Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN um sjúk-dómsvæðingu hefurorðið æ háværari í hin-um vestræna heimi und-anfarið, að sögn Jó-
hanns Ágústs Sigurðssonar,
prófessors í heimilislækningum við
Háskóla Íslands. „Víða er komið að
þeim mörkum að ekki verður meiri
fjármunum bætt í heilbrigðisþjón-
ustuna og í sumum tilfellum er hún
jafnvel farin að gera meiri skaða en
gagn sem er alvarlegur hlutur. Skað-
semin er fólgin í að valda óþarfa
áhyggjum og ónauðsynlegum inn-
gripum. Ef stöðugt er verið með
áróður eða upplýsingar um að hætta
sé á hinu og þessu þá missir fólkið
smám saman trúna á sjálft sig.
Heilbrigt fólk í auknum mæli, finnur
sig þannig knúið til að leita til læknis
til þess að ganga úr skugga um að
það sé ekki haldið tilteknum sjúk-
dómi.“
Veruleikinn er þversagnakennd-
ur, hvað heilbrigðismál varðar, segir
Jóhann ennfremur. „Heilbrigðis-
kerfið þenst út og fólk leitar meira til
læknis en áður en miðað við alla
þessa fjármögnun og heimsóknir til
lækna líður okkur ekkert betur. Mik-
il aukning hefur einnig orðið á lyfja-
neyslu en þrátt fyrir það hafa fjar-
vistir frá vinnu vegna veikinda
aukist.“
Þessar staðreyndir segir Jóhann
valda vestrænum þjóðarleiðtogum
áhyggjum og því verða umræður
víða erlendis æ háværari varðandi
skýringar á ástandinu.
„Ein af mörgum skýringum er sú
að við erum að búa til sjúklinga og
selja sjúkdóma. Slíkt hefur verið
kallað sjúkdómsvæðing. Þessi skýr-
ing er ekki ný af nálinni en hefur nú
fengið byr undir báða vængi. Ráð-
stefnur í heimilislæknisfræði sem ég
hef setið undanfarið hafa fjallað mik-
ið um þessi mál. Skilaboðin eru að
læknar verði að vera íhaldssamari, í
stað þess að byggja upp væntingar á
veikum eða jafnvel fölskum forsend-
um.“
Litlar framfarir í 40 ár
Sjúkdómsvæðingin fellur undir
jaðarlækningar, að sögn Jóhanns,
sem skila litlum niðurstöðum. Oft
eru háar fjárhæðir settar í verkefni
sem eru illa ígrunduð og gera í sum-
um tilfellum mjög lítið gagn og ein-
staka gera ógagn sem trygginga-
kerfið ber síðan kostnað af.
Endurskoða þarf því viðfangsefni
læknisfræðinnar, að mati Jóhanns
sem segir markverðar læknisfræði-
legar uppgötvanir til eflingar lýð-
heilsu hafi náð hámarki í kringum ár-
ið 1970, en miðað við gífurlega
þekkingaröflun, fjáreyðslu og mann-
öflun hefur árangurinn ekki verið
umtalsverður síðan. Engu að síður er
trú almennings á framfarir í lækna-
vísindum mikil og læknisfræðin held-
ur því áhrifamætti sínum.
Skimun á ristilkrabbameini
umhugsunarefni
Dæmi um sjúkdómsvæðingu telur
Jóhann vera félags- og samskipta-
vandamál sem aukist hafa undanfar-
ið en svo virðist sem mörgum finnist
best að flytja þau yfir í heilbrigðis-
geirann. Þannig verður stundum
depurð að þunglyndi, og kvíði verður
að kvíðaröskun. „Oft er það gert með
hagsmuni einstaklingsins í huga en
hann fær betri fjárhagsaðstoð, ódýr-
ari þjónustu og meiri samúð ef hann
er kominn með sjúkdómsgreiningu.“
Heilbrigðsþjónustan beinist í æ
ríkara mæli að einkennalausu fólki.
Undanfarin ár hefur það til dæmis
aukist hérlendis að heilbrigðisyfir-
völd standi fyrir átaki sem felst í
skimun eða kembileit að hugsanleg-
um áhættuþátttum hjá frískum ein-
staklingum. Skimun á ristilkrabba-
meini sem hefur verið til umræðu hér
á landi er til dæmis umhugsunarefni,
að mati Jóhanns. „Það er of einhæfur
áróður að gefa eingöngu í skyn að all-
ir séu í hættu á að fá krabbamein og
að fólk á tilteknu aldursskeiði verði
að leita læknis, til þess að að útiloka
að það sé ekki að deyja á næstu dög-
um.“
Jóhann segir rannsóknir á stórum
hópum yfir langan tíma hafa sýnt að
hægt sé að lækka hlutfallslega dán-
artíðni af völdum ristilkrabba um
20% með því að leita reglulega að
blóði í hægðum. „Skoða má þessar
tölur einnig út frá hve miklar líkur
eru á að viðkomandi lifi. Hóprann-
sóknir sýna einnig að líkurnar fyrir
að deyja ekki af völdum ristilkrabba
á næstu tíu árum eru 99,20% hjá
þeim sem gera ekkert í málinu og
99,34% hjá þeim sem skiluðu reglu-
lega inn hægðaprufum í tíu ár. Það
að skila inn einni til þremur hægða-
prufum í 10 ár, getur sem sagt aukið
lífslíkur um 0,14%. Auk þess eru 50%
af neikvæðum rannsóknasvörunum
við hæðgaprufum röng og 10% af já-
kvæðum svörum eru einnig röng.
