Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til um- fjöllunar frumvarp um endurvinnslu úrgangsefna sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun væntanlega leggja fram á Alþingi á næstu dög- um. Frumvarpið hefur að markmiði að auka söfnun og endurvinnslu á ýmsum tegundum úrgangs og er lagt til að tekið verði upp sérstakt gjald sem lagt verði á hinar ýmsu vörur við markaðssetningu þeirra, sem standi undir kostnaði við endur- vinnslu og förgun úrgangsins. Um er að ræða heildarlöggjöf um endurvinnslu sem nær m.a. yfir spilliefni, einnota umbúðir, farar- tæki, hjólbarða, landbúnaðarplast og ákveðnar umbúðategundir. Ber að auka endurvinnslu úr- gangsefna skv. EES-reglum Leggur umhverfisráðherra áherslu á að frumvarpið verði af- greitt fyrir áramót þannig að lögin taki gildi um áramótin. ,,Okkur ber eins og öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu að auka endurvinnslu á tilteknum úr- gangi á næstu árum. Þetta er hægt vaxandi markmið og núna erum við að undirbúa frumvarp sem gengur út á að gera okkur kleift að ná þess- um markmiðum. Það verður notuð svipuð nálgun og gert hefur verið varðandi spilliefni. Lagt verður sér- stakt gjald á þá úrgangsflokka sem um er að ræða við markaðssetningu viðkomandi vöru hér á landi og síðan verður það fjármagn notað til þess að kosta endurvinnsluna og með- höndlun úrgangsins í lokin,“ segir Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu. Í frumvarpinu er gerð tillaga um upphæð gjaldsins en að sögn Magn- úsar er það misjafnt eftir tegundum úrgangsefna. ,,Atvinnulífið hefur lagt mjög mikla áherslu á að þetta sé gegnsætt, þannig að það sé raun- verulega verið að taka þau gjöld af viðkomandi vöru sem fara til að greiða nákvæmlega fyrir þann úr- gang,“ segir hann. Magnús bendir á að þó að þessi gjöld verði tekin upp séu þau ekki í öllum tilvikum hreinn viðbótarkostn- aður vegna þess að fyrirtæki verji nú þegar fjármunum vegna endur- vinnslu og förgunar sem þau greiða við afhendingu úrgangsins. Magnús segir að ekki sé gert ráð fyrir að gjaldtakan komi til með að hafa mikil áhrif á útgjöld almennings og eigi ekki að hafa nein umtalsverð áhrif á neysluverðsvísitöluna. Óheimilt verður innan tíðar að urða hjólbarða og plastefni Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur með höndum eyðingu ýmissa úrgangsefna á borð við úrgangsolíu en Gunnar Örn Gunnarsson, stjórn- arformaður Sementsverksmiðjunn- ar, bendir á að innan tíðar gangi hér í gildi Evrópureglur sem banni urðun úrgangsefna á borð við hjólbarða og plastefni. Þá þurfi að finna leiðir til að farga þessum efnum með öðrum hætti ,,Sementsverksmiðjan er upp- lagt fyrirtæki til förgunar á slíkum efnum,“ segir hann en bendir á að til að svo megi verða þyrfti að fjárfesta í búnaði. ,,Það leggjast til mörg þúsund tonn af þessum úrgangsefnum og menn geta ímyndað sér hvað það myndi kosta að koma þeim um borð í skip og sigla með þau til annarra landa og kaupa þjónustu til að eyða þeim. Það hefur verið lauslega reikn- að að það myndi kosta íslenska sam- félagið mörg hundruð milljónir króna,“ segir hann. Umhverfisgjald lagt á við markaðssetningu vöru Frumvarp umhverfisráðherra um endurvinnslu úrgangsefna rætt í ríkisstjórn HRESSANDI gönguferðir eru hverjum manni gagnlegar þegar þeim verður við komið. Ekki er verra að vera í góðum félagsskap eins og þessar útivistardömur í Kópavogi til að geta rætt landsins gagn og nauðsynjar. Morgunblaðið/Golli Gönguferð í haustgjólu „HÚN kom mér mjög á óvart. Kát og hress stelpa en í vinnu mjög ag- aður fagmaður,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari um hina heims- frægu þýsku kvikmyndastjörnu Frönku Potente, en hann hefur ný- lokið við að leika aðalhlutverk í þýskri bíómynd á móti henni. Franka Potente er nú ein helsta leik- kona Evrópu og öðlaðist frægð fyrir titilhlutverkið í Hlauptu Lola, hlauptu, en hefur síðan m.a. leikið í myndum eins og Blow, Storytelling og The Bourne Identity. Nýja mynd- in heitir Blueprint og er dramatísk og siðferðisleg saga um fyrstu klón- uðu manneskjuna í heiminum. Að sögn Hilmis Snæs hafa honum borist þrjú ný tilboð um leik í þýskum kvik- myndum í framhaldi af Blueprint. Hilmir Snær í þýskri bíó- mynd með Frönku Potente  Leikur ástmann/B1 Hilmir Snær Guðnason og þýska leikkonan Franka Potente leika saman í nýrri, þýskri bíómynd. Efni hennar er um fyrsta klónaða manninn. HEILBRIGÐISKERFIÐ þenst sí- fellt út, rekstur þess kostar sífellt meira fé og Íslendingar leita æ oftar til lækna. En samt líður okk- ur ekkert betur. Við tökum einnig inn æ meira af alls kyns lyfjum en þrátt fyrir það hafa fjarvistir frá vinnu vegna veikinda aukist. Þessi þversögn er orðin áberandi þannig að menn eru af alvöru farnir að ræða um sjúkdómsvæðingu heil- brigðiskerfisins. Þetta kemur m.a. fram í samtali Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, prófessors í heimilislækningum, við Morgunblaðið. Hann talar þar um að menn séu beinlínis að búa til sjúklinga og selja mönnum sjúkdóma. Jóhann bendir á að aðferðin við að búa til sjúklinga og selja sjúk- dóma sé alltaf hin sama; upplýs- ingum um ástand eða sjúkdóm, sem áður hafi verið ómeðhöndl- aður eða lítill gaumur gefinn, sé komið til fjölmiðla. Lögð sé áhersla á hversu sjúkdómurinn sé útbreiddur með það að markmiði að skapa ótta hjá almenningi og þannig reynt að búa til þörf sem ekki var fyrir hendi áður. Ljóst sé að einhverjir sjái sér hag í því koma slíkum upplýsingum á fram- færi því frumkvæðið sé ekki fjöl- miðlanna. Segir sjúk- linga vera búna til  Sjúkdómsvæðing/20 BÍL VAR ekið fram af bílageymslu- húsi í Jötunsölum í Kópavogi í fyrra- kvöld. Bíllinn lenti á hvolfi en bíl- stjórinn náði að komast sjálfur út úr honum og gerði vart við sig. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkra- bíl. Bíllinn er mikið skemmdur. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi féll bíllinn um þrjá metra. Hafði hon- um verið lagt á bílastæði sem er ofan á bílageymsluhúsi. Húsnæðið er nýtt og ekki er búið að ganga frá kanti sem á að koma í veg fyrir að hægt sé að aka fram af bílageymslunni. Málið er í rannsókn lögreglu. Ók bíl fram af bílageymslu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.