Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 41

Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 41 ✝ Anna Hjálmars-dóttir fæddist í Reykjavík 2. júní 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans, Landa- koti, föstudaginn 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Ingimarsdóttir, ætt- uð úr Eyjafirði, f. 26. ágúst 1895, d. 3. september 1984, og Hjálmar Þórður Jónsson, frá Stokks- eyri, f. 26. mars 1905, d. 2. sept. 1977. Systkini Önnu eru Aðalsteinn, f. 7. nóv- ember 1930, og Guðbjörg Jóna, f. 23. nóvember 1939. Börn Önnu með unnusta sín- um og sambýlismanni, Leifi Jón- assyni frá Ísafirði, eru tvö: 1) Kristín, f. 1. desember 1944, gift Einari H. Esrasyni, þau eiga fjögur börn og eru þrjú á lífi. Þau eiga þrjú barnabörn. 2) Gunnar, f. 7. nóvember 1946. Gunnar var ættleiddur af hjón- um á Dalvík, þeim Rannveigu Stefánsdóttur og Stefáni Hall- grímssyni, og ólst þar upp. Anna og Leifur slitu samvistir. Hinn 5. júní 1948 giftist Anna Árna Sigurgeirssyni frá Eyrar- landi í Eyjafirði, f. 27. mars 1925, d. 12. febrúar 1973. Árni gekk Kristínu dóttur Önnu í föð- urstað og ættleiddi hana. Anna og Árni eignuðust fjögur börn: 1) Stúlka, andvana fædd 1949, 2) Ein- ar, f. 26. júní 1950, kvæntur Ástu Bjarnadóttur, þau eiga þrjár dætur og þrjú barnabörn, 3) Sigurgeir, f. 25. apríl 1956, kvæntur Marnhild H. Kambsenni, þau eignuðust þrjú börn og eru tvö á lífi og eitt barnabarn, 4) Jón Örn, f. 4. mars 1964, kvæntur Jónu L. Arnardóttur, þau eiga saman tvær dætur. Jón Örn á tvær dætur frá fyrri sambúð. Anna giftist 6. október 1974 Baldvini Magnússyni, f. í Með- allandi í V-Skaftafellssýslu 20. febrúar 1923, d. 24. maí 1998. Anna ólst upp í foreldrahús- um í Reykjavík og að loknu skyldunámi stundaði hún ýmis störf við léttan iðnað og fleira. Þau Árni bjuggu í fyrstu á Ak- ureyri, en árið 1955 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Anna og Baldvin bjuggu allan sinn bú- skap í Árbæjarhverfi í Reykja- vík og þar störfuðu þau bæði, hann hjá Skeljungi við bensín- afgreiðslu o.fl., hún við bað- vörslu í Árbæjarskóla frá 1973 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir haustið 1997. Útför Önnu verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma, eftir allt sem á undan er gengið er hvíldin loks komin. Ég á þér svo margt að þakka en þó mest er það fyrir hann Baldvin afa. Þetta er einnig til minningar um hann. Það eru ófáir dagarnir sem ég var hjá ykkur sem barn og ég held að þá hafi ég verið stoltasta stelp- an í Rofabænum. Það átti enginn eins stórkostlega ömmu og afa. Ömmu sem þerraði tárin af hvarmi barna í Árbæjarskóla, afa sem um- kringdur var börnum í hvert skipti sem hann fór út á lóð að vinna. Ég er heppin að hafa haft ykkur í lífi mínu og fyrir það ég þakka. Styrkur þinn, amma, er mér hvatning og ef ég eignast á minni lífsleið þinn hálfa styrk verð ég mjög öflug kona. Er gleði í sársaukanum, amma? Á ég að þakka fyrir að geta fundið til? Ef sorgin á að vera jöfn gleðinni, sem sem þú gafst þeim eru voru nærri þér, þá verður hún að vera sár. Takk fyrir allt. Margrét Ýr. Það er komið að kveðjustund. Elsku Anna vinkona er látin 75 ára. Margar minningar renna í gegnum huga minn. Við höfum verið samferða í 30 ár. Anna kom til starfa við Íþróttahús Árbæj- arskóla árið 1972 og lét af störfum 70 ára. Við töluðum oft um hvað það væri þegar fólk staldraði svo lengi við á sama stað, við höfðum báðar gaman að því að vinna með börnum, svo er það frábæra sam- starfsfólkið okkar sem við höfðum svo gott samstarf við, Halldóra, Ingunn, Sigurbergurog Erla, að öðrum ólöstuðum. Það ríkti ein- stakt andrúmsloft á litlu kaffistof- unni okkar, jafnt á gleði- og sorg- arstundum. Það var gott að vera nálægt Önnu, hún hafði víðtæka þekkingu á öllum sviðum og miðl- aði henni á látlausan hátt með innilegu viðmóti sínu. Hún var góður vinur. Anna var mikill náttúruunnandi hafði gaman að ferðast innan sem utan lands, þau Baldvin fóru með tjaldvagninn út um allt land og höfðu mikla ánægju af. Hvað er bak við fjallið? Þessi spurning þvælist gjarnan fyrir barninu og þótt vit og þroski auk- ist með árunum halda svipaðar spurningar áfram að áreita okkur. Hvað er bak við tjaldið sem skil- ur á milli lífs og dauða? Dauðinn er okkur alltaf sama ráðgátan og við erum alltaf jafnilla undir það búin að mæta honum. En hann kemur oft sem langþráður vinur þegar jarðvistin er orðin óbærileg vegna sjúkleika. Ég veit að þér líð- ur vel núna og vel hefur verið tek- ið á móti þér. Við í íþróttahúsinu þökkum þér samveruna á liðnum árum. Fjölskyldu Önnu vottum við okkar dýpstu samúð. Megi guð blessa Önnu okkar. Rut Þorsteinsdóttir. ANNA HJÁLMARSDÓTTIR Elsku afi. