Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell og Goðafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom í gær til Straumsvíkur. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Sam- söngur í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13–16.30 opnar handavinnu og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið er opið mánu- og fimmtu- daga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ing kór eldri borgara í Damos. Laugard: Kl. 10–12 bókband, kl. 11 línudans. Uppl. í síma 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furugerði 1. Dansleikur í kvöld kl. 19.30, hljómsveitin Í góðum gír leikur fyrir dansi. Veitingar. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagar úr Akranesfélaginu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25–27 laug- ard. 26. okt. Kvöldverð- ur og skemmtiatriði. Veislustjóri sr. Gunnar Sigurjónsson, Ásgeir Jóhannesson segir frá, Vinabandið, Happ- drætti, dans o.fl. Húsið opnað kl 19. Þátttak- endur skrái sig sem fyrst á þátttökulista sem eru í félagsheimilunum. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Vetrarfagn- aðurinn verður í Tónlist- arskólanum í Garðabæ 24. október kl. 20. Kl. 9 glervinnsla, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður. Mið- viku: kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað, kl. 14 handavinnuhornið kynning á þrívídd- armyndum (klippimynd- um). Fimmtud: kl. 10.30 boccia, kl. 13 leikfimi karla, málun og búta- saumur. Föstud: kl. 11 námskeið í skyndihjálp, kl. 14.15 spænska. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Handa- vinna kl. 13.30, brids kl. 30 pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun miðvikudag tréskurður kl. 9, myndlist kl. 10–14, línudans kl. 11, gler- skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is . Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Mánud: Brids kl. 13, dans- kennsla framhald kl. 19, byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13, al- kort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- hrólfar fara í göngu kl. 10 frá Ásgarði. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17, Línudanskennsla kl. 19.15, söngvaka kl. 20.45 Heilsa og hamingja Ás- garði laugard. 26.okt. kl. 13. Erindi flytja: Tómas Helgason skýrir frá rannsókn sinni um sam- band heilsu og lífsgæða á efri árum og Júlíus Björnsson sálfræðingur um svefnþörf og svefn- truflanir aldraðs fólks. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 boccia. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línu- dans, kl. 19 gömlu dans- arnir. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Í tilefni alþjóðaviku í Kópavogi verður fjöl- þjóðlegur dansdagur í Gjábakka, Fannborg 8, 24. okt. og hefst með dagskrá kl. 14. Sýndir verða ýmsir dansar. Er- indi um dansinn í tímans rás flytur Ingibjörg Björnsdóttir. Dagskráin er án endurgjalds, allir velkomnir, Íslenskt kaffihlaðborð. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14–15 jóga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15–15.30 alm. handavinna, kl. 13– 16 frjáls spil, brids tví- menningur. Opið hús föstud. 25. okt. Dag- skráin kynnt kl. 14.30, m.a. sýnd brot úr döns- um, og unnið að hand- verki. Frá kl. 13 verður handverkssala. Veislu- kaffi, allir velkomnir. Þriðjud. 29. okt. kl. 13.30 verður Sigrún Ingvarsdóttir fé- lagsráðgjafi með fræðslufund. Nýtt heim- ili – húsnæði fyrir eldri borgara. Fyrirspurnum svarað, kaffiveitingar, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt, m.a. mós- aík, kl. 14 félagsvist. Háteigskirkja eldri borgara á morgun mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, Opið hús kl. 20. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjón- ustumiðstöðinni Árskóg- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Í dag er þriðjudagur 22. október, 295. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. (2.Tím. 4) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 lífakkeri, 8 augabragð, 9 starfið, 10 skaut, 11 bardúsa, 13 sjófugl, 15 minnis, 18 gamansemi, 21 blekking, 22 þvo gólf, 23 guð, 24 bandóða. LÓÐRÉTT: : 2 báran, 3 ljóð, 4 kúskur, 5 hannyrðir, 6 tak, 7 elsk- aði, 12 blett, 14 reyfi, 15 vatnsfall, 16 blíða, 17 stöðvun, 18 skíma, 19 í vafa, 20 bráðum. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nepja, 4 sauðs, 7 rella, 8 útlát, 9 rám, 11 apar, 13 angi, 14 ýrótt, 15 þarf, 17 akur, 20 sal, 22 elska, 23 jússa, 24 Arnar, 25 neiti. Lóðrétt: 1 norpa, 2 pilta, 3 agar, 4 skúm, 5 uglan, 6 setti, 10 ámóta, 12 rýf, 13 ata, 15 þrefa, 16 rósin, 18 kassi, 19 róaði, 20 saur, 21 ljón. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... ÞJÓNUSTA og viðmót fyrirtækjavið viðskiptavini er líklega mik- ilvægara en flest annað. Víkverji hall- ast að því að í sumum tilvikum geti þjónustulundin verið mikilvægari en sú vara sem fyrirtæki hafa á boðstól- um. Það getur til dæmis átt við þegar nokkur fyrirtæki bjóða til sölu vörur, sem eru að flestu leyti sambærilegar hvað gæði og verð varðar. Fyrri reynsla af samskiptum við viðkom- andi fyrirtæki gæti ráðið úrslitum í slíku tilviki. Ástæða þess að Víkverji veltir þessu fyrir sér er að hann hefur upp á síðkastið fengið mjög góða þjónustu hjá nokkrum fyrirtækjum. Þurrkari á heimili Víkverja bilaði á dögunum og varð ekki hjá því komist að hafa samband við þjónustuverk- stæði viðkomandi fyrirtækis til að reyna að kippa því í lag. Víkverji kveið nokkuð öllu því veseni sem útrétting- ar af þessu tagi krefjast stundum, ekki síst þar sem þurrkarinn myndi vart rúmast í fjölskyldubílnum. Hann sá því fram á að þurfa að panta sendi- bíl, vera á staðnum þegar bíllinn kæmi og fylgja honum síðan á verk- stæðið til að geta gert upp við bílstjór- ann og rætt við menn á verkstæðinu. Það sama myndi svo væntanlega taka við þegar verkstæðið hefði loks lagað tækið. Þegar Víkverji hringdi á verkstæð- ið var hann fyrst beðinn um að lýsa því sem væri að og síðan spurður hvort hann hefði tök á að koma þurrk- aranum á staðinn. Víkverji sagði að það gæti nú orðið flókið og var þá spurður hvort hann vildi ekki að þurrkarinn yrði sóttur og hvenær myndi henta að láta sækja hann. Bíl- stjóri á vegum fyrirtækisins kom síð- an á staðinn, tók þurrkarann og flutti á brott. Nokkrum dögum síðar var hringt í Víkverja, sagt að þurrkarinn væri tilbúinn úr viðgerð og hvort að það myndi henta að fá hann sendan heim á tilteknum tíma. Þótt að sjálfsögðu hafi þurft að greiða fyrir flutninginn gerði þetta viðmót fyrirtækisins í garð viðskipta- vinarins að verkum að Víkverji mun vafalítið leita þangað aftur næst þeg- ar þarf að kaupa einhver heimilistæki. x x x EITT þeirra „heimilistækja“ semyfirleitt þarf að sinna reglulega og fara með á verkstæði er heimilis- bíllinn. Þótt hann bili ekki þarf að láta skoða hann, skipta um olíu, dekk og ýmislegt annað. Flestir þekkja vænt- anlega hversu óþægilegt og erfitt get- ur verið að fella slíka hluti inn í vinnu- daginn, ekki síst þar sem maður verður að sjá af ökutækinu á meðan og oftar en ekki eru bifreiðaverkstæði í úthverfum borgarinnar. Nú fyrir skömmu var nýleg bifreið Víkverja komin upp að ákveðnum kílómetramörkum og þurfti því að fara með hana í þjónustueftirlit, en það er skilyrði ef ábyrgð bifreiðarinn- ar á að haldast í gildi. Víkverji var mættur snemma um morguninn og var spurður hvort hann vildi hinkra á meðan, þetta ætti ekki að taka nema um hálftíma eða svo. Þar sem Víkverji varð að mæta á fund varð hann hins vegar að halda á skrifstofuna með leigubíl og sagðist því koma aftur inn- an skamms. Þegar aftur var komið á verkstæðið um tveimur klukkustund- um síðar reyndist bifreiðin ekki vera tilbúin. Umsvifalust var hann hins vegar beðinn velvirðingar og afhentir lyklar að annarri bifreið í eigu um- boðsins