Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 16

Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 16
16 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORÐAHEIMUR er, einsog fram kemur í und-irtitli, í þeim flokkiorðabóka, sem nefndareru hugtakaorðabæk- ur,“ segir Jón Hilmar. „Meginein- kenni slíkra orðabóka er, að þar er ekki fengizt við orðin hvert um sig, merkingartilbrigði þeirra og önnur notkunareinkenni, heldur á notand- inn að geta gengið að lýsingu á því orðafari, sem á við einstök hugtök og er þannig merkingarlega samstætt. Þetta er að sumu leyti ekki ólíkt því sem menn þekkja af samheitaorða- bókum, en í hugtakaorðabókum er fengist við stærri svið og hægt er að hafa lýsinguna fyllri og efnismeiri. Vandinn við slíka orðabókarlýsingu er ekki sízt sá að skipa efninu þannig, að notandinn eigi greiðan aðgang að því sem hann ætlar sér að athuga og fái nægilega skýra yfirsýn hverju sinni. Til þess að ná þessu fram dugir ekki að hafa einfalda flettiorðaskrá með hugtakaheitunum, það verður einnig að vera hægt að komast á rétta slóð út frá einstökum orðum og orða- samböndum, sem notandinn ályktar að eigi heima undir því hugtaki, sem hann hefur áhuga á að kynna sér. Í Orðaheimi er reynt að tryggja þetta betur, en áður hefur verið gert í hliðstæðum orðabókum. Það byggist meðal annars á því, að orðafarið, sem fjallað er um, er mest- an part sett fram í formi orðasam- banda og því er auðvelt að skipa því innbyrðis eftir fastri röðunarreglu. Öllu þessu orðafari er steypt saman í stafrófsraðaða orða- og orðasam- bandaskrá, sem er áþreifanlegasti og nærtækasti lykillinn að efni bókar- innar, sérstaklega fyrir ókunnuga notendur. Sjálf hugtakalýsingin er svo flokk- uð eftir hugtakaheitum, sem raðað er í stafrófsröð og í orða- og orðasam- bandaskránni er vísað til þessara hugtakaheita. Þriðja aðgangsleiðin er svo fólgin í enskri lykilorðaskrá með enskum jafnheitum eða samsvörunum ís- lenzku hugtakaheitanna. Sú skrá er hugsuð fyrir erlenda notendur, sem eiga óhægt með að nýta sér aðal- skrárnar tvær, að minnsta kosti fyrst í stað, en geta þá stytt sér leið að efn- inu með því að hugsa til enskra heita á því, sem þeir vilja athuga.“ Samnefnarar fyrir orðafar – Hvernig valdir þú íslenzku hug- takaheitin? „Þau eiga það öll sameiginlegt að vera nafnorð, sum eru reyndar sam- sett úr tveimur merkingarlega sam- stæðum nafnorðum, og eru hugsuð sem eins konar samnefnarar fyrir það orðafar, sem fengizt er við að lýsa hverju sinni. Það reyndist stundum vandasamt að finna viðeigandi heiti, en mörg heitin liggja þó nánast beint við; heiti eins og gleði, reiði og ótti, svo að vísað sé til tilfinninga, eða þá heiti sem vísa til eiginleika, eins og ákveðni, kjarkur og dugnaður. En oft koma fleiri heiti til greina um það sem við er átt, og þá byggist valið meðal annars á því, hvernig hugtakið er afmarkað, hvort afmörkunin er víð eða þröng, ef svo má segja. Hér leyfði ég mér að hafa nokkuð frjálsar hendur, en varaðist þó að hafa hugtakaheitin of almenn, því notandinn verður að eiga auðvelt með að fá yfirsýn um efnið og átta sig á því hvers konar orðafar er á ferðinni. Það skiptir líka máli, að notandinn þarf ekki að þekkja hugtakaheitin fyrir fram, því að orða- og orðasam- bandaskráin vísar honum veginn. Það fer heldur ekki hjá því að stundum verði að seilast út fyrir al- mennt og hversdagslegt mál til að ná fram sem skýrustu heiti.