Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 15
ELDSVOÐINN Á LAUGAVEGI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 15
GRÍÐARLEGA erfiðar aðstæður
mættu slökkviliðsmönnum í stór-
brunanum á Laugavegi aðfaranótt
sunnudags og er ljóst að slökkvi-
liðsmenn unnu mikið þrekvirki í
baráttunni við eldinn. „Þarna var
stórbruni og mikill eldur þegar
slökkvilið mætti á staðinn. Húsa-
skipan var erfið, húsin voru sam-
byggð og bakhús fyrir aftan. Vett-
vangurinn var erfiður, t.d. mikil
vegalengd frá Grettisgötunni þar
sem barist var við eldinn og frá
norðurhlið húsanna við Laugaveg.
Það þurfti gott skipulag til að sam-
ræma aðgerðir báðum megin við
húsin, en okkur finnst það hafa
gengið mjög vel,“ segir Birgir
Finnsson, framkvæmdastjóri út-
kallssviðs hjá Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins sem stjórnaði
aðgerðum á vettvangi. Til að kom-
ast inn í eitt bakhúsanna þurfti t.d.
að fara inn í húsið frá Laugaveg-
inum upp á aðra hæð og þaðan inn í
viðbygginguna.
„Menn lögðu á sig mikla vinnu og
voru í mikilli hættu. Þeir þurftu að
hörfa aftur og aftur, við náðum t.d.
ekki að sækja inn í verslunina Misty
[Laugavegi 40a] og sprauta nema í
stutta stund í einu. Síðan þurftu
menn að bakka út því hitinn var
óbærilegur.“ Sama hefði verið uppi
á teningnum í verslunum við
Laugaveg 40, þar sem Gleraugna-
verslunin Sjáðu og Verslunin henn-
ar voru á jarðhæð, aldrei hefði eig-
inlega verið möguleiki á að sækja
inn norðanmegin frá þar sem svo
mikill eldur hefði geisað í bakhús-
unum.
Ófögur aðkoma
Aðkoman var ekki fögur þegar
blaðamaður Morgunblaðsins kom á
vettvang aðfaranótt sunnudagsins.
Eldtungur teygðu sig út um
gluggana og svartan reykjarmökk
lagði frá húsunum við Laugaveg 40
og 40a. Sírenur vældu og út um
búðarglugga verslunarinnar Misty
kom reykkafari hlaupandi og féll
niður á hnén á gangstéttinni norð-
an megin við Laugaveg sem var
umflotin ökkladjúpu vatni. Hann
reif af sér hjálminn, greip andann á
lofti og kallaði „þetta gengur
ekki!“. Gufuna lagði frá reykkaf-
aranum, en norðanstrekkingur og
kalsaveður var aðfaranótt sunnu-
dagsins. Blaðamanni varð starsýnt
á giftingarhring á hendi reykkaf-
arans. Þetta eru hugaðir menn, þeir
leggja sjálfa sig í hættu til að reyna
að bjarga eignum og stundum lífi
og limum annars fólks, meðan fjöl-
skyldur þeirra bíða þeirra heima.
Alls voru 70–80 slökkviliðsmenn
á vettvangi og stóðu sumir vaktina í
tólf klukkutíma. Enda var í nógu að
snúast, menn höfðu vart undan við
að hlaða reykköfunarkúta, útvega
rafhlöður fyrir talstöðvar, flytja
slökkviliðsmenn á milli, fyrir utan
við þá sem börðust við sjálfan eld-
inn. „Fljótlega þurfti að skipta út
mönnum sem voru mjög þrekaðir
og blautir. Um leið og þeir komu út
aftur varð þeim skítkalt. Menn eru
nokkuð þrekaðir eftir helgina, ein-
hverjir eru með einhverja kvef-
lumbru eftir þetta,“ segir Birgir.
Alla nóttina fóru reykkafarar
reglulega inn á neðstu hæðirnar við
Laugavegi 40a, þar sem tekist hafði
að ráða niðurlögum eldsins, til að
slökkva í glóðum. Á meðan logaði
glatt í risinu á efstu hæð þar sem
þakið hafði verið rofið til að komast
betur að eldinum og til að koma í
veg fyrir að eldurinn læsti sig í hús-
ið við hliðina, númer 42. Vatni var
sprautað í gríð og erg yfir logana.
