Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ROYAL Festival Hall er einnhelsti tónleikastaður Lundúna, stendur á bökkum Themsár. Hann er skemmtilegri þegar farið er að dimma, líkt og svo margt í Lund- únum, þegar salurinn er skoðaður um miðjan dag er hann slitinn og snjáður. Þegar hér er komið sögu, skömmu eftir hádegi tónleikadag- inn 1. október, eru menn rétt byrj- aðir að setja upp tæki og tól, en þeir Sigur Rósarbræður hafa verið í Englandi í nokkra daga að æfa og leggja síðustu hönd á myndefni sem fylgja mun tónleikunum, en það skiptir þá miklu og sívaxandi máli að hljóð og mynd falli saman. Þeir eru greinilega spenntir fyrir kvöld- inu, en hafa svo mikið að gera að varla er tími til að hugsa um annað en núið, tengja græjur, stilla tól, skipa málum á sviðinu og raða upp hljóðfærum og búnaði svo gott sé að spila, menn þurfi ekki að vera að endasendast um sviðið; Georg stendur hugsi og spilar síðan á ósýnilegt píanó, færir sig um set og spilar enn, en situr nú líka á ósýni- legum stól, lítur upp og sér að það er verið að horfa á hann, brosir að öllu saman og heldur áfram að spila, nú með ýktari tilburðum. Það er að mörgu að hyggja, hvar eiga stelpurnar í Anima að sitja, trommurnar mega ekki vera á palli, teppin verða að vera á réttum stað og svo má telja. Undirbúningur fer úr skorðum um stund er Kjartan uppgötvar pípuorgel mikið sem er í salnum og um tíma hljómar stefið úr Samskeytum svo sterkt að eng- inn getur unnið, menn bara hlusta. Um kvöldið er Royal Festival Hall ekki lengur miðaldra og þreytuleg, rökkrið ljær öllu hlýlega ævintýralegan blæ og ekki sést lengur að tímabært er að skipta um áklæði og teppi; svei mér þá ef sæt- in eru ekki þægilegri en fyrr um daginn, eða kannski er bara gott að setjast niður eftir langan dag. Í tónleikaferðinni að þessu sinni er nýr hljóðmaður sem hefur meðal annars unnið með Portishead. Hann ætlar að blanda sér í það sem fram fer, skjóta inn hljóðum ófor- varandis, tengja saman lög og und- irstrika stemmningu. Hann fer ekki vel af stað, í það minnsta eru inn- gangshljóðin sem hann velur að fyrsta lagi tónleikanna, Vöku, sem er/verður líka fyrsta lag vænt- anlegrar plötu, og heitir þar Lag 1, lítt spennandi óhljóð – hvar er Bibbi? Það kemur þó ekki að sök þegar Vaka byrjar, geysifallegt lag, sem heitir í höfuðið á dóttur Orra, með hægri stígandi þar sem Jónsi leikur sér með hljóðsmala sem hann hefur matað á eigin rödd. Þegar komið er inn í lagið kemur þó í ljós að hann hefur ekki stillt öllu nógu vel upp, því þráðurinn slitnar ör- skotsstund á meðan hann stekkur á milli hljóðnema og hljóðsmala. Í öðru laginu, Fyrsta, ber enn meira á hljóðsmalanum, draugaleg- ar raddir bera það uppi framan af en snúast síðan í englasöng studdar af naumhyggjulegum takti og strengjum. Líka annað lag á diskn- um og sem stendur uppáhaldslag, en það er ekkert að marka, það breytist að segja við hverja hlustum. Bara ef hann væri að segja eitthvað, stendur maður sig að því að hugsa þegar raddirnar stíga til himins. Flutn- ingur á því er að því leyti frábrugð- inn plötugerð þess að á það vantar upphafsstefið, stuttbylgjubrak, sem er synd því það passar einmitt svo vel við stemmningu lagsins, útsend- ing utan úr geimnum. Á disknum títtnefnda renna ann- að lag og það þriðja saman, enda Allt annað er þögn ÞÓ TÓNLIST Sigur Rósar falliekki beinlínis að því semmenn kalla vinsældapopphefur hún náð meiri vinsæld- um og víðtækari en dæmi eru um seinni ár, hér á landi eða erlendis. Gott dæmi um það hér á landi er að síðasta plata hljómsveitarinnar er á góðri leið með að verða mest selda plata allra tíma hér á landi, en hvað varðar vinsældir erlendis má nefna að Kronos-kvartettinn, einn helsti strengjakvartett heims, hefur leitað eftir því að eiga við hljómsveitina samstarf, Merce Cunningham, sá virti og áhrifamikli dansahöfundur, vill endilega semja dansverk við tón- list hljómsveitarinnar, og fyrir stuttu var hér statt breska tónskáldið Gavin Bryars, sem rétt er að telja með helstu tónskáldum Breta nú um stundir, og óskaði sérstaklega eftir því við meðlimi sveitarinnar að fá að semja með henni tónverk. Söngur án orða Nýja Sigur Rósar-platan kemur út 28. október næstkomandi og er tals- vert frábrugðin fyrri verkum hljóm- sveitarinnar; rannsóknarverkefni út- af fyrir sig hve tónlist hennar hefur breyst mikið á hverri plötu. Ef eitt- hvað var að athuga við síðustu skífu, Ágætis byrjun, þá var hún full skreytt, og mikið fínerí, en á nýju plötunni, sem heitir ( ), hringur, brot- inn hringur eða innan sviga, eftir því hver segir frá, er tónlistin mun hnit- miðaðri og beinskeyttari en um leið viðkvæmnislegri á köflum. Það er svo í takt við annað að lögin á plötunni heita ekkert, eru bara lög númer 1–8. Þeir sem fylgst hafa með hljómsveit- inni þekkja þau þó býsna vel, enda hafa þau heyrst á tónleikum síðasta árið, Vaka, Fyrsta, Samskeyti, Njósnavélin, Álafoss, E-Bow, Dauða- lagið og Popplagið. Hljómar óneitan- lega betur (hlýlegar) en 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og 8, eða hvað? Hringnum er svo lokað þegar í ljós kemur að á plötunni heyrast engin orð, eða í það minnsta orð sem ekki er gott að skilja því eng- ir textar eru í lögunum, röddin er eins hljóðfæri – söngur án orða. Jón Þór Birgisson, gítarleikari og (Fjórir innhverfir gæjar) Eftir tvær vikur kemur út um heim allan þriðja breiðskífa Sigur Rósar og víst er að hennar er beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Árni Matthíasson tók Jón Þór Birgisson, söngvara hljómsveitarinnar og gítarleikara, tali og sótti fyrstu tónleikana í heims- reisu Sigur Rósar sem hófst 1. október sl. Strákarnir bregða á leik í hljóðverinu, skiptast á hljóðfærum til tilbreytingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.