Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 41 ✝ Björg Lilja Jóns-dóttir fæddist 15. maí 1909 á Karlsstöð- um í Fljótum í Skaga- firði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 5. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þor- bergur Jónsson, f. á Siglunesi 6. júlí 1883, hann fórst með há- karlaskipinu Marí- önnu í maí 1922, og kona hans Þórunn Sigríður Jóhannes- dóttir, f. á Ósi í Arnarneshreppi í Hörgárdal í Eyjafirði, f. 14. janúar 1888, d. á Akureyri 10. mars 1982. Systkini Bjargar voru Jóna Frið- rika, Óskar Hartmann, Jóhannes, Guðrún María, Sæunn, Óskar Frið- jón og hálfsystkini sammæðra, Jón Kári og Soffía Sigurbjörg. Björg giftist 31. ágúst 1926 Finn- boga Jóhanni Indr- iðasyni frá Brimnes- gerði í Fáskrúðsfirði, f. 9. janúar 1897, d. 12. nóvember 1970. Þau eignuðust sjö börn, Jón Óskar, Rós- enberg, Hörð Viktor, Svavar Guðna og Freyju, sem fædd eru á Fáskrúðsfirði, og Fjólu og Þór, fædd á Akureyri. Björg ólst upp í foreldrahúsum þar til faðir hennar drukknaði, þá fór hún í vist í Fljótum og síðar Ólafs- firði og Siglufirði. Björg Lilja og Finnbogi Jóhann fluttu frá Fá- skrúðsfirði 1933 til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur 1941. Útför Bjargar verður gerð frá Neskirkju á morgun, mánudaginn 14. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er í hárri elli, tengdamóðir mín, Björg Lilja Jónsdóttir. Hún var ein af kvenhetjum Íslands, sem þurftu að berjast fyrir sér og sínum. Gafst aldrei upp þó á brattann væri oft að sækja. Björg ólst upp hjá for- eldrum sínum norður í Fljótum í Skagafirði. Þegar faðir hennar fórst með hákarlaskipinu Maríönnu í maí 1922 bjuggu þau á Skeiði í Fljótum. Lífsbaráttan var hörð í þá daga eng- ar tryggingar til hjálpar ekkjum og börnum og fór svo að bú ekkjunnar, Þórunnar Jóhannesdóttur, var boðið upp 1922, meira að segja hárgreiða Þórunnar var seld. Þótti mér ótrú- legt að lesa uppboðsgögnin. Samt voru Fljótin í Skagafirði Björgu kær. Oft sagði hún okkur frá þegar systk- inin drógu fyrir silungi í Miklavatni. Þrettán ára fór Björg í vist á bæ í nágrenni við heimili sitt. Henni líkaði ekki vistin og fór burt. Gekk hún til Ólafsfjarðar og réð sig í vist þar. Tal- aði hún oft um hvað hún hefði haft góða húsbændur á þeim bæ. Þaðan fór hún til Siglufjarðar, nú í vist til norskra hjóna. Húsmóðirin var ströng og vinnuhörð. Til marks um hvort gólfin væru hrein strauk hús- móðir hennar hvítum vasaklút eftir gólfinu. Af þekkingu minni af vinnu- brögðum Bjargar veit ég að það hef- ur verið í góðu lagi. Á Siglufirði kynntist Björg Finn- boga Jóhanni Indriðasyni. Þau giftu sig á Siglufirði 31. ágúst 1926 og fluttu síðan til Fáskrúðsfjarðar, en þaðan var Jóhann. Þar fæddust 5 af 7 börnum þeirra. Á þeim tíma komu oft frönsk fiskiskip til Fáskrúðs- fjarðar. Þótti Björgu ganga mikið á í þorpinu og sagðist hún hafa lokað sig inni með börnin þar til skipin sigldu burt. Árið 1933 flytja þau til Akureyrar. Þar fæddust tvö yngstu börnin. Þeg- ar Björg eignaðist yngsta barn sitt veiktist hún alvarlega. Bað hún frænda Jóhanns, Gunnar Eiríksson og konu hans Þórhildi Sigurðardótt- ur, að taka Svavar son sinn meðan hún lægi