Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Haustið 1964 hóf ég kennslu við Njarðvík- urskóla. Við skólann störfuðu þá, auk skóla- stjóra Sigurbjörns Ketilssonar, átta fastráðnir kennarar, tveir stunda- kennarar og húsvörður. Við vorum því 12 sem hófum störf við skólann þetta haust. Enginn úr þessum hópi starfar þar lengur. Sumir eru horfn- ir yfir móðuna miklu og núna síðast tvær kennslukonur með nokkurra vikna millibili, önnur er Kristjana Mooney en hin Sigríður Ingibjörns- dóttir sem hér verður minnst. Þegar ég hóf störf við skólann hafði Sigríð- ur kennt þar í 17 ár sem almennur kennari en árið eftir varð hún yf- irkennari eða aðstoðarskólastjóri eins og það nefnist núna og sem slík starfaði hún við skólann þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Hafði hún þá kennt við skólann samfellt í kringum hálfa öld. Kennsluskylda yfirkennara á þessum árum var lítið minni en al- mennra kennara og hafði Sigríður því í ærnu að snúast. Sem yfirkenn- ari var hún ákaflega þægileg og leysti hvers manns vanda vel og greiðlega. Sigríður var afburðakennari, því verður ekki á móti mælt. Um það geta samkennarar hennar og nem- endur til margra ára borið vitni. Ef maður hitti fyrrverandi nemendur hennar á förnum vegi var ávallt spurt um Sigríði og síðan bætt við: „Mikið rosalega lærði maður mikið hjá henni. Það hvarflaði ekki að manni að svíkjast um.“ Mjög oft tók ég við nemendum frá henni sem komu upp í unglinga- deildirnar og ég held að ég halli ekki á nokkurn mann þótt ég segi að nemendur hennar báru ávallt af öðr- um hvað snerti kunnáttu, aga, SIGRÍÐUR INGI- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður Ingi-björnsdóttir fæddist á Flanka- stöðum í Sandgerði 17. júní 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 4. október síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Út- skálakirkju 11. októ- ber. vinnusemi og ástund- un. Sigríður var greind kona og úrræðagóð, hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, fynd- in og skemmtileg en gat verið snögg upp lagið þegar sá gállinn var á henni og var þá fljót að koma fyrir sig orði. „Það á ekki að láta nemendur vaða yf- ir sig á skítugum skón- um,“ var oft viðkvæði hennar þegar henni fannst nemendur gera sér of dælt við kennara. Að leiðarlokum vil ég þakka henni margra ára samstarf sem aldrei féll skuggi á. Systkinum hennar og öðr- um aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Sigríðar Ingi- björnsdóttur. Erlingur Steinsson. Ég man þær systur aldrei öðru- vísi en sem eitt. Skrönglast um á Landrovernum sem margir þekkja. Áttu báðar alltaf flotta bíla, en ef á bjátaði var þessi déskotans Land- rover alltaf til staðar. Það var vita vonlaust að ætla að fá frí í tíma vegna veðurs þegar þær áttu í hlut. Önnur kenndi við Gerðaskóla og hin við Njarðvíkurskóla í um og yfir fimmtíu ár. Síðasta sumar rifust þær heiftarlega en á góðlátlegan hátt um hvor hefði kennt einni dóttur minni meira eða minna, þar sem hún hefði hlotið kennsluna hjá Halldóru en verðlaunin í skólanum hjá Siggu í Njarðvík. Minnti það mig um margt á rifrildi fyrri tíma, þegar Sigur- björn Ketilsson, fyrrum skólastjóri í Njarðvík og afi minn Björn Finn- bogason, þá oddviti í Garðinum, tók- ust á. Eitt er þó víst að hennar verð- ur örugglega minnst um ókomin ár meðal fyrrum nemenda sinna, það er grunnur komandi kynslóða. Halldóra mín, ég og fjölskylda mín óskum þess að sem lengst meg- um við njóta þess sem þið hafið fært Suðurnesjamönnum í fang og ekki hvað síst mér og minni fjölskyldu. Kær kveðja, Björn Finnbogason. ✝ Hallmar Thom-sen fæddist á Siglufirði 7. maí 1932. Hann lést á líknardeild Landspít- alans 8. