Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 43
Rætt um norðlæga vídd HALDINN var í Lúxemburg um helgina ráðherrafundur Evrópusambandsins um hina Norðlægu vídd. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra sat Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðu- neytisstjóri fundinn. Norðlæga víddin er stefnu- rammi um eflingu nyrðstu byggða Evrópusambandsins og samstarf þess við Rússland. Málflutningur Íslands tók mið af því að kynna áherslur Íslands formennsku Norður- skautsráðsins. Sérstök áhersla var lögð á möguleikana á auknu samstarfi Evrópusam- bandsins og Norðurskauts- ráðsins, einkum á sviði um- hverfismála, rannsókna og upplýsingasamfélagsins. Bent var m.a. á rannsóknir á lofts- lagsbreytingum, sem nú er unnið að á vettvangi Norður- skautsráðsins, og rannsóknir á áhrifum mengunar á heilsu fólks og dýra á norðurslóðum. Einnig var vikið að gerð skýrslu Norðurskautsráðsins um lífskjör á norðurslóðum og könnun á tækifærum á sviði upplýsingatækni. Hvort tveggja eru forgangs- atriði í íslensku formennsk- unni. Á fundinum voru samþykkt- ar leiðbeiningarreglur um nýja framkvæmdaáætlun Norðlægu víddarinnar sem unnin verður innan Evrópusambandsins á næstu mánuðum, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 43 2. Harpa Ingólfsdóttir 3. Aldís Rún Lárusdóttir v. Anna Björg Þorgrímsdóttir Liðsstjóri kvennaliðsins verð- ur Helgi Ólafsson. Það verður spennandi að fylgjast með frammistöðu lið- anna, en til að hita upp fyrir mótið er hér rifjuð upp ágæt skák frá Ólympíuskákmótinu í Istanbul árið 2000. Hvítt: Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir Svart: Sonia Zepeda (Guate- mala) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 e6 6. 0–0 Rf6 7. Rbd2 Be7 8. b3 0–0 9. Bb2 b5 10. He1 Bb7 Eftir 10. . . Rd7 11. De2 Dc7 12. e5, ásamt 13. Re4 stendur hvítur einnig vel að vígi. 11. e5 Rd5 12. Re4 Dd7 13. Rfd2 Hfd8 14. Dg4 Kh8 15. Ba3! -- Þvingar fram 15. -- b4, en eft- ir það opnast c4-reiturinn fyrir hvítan riddara og svartur getur ekki hreyft sig á drottningar- væng. 15. -- b4 16. Bb2 Rb6 Eftir 16. . . a5 17. Rc4 a4 18. Red6 Bxd6 19. exd6 f5 20. Dg3 a3 21. Be5 getur svartur lítið gert, nema bíða þess, sem verða vill. 17. He3 De8 18. Hg3 Dg8 19. He1 a5 20. Rd6 Hab8 Ekki gengur 20. . . Bxd6 21. exd6 f6 22. Dxe6 Dxe6 23. Hxe6 og hvítur á peð yfir og unnið tafl. 21. R2e4 Rd7 22. h4 Ba6 23. Rf6!! -- 23. . . Bxf6 Eftir 23. . . Df8 24. Dh5 Bxf6 25. Rxf7+ Kg8 26. exf6 Rxf6 27. Bxf6 Dxf7 28. Hxg7+ vinnur hvítur. Eða 23. -- Rxe5 24. Bxe5 gxf6 25. Dxg8+ Hxg8 26. Rxf7+ mát. 24. exf6 g6 25. Hxe6! Rf8 Svartur má ekki drepa hrók- inn, því að drottningin fellur, eftir 25. - fxe6 26. f7+ o. s. frv. Hvítur svarar öðrum varnar- leikjum, eins og 25. -- Rb6, 25. -- Hf8, eða 25. -- Bc8 með 26. He7 o. s. frv. 26. Rxf7+! Dxf7 27. He7 h5 28. Df4 og svartur gafst upp, því að mátið blasir við, eftir 28. -- Dg8 29. Dh6+. ÍSLENSKA landsliðið í skák, skipað keppendum 12 ára og yngri, sigraði það norska 39½–35½ í viðureign sem fram fór á laugardag. Tefldar voru fimm umferðir á fimmtán borð- um. Keppnin þróaðist þannig að hún gat varla orðið meira spenn- andi. Íslenska liðið tapaði 6½–8½ í fyrstu umferð, en sótti hægt og bítandi í sig veðrið eftir það og mjakaðist smám saman fram úr Norðmönnum. Í annarri umferð skildu liðin jöfn og í þeirri þriðju sigraði íslenska lið- ið með eins vinnings mun. Þar með hafði forysta Norðmanna minnkað í einn vinning. Í fjórðu umferð sigraði íslenska liðið aft- ur og nú með tveggja vinninga mun. Íslenska liðið náði því for- ystu í fyrsta sinn í keppninni, þótt einungis munaði einum vinningi á liðunum fyrir loka- umferðina. Hinir ungu íslensku keppendur létu spennuna engin áhrif á sig hafa og náðu sínum bestu úrslitum í lokaumferðinni 9–6 og sigruðu þar með sam- anlagt 39½–35½. Flestir ís- lensku skákmennirnir voru staddir í tölvustofunni Helli í Verzlunarskóla Íslands, en Tafl- félagiðHellir hóf einmitt sína starfsemi fyrir rúmum 11 árum í