veik. Þegar Björgu batnaði var Svavar orðinn mjög hændur að Þórhildi og Gunnari. Buðust þau til að taka hann að sér en þau voru barnlaus. Björgu fannst að drengur- inn hefði það betra hjá þeim og varð það úr að þau ólu Svavar upp. Hann varð seinna kjörsonur þeirra. Gott samband var alla tíð milli heimila þeirra. Árið 1941 fluttu Björg og Jóhann með börn sín til Reykjavíkur. Þar byggðu þau hús við Sogaveg. Um tíma bjuggu þau á Hverfisgötu en eftir lát Jóhanns keypti Björg íbúð við Álagranda 8 í Reykjavík. Þar hafði hún lítinn garð sem hún hafði mikla ánægju af að rækta og átti sér- staklega fallega gula rós sem blómstraði langt fram eftir hausti henni til mikils yndis. Fyrir þremur árum veiktist Björg. Flutti hún þá um tíma til dóttur sinn- ar Fjólu og manns hennar Viggós, en lengst af var hún á sjúkrahúsum. Síðast á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þar var einstaklega vel hugsað um hana og var hún þakklát fyrir góða umönnun. Ég þakka Björgu fyrir góðar stundir og kveð hana með virðingu. Kristín Ágústa Viggósdóttir. BJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 Til sölu á Fosshálsi 1 Vorum að fá í sölu rúmlega 800m² verslunarhúsnæði þar sem Töltheimar voru áður til húsa. Húsnæðið býður upp á möguleika á fjórum inngöngum og er með ca 4,5m lofthæð. Aðkoma er góð, stórir verslunargluggar og næg bílastæði. Eignin skiptist í 400m² verslunarrými, 200m² starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu og 200m² lageraðstöðu. Hentar vel fyrir verslunarstarfsemi, stór- ar heildverslanir, bílasölur og fleira. Teikningar á skrifstofu. Laust strax. Leiga kemur til greina. Verð kr. 69 millj. Áhv. ca 42 millj. Sími 511 2900 Glæsilegt nýlegt 150 fm miðjuraðhús ásamt sérstandandi 25 fm bíl- skúr með öllu. Gott skipulag og glæsilegar innréttingar. Mikið útsýni til suðurs. 3 svefnherb. og 2 stofur ásamt vinnuholi í risi. Sér afgirtur suð- urgarður. V. 26,0 m. Áhv. 10,4 m. 6023 Kolbrún Hulda Gunnarsdóttir tekur á móti áhugasömum frá kl. 14.00-16.00. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. OPIN HÚS Í DAG Gnitaheiði 10 - Kópavogi Í einkasölu falleg 106 fm neðri sér- hæð í glæsilegu þríbýli. 3 svefnher- bergi. Góð eign í góðu barnvænu hverfi. Fallegt hús og góður garður. V. 13,9 m. 5833 Valdimar sýnir íbúðina í dag milli kl. 14.00-17.00. Lambastaðabraut 1 - Seltjarnarn. Opið hús í dag sunnudag, á milli kl. 14 og 16. Um er að ræða fallega 2ja herbergja íbúð 60,6 fm á 1. hæð á þessum eftirsótta stað. Laus fljótlega. Verð 8,6 millj. Ari tekur vel á móti ykkur. OPIÐ HÚS Á LAUFÁSVEGI 10 Sími 568 5556 Opið hús í Maríubaugi 119 Mjög vel hönnuð 4ra herb. 120 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi í Grafarholtinu. Íbúðin er með vönduðum innréttingum, m.a. kirsuberjahurðir, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með hita í gólfi. Verð 16 millj. Áhvílandi 9,1 millj. í húsbréfum (enginn lán- tökukostnaður, engin afföll). Sjón er sögu ríkari, Margrét og Valdimar taka vel á móti ykkur milli kl. 14-17 í dag. Fasteignasala Bakki, Skeifunni 4, s. 533 4004. Árni Valdimarsson, löggiltur fasteignasali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.