Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AMMA mín heitin kenndi mér að ferðast alltaf fín. ,,Þá fær maður betri þjónustu,“ sagði hún brosandi og alvar- leg í senn. Enda þótt þessi orð hafi líklega frekar átt við í gamla daga þegar amma byrjaði að ferðast hef ég haft þessa reglu í heiðri á ferðalögum mínum – að minnsta kosti eftir að ég fór að ráða mér sjálf. Þegar ég var lítil vildi mamma alltaf að við syst- urnar klæddumst jogging- göllum á ferðalögum því „þeir eru svo þægilegir“. Ég var á móti þessu og systir mín líka, við vildum vera fín- ar – eins og amma. En til að smekklegheit móður minnar fái nú uppreisn æru þá kenndi hún mér síðar (eftir jogginggallatímabilið) eina reglu sem ég brýt aldrei; það er að varalita sig alltaf rétt fyrir lendingu. „Maður fer ekki inn í nýtt land með eintómar varalitaleifar á vör- unum.“ Flestir eiga eflaust sínar hefðir, siði og venjur á ferðalögum. Sumir halda til dæmis fast í þá reglu að lenda í vandræðum á ferða- lögum, sama hvað þeir reyna að streitast á móti þeirri til- hneigingu sinni. Ég á vin- konu og vin sem eru þannig gerð að þau geta ekki farið í langferð án þess að eitthvað beri út af. Það skal tekið fram að þetta er afar skyn- samt og greint fólk, en af einhverjum ástæðum hefur það ekki náð fullum tökum á ferðalistinni. Og það þrátt fyrir mikla ástundun, en bæði hafa átt heima í út- löndum lengi vel og ferðast þess vegna mjög mikið, en af einhverjum ástæðum virð- ist reynslan frekar vinna á móti þeim en með. Þegar umræddur vinur minn leggur upp í ferðalög bíða vinir hans spenntir eftir því hvernig honum reiðir af. Hvað verður það núna? er gjarnan viðkvæðið. Þá kvart- ar móðir hans gjarnan und- an því að þurfa að fá hnút í magann í hvert sinn sem þrítugur sonur hennar ferðast milli landa. Hann á það til að athuga illa dag- setningar á flugmiðum, taka slælega eftir tilkynningum um breytingar þegar á flug- völlinn er komið, auk þess sem hann virðist lenda oftar í seinkunum, töfum og öðr- um vandræðum af óviðráð- anlegum orsökum en flestir aðrir. Þegar hann hefur ráð- gert að hitta einhvern á miðri leið, segjum til að taka tengiflug saman eitthvað annað til dæmis, er hann iðulega ekki mættur á til- settan stað á tilsettum tíma. Viðkomandi ferðafélagi hringir því út um allt og læt- ur svo náttúrlega kalla hann upp á flugvellinum, en „kall- ararnir“ á helstu við- komustöðum hans erlendis eru farnir að bera nafn góð- kunningja síns fram með óaðfinnanlegum íslenskum framburði. Áðurnefnd vinkona mín er með mjög svipað ferða- karma. Ferðalag sem hún er nýkomin heim úr lýsir al- mennum ferðahögum hennar afar vel. Hún flaug til Madrid í gegnum London og eftir margra klukkustunda seinkun komst hún á leið- arenda, en taskan hennar ekki. Hún fékk engin svör á flugvellinum og fór því með vini sínum og foreldrum hans, sem sóttu hana, í löngu ráðgerða ferð út í óbyggðir án þess að vera með eina einustu aukaspjör með sér. Í heila fimm daga hringdi hún fimm sinnum á dag úr sveitasímanum, í nærbuxum af pabba vinar síns, og spurðist fyrir um töskuna sem fannst og hvarf til skiptis í tölvukerfum flug- félaganna. Viku síðar kom taskan í leitirnar eftir mikið þras og þref, slagsmál við öryggisverði á flugvöllum og fleira í þeim dúr. Þegar heim var haldið mætti hún tímanlega út á flugvöll með fimm hand- töskur og nær tóma ferða- tösku, því hún vildi hafa allt sem henni var ekki alveg ná- kvæmlega sama um í hand- farangri. Þá var henni sagt að fluginu hennar hefði verið aflýst og hún kippti sér lítið upp við það, enda öllu vön í þessum efnum. Fékk svo miða í annað flug átta tímum síðar og hún og vinur henn- ar töldu að sér hlyti að vera óhætt að skreppa niður í bæ sem þau og gerðu. En þau gerðu ekki ráð fyrir því að lenda í þriggja tíma umferð- arteppu á leiðinni aftur út á flugvöll. Þegar hún mætti að afgreiðsluborðinu um það bil sem vélin hennar átti að fara í loftið voru konurnar þar rauðar af bræði og sögðu henni að drulla sér út í vél. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði henni ekki verið hleypt um borð en þar sem taskan hennar var kom- in út í vélina varð hún af ör- yggisástæðum að bíða eftir henni. „Við ætluðum að taka töskuna þína út úr vélinni eins og venjulega er gert við svona kringumstæður, en það var ekki hægt því við … fundum hana ekki,“ urraði afgreiðslukonan og vinkona mín hljóp af stað þakklát fyrir að óheppni hennar skyldi einu sinni koma henni til góða. Morðsvipurinn sem far- þegarnir sendu henni þegar hún steig um borð í vélina nísti gegnum merg og bein sem og „unga fólkið nú til dags!“-muldrið allt í kring- um hana þegar hún náði loks að setjast eftir að hafa komið handtöskunum fimm fyrir. Konan sem sat við hliðina á henni endurgalt af- sakandi bros hennar með því að færa sig í aðra sætaröð og flugstjórinn setti punkt- inn yfir i-ið með því að biðj- ast afsökunar á seinkuninni sem væri vegna farþega sem hefði látið bíða eftir sér. Það skal tekið fram að áð- urnefndur vinur minn og þessi vinkona mín þekkjast ekki neitt. Ég brosi stundum við tilhugsunina um þau tvö saman á ferðalagi. Hvað myndi gerast? Myndu tveir mínusar mynda plús eins og í stærðfræðinni eða myndu þau endanlega týnast og vin- ir þeirra þurfa að senda Int- erpol á eftir þeim? Líklega yrði slíkt þó óþarfi, því fyrir eitthvert glópalán skila þau sér alltaf einhvern veginn á endanum. Fall er jú eftir allt saman fararheill. Birna Anna á sunnudegi Ferðaglópar Morgunblaðið/Jóra H ÉR STENDUR til að ljúka þríleiknum um dæg- urmenninguna sem ég hóf 14. júlí síðastliðinn. Í fyrstu greininni talaði ég um hinn vinsæla mun sem gerður er á sígildri og ný- gildri tónlist (þ.e. poppinu) en í þeirri næstu var skoðuð athyglisverð skipting sem blaða- maðurinn D.J. Taylor gerir á dægurmenn- ingu, þ.e. að skipta henni í alþýðumenningu annars vegar en fjöldamenningu hins vegar. En nú er ráð að skoða eðli fjölda- framleiddrar listar ögn nánar og ljúka þar með bálkinum. Undir þennan tiltölulega ný- saumaða listahatt falla t.a.m. hljómplötur, kvikmyndir, auglýsingar og sjónvarpsþættir. Fræðimenn hafa not- að skilgreininguna „mass art“ eða fjölda- list/dægurlist um þessi fyrirbæri og hefur þver- fagleg nálgun menning- arfræða ásamt kenn- ingum póstmódernista stuðlað að því að í stöðugt ríkari mæli er farið að tala um svona hluti sem list – og þá um leið sem eitthvað sem skiptir raunverulega máli. Eitt af megineinkennum dægurlist-arinnar er að henni er ætlað að ná tileins mikils fjölda fólks og mögulegter. Vinsældapopp glymur í útvarps- stöðvum vinnustaða á daginn, síðan af- þreyist fólk fyrir framan sjónvarpið um kvöldið eða skreppur í kvikmyndahús. Í huga okkar er því vart um list að ræða, en orðið „list“ er fremur tengt við hluti eins og „sígilda“ tónlist, ballettverk eða högg- myndir. En það er umhugsunarvert að hér á Vest- urlöndum eru „menningin“ og „tónlistin“ – það sem hámenningarforkólfar kalla „há- menningu“ og „sígilda“ tónlist – á jaðri menningarstarfseminnar en dægurmenn- ingin spilar algert aðalhlutverk hvað varðar menningarneyslu almennings. Stöldrum nú aðeins við kenningar Walt- ers nokkurs Benjamins, en hann ritaði um dægurmenningu á fjórða áratug síðustu ald- ar, og var þónokkuð á undan sinni samtíð með tilliti til skrifa um menningarfræði. Kenningar hans bera með sér merkilega mikið af því sem er að gerast í dag í um- ræðunni um dægurlist og „list“. Í frægri kenningu sinni um ljósmyndinafjallar hann um hvernig hún missir„áruna“ eða frumblæ sinn er hún erfjöldaframleidd í mörgum eintökum. Þegar þessi fjöldaframleiðsla er fyrir hendi getur ímynd listaverksins borist um allar jarðir en þetta er eitt af megineinkennum dægurlistaverksins. Fjöldaframleiðsla listar getur svo af sér neyslumarkað og þar með er búið að eyða þeim tengslum sem listin hafði við eitthvað háæruverðugt sem