnunar.
„Það er líka gott að hafa þessi
tengsl. Þarna kynnist maður fólki
sem nálgast hlutina út frá öðrum
sjónarhornum en maður er vanur
og það er gott að hafa aðgang að
ólíkum aðilum í sambandi við svona
málefni,“ segir Geir.
Geir H. Haarde í ráðgef-
andi stjórn stofnunar
við Brandeis-háskóla
Geir H. Haarde
BEIÐNUM um mataraðstoð hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar hefur á
árinu fjölgað um 240 frá sama tíma í
fyrra og beiðnunum fjölgar nú um
15% á mánuði. Þetta kom fram í er-
indi sr. Þórhalls Heimissonar á árs-
fundi Tryggingastofnunar. Fjallaði
Þórhallur um fjölskylduna og velferð-
arkerfið út frá reynslu sinni sem
prestur í Hafnarfirði. Sagði hann fá-
tækt því miður ríkja víða í samfélag-
inu. Stéttaskipting verði til á milli
barna, t.d. þeirra sem fara í tónlistar-
skóla og sumarbúðir og hinna sem
eiga foreldra sem ekki gætu borgað
slíkt.
„Á undanförnum árum hefur stór-
lega færst í aukana hjálp kirkjunnar
til að standa undir kostnaði við sum-
arbúðir og félagsstarf barna, en einn-
ig bókakaup og kaup á skóladóti. Það
þurfa foreldrar að kaupa dýrum dóm-
um hér á landi, öfugt við hin Norð-
urlöndin. En verst af öllu þykir mér
þegar konur með lítil börn á leikskóla-
aldri knýja dyra hjá okkur prestunum
undir lok mánaðarins, í leit að aðstoð,
því að ekki er til matur á heimilinu
handa börnunum. Og það gerist á Ís-
landi í dag, árið 2002, í landi þar sem
nægtaborðið svignar hjá svo mörg-
um,“ sagði Þórhallur. Hann sagði Ís-
lendinga hálfdrættinga í samanburði
við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar
metið er hve stór hluti þjóðarkökunn-
ar rynni til málefna fjölskyldunnar.
Beiðnum um aðstoð
fjölgar um 15%