Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 40

Morgunblaðið - 13.10.2002, Side 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Jóhann-esdóttir fæddist á Skagaströnd 6. júlí 1916. Hún lést á líkn- ardeild LSH á Landa- koti laugardaginn 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Þorbergsdóttir, f. 30. apríl 1884, d. 29. september 1970, hús- móðir, og Jóhannes Pálsson, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972, skósmiður. Jóhanna var ein af 16 systkin- um. Eftirlifandi eru Hrefna, Guð- jón, Guðmundur, Birna og Guð- rún. Jóhanna giftist 9. október 1937 Benedikt Jónssyni, húsgagna- bólstrara, f. 24. maí 1912, d. 14. ágúst 1975. Foreldrar hans voru Guðlaug Jónsdóttir, f. 22. júní 1879, d. 2. desember 1946, hús- móðir, og Jón Teitsson, f. 20. ágúst 1860, d. 14. júní 1918, sjómaður, Seyðisfirði. Börn Jóhönnu og Benedikts eru: 1) Helga, auglýs- ingastjóri, f. 8. október 1938, gift Jónasi Sigurðssyni, smið, f. 4. ágúst 1937. Börn þeirra eru a) Benedikt, múrari, f. 13. mars 1957, kvæntur Ingveldi Ingv- arsdóttur, sjúkraþjálfara, f. 6. maí 1959 og b) Jóhanna Jónasdóttir, hársnyrtimeistari, f. 8. nóvember 1959, gift Óla Jóhanni Kristjánssyni, sölu- manni, f. 14. október 1957. 2) Jóhannes Ágúst, offsetprent- ari, f. 22. september 1945, kvæntur Sig- rúnu Dagbjörtu Sig- urðardóttur, leið- beinanda á leikskóla, f. 7. október 1948. Börn þeirra eru a) Örvar, iðnverkamað- ur, f. 18. janúar 1976, kvæntur Belindu, bankastarfsmanni, f. 1. nóvember 1975, b) Lísa, starfsstúlka á barna- heimili, f. 7. janúar 1977, c) Teitur, matreiðslumaður, f. 5. september 1980, d) Júlía, f. 29. apríl 1991. Langömmubörn Jóhönnu eru Jón- as Pétur, f. 15. apríl 1981, Valgeir Þór, f. 11. september 1983, Björg- vin f. 10. ágúst 1985, Baldur Freyr, f. 6. janúar 1989, Helga Sif, f. 8. ágúst 1991, og Helga f. 4. nóv- ember 1993. Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum á Skagaströnd. Lengst af sinnti hún húsmóður- störfum en vann einnig við sauma og verslunarstörf í Reykjavík. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fella- og Hólakirkju á morgun, mánudaginn 14. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Amma mín Jóhanna Jóhannes- dóttir er látin. Þegar ég fæddist bjó ég hjá ömmu og afa og öll mín skóla- ár bjó ég í sama húsi og þau. Í þá daga voru ömmur heimavinnandi og alltaf var amma til staðar að taka á móti mér úr skólanum, tilbúin með eitthvað gott að borða. Fyrst bjugg- um við í Mosgerði 8, en síðan byggðu amma og afi húsið við hliðina á okkur í Vesturberginu. Ein af minningum mínum um ömmu frá því í æsku var hve mikið hún hugsaði um að ég væri vel klæddur, með húfu og helst trefil, svo ég fengi ekki kvef. Ég vissi ekki fyrr en seinna að hún hafði fengið berkla og var í mörg ár að ná heilsu aftur. Það sem einkenndi ömmu helst var hversu mikla umhyggju hún ávallt bar fyrir öðrum. Barna- börnin og seinna barnabarnabörnin voru augasteinar hennar og alltaf leið henni best þegar þau komu til hennar í heimsókn. Þá bakaði hún þær albestu pönnukökur sem við höfum fengið og alltaf vorum við leyst út með einhverjum gjöfum, annað var nú ekki hægt. Núna seinni árin var alltaf fastur liður fyrir jólin að fara saman á jóla- tónleika hjá hinum ýmsu kórum og voru það alltaf góðar stundir sem við áttum þar saman. Elsku amma, við í fjölskyldu minni þökkum þér fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum saman. Hvíldu í friði. Benedikt. Þá er komið að því að kveðja elskulegu ömmu mína, sem hefur verið svo stór hluti af lífi mínu. Ég hef verið svo lánsöm að fá að búa með ömmu minni í sama húsi frá þriggja ára aldri, þar til ég fór að heiman. Amma var alltaf heima og tók á móti okkur systkinunum eftir skóla og passaði okkur og aðstoðaði á allan hátt. Amma var mikil handavinnu- kona og var alltaf með eitthvað á prjónunum, hún var því ekki í vand- ræðum með að aðstoða klaufska fing- ur við handavinnuna. Ég var alltaf mikil ömmustelpa og lagði á mig ferðalag á hverri nóttu til að fá að kúra hjá ömmu. Aldrei þurfti ég að vekja hana, það var nóg að standa í