Verzlunarskólanum. Þar sem keppnin fór fram á Netinu gafst tækifæri til að styrkja liðið með þremur hæfileikaríkum ungum skákmönnum sem ekki áttu þess kost að tefla í Reykjavík. Ásgeir Mogensen tefldi frá Kanada og Örn Ágústsson frá Danmörku þar sem þeir eru búsettir, og Jón Heiðar Sigurðsson tefldi frá Akureyri. Svanberg Már Pálsson fékk 5 vinninga í 5 skákum, Helgi Brynjarsson 4 vinninga og Jón Heiðar Sigurðsson og Ásgeir Mogensen fengu 3½ vinning. Árangur á efstu borðum varð sem hér segir: 1. Örn Ágústsson 2 v. 2 . Gylfi Davíðsson 2½ v. 3. Sverrir Þorgeirsson 2½ v. 4. Ásgeir Mogensen 3½ v. 5. Helgi Brynjarsson 4 v. 6. Jón Heiðar Sigurðsson 3½ v. 7. Einar Sigurðsson 1½ v. 8. Haraldur Franklín 2½ v. 9. Dofri Snorrason 3 v. 10. Hjörvar S. Grétarsson 1 v. af 4 o.s.frv. Það voru Taflfélagið Hellir og Skákskóli Íslands sem stóðu fyr- ir landskeppninni í samvinnu við norsk skákyfirvöld. Ólympíumótið að hefjast Ólympíuskákmótið hefst 25. október, en að þessu sinni verð- ur teflt í Bled í Slóveníu. Ís- lenska karlaliðið er eitt það sterkasta sem náðst hefur sam- an í langan tíma, en í því eru fjórir stórmeistarar. Karlaliðið er þannig skipað: 1. SM Hannes Hlífar Stefáns- son 2. SM Helgi Áss Grétarsson 3. SM Helgi Ólafsson 4. SM Þröstur Þórhallsson 1v. AM Stefán Kristjánsson 2v. FM Jón Garðar Viðarsson Liðsstjóri verður Bragi Krist- jánsson. Kvennaliðið hefur einn- ig styrkst frá síðasta móti og verður þannig skipað: 1. AM Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir Íslendingar sigruðu Norðmenn Ísland – Noregur LANDSKEPPNI BARNA OG UNGLINGA 19. október 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) stóð fyrir fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um verkefnastjórnun á Hótel Loftleiðum dagana 25.–27. september sl. Ráðstefnan bar tit- ilinn „No Battle’s won in bed“, en hann er fenginn úr þýðingu Björns Jónassonar á Hávamálum. Ráðstefnuna sóttu um 180 manns þar af um 120 erlendis frá en alls voru gestir af 12 þjóðernum. Verndari ráðstefnunnar, Ólafur Ragnar Grímsson, setti hana með ávarpi. „Fjallað var um verkefnastjórn- un í mismunandi verkefnum, sem öll nýttu aðferðir verkefnastjórn- unar til þess að bæta árangurinn. Áhersla var lögð á ferli einkavæð- ingar ríkisfyrirtækja, fjármögnun verkefna og nýjar áherslur í mati lánastofnana á lánshæfi, samruna fyrirtækja, nýtingu veraldarvefs- ins við verkefnastjórnun og verk- efnastjórnun í rannsóknar- og há- tækniverkefnum. Mikilvægur hluti af starfi VSF er vottun á þekkingu, hæfni og reynslu verkefnastjóra. VSF er umsjónar- og framkvæmdaraðili vottunarferlis Alþjóðaverk- efnastjórnunarsambandinu (IPMA) á Íslandi. Vottunarstigin eru fjögur og endurspegla mis- munandi reynslu og þekkingu verkefnastjóra. Í lok ráðstefnunnar fór fram af- hending skírteina til þriggja verkefnastjóra, sem uppfyllt höfðu kröfur B-vottunar, en það er næstæðsta stig IPMA-vottunar. Þeir sem hlutu B-vottun að þessu sinnu eru Sigurður Arnalds, byggingarverkfræðingur, verk- efnastjóri og stjórnarformaður Hönnunar hf. og verkfræðing- arnir og verkefnastjórarnir Dag- bjartur H. Guðmundsson og Jón Sigurðsson hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Matsmenn vottunarinnar að þessu sinni voru þeir Egill Skúli Ingibergsson, Jónas Frí- mannsson og Kolbeinn Kolbeins- son. Þrettán íslenskir verk- efnastjórar eru nú komnir með þessa B-vottun“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Verkefnastjórnunarfélagið veitti einnig tveimur ein- staklingum viðurkenningu fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. Þau Ómar Imsland, formaður fé- lagsins til margra ára, og Stein- unn Huld Atladóttir, fyrrverandi varaformaður, voru sæmd nafn- bótinni „heiðursfélagi“ VSF. Þrettán verkfræðingar með vottun verkefnastjóra Jón Sigurðsson, Dagbjartur H. Guðmundsson, Sigurður Arnalds og Hildur Hrólfsdóttir, formaður VSF. Málstofa uppeldis- og mennt- unarfræðiskorar Sigurlína Dav- íðsdóttir kynnir rannsóknarnið- urstöður sínar um líðan fíkla í málstofu uppeldis- og mennt- unarfræðiskorar sem haldin verð- ur í Odda, stofu 101, kl. 12–13 miðvikudaginn 23. október. Sig- urlína stendur nú að rannsókn í samvinnu við Heilsustofnun NLFÍ, þar sem þetta efni var skoðað meðal annars. Veraldlegt og andlegt vald á miðöldum Félag íslenskra fræða heldur rannsóknakvöld í Sögu- félagshúsinu, Fischersundi 3, mið- vikudaginn 23. október kl. 20.30. Fyrirlesari verður Lára Magn- úsardóttir, sagnfræðingur, og er- indi hennar nefnist: „Veraldlegt og andlegt vald á miðöldum.