Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 91 40 10 /2 00 2 Fróðleg, fyndin og ögrandi • Af hverju geta karlar bara gert eitt í einu? • Af hverju þurfa konur svo oft að ræða málin? • Af hverju ættu karlar aldrei að ljúga að konum? • Af hverju eru svo fáar konur flugmenn? • Af hverju káfa karlar en konur ekki? BOEING 757-200-þota Flugleiða féll um 4.000 fet (um 1.200 metra) þegar hún var að hækka flugið úr um 30.000 feta hæð skammt suður af Baltimore í Bandaríkjunum á laug- ardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum varð bilun í loftinntaki til þess að truflun varð í sjálfstýringu vélarinnar og af þeim sökum lækkaði hún skyndilega flugið. Flugmennirn- ir náðu stjórn á vélinni og lentu henni um hálftíma síðar í Baltimore sem var næsti flugvöllur. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að flugvirkjar hafi fundið bilun í loftinntakinu sem ligg- ur utan á skrokki vélarinnar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um tæknilegar hliðar málsins og segir að slíkt sé óábyrgt á meðan málið sé í rannsókn. 191 farþegi um borð Atvikið átti sér stað um klukkan 20.30 að staðartíma eða um klukkan 0.30 að íslenskum tíma. Boeing 757- þotan sem ber einkennisstafina TF- FII, var í áætlunarflugi frá Orlando til Keflavíkur með 191 farþega. Þeim var komið fyrir í hótelum í Baltimore og boðin áfallahjálp á sunnudag. Spurður um hvort farþegarnir hafi fengið nægar upplýsingar og aðstoð þegar komið var til Baltimore segir Guðjón Arngrímsson að eflaust megi alltaf gera betur. Í ljósi aðstæðna hafi starfsfólk Flugleiða á hinn bóg- inn staðið sig vel. Hafa verði í huga að atvikið varð seint á laugardags- kvöldi og því var enginn af starfs- mönnum Flugleiða í Baltimore á vakt og hann minnir á að aðeins hafi liðið hálftími frá því atvikið varð þar til flugvélin var lent. Svo vel hafi viljað til að hægt var að lenda í Baltimore þar sem Flugleiðir eru með starfsemi og hafi stöðvarstjóri þar því getað aðstoðað farþegana eftir því sem kostur var. Áætlanir röskuðust Gert var við bilunina í Baltimore og eftir reynsluflug var henni flogið til Íslands í fyrrakvöld. Talsverð röskun varð á flugáætlun Flugleiða vegna þessa og varð að fella niður flug til og frá Amsterdam á sunnu- dag. Ferðir mörg hundruð farþega röskuðust að meira eða minna leyti og er ljóst að tjón Flugleiða nemur milljónum. Rannsókn á atvikinu er í höndum rannsóknarnefndar flugslysa í Bandaríkjunum sem hefur óskað eft- ir aðstoð frá íslensku rannsóknar- nefndinni. Þormóður Þormóðsson, framkvæmdastjóri rannsóknar- nefndar flugslysa, fór í gærkvöldi til Bandaríkjanna með gögn úr flugrita vélarinnar sem afritar gögn frá stjórntækjum. Boeing 757-200-þota Flugleiða féll um 4.000 fet yfir Bandaríkjunum Bilun í loftinntaki truflaði sjálfstýringu vélarinnar Morgunblaðið/Baldur Sveinsson „MÉR varð um og ó og kalla ég þó ekki allt ömmu mína. Ég sá að það var hreinlega skelfing í andlitum sumra farþega og ég held að þeir sem ekki eru mjög kaldir eða svalir í flugi hafi feng- ið nokkurt áfall,“ seg- ir Jón Ragnarsson rallkappi, sem var í Flugleiðavélinni sem féll um fjögur þúsund fet og neyddist til að lenda í Baltimore um helgina. Jón segir að farið hafi verið í loftið tíu mínútur yfir sjö frá Orlando. „En um kl. 8.30 snarbreyttist allt í einu hljóðið í hreyflunum og vélin tók að hristast endanna á milli og alls ekki eins og þegar vélar hoppa í ókyrrð heldur sveiflaðst nefið og stélið til hliðar auk þess sem vélin hristist öll og djöflaðist til og tók dýfur. Ég er nú frekar vanur að fljúga, hef flogið mikið með Ómari bróður mínum í litlum rellum sem hafa svo sem stundum hoppað til. En þarna fann ég um leið að eitthvað var ekki eðlilegt, það var greinilega eitt- hvað stjórnlaust á ferðinni og sú spurn- ing hvarflaði að manni hvar þetta myndi hreinlega enda. Þeir segja að vélin hafi fall- ið fjögur þúsund fet og ég ímynda mér að þetta hafi staðið yfir í tvær til þrjá mínútur.