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tomas Thomsen, f. á Skarfanesi í Sandey í Færeyjum, og Anna Kristín Halldórsdótt- ir Thomsen, f. á Vé- mundarstöðum við Ólafsfjörð. Hallmar var elstur systkina sinna en þau eru: 1) Elna, látin, 2) Elna, gift Leifi Sveinbjörnssyni, 3) Tomas Enok, kvæntur Sesselju Halldórsdóttur, 4) Magnea, gift Guðmundi Jóni Sveinssyni, og 5) Svala Sigríður, gift Hreiðari Þóri Skarphéðins- syni. Hallmar kvæntist árið 1959 Kristínu Sigurðardóttur, f. 15. júní 1936, d. 1. september 1997. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Mar- grét, f. 22. maí 1961, gift Martini Conrad. Börn þeirra eru: Kristín, f. 1988, Stefán, f. 1990, Anna, f. 1993, og Júlía, f. 2000. 2) Berglind, f. 19. apríl 1963. Synir hennar og Reimars Haf- steins Kjartanssonar eru: Hallmar, f. 1984, Óskar, f. 1988, og Davíð, f. 1991. 3) Sigurður Tómas, f. 20. júlí 1966, unn- usta hans er Sigríð- ur Soffía Ólafsdótt- ir. Synir þeirra eru Steinar, f. 1995, og Hilmir, f. 2001. Dótt- ir Hallmars frá fyrri sambúð er Jakobína Elísabet, f. 24. sept 1953, gift Níelsi Friðfinnssyni. Börn þeirra eru: Hallgrímur Óð- inn, f. 1969, Friðfinnur, f. 1971, Guðbjörg Jóhanna, f. 1974, Birna Björk, f. 1976, og Margrét Eyrún, f. 1979. Barnabarnabörn Hall- mars er tíu talsins. Útför Hallmars verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju á morgun, mánudaginn 14. október, og hefst athöfnin klukkan 15. Í lífinu kynnist maður sífellt fólki sem hefur áhrif á mann, hvert á sinn hátt, sumir meira en aðrir og enn aðrir á sérstakan hátt. Hann Hall- mar tengdafaðir minn var einn af þeim sem höfðu sérstök áhrif á mig, hann var mér svo miklu meira en tengdafaðir. Ég hef þekkt hann í tæp 10 ár en samt sem áður virðist það svo miklu lengri tími. Í rauninni finnst mér hann alltaf hafa verið partur af lífi mínu og er ástæðan lík- lega sú hvað hann hefur reynst mér vel og kennt mér margt. Hann bar minn hag ávallt fyrir brjósti og lét sig varða hvernig mér leið. Hann var alltaf til staðar og það var aldrei neitt mál hjá honum. Hann hafði ein- stakt lag á að finna út hvað gladdi mig og gerði allt til þess. Hann tók mér sem einu af börnunum sínum og það er mér mikils virði. Hann kenndi mér að þrátt fyrir mótlæti í lífinu þýðir ekki að gefast upp heldur á að- gleðjast yfir smáu hlutunum, hlakka til og meta það sem skiptir máli í líf- inu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt samleið með Hallmari og að synir okkar Sigga fengu að kynnast hon- um. Ég veit að ég á eftir að sakna hans mikið, mér þótti afar vænt um hann. Að ganga í gegnum súrt og sætt með honum og tengdamóður minni heitinni hefur þroskað mig og styrkt og þau munu alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku Hallmar minn, þín tengdadóttir og vinur Sigríður Soffía Ólafsdóttir. Okkur langar að minnast hans Hallmars eða Habba eins og hann var alltaf kallaður. Nú er langri bar- áttu lokið við erfið veikindi. Í minn- ingunni kemur margt upp í hugann. Alltaf var gott að koma til Stínu og Habba í Lindarholtið í Ólafsvík, en þar bjuggu þau lengst af. Oft var okkur fjölskyldunni boðið í mat til Habba og Stínu, á ferðum okkar til Ólafsvíkur, en þau voru bæði mjög lagin við matargerð. Hugulsemi og gjafmildi Habba var mikil, til dæmis minnumst við margra fisksendinga sem við fengum frá honum að vest- an. Það var mikill missir fyrir Habba þegar Stína lést. Hann stóð eins og klettur við hlið Stínu í erfiðum veik- indum hennar, þrátt fyrir að hann væri sjálfur veikur. Síðustu árin bjó Habbi í þjón- ustuíbúð aldraðra við Dalbraut og var hann mjög ánægður með veru sína þar. Habbi var félagslyndur og hafði hann eignast marga góða vini á Dalbraut. Alltaf var Habbi jákvæður og bjartsýnn þó svo hann væri illa haldinn af sínum sjúkdómi. Um leið og við þökkum Hallmari samleið og vináttu færum við Guð- ríði, Berglindi, Sigga, Bínu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Haukur, Kristín, Brynja, Klara og Íris Hrund. Það er með sérstökum hlýhug sem ég nú kveð hann móðurbróður minn Hallmar Thomsen. Minning- arnar