Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRIR karlmenn voru í gær
dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur
í 1–3 ára fangelsi fyrir innflutning
á 30 kílóum af hassi til landsins í
mars sl. Hassið var falið inni í hús-
gögnum sem voru flutt í vörugámi
frá Danmörku. Refsing þriggja
mannanna var milduð þar sem þeir
sögðu frá þætti annarra í smygl-
inu.
Sigurður Hilmar Ólason hlaut
þyngsta dóminn, þriggja ára
fangelsi. Hann neitaði ávallt að
hafa verið nokkuð viðriðinn málið
en var dæmdur á grundvelli
framburður annarra sakborninga,
vitna og upptökum af símtölum.
Ingi Þorgímur Guðmundsson,
sem dæmdur var í tveggja ára
fangelsi, bar að upphafið að því
að fíkniefnin voru flutt til lands-
ins hafi verið fundur þeirra Sig-
urðar í desember 2001. Þar hafi
verið ákveðið að Sigurður myndi
útvega fíkniefnin í Danmörku en
Ingi myndi útvega einhvern til að
flytja þau inn. Í upphafi rann-
sóknarinnar kvaðst Ingi ekki
hafa þorað að játa á sig smyglið
eða bendla aðra við málið vegna
þess að hann óttaðist margt „í
kringum“ Sigurð. Fyrir beiðni
Inga féllst kunningi hans á að
taka að sér innflutninginn í gegn-
um fyrirtæki sem hann átti.
Hann kvaðst hafa tekið við hass-
inu af íslenskum manni í Kaup-
mannahöfn í mars sl. og komið
því fyrir í húsgögnum sem hann
flutti til landsins með vörugámi.
Eftir að hann var handtekinn var
hann látinn fletta í gegnum
myndasafn lögreglunnar og bar
hann kennsl á Sigurð og sagðist
þekkja hann sem Íslendinginn
sem afhenti honum fíkniefnin. Í
dómnum er sérstaklega tekið
fram að ekkert hafi komið fram
sem geri þessa myndflettingu
tortryggilega. Héraðsdómur
dæmdi manninn í 20 mánaða
fangelsi. Fjórði maðurinn játaði
að hafa lagt til 1,4 milljónir til
viðskiptanna gegn því að fá 5,4
kíló af hassi. Í niðurstöðu dóms-
ins segir að enda þótt fjárframlag
mannsins bendi til þess að hlutur
hans „í fyrirtækinu“ hafi verið
stærri gæti verið hér önnur skýr-
ing á, og þótti ekki óhætt að telja
sannað að hann hafi ætlað sér
meira en 5,4 kíló af efnunum. Sú
viðbára að hann hafi ætlað að
nota efnin einn, þótti á hinn bóg-
inn ekki trúverðug og var hann
dæmdur í eins árs fangelsi.
Ekki bráð-
hættulegt fíkniefni
Við ákvörðun refsinga hafði
dómurinn „hliðsjón af því að hér
var um mikið magn að ræða en
einnig af því að kannabis getur
ekki talist vera bráðhættulegt
fíkniefni“. Refsing allra nema Sig-
urðar var milduð þar sem þeir
sögðu til annarra í málinu og
stuðluðu mjög að því að það upp-
lýstist. Ingi, sem talinn var annar
aðalskipuleggjanda smyglsins,
fékk t.a.m. eins árs skemmri refs-
ingu en Sigurður sem ávallt neit-
aði sök.
Héraðsdómararnir Pétur Guð-
geirsson, Hervör Þorvaldsdóttir
og Friðgeir Björnsson dómstjóri
kváðu upp dóminn. Verjandi Inga
var Guðmundur Ágústsson hdl.,
verjandi Sigurðar var Þórir Arnar
Árnason hdl. en Kristján Stefáns-
son hrl. og Karl Georg Sigur-
björnsson hrl. voru verjendur
hinna tveggja. Kolbrún Sævars-
dóttir flutti málið f.h. ríkissak-
sóknara.
Innflutningur á 30 kílóum af hassi frá Danmörku
Fjórir menn dæmdir
í 1–3 ára fangelsi
FYRIR dóminn var m.a. spiluð
upptaka af símtali á milli Sigurðar
Hilmars Ólasonar og Inga Þor-
gríms Guðmundssonar, sem voru
aðalskipuleggjendur smyglsins,
að því er fram kemur í dómnum.