og tjáð að hann gæti notað hana yfir daginn og komið aftur þegar hann vildi. Þetta gerði að verkum að Víkverji var ekkert að pirra sig á því að bifreiðin var ekki tilbúin og upp úr stendur þessi þjónustulund starfs- manna umboðsins. Í SÍÐUSTU viku í þættin- um Ísland í bítið á Stöð 2 var Jóhannes í Bónus fenginn til þess að ræða um matvöru- verð. Umræðan byrjaði mjög vel og á rólegu nótunum, þar til Jóhanna fór að halda því fram að það væri ekki ódýrt að versla í Bónus. Ég verð að segja, að mað- ur trúði ekki sínum eigin augum. Ég á móður sem er 83 ára og tengdamóður sem er 76 ára og ég fer vikulega með þær í Bónus eingöngu vegna þess að þar er, og það vita allir, ódýrast að versla. Málið hjá Jóhönnu snerist um verð á ananas. Hvað með það þótt ananas sé dýr- ari í Bónus en í öðrum versl- unum, við höfum farið víðar til að athuga með verð, en alltaf endað í Bónus. Það væri gaman að vita hvar Jó- hanna fær ódýrari ananas, og hvar hún verslar yfirleitt. Þvílíkan dónaskap og van- þekkingu sér maður ekki í sjónvarpi. Persónulega ætti hún að biðja þetta gamla fólk afsökunar, sem er með 46–75 þúsund kr. á mánuði til að lifa af. Bónus er og hef- ur verið ódýrastur hér á markaðnum síðan fyrirtæk- ið tók til starfa. Af hverju vildi enginn tala við mig á Stöð 2 þegar ég hafði samband við þá og nefndi erindið? Það var bara skellt á mig. Ég skildi eftir skilaboð, en það var ekki tekið mark á því. Svo er annað, hvað kemur ykkur Jóhönnu og Þórhalli við hvað Bónusmenn gera við sinn gróða? Þeir hafa verið að styrkja einstak- linga, en það er ekki minnst á það. Jóhannes, þakka þér fyrir það sem þú hefur gert til að lækka og halda vöru- verði í lágmarki, hafðu þús- und þakkir fyrir. Jóhanna, ég er tilbúin að fara með þér að versla, en verð að taka það skýrt fram að ég hef ekki úr miklu að moða. Að lokum vil ég segja eitt, og það er til sjónvarpsstjóra Stöðvar 2: Þú skellir ekki símanum á fólk ef þú getur ekki svarað, það er helber dónaskapur. Ég greiði áskrift og hef fullan rétt á að láta ykkur vita ef mér mis- líkar eitthvað. Það væri kannski ágætt að Jóhanna svaraði þessari gagnrýni. Kt. 190952-4019. Tapað/fundið Akureyringar athugið FRÁ Giljaskóla hvarf hjól. Það er nýtt silfurlitt Moon- goose-fjallahjól. Einnig var tekið þaðan hlaupahjól sem er merkt að neðan Hrafn. Einnig tapaðist ný sandgolf- kylfa á golfvellinum og hún hefur ekki skilað sér. Ef við erum svo heppin að einhver hafi tekið þetta í sína vörslu og viti ekki hvert á að skila þessum munum, þá vinsam- lega hafið samband við Haf- dísi í síma 821 3655. Perluarmband tapaðist PERLUARMBAND með gylltum lás tapaðist fyrir stuttu, sennilega í Garðabæ. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 554 1313. Dýrahald Kanína óskast KANÍNA og búr óskast á gott heimili. Einnig kven- kyns naggrís. Vinsamlegast hafið samband í síma 867 0797. Pjakkur er týndur PJAKKUR er fimm mán- aða bröndóttur kettlingur. Hann hvarf frá Hjálmholti miðvikudaginn 16. október sl. Hann er inniköttur og hans er sárt saknað. Pjakk- ur er ómerktur. Ef einhver hefur orðið hans var eða veit hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast hafið samband við Heiðu Kristínu í síma 581 3304, 849 0992 eða 868 6614. Vala er týnd KISAN okkar hún Vala fór að heiman miðvikudags- morguninn 16. október sl. frá Goðheimum og hefur ekki sést síðan. Hún er svört með hvítan smekk og hosur. Vala er með bleika ól og 2 bjöllur sem heyrist vel í. Hún er einnig eyrnamerkt. Vala er 1⁄4 síamsköttur og mjálmar því hressilega svo það ætti að heyrast í henni sé hún lokuð einhvers stað- ar inni. Þeir sem verða hennar varir eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband í síma 581 2037 eða 691 2806. Það þarf varla að taka fram að hennar er sárt saknað. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ísland í bítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.