dyrunum og horfa á hana. Þá sagði hún: Ert þú komin, Jonna mín? og lyfti sænginni svo ég kæmist fyrir. Ég gat alltaf leitað til ömmu og var alltaf svo velkomin hjá henni, við börnin vorum henni svo mikið. Eftir að hún hætti að vinna um sjö- tugt og þar til nú í sumar fengu börn- in mín svo að njóta hennar. Hún kom alltaf einu sinni í viku og passaði þau, kom að morgni og fór að kvöldi. Þó að elsta barnið væri orðið fullorðið kom hún samt og tók á móti þeim og spjallaði við þau þegar þau komu heim úr skóla. Alltaf búin að búa til eitthvað gott, grjónagraut, hræring, búðing og síðast en ekki síst baka bestu pönnukökur í heimi og aldrei gleymdi hún svo að vökva blómin og hugsa um þau áður en hún fór heim. Ömmu er nú sárt saknað á heimili okkar enda búin að vera okkur svo mikið. Við huggum okkur nú við dýr- mætar minningar sem við eigum um fallega og góða ömmu sem lét sér svo annt um okkur öll. Blessuð sé minning elskulegrar ömmu minnar. Þín Jóhanna. Mig langar að kveðja langömmu mína með nokkrum minningum sem ég á um hana. Þegar ég var tveggja ára og reyndi að segja langamma þá sagði ég módetta sem breyttist svo í lábalába en að lokum lærði ég að segja langamma. Hún kom alltaf til okkar einn dag í viku og sat í stofunni og var svo ömmuleg og góð. Hjá langömmu minni var ekkert sem hét stress. Hún var alltaf til taks ef mað- ur þurfti á henni að halda. Á jólunum 2000 fékk langamma möndluna í grautnum og í verðlaun var fullur konfektkassi, ég man það svo vel, því hún borðaði einn mola og gaf okkur svo afganginn, langamma var alltaf að hugsa um okkur hin. Með þessum minningum langar mig að kveðja elsku langömmu mína. Þinn Baldur Freyr. Ég man þegar ég var lítil þá söng langamma mín þennan söng fyrir mig: Kötturinn kisa, hvar varst þú í nótt? Ég var í búri kerlingar að lepja mér þar mjólk. Svo strauk hún mér á handarbakið þangað til ég var að sofna. Þá setti hún kinnina við kinnina mína og sagði góða nótt. Nú ætla ég að kveðja þig, elsku langamma, og segja góða nótt. Þín Helga Sif. Hún Jóhanna okkar er dáin. Hún var búin að vera góður nágranni okk- ar í tæp 11 ár. Við fáum aldrei full- þakkað hve mikil forréttindi það eru að fá að kynnast og vera samvistum við manneskju eins og Jóhönnu. Það er til siðs hérna í Vesturberg- inu að hafa „vinnudag“ á vorin og hreinsa til og gera fínt fyrir sumarið. Þó að Jóhanna væri ekki úti að reyta arfa eða mála var hennar framlag margfalt. Hún sá fólkinu fyrir kaffi, pönnukökum og öðru dýrindis með- læti og svo var hún vön að spyrja hvaða gos ég héldi að krakkarnir vildu. Jóhönnu-veisla var mesta til- hlökkunarefni strákanna okkar þennan dag. Þó að 80 ára aldursmunur væri á Róberti og Jóhönnu spurði Róbert ekki sjaldan hvort hann mætti spyrja eftir Jóhönnu. Það fannst honum eins eðlilegt og að spyrja eftir jafn- öldrum sínum. Að sitja hjá henni og teikna myndir eða lita eða bara spjalla. Að ég tali nú ekki um á sprengidaginn að vera boðinn til hennar í saltkjöt og baunir. Það er tómlegt í Vesturbergi 30 án hennar Jóhönnu okkar. Við eigum eftir að ylja okkur við minningarnar um yndislega konu. Börnum hennar, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra viljum við votta okkar dýpstu samúð. Sigrún Arna Hafsteins- dóttir og fjölskylda. JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR „VINUR minn Heimir heitinn Steinsson var einhver albesti kenn- ari sem ég hef haft og hafði mikil áhrif á nemendur sína. Hann og eiginkona hans, Dóra Þórhallsdóttir, sköpuðu einstakt and- rúmsloft í Skálholts- skóla,“ segir Óskar Bjartmarz lög- regluþjónn, sem stundaði nám í Skál- holtsskóla veturinn 1974–1975, þriðja starfsár skólans. Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá stofnun Skálholts- skóla hins nýja. Skólahald í Skál- holti á sér aldalanga sögu. Árið 1056 var stofnaður þar skóli til að mennta presta, sem hina ungu, ís- lensku kirkju bráðvantaði. Frá þeim tíma hefur verið rekinn skóli í Skál- holti, að vísu með hléum síðustu tvær aldirnar. Árið 1972 var bryddað upp á þeirri nýlundu að setja á fót lýðhá- skóla í Skálholti. Sr. Heimir Steins- son og Dóra Þórhallsdóttir kynntu sér starfsemi slíkra skóla í Dan- mörku og Noregi og kynningarstarf hér á landi skilaði 41 umsókn um skólavist haustið 1972. 