“ Jón segir að síðan hafi flugmaðurinn náð tökum á vélinni og flogið henni hand- virkt. „Hann ruggaði henni aðeins til og ég fann að hann var ein- faldlega að prófa hana. Síðan kom hann og tilkynnti eftir dálítið langan tíma, fannst mér, að það hefði orðið bilun í stjórntækjum og að hann myndi fljúga inn til Baltimore og lenda þar og leita eftir viðgerð. Fólki var gríðarlega brugðið meðan á þessu stóð og greinilegt að þaðhugsaði: verðum við komin alveg niður áður en hann nær tökum á vélinni? Þetta var virkilega erfitt.“ Aðspurður segir Jón að farþeg- unum hafi ekki þótt nógu vel tekið á móti þeim í Baltimore. „Þótt ég vilji allt gott segja um Flugleiðir þá var það svo að þegar við komumst loks inn í flugstöðina í Baltimore þá tók stöðvarstjóri Flugleiða á móti okkur í flugstöðinni í Balti- more og okkur fannst hann gera mest lítið fyrir okkur. Eftir langa bið tilkynnti hann okkur að það kæmu rútur og færu með okkur á þrjú hótel. Það var ekki rætt við okkur um eitt né neitt.“ Jón segir að hóparnir hafi síðan dreifst á hótelin þrjú. „Það var svona eftir hendinni hvort einhver í hverjum hópi tók af skarið og tók að sér stjórnina. Í mínum hópi var það norskur blaðamaður sem tók að sér alla stjórn á hópnum sem fór á Holiday Inn. Hann sá um að tékka okkur inn og ákvað á eigin spýtur að það yrði fundur kl. 9 um morguninn og að hann yrði þá bú- inn að afla upplýsinga frá Flug- leiðum.“ Jón tekur fram að ekki megi dæma Flugleiðir í heild. „En stöðv- arstjóri Flugleiða á flugvellinum í Baltimore tilkynnti sínum yfir- mönnum ekki strax um þetta; ekki æðsta manni á svæðinu, sem er í Baltimore, fyrr en kl. 9 næsta morgun og ekki næstæðsta yfir- manni fyrr en kl. 10 þótt sá hafi verið á skrifstofunni frá kl. 7 um morguninn. En ég tek fram að þá fór líka af stað gríðarlega fín vinna hjá Flugleiðum. Þá komu æðstu menn Flugleiða á hótelin og skipu- lögðu allt saman og allt gekk eins og í sögu. Þannig að það voru fyrst og fremst boðleiðir stöðvarstjórans á flugvellinum í Baltimore sem greinilega voru ekki í lagi.“ Skelfing í andlitum farþega Jón Ragnarsson MINNINGARATHÖFN um Her- mann Pálsson, fyrrverandi prófess- or, var haldin í Háteigskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Arngrím- ur Jónsson flutti minningarræðuna. Hermann Pálsson lést af völdum slyss í Búlgaríu hinn 11. ágúst sl. Hann var kvaddur í Edinborg 28. ágúst sl. að viðstöddu í fjölmenni. Í Edinborg kenndi Hermann íslensk fræði um árabil, fyrst sem lektor við Edinborgarháskóla en síðar sem pró- fessor. Hann var einnig heiðursdokt- or við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja fjölmörg rit um íslensk fræði. Morgunblaðið/Kristinn Hermanns Pálssonar minnst FLEIRI atkvæði en frá Svíum höfðu sérstaka þýðingu fyrir Íslendinga þegar innganga þeirra í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju var samþykkt á fundi ráðsins í Cambrigde á Eng- landi í byrjun vikunnar. Kínverjar greiddu atkvæði með inngöngunni, sem er reyndar í anda fyrri stuðnings þeirra við málstað Íslendinga í hvalveiðimálum, en þeir höfðu hins vegar ekki ætlað sér að mæta á fundinn. Það var fyrir tilstilli íslenska sendiráðsins í Kína sem þeir mættu og sendu fulltrúa sinn úr sendiráðinu í London. Stefán Ásmundsson, formað- ur íslensku sendinefndarinnar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sagði atkvæði Kínverja vissulega hafa verið mikilvægt og aðstoð sendiráðs Íslands í Kína verið vel þegin. Einungis átti að ræða frumbyggjakvóta Hann sagði Kínverjana ekki hafa ætlað að mæta sökum þess að ráðið var upphaflega kallað saman til fundar til að fjalla um frumbyggjakvóta í Austur- Rússlandi og Alaska. Kínverjar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um málið á síðasta ársfundi ráðsins og sagði Stefán þá ekki hafa ætlað sér að senda fulltrúa alla leiðina frá Kína til Cambridge. „Þegar við ákváðum að láta reyna á okkar mál á fundinum báðum við Kínverjana um að endurskoða afstöðu sína og senda mann á fundinn. Við viss- um um þeirra stuðning við okk- ur áður. Íslenska sendiráðið í Kína stóð sig mjög vel í að koma þessum skilaboðum áfram,“ sagði Stefán. Eins og áður hefur komið fram, var það að lokum atkvæði Svía sem tryggði Íslendingum setu í ráðinu. Mikilvægt atkvæði Kínverja hjá Al- þjóðahvalveiðiráðinu Mættu fyr- ir tilstilli sendiráðs- ins í Kína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.