„Það var mjög kalt og hvasst,
þarna þurftu menn að standa í nepj-
unni tímunum saman þannig að það
reyndi mjög á okkar lið. Mikill raki
var í loftinu og voru menn blautir í
fæturna. Að mínu mati var þarna
unnið frábært starf, bæði af hálfu
lögreglu og slökkviliðs. Það slasast
enginn og það hefði svo sannarlega
getað orðið meiri bruni en varð.
Það var sannarlega vel að verki
staðið, að ná þessum tökum sem
þarna var gert við mjög erfiðar að-
stæður,“ segir Geir Jón Þórisson yf-
irlögregluþjónn.
„Að sjálfsögðu hvílir
þetta á manni“
Ljóst er að það er ekki einfalt
verk að stjórna björgunar-
aðgerðum á vettvangi sem þessum,
þar sem í mörg horn er að líta. Gæti
maður því vel ímyndað sér að lang-
an tíma tæki að vinna úr svo erfiðu
verkefni og aðstæðum sem þarna
mættu slökkviliðsmönnum. „Þetta
er náttúrlega erfitt, þarna erum við
búnir að vera í sambandi við fólk
sem er að missa allar sínar eigur.
Það væri eitthvað skrýtið ef maður
gengi á brott og velti ekki vöngum
yfir hvernig þessu fólki liði og
hvernig það sé að horfa upp á húsið
sitt brenna,“ segir Birgir.
„Að sjálfsögðu hvílir þetta á
manni. Maður veltir þessu mikið
fyrir sér og hefur fullan skilning á
þessari umræðu um að fólki hafi
ekki verið sinnt nægjanlega vel eft-
ir að út var komið og er miður,“
segir Birgir, en gagnrýnt hefur
verið að ekki hafi verið boðið upp á
áfallahjálp fyrir íbúa húsanna sem
brunnu. Hann segir að slökkviliðið
vilji endilega taka á þessu máli.
Baráttan við eldinn geti líka lagst
þungt á slökkviliðsmenn.
„Þú sérð myndir á veggjum og
persónulega muni, íbúð sem fólk á
og er búið að koma sér upp. Svo
stendur þú og ert að reyna að verja
þessa íbúð, en getur það ekki. Auð-
vitað er það erfitt og mönnum
finnst eins og þeim hafi pínumistek-
ist. Að standa inni í íbúð og hálftíma
síðar hefur hún orðið eldinum að
bráð. Það væri eitthvað skrýtið ef
það tæki ekki á menn.“
Hann segir að eftir að verki lýkur
fari slökkviliðsmennirnir saman í
gufu og ræði málin áður en þeir
haldi heim á leið. Slökkviliðsmenn
lendi aftur á móti alltaf af og til í
reynslu af þessu tagi og menn
myndi vissan skráp, sem geri það
að verkum að þeir komist í gegnum
þetta. „Slökkviliðsmenn eru líka
sjúkraflutningamenn og við lendum
í atburðum þar sem fólk deyr í slys-
um og förum á staði þar sem menn
eru barðir í spað. Það að enginn
skyldi látast þarna er náttúrlega
fagnaðarefni. Ég segi ekki að mað-
ur fái martraðir, en auðvitað veltir
maður þessu fyrir sér. Við erum
sáttir við það að við náðum að verja
tvö hús, við erum ánægðir með það.
Það er alltaf leiðinlegt að horfa upp
á hluti brenna upp í loft og maður
stendur með öll þessi tæki og þetta
lið varnarlaus gagnvart því. Það
var sama hvernig við reyndum,
jafnvel þó að við hefðum komið allir
strax í upphafi, má alveg spyrja sig
hvaða árangri við hefðum náð. Þeg-
ar eldvarnir eru ekki til að hjálpa
okkur er staða okkar takmörkuð.“
Slökkviliðsmenn mættu
gríðarlega erfiðum
aðstæðum á Laugavegi
Ökkla-
djúpt
vatn og
nístings-
kuldi
Morgunblaðið/Júlíus
Alls börðust milli 70 og 80 slökkviliðsmenn við eldinn aðfaranótt sunnudags við mjög erfiðar aðstæður.
nina@mbl.is