ekki væri fyrir hvern sem er. Því er eðlilegt að miða listaverkingagngert við fjöldaframleiðslu í staðþess að úthúða slíkum aðferðum.Mikilvægi þessara skrifa Benjamins felst einkum í því að benda á að listin er innvafin í samfélagið og sköpuð af því. Hún getur ekki staðið utan þess. Akademískt elítusnobb og yfirlæti var honum því lítt að skapi. Og eins og ég hef reyndar vikið að áður þá felur hin margrædda skipting í hámenn- ingu og „lágmenningu“ í sér sterkt menn- ingarpólitískt mat. Þeir listamenn sem verja „æðri“ listir eiga oft hagsmuna að gæta, burtséð frá hverri þeirri fagurfræðilegu skoðun sem þeir kunna að hafa á dægurlist og margir hverjir hræðast einfaldlega að búa til eitthvað sem gæti höfðað til almenn- ings þar sem listræn heilindi þeirra gætu verið dregin í efa ef verk þeirra fara að selj- ast í einhverju magni. Vantraust á útbreidda list og vinsæla fel- ur stundum óhjákvæmilega í sér sálræna hræðslu við það að vera orðinn einn af sauð- unum. Hér er erfitt álitamál vakið upp:Hver er eiginlega gildismunurinn álist sem nær til milljóna og fyllirlíf margra af litum og ljósi (Toy Story t.d.?) og listar sem lokaður og fá- mennur hópur „útvalins“ fólks ber augum? Er eðlismunur þarna á? Tad Friend, blaðamaður hjá bandaríska vikuritinu New Yorker, sagði orðrétt árið 1993: „Gott listaverk sem nær til þrjátíu milljóna manna og lætur þeim líða eins og þeir eigi eitthvað sameiginlegt kann að hafa meira fram að færa en stórkostlegt lista- verk sem nær til þrjú þúsund manna en skilur eftir sig lítið annað en einmana- kennd. Á okkar tímum hafa staðlar list- arinnar breyst, víkkað út ... “ Á hinn bóginn virðist sem neytendur dægurlistar geri í því, viljandi eður ei, að draga sína neyslu niður á jörðina („þetta er bara rokk og ról!“) en neytendum æðri listar hættir til að ýta undir hana („Þekkirðu ekki Beethoven?“). Skoðum eðlismun einstakra verkabetur út frá kenningu Benjamins.Mona Lisa er einstakt verk og eft-irprentanir af verkinu eru ekki listaverkið. En hlutur eins og kvikmynd, sem hægt er að afrita í endalausum ein- tökum, er alltaf einn og sami hluturinn, eins konar fjölfölduð frummynd. Hún á sér ekki efnislega tilveru í tíma og rúmi líkt og Mona Lisa, hvert eintak kvik- myndarinnar er jafngilt hinu næsta og hægt er aðframleiða hana í mörgum ein- tökum án þess að hún glati nokkurn tím- ann „áru“ sinni. Er virkilega hægt að tala um að maður sé skrefi á undan náunganum af því að maður er einn af fáum sem hafa lesið ljóð einhvers óþekkts snillings? Er „lummó“ að hafa séð listaverkið Titanic eftir James Cam- eron, eins og þorri jarðarbúa virðist hafa gert? Að margra mati lifum við umþessar mundir við póstmódern-ískt ástand sem felur í sér að öllæðri merking er glötuð. Sex Pistols eru jafnmerkilegir og Wagner. Listaverk módernískra tíma, undanfara póstmódernískra tíma, höfðu skýran tilgang og merkingu eins og Ástráður Eysteinsson fjallar um í grein sinni Hvað er póstmód- ernismi? (Tímarit Máls og menningar, III, bls. 425–455.) Þessum tilgangi er ekki að heilsa í póst- módernískum verkum þar sem þau gera skilin á milli listar og „ekki-listar“ þoku- kennd, brúa bilið á milli verksins og neyt- andans, líkt og Benjamin komst að í kenn- ingu sinni. Helsta gildi þessarar póstmódernísku listaheimspeki er áhersla á að toga listina niður úr skýjahulu, færa nær og samsama neytendum sem eru og ástæðan fyrir list- sköpuninni fyrir það fyrsta. Ég get ekki séð að það sé neitt hættulegt að listinni, eins fjölbreytt og hún nú er, sé troðið inn um allar gáttir mannlegs sam- félags. Væri það slæmt ef allir færu allt í einu að „fíla“ Íslenska dansflokkinn? Er það ekki bara svalt? Þrjú listaverk sem Star Wars-myndirnar hafa getið af sér. Ætla má að nokkur hundruð þúsund stykki hafi verið framleidd. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is List fyrir fjöldann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.