Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 49

Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 49 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 28. okt. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Parkhotel, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 28. október Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 28. okt, heim 31. okt. 31.400/2 = 15.700 + 3.550 = 19.250. Almennt verð með sköttum. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj- að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp- lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð- arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Opinn 12 spora fund- ur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT- æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður að samverustund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Kl. 20 Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju. Bjarni Karlsson sóknar- prestur heldur annað erindið af tólf um við- fangsefni lífsins í ljósi Biblíulegrar trúar. Síðast var fjallað um þjáninguna, nú verður talað um gleðina. Engin skráning. Þægilegt að vera með. Gengið inn um dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Kl. 21 þriðjudagur með Þorvaldi. Lofgjörðarstund þar sem Þorvald- ur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Kl. 21.30 Fyrir- bænaþjónusta við altarið í umsjá Margrétar Scheving og bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Traustur grunnur, hugleiðing: Sr. Örn Bárður Jónsson.Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. Kirkju- starf TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin - andlegt ferðalag. Fyrsti sporafundur í lokuðum hóp- um í kvöld kl. 18. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl.10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. kl. 16.15–17.15 STN-starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Hefst kl. 11:15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls- verður. Helgistund í umsjá sr. Írisar Krist- jánsdóttur. Samverustund í umsjá heima- manna. Kaffiveitingar. KFUM & KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18:15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16:30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17– 19. ALFA-námskeið kl. 19.00. Kvöldverður, fræðsla, umræðuhópar. Kennari sr. Magn- ús B. Björnsson. (www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja Fjölskyldustund kl. 10–12 í umsjón Lilju, djákna í safnaðar- heimilinu. Stefanía guðbergsdóttir, hjúkr- unarfræðingur frá Heilsugæslunni í Efra- Breiðholti kemur og svarar fyrirspurnum for- eldra ungra barna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Rimaskóla kl. 20–22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjalla- kirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón: Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðarstund kl.18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æskulýðs- fundur fyrir 13 ára unglinga kl. 20. Óháði söfnuðurinn. Fríkirkjan í Reykjavík Kyrrðarstund klukk- an 12 Í kapellu kirkjunnar á Laufásvegi 13 annari hæð. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun. Koma má bænarefnum á fram- færi áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552 7270 Allir velkomnir til þátttöku. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi- stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 Kirkjuprakkara, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Vináttudagur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 4.30-15.10, 8.B í Holtaskóla og 8. I.M. í Myllubakka. Kl. 15.15-15.55, 8.A í Holtaskóla og 8. B í Myllubakkaskóla. Áfallahjálp og sorgarvinna í minni sal Kirkju- lundar kl. 20.30 Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðju- dagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–21. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUK. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegur fundur með KFUM á fimmtu- dag. Þar fjallar dr. Salvör Nordal siðfræð- ingur um friðhelgi einkalífsins. Árni Gunn- arsson syngur einsöng. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir flytur hugleiðingu. Félagar úr deildunum á Akranesi og í Keflavík koma í heimsókn. Konur og karlar verið velkomin og takið með ykkur gesti. Safnaðarstarf BRÉF TIL BLAÐSINS NÚ ÞEGAR stjórnmálamenn fara að finna sér mál er þeir halda að dugi sér best til framdráttar í kosning- unum í vor er öllu tjaldað til. Ekki eru allir vandir að virðingu sinni um hvað þeir haldi að muni duga sér best. Nú hafa tveir flokkar, Samfylk- ingin og Framsóknarflokkurinn, gengið lengra en aðrir í hugmyndum sínum að inngöngu í ESB. Samfylk- ingin hefur það sem næst á stefnu- skrá sinni hvað sem tautar. Það er alveg sama hvaðan koma fréttir frá ESB um að bandalagið sé ekki til viðræðu um stefnubreytingu í sjáv- arútvegsmálum sambandsins, samt berja þessir flokkar hausnum við steininn. Þeir reyna að blekkja með alls konar látbrögðum kjósendur og telja þeim trú um að sambandið sé tilbúið að bjóða okkur sérkjör, þó kannski sé það tilbúið að semja um einhverja hungurlús á meðan verið er að veiða okkur með okkar verð- mætu fiskimið undir stjórn þeirra í Brussel. Það er alveg sama þó ónefndur framsóknarmaður, sem ekki þorir að setja nafnið sitt undir bréf til mín, sendi mér fleiri svona bréf, ég kvika ekki frá því að þessir tveir áður- nefndu flokkar eru tilbúnir að afsala sér landhelginni til höfðingjanna í Brussel, hvort sem það er tíu árum seinna eða fyrr. Hverjir hafa nær út- rýmt öllum fiski í Eystrasalti, Katte- gat, Norðursjó, á Bretlandsmiðum, við Svíþjóð, miðum Þjóðverja og Frakka? Þrátt fyrir hávær mótmæli þeirra fiskveiðiþjóða sem eiga um- rædda „landhelgi“ að sjálfsögðu eru þetta þær þjóðir sem eru í ESB og eira engu meðan bein fæst úr sjó. Ég skrifaði fyrir einu ári eða svo grein í Morgunblaðið sem hafði yfirskrift- ina „Til hvers var þá barist“. Ég stend við það að hetjur okkar frá landhelgisstríðunum eiga svo sann- arlega skilið annað en að við afsölum sjálfstæði okkar í fiskveiðum til Brussel.Við sem byggjum hina ein- stöku eyju Ísland og mælumst nær ríkasta þjóð veraldar eigum að eiga gott samband við sem flestar þjóðir en við megum aldrei stofna sjálf- stæði okkar í voða. Við höfum enga vinnu fyrir þjóðir ESB en með inn- göngu okkar í sambandið væri þeim þjóðum leyfilegt að ganga að vinnu hér eins og okkur hjá þeim. Gallinn er bara sá að atvinnuleysi í löndum ESB er allt að 20%. Margir af hörðustu stuðnings- mönnum þess að ganga í sambandið hafa vitnað í samning er Malta gerði við ESB. Malta fær að halda land- helgi sinni í nokkur ár en síðan flyst stjórn fiskveiða Möltu til Brussel. Ís- lendingar ætla að byggja þetta land og lifa á fiski sem öðru miklu lengur en í tíu til tuttugu ár. Ég veit ekki hvort almenningur gerir sér nægilega grein fyrir því hvað við eigum mikið undir fiskveið- unum, gjaldeyristekjur okkar af sjávarútvegi eru núna rúmlega hundrað milljarðar. Auk þess er þetta stærsti atvinnuvegur okkar og dreifður um allar byggðir landsins. Að Halldór Ásgrímsson hafi aldrei talað um að við athuguðum aðild að ESB, eins og huldumaður framsókn- ar skrifar til mín, er þvæla, þetta vita allir þeir sem fylgjast með fjölmiðl- um. Ég hef ekki lagt það í vana minn að deila við menn sem þora ekki að gefa upp nafn sitt og mun ekki bregða út af þeirri reglu. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Berjumst fyrir sjálfstæði okkar í fiskveiðum sem öðru Frá Karli Ormssyni: ER ÉG gluggaði í Morgunblaðið þann 17. okt. síðastliðinn sá ég grein þar sem umboðsmaður barna gagn- rýnir ummæli Péturs H. Blöndal um að setja eigi í barnalög að barn skuli hlýða foreldrum sínum. Ég er sam- mála því að varla sé ástæða til þess að setja það í barnalög meðan það er svo margt annað í lögum og reglugerðum sem er misnotað. Staðreyndin er sú að meðlög eru greidd með 12–13 þús. börnum á Íslandi sem þýðir að börn sem alast upp hjá öðru kynforeldri hafa trúlega sama