Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 57
www.sambioin.is
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 427
GH Kvikmyndir.com
SG. DV HL. MBL
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12. Vit 433
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER.
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
SV. MBL
2
VIK
UR
Á T
OPP
NUM
Í US
A
Frábær gamanmynd gerð eftir samnefndri
metsölubók Rebekku Wells sem sló svo
rækilega í gegn í Bandaríkjunum.
Leyndarmálið er afhjúpað
Leyndarmálið er afhjúpað
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
harvey
KEITEL
emily
WATSON
mary-louise
PARKER
philip seymour
HOFFMAN
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit 457
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd í lúxussal kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 458
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
HJ Mbl
1/2 HK DV
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 427
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Vit 455
1/2
Kvikmyndir.is MBL
Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 444
Sýnd kl. 10.
B.i. 12. Vit 444
Sýnd kl. 6.
B.i. 12. Vit 433Sýnd kl. 6 og 8
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 455
DV
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
ÞAÐ kennir ýmissa grasa þessa vik-
una í myndbandaútgáfu; stórar
myndir sem smáar, gamlar bæði og
nýjar og jafnt fyrir unga sem aldna.
Stórfiskarnir þessa vikuna tengj-
ast einhverra hluta vegna allir sér-
nöfnum. Ali G. InDahouse smellir
sér þannig á leigurnar en þessi
sprenghlægilega mynd er byggð á
hinum óborganlega Ali G. sem er
hugarfóstur breska leikarans Sacha
Baron Cohen. Þá kemur bandaríska
spennudramað John Q út, þar sem
stórleikarinn Denzel Washington fer
með hlutverk ástríks föður sem gerir
allt til að bjarga lífi sonar síns. Í
þessari viku kemur einnig út end-
urgerð hinnar geysivinsælu E.T. –
The Extra Terrestrial sem Steven
Spielberg gerði árið 1982. Börnin fá
einnig meira fyrir sinn snúð; teikni-
mynd um brúðuna Barbie kemur út
svo og hin vinsæla Ísöld. Svo bregða
menn sér líka af bæ og fara aðeins
frá draumasmiðjunni Hollywood en í
vikunni kemur út franska myndin
Mon père, ma mère, mes frères et
mes soeurs með Victoru Abril og
einnig spennumyndin Wendigo, eftir
einn athyglisverðasta óháða kvik-
myndagerðarmann Bandaríkjanna,
Larry Fessenden. Einnig er vert að
minnast á áströlsku myndina The
Hard Word en hún hefur notið mik-
illar hylli í heimalandi sín. Með aðal-
hlutverk fara Guy Pierce og Rachel
Griffiths en þetta er jómfrúarmynd
leikstjórans Scott Roberts.
Myndbandaútgáfa vikunnar
!"
!" #
$
#
#
#
!" $
#
!" #
$
#
$
!"
!" %
#
!"
!" &
'
'
&
'
'
'
(
&
&
'
'
'
'
'
(
'
'
&
'
!
"#$
%
%&
'
"
(
)
!
!
*
&
+,
%
*
!-
.-.
!#
G, Q og E.T.
Ein vinalegasta geimveran úr heimi
kvikmyndanna er E.T.
GRÓSKAN í íslensku tón-
listarlífi var í brennidepli
á útbreiddustu sjónvarps-
stöð heims CNN um
helgina.
Tónlistarþáttur stöðv-
arinnar The Music Room,
sem er hálftíma langur og
sýndur þrisvar sinnum yf-
ir helgina, var þá helgaður
íslensku tónlistarfólki og
var megináhersla lögð á
væntanlegar plötur frá
skærustu stjörnum ís-
lenskrar tónlistar um
þessar mundir, Björk og
Sigur Rós.
Anna Rakel Róberts-
dóttir útvarps- og sjón-
varpskona og fyrirsæta var gesta-
kynnir þáttarins og kynnti til
sögunnar, auk Sigur Rósar og
Bjarkar, efnilegt íslenskt tónlistar-
fólk úr öllum áttum með Geysi, Bláa
lónið og Perluna í bakgrunni.