Áhyggjur fólks geta því verið óþarf-
ar og sumir fara í ristilspeglun, sem
er ekki alveg hættulaus, vegna
rangra svarana. Danir hafa til dæmis
sýnt fram á að ef þeir skima um 780
þúsund manns á tveimur árum,
munu 2 til 6 frískir einstaklingar
deyja af völdum fylgikvilla ristil-
speglunar. Við þurfum semsagt að
fórna einhverjum frískum til þess að
bjarga nokkrum veikum, og ómögu-
legt er að segja fyrir fram hverjir eru
í þeim hópi.“
Skimun á brjóstakrabbameini óþörf?
Gagnsemi kembileitar á brjósta-
krabbameini gerir ennfremur lítið
gagn að minnsta kosti á konum undir
fimmtugu, að mati Jóhanns. „Nýleg
mjög vönduð slembirannsókn frá
Kanada þar sem rúmlega 50 þúsund
konum á aldrinum 40–49 ára var
fylgt eftir í 11–16 ár með tilliti til
gagnsemi kembileitar fyrir brjósta-
krabbameini, sýndi engan mun á
dánartíðni í eftirlitshópunum og
samanburðarhópnum. Af þessu má
ráða að gagnsemin, ef einhver er, er
óveruleg og líklega óraunsæ miðað
við þá fjármuni sem settir eru í þessa
tegund heilsuverndar.“
Breytingaskeið og minnkandi
kyngeta
Því hefur einnig verið haldið fram
að breytingskeið kvenna sé hrörnun-
arsjúkdómur, sem verði að lækna
með hormónum til þess að konur öðl-
ist betra líf og til að fyrirbyggja fylgi-
kvilla öldrunar, þótt konurnar væru
með öllu einkennalausar. „Sjúk-
dómsvæðing af þessu tagi var svo að
mestu kveðin niður eftir að umfangs-
mikil rannsókn sem birtist í tímarit-
inu JAMA í júlí síðastliðnum, sýndi
að samsett hórmónameðferð hjá ein-
kennalausum konum eða með væg
einkenni, gerði meiri skaða en gagn.“
Minnkandi kyngeta karla með
aldri, flokkast einnig undir sjúkdóms-
væðingu að mati Jóhanns. „Meira er
gert úr tíðni en efni standa til. Sem
dæmi má nefna að í auglýsingu um
Viagra, lyf, sem tekið er við getuleysi,
kemur fram að um 30% karla um fer-
tugt þjáist af alvarlegu getuleysi og
90% segi ekki frá því. Þegar þessar
tölur eru skoðaðar nánar má ráða að
30% karla hafi einhvern tímann á lífs-
leiðinni haft einhverjar áhyggjur sem
er alls ekki það sama og að þeir séu
allir með sjúkdóm.“
Vantar gagnrýni fjölmiðla
og stjórnmálamanna
Jóhann bendir á að í tímaritinu
British Medical Journal hefur í
tveimur greinum undanfarið verið
bent á að aðferðin við að búa til og
selja sjúkdóma sé alltaf sú sama.
Fjölmiðlum eru sendar upplýsingar
um ástand eða sjúkdóm, sem áður
hefur verið ómeðhöndlaður eða lítill
gaumur gefinn. Gefið er í skyn að um
sé að ræða algengt og alvarlegt
ástand sem hægt sé að meðhöndla.
Algengi þessa ástands er magnað
upp og reynt að búa til þörf sem ekki
var til staðar áður þar sem markmið-
ið er að skapa ótta almennings. Jafn-
framt er bent á nýjustu meðferðina
og nýjustu tækin til greiningar.
„Slíkar upplýsingar draga úr
sjálfsöryggi almennings og þeirri til-
finningu að fólk geti haft þekkingu
um eigin líðan. Að sama skapi vex
áhrifamáttur heilbrigðiskerfisins og
fólk verður háð kerfinu. Ekki leikur
vafi á því að enda þótt frumkvæðið að
upplýsingum af þessu tagi komi ekki
frá fjölmiðlunum sjálfum, sjái margir
þeirra sér mikinn hag í að selja fólki
hræðslufréttir.
Fjölmiðlar hafa þannig verið mat-
aðir á fréttum sem tengjast sjúk-
dómsvæðingu og þeir hafa ekki verið
gagnrýnir á faglegt innihald fremur
en stjórnmálamennirnir sem standa í
þeirri trú að sérfræðingarnir hafi
stjórn á þessu á öllu saman sem þeir
Sjúkdómsvæðing og siðferðileg
Við búum við þver-
sagnakenndan veru-
leika. Heilbrigðiskerfið
þenst út, læknisheim-
sóknum fjölgar, fjár-
mögnun eykst en okkur
líður ekkert betur.
Jóhann Ágúst Sigurðs-
son, prófessor í heim-
ilislækningum, segir í
samtali við Hrönn Mar-
inósdóttur að ein af
skýringunum sé sú að
verið sé að búa til sjúk-
linga og sjúkdóma.
Morgunblaðið/Golli
„Fjölmiðlar hafa verið mataðir á fréttum sem tengjast sjúkdómsvæðingu, og þeir hafa ekki verið gagnrýnir á faglegt innihald fremur en stjórnmálamennirnir, sem
standa í þeirri trú að sérfræðingarnir hafi stjórn á þessu á öllu saman sem þeir gera alls ekki,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson.
%. 0'1,!
!&2.
%. 0'1,
314 4!
!0*!,&2.,
5.,44$6
44*
04!
!1 $1! 4,*
78
0 &,&2.4 4
9$4
,! 4 &2.
:4!, 4 &2.
;
2 ! <
44 =$