fjölda. Því miður þá verða oft miklar deil- ur við aðskilnað foreldra um um- gengni barna við það foreldri er ekki fer með forsjá. Sameiginleg forsjá breytir engu í þvílíkum tilvikum þar sem sá aðili ræður er hefur lögheimli barns hjá sér. Þegar mál þróast þannig kemur til kasta þeirra er úrskurða um umgegni barns við foreldri sitt. Sýslumanns- embættin sjá um að úrskurða og hafa hefðir myndast hjá þeim aðilum. Flestir þekkja þessar hefðir, önnur hver helgi, ákveðinn hluti sumarfría, aðrir hverjir páskar en aldrei yfir jólahátíðina. Að mínu áliti gerir þessi tímaskort- ur og úthlutun tíma foreldrinu gríð- arlega erfitt fyrir að vera hluti af uppeldinu. Einungis er um frítíma að ræða þar sem erfitt er um vik að halda þeim daglegu reglum sem börn þurfa á að halda. Fyrir foreldra sem búa á sama svæði væri auðvelt að hafa skiptinguna jafnari þannig að báðir foreldrar tækju þátt í alvöru lífsins og barnið fengi réttar fyrir- myndir af báðum foreldrum sínum og um leið hlutverki beggja kynja. Ekki held ég að mikil breyting hafi orðið á síðustu áratugum því ennþá eru konur með forsjá eða lögheimili barns hjá sér í 93% tilvika. Hér á höf- uðborgarsvæðinu starfa einungis konur við úrskurði umgengnisréttar hjá sýslumannsembættinu og ef kært er til dómsmálaráðuneytis (sam- kvæmt mínum upplýsingum) þá starfa þar líka einungis konur (jafn- réttisstefna sveitarfélaga og ríkis í hnotskurn). Ég vil taka það fram að engin lög segja til um lágmarksumgengni barns við foreldri sitt og hafa úr- skurðaraðilar algjört vald yfir því hve mikil umgegni fer fram og hvernig henni er háttað. Þetta er ótrúlegt vald fyrir löglærða manneskju sem hefur enga uppeldismenntun eða jafnvel reynslu af börnum enda geta úrskurðir verið jafn misjafnir og þeir eru margir. Eitt er þó sameiginlegt með öllum úrskurðum, það tekur embættið ávallt marga mánuði að kveða þá upp. Mín skoðun er sú að ef betra jafn- vægis yrði gætt væri það stórt jafn- réttisskref fyrir konur sem myndi færa þeim aukið svigrúm á vinnu- markaði. Vinnuveitendur þyrftu að reikna með karlmönnum heima þeg- ar börnin veiktust og tækju frí til að fara á foreldrafundi og þess háttar. Hvað er betra í baráttunni um jöfn laun kynjanna? Að lokum vil ég hvetja alla karl- menn til þess að taka virkari þátt í uppeldi og daglegu lífi barna sinna, karlmaður er jafn mikilvægur fyrir börnin og konur. Enda ég þetta á orðum umboðs- manns barna til Péturs H. Blöndal: Þetta minnir mann bara á viðhorf til barna á síðustu öld og jafnvel enn aft- ar. OTTÓ SVERRISSON, Þrastarási 75, Hafnarfirði. Umgengni barna við forsjárlausa foreldra Frá Ottó Sverrissyni: SEGJUM sem svo að ég eigi stóran garð og mig langaði að byggja þar stórt hótel. Ég veit að ég fæ kannski ekki byggingarleyfi fyrir slíku. En ég er nógu frek og byrja samt á framkvæmdunum. Væntan- lega kemur þá einhverntíma ein- hver sem gerir athugasemdir við þetta og krefst að framkvæmdunum verði hætt og það sem komið er verði fjarlægt. Þá segir ég að þetta hafi nú þegar kostað mig offjár og ég verði að klára dæmið svo ég fari ekki á hausinn. Nú spyr ég: þekkir einhver dæmi um slíkt? Ó, já, þetta er einmitt núna að gerast á okkar blessaða landi. Fyrirtæki sem kallar sig Landsvirjun er í stórframkvæmdum á Austurlandi án þess að það sé bú- ið að gefa út endanlegt leyfi. Þarna virðist vera allt klappað og klárt bak við tjöldin, réttu mennirnir á réttum stöðum nudda saman lófum í von um skjótfenginn gróða. Og lík- lega er þörf á því að hafa hraðan á. Það er stutt í næstu kosningar, ál- verðið er stöðugt að hrapa og stór- iðjuloftbólan má ekki springa of snemma. Með lögum skal land byggja, en hér gilda önnur lögmál: Jón er greinilega ekki séra Jón, sumir eru jafnari en aðrir og ef lögbrot eru framin í nógu stórum stíl þá fá þau að viðgangast. ÚRSÚLA JÜNEMANN, Arnartanga 43, Mosf. Með lögum skal land byggja Frá Úrsúlu Jünemann: Rósar eðal línan Dag, nætur, raka, maski, nuddolíur og lotion. Þumalína Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.