24 nemendur fengu inni í skólanum, en síðar fjölgaði þeim og voru að meðaltali 35 á hverjum vetri næstu tíu árin. Meðalaldur nemenda var 18 ár. Á áttunda og níunda áratugnum starfaði lýðháskólinn að vetrinum í Skálholti og í nokkur ár rak skólinn einnig miðskóladeild fyrir nem- endur úr Biskupstungum. Á sumrin stóð skólinn opinn hvers konar kirkjulegri menningar- og fræðslu- starfsemi sem miðstöð fyrir ráð- stefnur og námskeið. Árið 1992 var lögum um skólann breytt og þar er nú ekki lengur venjubundið, form- legt skólahald, því skólinn starfar sem kirkjulegt fræðslu- og mennt- unarsetur. Starfið er samtengt þeim atburðum öðrum sem eiga sér stað í Skálholtskirkju og Skálholtsbúðum. Núverandi rektor er sr. Bernharður Guðmundsson. „Ég hætti námi eftir gagnfræða- próf, en eftir árs hlé ákvað ég að fara í Skálholtsskóla,“ segir Óskar Bjartmarz. Ekki síðra aðhald en í hefðbundnu námi „Skólinn var um margt sérstakur, til dæmis tóku nemendur engin próf, heldur unnu verkefni jafn- óðum og sr. Heimir gaf skriflegan vitnisburð um frammistöðuna í lok skólaársins. Aðhald í námi var þó ekki minna en í öðrum skólum, nema síður væri. Góð vinátta tókst með nemendum og kennurum og Heimir náði sérstaklega góðu sambandi við alla sem þarna voru.“ Námið skiptist í skyldugreinar og val- frjálsar greinar. Skól- inn bauð nemendum 60 kennslustundir í viku, þar af 12 skyldustund- ir. Hver nemandi sótti liðlega 40 stundir í viku. Skyldugrein- arnar voru íslenskar bókmenntir, málfræði og stafsetning, menn- ingarsaga og trúfræði, almennur söngur, „samtíma- viðburðir“, þ.e. fréttaskýringar um innlend og erlend efni, og vikulegur tveggja stunda fyrirlestur um sund- urleit efni. Komu fyrirlesarar þá úr ýmsum áttum, m.a. fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ár hvert. Valfrjálsar greinar voru af ýms- um toga. Í flokki almennra greina voru erlend tungumál, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, vélritun, bók- færsla og skyndihjálp. Á svokallaðri félagsfræðibraut var boðið upp á sálarfræði og uppeldisfræði, fé- lagsfræði, nútímasögu, búvísindi, félagsmálafræði og starfsfræðslu. Þriðja brautin innan skólans snerist um lífsviðhorf. Þar stunduðu nem- endur biblíuskýringar, siðfræði, heimspekisögu og almenna trúar- bragðasögu. Loks var svo fjórða brautin, en til hennar taldist píanó- leikur, flautuleikur, fiðluleikur, gít- arleikur, þjóðdansar, kórsöngur, leikmennt, handmennt, sund og leikfimi. Veruleg eftirsjá Árið sem Óskar Bjartmarz stund- aði nám í Skálholtsskóla var mjög skemmtilegur tími, að hans sögn. „Nemendur voru rétt um 20 talsins, en þar af vorum við bara fjórir eða fimm, strákarnir.Við kipptum okk- ur nú ekkert upp við þann mun.“ Óskar segir verulega eftirsjá að lýðháskólanum í Skálholti. „Mér finnst sjónarsviptir að þessu starfi, það var einstakt hér á landi.“ Það er til marks um samheldnina, sem tókst með nemendum í eins árs námi við Skálholtsskóla, að þeir héldu hópinn lengi eftir útskrift. „Við hittumst alltaf reglulega, þótt dregið hafi úr því með árunum,“ segir Óskar. „Við héldum til dæmis sérstaklega upp á 20 ára útskrift- arafmæli okkar fyrir sjö árum.“ Þrjátíu ár eru liðin frá stofnun lýðháskóla í Skálholti Óskar Bjartmarz TENGLAR .............................................. Heimasíða Skálholtsskóla: www.skalholt.is/skoli rsv@mbl.is „Sjónarsviptir að þessu einstaka starfi“ MINNINGAR Elskulegur eiginmaður minn, besti pabbi í heimi, sonur minn, bróðir, tengdasonur og frændi, PÁLMI KARLSSON sendibílstjóri, Garðhúsum 37, Reykjavík andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 11. október. H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Hrafnkell P. Pálmason, Atli Karl Pálmason, Íris Svava Pálmadóttir, Selma S. Gunnarsdóttir, R. Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, Hilmar Karlsson Mem Karlsson, Hrafnkell Guðjónsson, Svava Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.