Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 27 „EF að eitthvað á að ganga vel, gerðu það þá bara sjálfur.“ Þessa ágætu setningu hafa félagar í leik- hópnum Hugleik gert að sínum ein- kunnarorðum nú þegar þeir ráðast í uppsetningu á nokkrum einþáttung- um þar sem höfundar, leikstjórar, leikarar jafnt sem aðrir sem að sýn- ingunum standa koma allir úr röðum félagsmanna í Hugleik. Þeir Hug- leikarar hafa tekið Kaffileikhúsið á leigu tvö kvöld í mánuði fram að jól- um og undir titilinum „Þetta mán- aðarlega“ frumsýna þeir nokkra ein- þáttunga saman á einni sýningu – og er hver sýning aðeins sýnd tvisvar (og ef marka má frumsýningu munu eflaust færri áhorfendur komast að en vilja). Fyrstu verkin voru frumsýnd á mánudag í liðinni viku og voru sýndir saman fjórir stuttir einþáttungar og einn lengri eftir samtals fjóra höf- unda. Fyrstu tvö verkin voru eftir Fríðu Bonnie Andersen, fyrst ein- leikurinn Um ástina, þar sem Jón E. Guðmundsson lék undir stjórn Þor- geirs Tryggvasonar, og síðan ein- þáttungurinn Ég elska þessa þögn, þar sem Jóhann Hauksson, Einar Þór Einarsson og Jón Örn Bergsson léku undir stjórn Sævars Sigurgeirs- sonar. Leikstjórarnir, þeir Þorgeir og Sævar, eru aðdáendum Hugleiks vel kunnir sem tveir af höfundar- þríeyki sem saman hefur skrifað einkar skemmtileg leikverk á borð við Bíbí og blakan og Höfuðið af skömminni (sá þriðji er Ármann Guðmundsson). Þorgeir hefur einnig mikla reynslu í leikstjórn, en hann hefur leikstýrt hjá ýmsum áhuga- leikfélögum á undanförnum árum. Einþáttungarnir tveir eftir Fríðu Bonnie Andersen voru báðir stuttir og fremur einfaldir, í raun og veru var um stutta „brandara“ að ræða í báðum tilvikum – afar ólíka þó. Fyrra verkið, Um ástina, var vel skrifað eintal sem Jón E. Guðmunds- son flutti með ágætum og voru enda- lokin óvænt og snjöll. Síðara verkið, Ég elska þessa þögn, var á hinn bóg- inn hvorki fugl né fiskur og getur varla talist góður brandari heldur. Greinilegt var þó að bæði leikarar og áhorfendur skemmtu sér ágætlega meðan á leiknum stóð. Sambekkingar, eftir Þórunni Guð- mundsdóttur, lýsir þremur einstak- lingum sem hittast af tilviljun og ræða saman um stund og var per- sónusköpun allra þriggja skýr og skemmtileg hjá þeim Sigurði H. Pálssyni, Þorbjörgu Björnsdóttur og Hrefnu Friðriksdóttur. Síðasta verkið fyrir hlé, Þú segir ekki, eftir Hrefnu Friðriksdóttur, var sniðugur leikur með tungumálið og þann mis- skilning sem upp getur risið á milli tveggja persóna sem tala ólíkt tungumál, þótt báðir tali „íslensku“. Eftir hlé var síðan leikið lengsta verkið, Í húsinu, eftir Sigrúnu Ósk- arsdóttur, sem var einn höfunda rómaðrar Hugleikssýningar sem nefndist Sálir Jónanna og sýnd var fyrir fáeinum árum í Möguleikhús- inu. Þetta verk var satt að segja bæði bráðskemmtilegt og athyglisvert og væri gaman ef höfundur þróaði það áfram í leikrit í fullri lengd. Hér er um að ræða lýsingu á nokkrum ein- staklingum sem búa undir sama þaki og hafa allir sína sögu að segja (verk- ið er í raun saman sett af nokkrum eintölum). Persónulýsingar höfund- ar eru bæði trúverðugar og forvitni- legar og textinn vel skrifaður, húm- orískur og hnitmiðaður. Hér er sagt frá sveitastúlkunni Kapítólu sem eignaðist barn í lausaleik unglingur að aldri, flutti til Ameríku giftist þar og eignaðist fleiri börn, flutti aftur heim til Íslands með sínum ágæta manni sem fór að vinna í fiskvinnslu en þoldi illa íslenska slorið. Þá er sagt frá Pétri föður hennar á tíræð- isaldri og nágrannahjónunum, Sveini og Guðrúnu. Áhorfendur fá góða innsýn inn í líf og karakter hverrar persónu og óvænt tengsl þeirra á milli. Helga Sveinsdóttir og Jónína Björgvinsdóttir skiptu hlut- verki Kapítólu á milli sín og nutu sín báðar vel þótt leikstíll þeirra væri ólíkur. Gísli Björn Heimisson var skemmtilegur í hlutverki Péturs gamla sem saknar látinnar eigin- konu sinnar og sveitarinnar. Sigurð- ur H. Pálsson túlkaði sjómanninn Svein með sóma, en hann á í hálf- gerðri tilfinningakreppu útaf dular- fullu bréfi sem honum hefur borist frá Ameríku frá ungum manni sem kveðst vera sonur hans (og Kapít- ólu). Fríða Bonnie Andersen var ein- faldlega frábær í hlutverki hinnar heimavinnandi eiginkonu hans, Guð- rúnar, sem er allt í öllu, mikil vel- gjörðarmanneskja og hjálparhella í þorpssamfélaginu. Utan um þessa skemmtilegu heild halda þær Sess- elja Traustadóttir og Hafdís Hans- dóttir og geta verið stoltar af. Óhætt er að fullyrða að fáum mun leiðast á „Hinu mánaðarlega“ hjá Hugleik á komandi mánuðum, því þótt verkin séu kannski ekki öll full- mótuð listaverk, leikurinn ef til vill ekki alltaf hnökralaus og textinn komist ekki alltaf óbrenglaður til skila, þá er leikgleðin því meiri og slíkt smitar auðveldlega frá sér út til áhorfenda. Hugleikarar skemmta sér og öðrum LEIKLIST Hugleikur Um ástina og Ég elska þessa þögn, eftir Fríðu Bonnie Andersen. Sambekkingar, eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Þú segir ekki, eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Í húsinu, eftir Sigrúnu Óskarsdóttur. Leikstjórar: Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirs- son, Fríða Bonnie Andersen, Sesselja Traustadóttir og Hafdís Hansdóttir. Leik- arar: Jón E. Guðmundsson, Jóhann Hauksson, Einar Þór Einarsson, Jón Örn Bergsson, Sigurður H. Pálsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Hrafn- hildur Brynjólfsdóttir, Þórunn Harðar- dóttir, Helga Sveinsdóttir, Jónína Björg- vinsdóttir, Gísli Björn Heimisson og Fríða Bonnie Andersen. Leikmynd Í húsinu: Hanna Hallgrímsdóttir og Jón E. Guð- mundsson. Lýsing: Gunnar Gunnarsson. Kaffileikhúsið 14. október ÞETTA MÁNAÐARLEGA Soffía Auður Birgisdóttir Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.