“ – Hvers konar orðafari er lýst í bókinni? „Við getum sagt að það sé fyrst og fremst almennt mál og orðafar. Að því leyti er afmörkunin skýrari en í ýmsum eldri hugtakaorðabókum, þar sem yfirleitt er leitazt við að ná utan um sem margbreytilegastan orðaforða. Og þetta orðafar er lýsandi í þeim skilningi, að verið er að lýsa því, hvernig má tjá sig um það, sem hug- takaheitin vísa til en ekki verið að rekja heiti á hlutum og fyrirbærum, sem við tölum um eða gerum að um- ræðuefni.“ Ný innsýn í orðaheiminn – Nefndu mér dæmi um notkun orðabókarinnar. „Notkunartilefnin geta að sjálf- sögðu verið margvísleg, og það er ekki aðeins gert ráð fyrir því, að orða- bókin komi að gagni við að leysa til- tekinn vanda í orðalagi eða benda á valkosti við að orða tiltekna hugsun, heldur geri ég mér líka vonir um að lýsingin geti auðgað orðaforða les- enda, eflt áhuga þeirra á máli og mál- notkun og veitt þeim nýja innsýn í þann heim, sem kenna má við orðin. En við getum hugsað okkur notk- unartilefni, þar sem notandinn hefur í huga að orða þá hugsun, sem felst í orðasambandinu að ganga á milli bols og höfuðs á einhverjum, en vill gjarna tjá hana með öðru orðalagi. Þetta orðasamband má finna á sín- um stað í orða- og orðasambanda- skránni, hvort sem leitað er undir sögninni ganga eða nafnorðunum bolur og höfuð, og þar er vísað til þriggja hugtakaheita; SIGUR, DRÁP/ LÍFLÁT og OFBELDI. Næsta skref er þá að svipast um í lýsingu þessara þriggja hugtaka og athuga, hvort þar er að finna eitt- hvert annað orðalag, sem þykir eiga betur við. Hér gengur notandinn að merk- ingarlegri flokkun á orðafarinu og þar sem efnisskil eru í lýsingunni, eru skýringar og athugasemdir við ein- staka liði. En það er líka gert ráð fyrir því að notandinn vilji geta séð lengra, vilji svipast um í nærliggjandi hugtökum, ef svo má segja. Til að koma til móts við þær þarfir er í lok hverrar lýs- ingar vísað til skyldra hugtakaheita. Við hugtakið SIGUR er vísað til níu hugtakaheita, þar á meðal heitanna VIÐUREIGN, ÓFRIÐUR og ATLAGA, og aftast fer andheitið ÓSIGUR. Hugsunin er sú að það sé enginn skýr leiðarendi á þeirri braut, sem notand- inn hefur fetað sig inn á og það verður að vera í hans valdi að ákveða stefn- una og hvar skuli látið staðar numið. Ef við hugum svo aftur að orða- og orðasambandaskránni, þar sem leitin hófst, þá sýnir hún víða mikla fjöl- breytni í notkun einstakra orða. Orðasambönd með sögninni ganga spanna til dæmis röskar þrjár blað- síður og þar koma fram ýmis athygl- isverð notkunarmynztur, til dæmis að því er varðar forsetningar með sögninni og ópersónuleg sambönd. Skráin sýnir líka að orðið höfuð er býsna algengt í orðasamböndum, eins og fleiri orð, sem vísa til líkam- ans, svo sem auga, hönd og fótur. Þannig hefur orða- og orðasam- bandaskráin víða sitt sjálfstæða gildi, ekki sízt fyrir þá, sem eru ofurlítið málfræðilega þenkjandi.