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til þín. Það fyrsta er það þegar þú settist niður með okkur og kenndir okkur að lesa. Einnig þegar þú og amma kennduð okkur að spila á spil og líka margar vísur. Við minnumst þess ekki að þú hafir nokkurntíma skammað okkur heldur reyndir þú að leiðbeina okkur. Þrátt fyrir þína langvarandi fötl- un í fótum, gastu keyrt og voru margir bíltúrar farnir með ykkur ömmu og var þá yfirleitt farið inn í sveit. Vegna þessarar fötlunar þurftir þú að nota hækjur og þegar þú og amma fluttuð í Breiðablik fórst þú að nota hjólastól. Á meðan önnur börn læra að ganga í göngu- grind, lærði Ægir að ganga við hækjurnar þínar, þar sem hann stóð á milli hæknanna og hélt sitt hvorum megin í þær á meðan þú gekkst. Við munum varla eftir þér öðru- vísi en með harmonikkuna og þú spilaðir fyrir okkur og alla aðra sem komu í heimsókn þar á meðal forsetann. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Breiðablik eftir að þið fluttuð úr Naustahvammi. GUÐNI ÞORLEIFSSON ✝ Guðni Þorleifs-son fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 4. okt. 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 10. október síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Norðfjarð- arkirkju 19. október. Hjá ykkur var okkar athvarf eftir að skóla lauk á daginn og við biðum eftir tónskóla og sundæfingum. Þið voruð alltaf svo góð við okkur þegar við kom- um, gáfuð okkur að borða í hádeginu og þegar við komum á öðrum tímum fengum við mola eða eitthvað annað góðgæti. Segja má að þótt þið amma hafið flutt út í Breiða- blik höfum við samt búið hjá ykkur. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Það er gott að vita að þú ert komin til ömmu og vonandi átt þú eftir að spila á harm- onikkuna fyrir hana og fleiri. Þú átt alltaf eftir að vera í huga okkar og fallegar minningar verða í hjarta okkar. Við þökkum þér samfylgdina á liðnum árum og megi Guð blessa minningu þína. Þín barnabörn, Laufey, Þórfríður Soffía og Ægir Guðjón Þórarinsbörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 við Nýbýlaveg, Kópavogi Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, frá Flatey á Breiðafirði, Sundstræti 26, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstu- daginn 11. október. Útförin fór fram í kyrrþey laugardaginn 19. október að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Héðinn Valdimarsson, Birgir Valdimarsson, María Erla Eiríksdóttir, Birna Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær systir okkar, GUÐBJÖRG JÓNA HELGADÓTTIR ÓLSEN, Ørvadsvej 23, Árósum, Danmörku, lést á heimili sínu föstudaginn 18. október síðastliðinn. Hafdís Helga Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Hulda Elvý Helgadóttir, Ómar Þór Helgason, Helgi Helgason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON, Glæsibæ 4, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 20. október. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Margrét Gísladóttir, Haukur Halldórsson, Grettir Gíslason, Sigríður Magnúsdóttir, Guðrún Kristín Antonsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir, ODDNÝ DÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, Heiðarbóli 9, Keflavík, lést á heimili sínu laugardaginn 19. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristján Kristinsson, Þorsteinn Kristjánsson. Elskuleg móðir okkar og systir, MARGRÉT BLÖNDAL MCALEER, Shalimar, Flórída, lést föstudaginn 11. október. Útförin hefur farið fram. James Brandon McAleer, Bridget Schlabach, Sveinbjörn Blöndal og fjölskyldur. Okkar ástkæri DANÍEL S. LÁRUSSON, Óðinsgötu 8, Reykjavík, lést í Búdapest mánudaginn 21. október. Dóróthea Magnúsdóttir, Árný Daníelsdóttir, Hörður Harðarson, Brynja Daníelsdóttir, Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.