Sigurður sagði samtalið ekki
tengjast þessu máli. Hann neitaði
því að hafa átt nokkurt samstarf
við Inga en hefði reynt að greiða
götu hans sem vinar. Hluti af
samtalinu fer hér á eftir:
S: Halló.
I: Blessaður.
S: Heyrðu.
I: Já.
S: Er þér runnin reiðin?
I: Já, frekar.
S: Af. . . hvernig, þarna, ætlar
þú að halda áfram samstarfi
við okkur með svona hót-
unum?
I: Hótunum?
S: Ha?
I: Það var enginn með hótanir,
ég sagðist bara ekki gera
neinum greiða sem. . . eða þú
veist. . . ef að ég fengi enga
greiða, skilurðu, þá myndi ég
ekki gera neinum greiða.
S: Nei.
I: Það er bara ósköp einfalt.
S: Já, já.
I: En, hérna... en, hérna...
S: Heyrðu, við skoðum þetta
bara í ljósi þess, sko, ég er
búinn að bakka þig upp í
mörg, mörg ár...
I: Ég veit allt um það.
S: ...án þess að telja það eftir
mér eitt einasta, einasta sek-
úndubrot.
I: Já.
S: Ég... ég, þarna, sko, uh... ég
er búinn að styðja við bakið á
þér og peppa þig upp, ég hef
aldrei ætlast til nokkurs
skapaðar hlutar í staðinn...
I: Ég...
S: og annað er, Ingi, að ég get
ekki unnið undir hótunum..
I: Nei, bíddu aðeins... bíddu að-
eins rólegur...
S: . ..þannig að við skulum end-
urskoða okkar samstarf að
þessu leytinu til.
„Bíddu aðeins rólegur“
SNILLINGARNIR úr hinu
heimsfræga sýningarliði Harlem
Globetrotters komu til landsins
á miðvikudaginn til að halda
nokkrar sýningar á víðfrægum
boltabrellum sínum og ærslast
með áhorfendum.
Eitt fyrsta verk þeirra var að
heimsækja börn á Barnaspítala
Hringsins og sýna þeim listir
sínar. Leikmenn liðsins halda
sex sýningar hérlendis fram á
sunnudag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gleði-
gjafar í
heimsókn
FLUGFÉLAGIÐ Luxair í Lúxem-
borg hafði samband við Flugfélag Ís-
lands í gær og óskaði eftir að fá
leigða Fokker-50 vél félagsins til að
leysa af hólmi vélina sem fórst í að-
flugi í Lúxemborg á miðvikudag.
Að sögn Jóns Karls Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Flugfélags Ís-
lands, gat félagið ekki orði við beiðni
Luxair með svo skömmum fyrirvara.
Flugfélag Íslands á fjórar Fokk-
er-50 vélar og notar þær í innan-
landsflugi.
Aðspurður hvort Fokker-vélar
Flugfélags Íslands færu í sérstaka
skoðun vegna flugslyssins í Lúxem-
borg sagði Jón Karl ekki svo vera.
Hann sagði að enn væri ekki ljóst
hvað hefði orsakað þetta hræðilega
slys og því engin ástæða til að efast
um flughæfni Fokker-vélanna. Hann
sagði að um 250 slíkar vélar væru til í
heiminum og væri þetta fyrsta alvar-
lega slysið sem þær tengdust.
Luxair
vildi leigja
Fokker frá
Flugfélagi
Íslands
♦ ♦ ♦
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ritað
sýslumanninum í Kópavogi bréf þar
sem farið er fram á skýringar á með-
ferð lögreglunnar í Kópavogi á kæru
gegn eiganda Holts fasteignasölu í
Kópavogi fyrir meint skjalafals, um-
boðssvik, skilasvik og brot á siða-
reglum fasteignasala.
Kæran barst lögreglunni 30. jan-
úar sl. en eigandinn var ekki kallaður
til yfirheyrslu fyrr en um níu mán-
uðum síðar. Svar hefur ekki borist
frá sýslumanni.
Fasteignasalinn gaf sig fram við
efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra 29. október og játaði á sig tug-
milljóna fjárdrátt.
Fasteignasalan Holt
Ríkissaksókn-
ari óskar eftir
skýringum