“ Hún fjallar um samband ríkis og kirkju á Íslandi á miðöldum, einkum á síðmiðöldum. Að auki fjallar Lára um þá málaflokka sem kirkjan réð á þessum tíma og veltir fyrir sér afstöðunni milli veraldlegs og and- legs valds fyrir og eftir setningu kristniréttarins. UVG með fund um velferðarmál Ung Vinstri-Græn efna til opins fundar um málefni aldraðra og ný- búa á Íslandi á Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 23. október kl 20, í þingsal 8. Allir velkomnir. Fram- sögumenn á þessum fundi verða Benedikt Davíðsson, formaður Fé- lags eldri borgara, og Katla Þor- steinsdóttir, starfsmaður Alþjóða- hússins í Reykjavík. Málstofa um aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu Laga- deild Háskóla Íslands og Hafrétt- arstofnun Íslands efna til málstofu um aðild Íslands að Alþjóðahval- veiðiráðinu í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudag- inn 23. október kl. 12.15 – 13.30. Málstofustjóri: Prófessor Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar H.Í. Málshefjendur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanrík- isráðuneytinu og forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Stef- án Ásmundsson, þjóðréttarfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahval- veiðiráðinu. Eftir framsögu svara málshefjendur fyrirspurnum fund- armanna. Á MORGUN Vinnusálfræðinámskeið Nám- skeið í vinnusálfræði verður haldið á vegum Sálfræðistöðvarinnar, 29. október og 4. og 7. nóvember kl. 9– 12, í húsakynnum Sálfræðistöðv- arinnar, Þórsgötu 24. Námskeiðin eru ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að takast á við samskipti og samskiptavanda sem oft kemur upp á vinnustöðum. Námskeiðið er í formi erinda verk- efna og umræðna. Höfundar og leið- beinendur eru sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Aðalfundur Mongólska vina- félagsins Aðalfundur Íslensk- mongólska menningar- og vina- félagsins verður haldinn fimmtudag- inn 24. október kl. 17 í fundaraðstöðu nýju flugstjórn- armiðstöðvarinnar á Reykjavík- urflugvelli. Veitt verður yfirlit um starf félags- ins og framtíðarmálefni auk venju- legra aðalfundarstarfa. Bergsteinn Gizurarson, Friðrik Hróbjartsson og Ragnar Fr. Munasinghe flytja er- indi. Hjónahelgi Á Hótel Skógum undir Eyjafjöllum er boðið uppá hjóna- helgar dagana 1.–3. nóvember, sem kallast „Að njóta, elska og hvílast“, í samvinnu við félagsráðgjafarstofuna Aðgát segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI LEIÐRÉTT Rangar upplýsingar Í blaðinu á laugardag var ranglega greint frá starfi Kristins G. Jóhanns- sonar listmálara á Akureyri í grein um myndlistarsýningu sem hann heldur nú í Húsi málaranna við Eið- istorg. Kristinn var skólastjóri við Bröttuhlíðarskóla á Akureyri til langs tíma, en ekki við myndlistar- skólann þar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. TALSMENN írska lággjaldaflug- félagsins Ryanair vilja ekki tjá sig um framgang viðræðna við Flug- málastjórnina í Keflavík sem tengj- ast hugmyndum um áætlunarflug til Íslands. „Við kjósum að greina ekki frá framgangi viðræðna af þessu tagi. Félagið er í vexti og vinnur stöðugt að því að þróa viðskiptalíkan sitt og á hverjum tíma eigum við í viðræðum við stjórnendur allt að fimmtíu flug- valla í Evrópu. Við tjáum okkur hins vegar ekki um viðræður við einstaka aðila,“ segir talsmaður Ryanair. Ryanair er sífellt að skoða nýja áfangastaði Tjáum okkur ekki um Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.