Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 17 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin Ekki missa af 37.995kr. 42.120kr. 25. október - 3 nætur Sta›grei›sluver› frá á mann í tvíb‡li á hótel Ormond Quay 6. desember - 2 nætur Sta›grei›sluver› frá á mann í tvíb‡li á hótel Paramount Innifalilð: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. ÉG HEF áður vikið að um-ferðarmannvirkjum ogstundum undarlegrihönnun þeirra á þessumvettvangi. Líkt og svo ótalmargir Íslendingar verð ég að eyða töluverðum tíma í bíl í hverri viku og þess vegna eru þessi mál mér hugleikin. Ég ætla því að leyfa mér að að víkja aftur að þessu hér. Ég heyrði nefnilega í útvarps- fréttum að það stæði til að setja hringtorg á Reykjanesbrautina í Hafnarfirði í stað þess að byggja dýrari og afkastameiri umferðarmann- virki. Þetta eru dapurlegar fréttir. Hringtorg geta auðvitað átt við á stöku stað, ef þau eru höfð nægilega stór og greinilega gefið til kynna hve margar akreinar þau eru. En að ætla að koma slíku fyrir á einni helstu samgönguæð á suð- vesturhorni landsins lýsir að mínu mati umtalsverðum dómgreindar- skorti, en þó öllu fremur virðingar- leysi. Kannski má rekja hugsanagang- inn sem að baki býr til almenns við- horfs okkar til umferðar. Það virðist afar tvíbent, svo ekki sé meira sagt. Öll viljum við komast leiðar okkar sem hraðast, en á hinn bóginn finnst okkur eitthvað neikvætt og and- styggilegt við bílaumferð. Að ekki sé talað um þann voðalega vágest einkabílismann, sem svo er nefndur og við berum víst flestöll með okkur eins og hroðalegan og smitandi sjúkdóm. Það er engu líkara en við skömmumst okkar fyrir að eiga alla þessa bíla og nota þá jafnmikið og raun ber vitni. Það er ef til vill af þessum ástæðum sem við lítum ekki á umferð og umferðaræðar sem sjálfsagðan og í raun jákvæðan hlut, þar sem allir hagnast á því að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þar sem stöðugt flæði er eftirsóknarvert. Hér er umferðin allt í senn, hnefaleikahringur, kappakstur á símaklefum og útrás fyrir almennt ergelsi og vanlíðan. Það vitum við öll og tökum sérstaklega mikið eftir því ef við erum nýkomin að utan og höfum ekið um slóðir þar sem um- ferðin er tekin alvarlega. En af hverju stafar þessi vanþroski? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þetta á við í umferðinni líkt og flestu öðru. Þeir sem vinna við umferðarmannvirkin, hönnun þeirra, byggingu og viðgerðir ættu að sýna okkur vegfarendum gott fordæmi með því að hanna haganleg mannvirki sem hefðu það augljósa markmið að greiða fyrir umferð í stað þess að flækja hana og stuðla að sífelldum hraðabreytingum. Það gera þeir ekki. Þeir ættu að gæta þess vandlega þegar loka þarf götum eða akrein- um að kynna slíkt í tíma og benda á aðrar leiðir. Þegar um miklar um- ferðaræðar er að ræða, ætti að taka sérstakt tillit til þess og gera ráðstafanir sem taka mið af því. Þetta gera þeir ekki heldur nema í lofsverðum undantekn- ingartilfellum allra síðustu misserin. Þvert á móti opinbera þeir eigin virðingarleysi með því að búa til fáránleg og órökrétt umferðar- mannvirki og með því að skella upp merkjum um viðhaldslokanir beint fyrir aftan vinnuvélarnar, svo ökumönnum gefst ekkert færi á að velja sér aðrar leiðir. Það er staðreynd að helstu umferðaræðar á höf- uðborgarsvæðinu gegna núorðið sama hlutverki og hraðbrautir í erlendum borgum. Það er hins vegar langur vegur frá því að þær sjálfar og gatnamót sem þær liggja um taki mið af þessu. Ugglaust er ódýrast að skella bara hringtorgum niður út um allt til að fækka slysum og búa til himneskan stundarfrið á helstu vígaslóðum íslenskrar borgarum- ferðar, en er ekki vænlegra að taka mið af veruleikanum sem við blasir og sýna þessum hálfvöxnu hrað- brautum þá virðingu sem þeim ber? Væntanlega yrði það einnig vegfar- endum sjálfum hvatning til að nálg- ast umferðina af meiri virðingu, með þeirri aðgát og tillitssemi sem því fylgir. Hringtorg hins himneska friðar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ mánud. 7. okt. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddsson – Friðrik Hermannss. 292 Hörður Davíðsson – Einar Einarsson 262 Sigtryggur Ellertsson – Þórður Árnas. 259 Árangur A-V Sæmundur Björnss. – Óliver Kristóf. 265 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 256 Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 231 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 10. október. 25 pör. Með- alskor 312 stig. Árangur N-S Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafss. 373 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 371 Júlíus Guðm. – Hannes Ingibergss. 347 Árangur A-V Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 376 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 359 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 343 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils Eiður Th. Gunnlaugsson og Jón Ingþórsson tryggðu sér sigur í hausttvímenningnum með mjög góðri skor síðasta kvöldið. Skorin var 281 og fyrir áttu þeir 235 þannig að sam- tals unnu þeir með 516 stigum. Fyr- irkomulagið var þannig að spilað var í þrjú kvöld og tvö bestu látin gilda. Næstu pör: Sigurjón Tryggvas. – Hjálmar Pálss. 507 Skafti Björnss. – Jón Sigtryggss. 501 Gísli Tryggvason – Heimir Tryggvason 495 Daníel Halldórss. – Guðlaugur Sveinss. 476 Birgir Kjartanss. – Árni Kristjánss. 476 Alls tóku 23 pör þátt í mótinu. Íslandsmótið í einmenn- ingi um aðra helgi Íslandsmótið í einmenningi verður spilað 18.–19. okt. í Síðumúla 37. Spilamennska hefst kl. 19.00 föstudag og lýkur um kl. 19.00 á laugardag. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar og Björgvin Már. Allir spila sama kerfið þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstofunni eða fá það sent í tölvupósti. Keppnisgjald er kr. 2.500. Núverandi Íslandsmeistari í einmenningi er Vilhjálmur Sigurðs- son jr. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.