Samtalið við Björk var tekið á Ís-
landi í sumar en þar talar hún um
væntanlega útgáfu sína á safni sinna
bestu laga auk gæluverkefnisins
Family Tree, box með fjórum smá-
diskum sem innihalda áður óútgefið
efni m.a. frá því hún var barn. Báðar
útgáfurnar koma út í byrjun nóvem-
ber.
Björk sagði í viðtalinu að henni
fyndist hún rétt vera að hefja tónlist-
arsköpun sína.
„Ég hef lært margt, um upptöku-
tækni og um sjálfa mig og einnig af
öðrum tónlistarmönnum sem ég hef
starfað með. Í raun, með því að gefa
út þessa safnplötu, er maður að
hreinsa til á háaloftinu og byrja upp
á nýtt. Nú finnst mér vera kominn
tími til að hefja vinnuna fyrir alvöru.
Mér finnst ég ekki hafa gert eins vel
og ég tel að ég geti. Ég hef verið hug-
rökk. Ég hef lært margt. En ég held
að þegar ég verð áttræð og horfi til
baka verði ég stoltust af því sem ég
gerði þegar ég var um fimmtugt. Svo
ég verð að standa mig,“ segir Björk.
Tónlistarferill Bjarkar er rifjaður
upp í viðtalinu. Hún segir að platan
Homogenic hafi hugsanlega verið
plata þar sem hún byggði lög á ís-
lenskum þjóðlögum og skapaði eld-
fjallatakta og reyndi að vera trú upp-
runa sínum og nota allt sem hún
hafði lært eins vel og hún gat. Platan
Vespertine hafi síðan verið einskon-
ar vetrarplata, ekki eins íslensk en
endurspeglað innri og kaldan vetr-
arheim.
„Ég býst því við að í kjölfarið hafi
mér fundist að ég hefði túlkað bæði
minn ytri og innri mann. Ég ákvað
því að líta til baka og gefa út plötu
sem segði þessa sögu,“ segir Björk.
Georg Hólm
bassaleikari Sigur
Rósar sagði síðan
frá væntanlegri
plötu sveitarinnar ( )
sem kemur út næst-
komandi mánudag.
Hann sagði íslensku
náttúruna alltaf
hafa haft rík áhrif á
tónlistarsköpun Sig-
ur Rósar, að greina
megi vel á tónlist
sveitarinnar alla
orkuna og víðáttuna
sem Ísland býr yfir.
Aðrar sveitir sem
fjallað var um í þess-
um hálftíma langa
tónlistarþætti voru múm, Trabant,
Mínus, Quarashi, Leaves, The Fun-
erals, Ariella og Desedia. Voru allir
sem fyrir svörum sátu á einu máli
um að mikil gróska væri í íslensku
tónlistarlífi og að smæð þjóðarinnar,
mikill samgangur tónlistarmanna á
milli og víðsýni réðu einna mestu um
sérstöðu íslenskrar tónlistar og vel-
gengni hennar. Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra benti síðan
einnig á einangrun landsins sem einn
af þeim þáttum sem gera íslenska
tónlist ólíka allri annarri.
Á vefsíðu CNN, í hólfi þáttarins
Music Room, er og sérstök umfjöllun
um íslenska tónlist. Þar er einnig í
gangi óformleg könnun á því hverjir
séu bestu íslensku listamennirnir og
stendur valið á milli Bjarkar, Sigur
Rósar, Quarashi og múm.
Íslensk tónlist í háveg-
um höfð á CNN
TENGLAR
.....................................................
http://www.cnn.com/CNNI/
Programs/music.room/
Mikill áhugi er fyrir
væntanlegum safn-
plötum Bjarkar.
www.ReykjavikJazz.com/
AUKATÓNLEIKARÞRIÐJUD. 22. 0KT
Björn Thoroddsen gítar
Kristian Jörgensen fiðla
Jón Rafnsson bassi
Danski fiðlusnillingurinn Kristian
Jörgensen staldrar við í Reykjavík
á leið sinni vestur um haf. Því höldum
við aukatónleika með þeim
félögum af „Jazz í Reykjavík“ plötunni
en þeir eru:
Kaffi Reykjavík kl. 21 kr. 1.500