Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 15

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 15 Þegar líkaminn þarf meira en lystin leyfir Útsölustaðir apótek landsins og Heilsuhúsið Við orku- og próteinskorti Magnþrungin spennusaga! Þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki á tilsettum tíma í Reykjavík, í septembermánuði 1950, setur ótta að fólki. Um borð er sex manna áhöfn og átján hundar. Síðast spurðist til vélarinnar yfir Færeyjum. Þegar liðnir eru rúmir fjórir sólarhringar og umfangsmikil leit skilar engum árangri telja flestir landsmenn fólkið af og menn eru farnir að skrifa minningargreinar. Þá berst ógreinilegt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lífi“. Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu. Óttar Sveinsson er einn mest seldi höfundur síðustu ára, enda hafa fyrri Útkallsbækur hans hlotið einróma lof fyrir ljóslifandi lýsingar á magnþrungnum atburðum. Óttar skrifar raunverulegar spennusögur sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en sagan er öll. Í bókinni koma fram upplýsingar, myndir og frásagnir sem ekki hafa birst áður opinberlega. Útkallsbækurnar eru metsölubækur ár eftir ár! Síðasta bók seldist upp löngu fyrir jól! 30% afsláttur í verslunum Pennans og Eymundsson M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 nam á fyrstu mánuðum þessa árs 1.050 milljónum króna. Framlegðar- hlutfallið, þ.e. hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, lækkaði milli ára úr 34,7% í 28,7%. Á þriðja fjórðungi þessa árs hefur það hins vegar hækkað á ný og var 34,5%. Rekstrartekjur lækkuðu úr 12,4 milljörðum króna í 11,9 milljarða króna. Í fréttatilkynningu Kers vegna HAGNAÐUR Kers, móðurfélags Olíufélagsins, var 1.232 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs, en 485 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli hækkaði úr 10% í 23%. Hagnaður fyrir skatta var 1.541 milljón króna en var í fyrra 407 milljónir króna og jókst því um yfir 1.100 milljónir króna. Fjármagnslið- ir voru jákvæðir um 827 milljónir króna í ár en voru neikvæðir um 899 milljónir króna í fyrra. Þeir hafa því batnað um meira en 1.700 milljónir króna og stafar það aðallega af áhrif- um sterkari krónu á erlendar skuld- ir. Bati fjármagnsliða skýrir því meira en alla aukningu hagnaðar fyrir skatta, en hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði dróst sam- an um rúmar 240 milljónir króna og uppgjörsins segir að gjaldfærðar af- skriftir vegna viðskiptakrafna og skuldabréfa séu samtals 419 millj- ónir króna á tímabilinu og að um verulega aukningu sé að ræða frá fyrra ári. Aukningin sé fyrst og fremst vegna krafna á útgerðir sem stundað hafi veiðar á fjarlægum miðum, en verulegir erfiðleikar hafi verið í rekstri þessara fyrirtækja. Ker sé með þessu að taka tillit til aukinnar áhættu þessu samfara. Gert sé ráð fyrir frekara framlagi í afskriftarreikning á árinu en mat á því verði framkvæmt miðað við að- stæður um næstu áramót. Eignir jukust um 4,8 milljarða króna frá áramótum og voru 23,8 milljarðar króna í lok september. Í tilkynningu félagsins segir að stærstur hluti aukningarinnar sé vegna fjárfestinga í öðrum félögum og að stefnt sé að því að selja þær fjárfestingar fljótlega, eða eins fljótt og aðstæður leyfi. Eigið fé jókst um rúman einn milljarð króna á tíma- bilinu og nam 8,3 milljörðum króna í lok þess. Skuldir hækkuðu því um 3,8 milljarða króna. Langtímaskuld- ir lækkuðu, en skammtímaskuldir hækkuðuð um 4,7 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall lækkaði úr 38,3% í byrjun árs í 34,9% í lok september. Veltufjárhlutfall, þ.e. veltufjár- munir sem hlutfall skammtíma- skulda, lækkaði úr 1,49 í 0,74. Veltu- fé frá rekstri lækkaði úr 1.013 milljónum króna í 838 milljónir króna. Í tilkynningu Kers segir að ekkert bendi til annars en að afkoma þess verði góð fyrir árið í heild sinni að gefnum þeim forsendum að stöðug- leiki í efnahagslífi haldist og þróun gengismála verði með sama hætti og verið hafi undanfarna mánuði. Fjármunatekjur Kers 827 milljónir SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hf. hagnaðist um 490 milljónir króna á fyrstu 9 mánuðum ársins sem er 6% minni hagnaður en á sama tímabili síðasta árs en þá nam hagn- aðurinn 524 milljónum króna eftir skatta. Vörusala SH á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 41,5 milljörðum króna en var 41,1 milljarður króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nam 1.480 milljónum króna en 1.540 milljónum sama tíma árið á undan, og hagnaður fyrir skatta nam 740 milljónum sam- anborið við 755 milljónir árið á und- an. Veltufé frá rekstri var 597 millj- ónir króna en 639 milljónir ári áður. Sala á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 8% Hagnaður SH á þriðja ársfjórð- ungi nam 153 milljónum króna en ári áður 328 milljónum. Sala á fjórð- ungnum reyndist 13,5 milljarðar króna, sem er tæplega 8% lækkun í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi viðskiptamynta sam- stæðunnar lækkaði hins vegar um 9% þannig að sala mæld í erlendum myntum jókst lítillega. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 396 milljónir króna og hagnaður fyrir skatta 194 milljónir króna. Afkoman á þriðja ársfjórðungi er ekki fjarri því sem endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir en hún kvað á um að árshagnaður yrði í námunda við 600 milljónir króna, að því er seg- ir í tilkynningu frá SH. Á hinn bóg- inn er líklegt að þótt afkoma á síð- asta ársfjórðungi verði jákvæð, náist áætlun ekki. Þetta byggist m.a. á slakri afkomu í Bretlandi, ekki síst vegna nýrrar fjárfestingar í verk- smiðju fyrir kælda rétti. Eftir að Coldwater UK tók við rekstri fyr- irtækisins hefur komið í ljós að þró- un nýrra vara hafði verið vanrækt um langan tíma en virk vöruþróun er lykilatriði í aukinni sölu. Á undan- förnum vikum og mánuðum hefur því verið lögð mikil áhersla á að snúa þessari þróun við, en slíkt tekur tíma og byrjar ekki að gæta fyrr en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hagnaður SH minnk- ar um 6%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.