Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 52
KVIKMYNDIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMHALDSMYNDIRNAR um Hannibal Lecter eiga við þann erfiða vanda að stríða að vera bornar saman við Lömbin þagna, afburða- hrollvekju og Óskarsverðlauna- mynd. Framhaldsmyndir ná því sjaldnast að jafna forvera sína, hvað þá meira. Hvað Hannibal snerti og nú Rauða drekann, þá standast þær ekki samanburðinn þótt báðar séu sannarlega hrollvekjandi og ágætar afþreyingarmyndir. Rauði drekinn er reyndar byggð- ur á fyrstu bók Thomasar Harris um dr. Hannibal Lecter (Anthony Hopk- ins), þótt myndin sé síðust þrenn- unnar á tjaldið. Þegar hafði ein mynd verið byggð á bókinni. Manhunter heitir hún og var kvikmynduð 1986 af Michael Mann með William L. Petersen í hlutverki Wills Graham og Brian Cox lék doktorinn. Að þessu sinni fer Edward Norton með hlutverk Grahams og byrjar myndin á því að útskýra hvers vegna hann hætti störfum hjá Alríkislögreglunni og settist í helgan stein. Ástæðan sú að Lecter tókst næstum að kála Gra- ham er hann fletti ofanaf fjöldamorð- ingjanum nokkrum árum áður. Nú er annar raðmorðingi farinn að láta til sín taka, búinn að myrða tvær fjölskyldur og minna aðferðirnar mjög á handbragð Lecters. Því er leitað til Grahams, hann hafði séð í gegnum Lecter og eina leiðin sem FBI sér færa til að ná til þessa nýja manndrápara, sem kallaður er Tann- álfurinn (Ralph Fiennes), er með því að fá aðstoð Lecters. Þvert gegn vilja sínum lætur Graham tilleiðast að hjálpa til við að leysa málið en svo virðist sem Tannálfurinn drepi á fullu tungli og hefur lögreglan þrjár vikur til að hafa upp á kauða. Fyrir utan firna gott upphafsatriði sem hefst á hljómleikum og endar með átökum Lecters og Grahams, minnir Rauði drekinn um of á Lömb- in þagna, heilu atriðin hefur maður nánast sést áður og nú er Lecter ekki lengur í aðalhlutverki, öllu frek- ar í aukahlutverki, og skarð fyrir skildi. Kvikmyndin fjallar fyrst og síðast um kapphlaupið við að hafa uppi á Tannálfinum áður en hann lætur til skarar skríða. Framvindan er ekki alltaf trúverðug né rökrétt og Fiennes varla hálfdrættingur á við Hopkins þó hann geri ýmislegt gott. Sama máli gegnir um Norton sem stendur í myrkum skugganum af Jodie Foster. Keitel fær lítið að hafa sig í frammi (samanburðurinn við Scott Glenn er enn einn myndinni í óhag), Philip Seymour Hoffman og Emily Watson skila hins vegar sín- um annarlegu hlutverkum með ágætum. Hopkins smjattar á sköpunarverki sínu, Mannætunni, þessu óhugnan- lega samblandi vitsmuna, siðfágunar og stækustu úrkynjunar og viðbjóðs. Rauði drekinn er áhrifarík, stund- um illþolandi á sínum myrkustu augnablikum og yfirhöfuð vel gerð afþreying. Gallinn er sá að hún bætir of litlu við sína frægu fyrirmynd og forvera. Drek- inn þagnar KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóin, Álfabakka, og Borgarbíó, Akureyri Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Ted Telly. Kvikmyndatökustjóri: Dante Spin- otti. Tónlist: Danny Elfman. Aðalleik- endur: Anthony Hopkins, Edward Norton, Ralph Fiennes, Emily Watson, Harvey Keitel, Mary-Louise Parker, Philip Seymour Hoffman, Anthony Heald. 124 mín. Universal. Bandaríkin 2002. RED DRAGON (RAUÐI DREKINN)  Sæbjörn Valdimarsson Anthony Hopkins smjattar sem fyrr á hlutverki mannætunnar. ÁREKSTRAR menningarheima austurs og vesturs – nánar tiltekið Indlands og Englands – hafa feng- ið athyglisverða umfjöllun að und- anförnu í kvikmyndunum East is East, Monsoon Wedding o.fl. Bend It Like Beckham er sú nýjasta um samskiptaörðugleika þessara ólíku þjóða. Hún hefur hlotið rífandi að- sókn í heimalandinu enda Man- chester United-snillingurinn og fyrirliði landsliðsins, David Beck- ham, í guðatölu meðal almennings. Flottur og klár, sannkölluð ofur- stjarna á svipuðum sessi og skær- ustu kvikmyndastjörnurnar í aug- um unga fólksins. Nafnið laðar að og innihaldið er á þann veg að myndin reynir að gera öllum þeim til geðs sem hún snýst um og áhorfendum líka. Aðalsöguhetjan, táningsstúlkan Jess (Parminder Nagra), er með þeim ósköpum fædd að hafa gam- an af og geta spilað fótbolta betur en flestar aðrar. Getur meira að segja skorað beint úr aukaspyrnu með snúningi að hætti meistarans. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að Jess er komin af indverskum inn- flytjendum og brýtur fótboltaáhugi hennar í bága við hefðir og vænt- ingar foreldranna og hið indversk- ættaða samfélag. Bend It Like Beckham lýsir á ýmsan hátt skilmerkilega baráttu Jess við umhverfið. Hún berst við fordóma hinna fullorðnu gagnvart unglingum, kvennaboltanum, sam- kynhneigð (móðir breskrar vin- konu hennar álítur fótboltaáhuga þeirra ekki íþróttalegs eðlis), en öðru fremur hinni neikvæðu og einstrengingslegu afstöðu þess innflytjendahóps sem hún tilheyrir gagnvart breskum raunveruleika árið 2002 – og öfugt. Gurinder Chadha gerir margt býsna skemmtilega, eitt af bráðfyndnum atriðum er útskýringar á rang- stöðu sem gjarnan vill vefjast fyrir ónefndu kyni! Sem þjóðfélags- ádeila ristir hún ekki djúpt undir yfirborðið með öllum sínum klisju- kenndu persónum og uppákomum og ástarsagan er einsog hún er matreidd ofaní bíógesti, álíka trú- verðug og Einu sinni var… Þar er galli myndarinnar fólgin, hún minnir meira á laglega spunnið ævintýri en veruleikann. Kostir hennar felast í jákvæðri gagnrýni á þröngsýni og ýmiss konar for- dóma sem hvarvetna eru til bölv- unar og vantraust þjóðfélagshóp- anna í garð hvor annars. Hún ætti að geta opnað augu fólks og látið gott af sér leiða og virkar prýði- lega sem gamanmynd. Kynþáttarígur og kvennabolti KVIKMYNDIR Kringlubíó, Smárabíó Leikstjórn og handrit: Gurinder Chadha. Kvikmyndatökustjóri: Jong Lin. Tónlist: Craig Pruess. Aðalleikendur: Parminder Nagra, Keira Knightley, Jonathan Rhys- Meyers, Shazney Lewis, Frank Harper, Juliet Stevenson. 112 mín. BSkyB/Fox Searchlight. Bretland 2002. BEND IT LIKE BECKHAM  Sæbjörn Valdimarsson Bend It Like Beckham virkar vel sem gamanmynd og ætti að geta látið gott af sér leiða. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Mið 23/10 kl. 21 Aukasýning Örfá sæti Fim 24/10 kl. 21 Uppselt Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti Lau 2/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 14/11 kl. 21 Laus sæti Fös 15/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fim 21/11 kl. 21 Laus sæti Fös 22/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 23/11 kl. 21 Laus sæti Lau 23/11 kl. 23 Aukasýning - Örfá sæti Fös 29/11 kl. 21 Laus sæti Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Bjóðum líka upp á notalega aðstöðu, fyrir 15 til 30 manna hópa, í Djúpinu og Galleríinu. Hafnarstræti 15, sími 551 3340 SKÝFALL eftir Sergi Belbel Mið. 23. okt. kl. 20 Fim. 24. okt. kl. 20 Fös. 25. okt. kl. 20 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. sýn. fös. 25. okt. kl. 20 uppselt sýn. lau. 26. okt. kl. 19 laus sæti sýn. fös. 1. nóv. kl. 20 laus sæti sýn. lau. 2. nóv. kl. 19 örfá laus sæti sýn. lau. 9. nóv. kl. 19 síðasta sýning Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is ATH: SÍÐASTA SÖLUVIKA ÁSKRIFTAR- OG AFSLÁTTARKORTA 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn Gul kort - su 27/10 kl 20 3. sýn Rauð kort - fö 1/11 kl 20 4. sýn Græn kort - su 3/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 27. okt kl 14, Su 3/11 kl. 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 26. okt kl 20, Lau 2. nóv kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 24. okt kl 20 - UPPSELT Fi 31. okt kl 20 - UPPSELT JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20, Lau 26/10 kl 20, Fö 1/11 kl 20 UPPSELT AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 27. okt kl 20 - AUKASÝNING 15:15 TÓNLEIKAR Lau 26/10 Anna Sigr. Helgadóttir - Ferðalög Nýja sviðið Þriðja hæðin Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 SUSHI NÁMSKEIÐ með Snorra Birgi og Sigurði Í kvöld kl 19 ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING „Grettissaga Hilmars Jónssonar er vel heppnuð sviðsetn- ing á perlu úr okkar forna bókmenntaarfi.“ H.F. DV. Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu mið. 23. okt. kl. 14 uppselt, fös. 25. okt. kl. 20 laus sæti, lau. 26. okt. kl. 20 nokkur sæti, fös. 1. nóv. kl. 20, lau. 2. nóv. kl. 20, fös. 8. nóv. kl. 20, lau 9. nóv. kl. 20. Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri. 22. okt. uppselt, mið. 23. okt. uppselt, fim. 24. okt. aukasýning nokkur sæti, sun. 27. okt. uppselt, þri. 29. okt. uppselt, mið. 30. okt. uppselt,mið 6. nóv, uppselt. Ath. Sýningin sem féll niður 20. okt. verður sýnd sun. 27. okt. kl. 17 4. sýn. sun 27. okt. kl. 14 laus sæti 5. sýn. sun 27. nóv. kl. 17 örfá sæti 6. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14 laus sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.