“ – Hverjum ætlarðu svo bókina? „Ég vona að orðabókin gagnist öll- um þeim, sem hafa þann starfa eða verkefni að semja texta af einhverju tagi. Þá kemur sér vel að geta virt fyrir sér valkosti í orðalagi. Þetta á til dæmis við um þýðendur, sem standa frammi fyrir orðalagi á erlendu máli og geta farið ýmsar leiðir að því að orða innihald textans á íslenzku. En ég hugsa einnig til skólafólks og allra þeirra fjölmörgu, sem fást við einhvers konar ritun í starfi sínu vítt og breitt um þjóðfélagið.“ Orðabækur sem kallast á – Í inngangi Orðaheims kemur fram, að sú bók á að nokkru leyti ræt- ur í fyrri orðabók þinni; Orðastað. „Það er rétt, að hugmyndin um þessa orðabók tók að mótast á meðan ég vann að Orðastað og hún ber þess að ýmsu leyti merki að eiga Orðastað að fyrirrennara. Framsetningin er áþekk að því leyti, að orðin eru sýnd í notkunar- samhengi og báðum orðabókunum er ætlað að veita leiðsögn um málnotk- un. En í Orðastað er viðfangsefnið að lýsa dæmigerðri notkun orðanna í setningarlegu samhengi og samsetn- ingum, og reynt er að flokka þessa lýsingu á sem haganlegastan hátt. Þegar nafnorð eiga í hlut eru til dæm- is dregin fram dæmigerð lýsingarorð, sem með þeim standa og í lýsingu sagna koma fram dæmigerð atviks- orð, sem kveða nánar á um sögnina. Þessi lýsing getur verið býsna efn- ismikil. Hér má aftur vísa til sagn- arinnar ganga. Í Orðastað eru rakin dæmigerð fylgdarorð sagnarinnar, sem eiga við eiginlega merkingu hennar, sambönd eins og ganga greitt, ganga hröðum skrefum, ganga rösklega og svo framvegis, en einnig sambönd sem eiga við yfirfærða merkingu, þegar kveðið er á um hvernig eitthvað gengur; að óskum, skafið, liðugt, eins og í sögu og svo framvegis. En önnur sambönd með sögninni ganga eru svo fjarlæg merkingar- kjarna sagnarinnar að þau eiga ekki heima í slíkri lýsingu, eins og til dæmis sambandið ganga á milli bols og höfuðs á einhverjum, sem áður var nefnt. Það eru einmitt orðasambönd af þessu tagi sem kalla á hugtakaflokk- aða orðabókarlýsingu eins og í Orða- heimi.“ – Þú átt við, að orðabækurnar tvær gegni hvor sínu hlutverki, en höfði til sömu notenda? „Það er óhætt að segja það og það minnir okkur á, að þarfir orðabóka- notenda eru margbreytilegri en svo að þeim verði sinnt nema að tak- mörkuðu leyti í einni og sömu lýs- ingu. Styrkur almennra orðabóka felst í því að þar koma fram margþættar upplýsingar, en það þrengir um leið svigrúm orðabókarinnar til að gera einstökum þörfum viðhlítandi skil. Því er full þörf á sérhæfðari orðabók- um, sem ætlað er að koma til móts við ýmsar brýnustu og mikilvægustu þarfir orðabókarnotenda.“ Veganesti í gildi tungunnar – Hvaðan er þessi áhugi þinn á orðabókum og íslenzkum orðaforða sprottinn? „Ég held ég hafi engin skýr svör við því, en ég vandist þeirri hugsun í uppvextinum, að málið og meðferð þess væri verðugt umhugsunarefni og það hefði sitt gildi að tileinka sér gott málfar og tungutak. Þetta vega- nesti hefur svo vafalaust stuðlað að því, að ég fékk snemma á minni skóla- göngu áhuga á íslenzku og málfræði og sá áhugi varð síðan til þess að ég valdi mér íslenzka málfræði sem námsgrein, þegar komið var að há- skólanámi. Að námi loknu hef ég starfað óslitið á vettvangi íslenzks máls ef svo má segja, framan af sem kennari, hér heima og erlendis, en síðan sem orða- bókarritstjóri á Orðabók Háskólans, en þangað réðst ég til starfa árið 1982. Söfn Orðabókarinnar hafa reynzt mér mikil náma við orðabókargerð- ina.