sem einnig eru órjúfanlega tengdar konu hans Kristínu Sigurð- ardóttur sem lést 1997, streyma fram. Heimili þeirra hjóna stóð okk- ur systkinabörnum þeirra beggja ei- líflega opið. Þar var vel tekið á móti börnum og unglingum og alltaf tími til að ræða málin. Te og ristað brauð bragðaðist öðruvísi þar en annars staðar og yfir morgunverðarborðinu hjá þeim var sérstakur sjarmi. Habbi frændi minn var sérstakur á sinn hátt. Hann talaði hátt og mik- ið og af honum gustaði. Það sem stendur þó hæst í minningunni um hann er hversu barngóður hann var og hjartahlýr. Habbi laðaði að sér hvert barn. Úr æsku minni man ég að hann gerði sér far um að gleðja litlu systkinabörnin sín. Minnistæð er mér gjöf sem hann færði mér ungri að árum þegar hann kom heim frá Danmörku með frystibíl en það var forláta dúkkurúm. Þá eru mér minnistæðar ferðirnar í þessum merka frystibíl norður í landi. Þegar ég og Andrés frændi minn, systur- sonur Habba, fengum að koma með að keyra á milli bæja og selja fisk. Að launum fyrir félagsskapinn feng- um við þetta líka sérstaka útlenska súkkulaði sem ég kem aldrei til með að gleyma bragðinu af. Um tíma fluttust Stína og Habbi til Reykjavíkur. Þar stóð heimili þeirra mér opið jafnt sem áður. Ég var í framhaldsskóla á þessum árum og bjó skammt frá. Það var yndis- legt að eiga þar athvarf, manni fannst maður vera nær heimilinu fyrir vestan. Habbi og Stína gerðu sér far um að fylgjast vel með því sem maður var að bardúsa þessi ár og hjálpaði Stína mér stundum við að dressa mig upp fyrir árshátíðir og slíkt og hannaði og saumaði með mér flíkur. Þá var nú oft gaman. Síðustu ár voru Habba erfið. Veik- indi og fráfall konu hans komu ofan á hans eigin veikindi sem áttu eftir að verða langvarandi. Börn hans og barnabörn voru honum þó huggun harmi gegn og voru hans líf og yndi. Það var afskaplega stoltur afi sem sýndi manni teiknaðar myndir eftir barnabörnin eða ljósmyndir af þeim sem hann hafði um alla veggi hvar sem hann átti aðsetur hverju sinni. Habbi frændi hefur verið leystur úr viðjum veikindanna. Eftir sitja börnin hans og fjölskyldur þeirra í sárri sorg. Ég bið góðan Guð að gefa þeim styrk svo og öðrum aðstand- endum og vinum. Blessuð sé minn- ing Habba frænda míns, Elva Jóhanna. HALLMAR THOMSEN Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Hjartans þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur og fjölskyldu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR JÓNSSONAR kaupmanns, Haukanesi 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 6B á Landspítalanum í Fossvogi fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju. Læknum, sem önnuðust hann og studdu lengi og vel, færum við alúðarþakkir. Fjölskylda Hjartar hefur ákveðið að andvirði þakkarkorta verði gefið til Styrktarsjóðs krabbameinssjúkra barna. Guð blessi ykkur öll. Þórleif Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir, Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, upp- eldisbróður og mágs, BJÖRNS GISSURARSONAR fyrrv. bónda í Drangshlíð, síðast til heimilis í Vallartröð 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar á Landspítlanum Fossvogi fyrir góða umönnun. Sigríður Gissurardóttir, Guðrún Gissurardóttir, Ása Gissurardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Skæringsson, Þorbjörg Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENNÝAR LIND (Lillu) ÁRNADÓTTUR, Vallarbarði 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar og hjartadeildar Landspítala við Hringbraut. Þorleifur Jónsson, Jón Þorleifsson, Sigrún Pálsdóttir, Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, Sigurður Unnar Þorleifsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Þorleifsdóttir, Harrý Samúel Herlufsen, Símon Þorleifsson, Dorthe Møller Thorleifsson, Harpa Þorleifsdóttir, Gestur Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.