“ – Hvað tekur nú við á því sviði? Er nýtt orðabókarverk í uppsiglingu? „Mér finnst, að með þessum tveim- ur orðabókum hafi ég náð bærilega því marki, sem ég setti mér á sínum tíma og ég sé ekki fyrir mér fleiri orðabækur á þessu sviði. Ég neita því ekki að þessi vinna hefur tekið tals- vert mikið á og það hefur gefist tak- markað svigrúm til annarra hluta. En svona verk vinnst ekki nema maður haldi sig við efnið. Ég hef reyndar alls ekki verið einn að verki og við Orðaheim hef ég notið mikilvægrar aðstoðar við ýmsa þætti verksins: Þórdís Úlfarsdóttir vann með mér framan af að efnisöflun, greiningu efniviðarins og tölvu- vinnslu og kom svo aftur til starfa í lokin og fór þá yfir alla hugtakalýs- inguna. Þórgunnur Skúladóttir las allan texta orðabókarinnar í loka- gerð. Kristín Bjarnadóttir liðsinnti mér við tölvuvinnslu og efnisröðun og Bessi Aðalsteinsson annaðist umbrot bókarinnar. Framlag þeirra er ómetanlegt og ástæða til að þakka þeim öllum og öðrum þeim, sem liðsinntu mér með ýmsum hætti.“ Enginn skortur á verkefnum – Er íslenzkan óþrjótandi við- fangsefni? „Það er sannarlega enginn skortur á verkefnum og það má nálgast orða- forðann og lýsingu hans frá ýmsum hliðum. Tölvutæknin hefur opnað mönnum nýja möguleika á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum. Málfræðileg greining á tölvutæk- um textasöfnum er ofarlega á baugi um þessar mundir og hún mun hafa mikið gildi, ekki bara fyrir málfræð- inga og orðabókarhöfunda, heldur allan almenning því textarnir geyma upplýsingar um svo fjöldamargt. Það er nærtækt að benda á textasafn Morgunblaðsins í þessu sambandi.“ – Erum við Íslendingar áhuga- samir um orðabækur? „Mér finnst margt benda til þess að við Íslendingar séum áhugasamari um orðabækur en margar aðrar þjóð- ir. Það helzt auðvitað í hendur við al- mennan áhuga þjóðarinnar á móður- málinu. Orðabókarhöfundar njóta góðs af þessum áhuga því að ekki er hægt að hugsa sér betri umbun erfiðis síns en þakkláta notendur. Þó getum við ekki sagt, að Íslend- ingar búi betur að orðabókum en þær þjóðir sem við berum okkur helzt saman við. Á þessu sviði eru mörg verk óunnin og bíða nýrrar kynslóðar orðabókarhöfunda.“ Í orðanna heillandi heimi Orðaheimur heitir ný ís- lenzk orðabók eftir Jón Hilmar Jónsson, en hann er einnig höfundur orðabók- arinnar Orðastaðar, sem komin er í annarri útgáfu. Freysteinn Jóhannsson ræddi við Jón Hilmar. freysteinn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Hilmar Jónsson orðabókahöfundur: Vandist þeirri hugsun í uppvextinum, að málið og meðferð þess væri verðugt umhugsunarefni og það hefði sitt gildi að tileinka sér gott málfar og tungutak. Úr hugtakalýsingu Orðaheims. Úr orða- og orðasambandaskrá Orðaheims.  Orðaheimur – íslensk hug- takaorðabók með orða- og orða- sambandaskrá – er hátt í 1.000 blaðsíður. Í Orðaheimi eru 840 hug- takaheiti, 33.000 orðasambönd og 14.000 flettiorð auk enskrar lykilorðaskrár. Útgefandi Orðaheims er JPV- útgáfa, en útgáfan hefur notið styrkja úr Rannsóknasjóði Há- skóla Íslands, Lýðveldissjóði, Mál- ræktarsjóði og Menningarsjóði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.