Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MÚGÆSINGURINN hófst með
orðrómi um að fimm menn hefðu
verið handteknir fyrir að stela kú –
móður alls mannkynsins í augum
hindúa – og flá hana lifandi nálægt
hindúahofi í indverska landbúnaðar-
bænum Dulena. Eitthvað varð að
gera.
Það var gert. Þúsundir æstra
hindúa söfnuðust saman við lög-
reglustöð þar sem mennirnir fimm
voru í haldi og múgurinn dró þá út
úr fangaklefunum, barði þá til ólífis
með kylfum og múrsteinum. Tvö lík-
anna voru brennd.
Múgmorðin í Dulena, sem voru
framin 15. október, hafa vakið heita
umræðu út um allt Indland: er líf
kýrinnar heilagra en mannslífið?
Þessi umræða endurspeglar tog-
streituna á Indlandi milli þeirra sem
vilja vernda veraldlegar fjölræðis-
hefðir landsins og þjóðernissinnaðra
hindúa sem líta á sig sem verndara
hindúasiðar og -menningar.
Þótt yfirvöld hafi lofað ýtarlegri
rannsókn á múgmorðunum og tugir
lögreglumanna og dómari hafi verið
á staðnum hafa engir verið ákærðir
nema mennirnir fimm sem voru
myrtir. Mennirnir voru ákærðir fyr-
ir að lóga kú. Rannsóknarmennirnir
hafa nú fengið niðurstöðu krufning-
ar – á kúnni.
Mennirnir voru úr röðum dalíta,
eða „hinna ósnertanlegu“, stétt-
lausra hindúa sem hafa lítinn sem
engan rétt í indverska erfðastétta-
kerfinu. Margir þjóðernissinnaðir
hindúar líta svo á að morðin séu
skiljanleg og jafnvel réttlætanleg
refsing fyrir enn verri glæp.
„Við teljum kúna vera móður
heimsins, mannkynsins, þannig að
þeir sem lóga kú hafa myrt móður,“
sagði Pitambar Gaur, 35 ára, for-
ystumaður deildar Heimsráðs hind-
úa í Dulena. Gaur kvaðst harma ör-
lög dalítanna fimm en sagði að
refsingin væri „rökrétt“ við þessar
aðstæður. „Ef hún kemur í veg fyrir
að aðrir drepi kýr þá tel ég að þetta
hafi verið rétt.“
Slík ummæli hafa vakið reiði með-
al frjálslyndra Indverja sem segja
að öfgamenn úr röðum hindúa og
pólitískir bandamenn þeirra – meðal
annars Bharatiya Janata-flokkurinn
sem fer fyrir samsteypustjórn Ind-
lands – grafi undan lögum og reglu
og ali á sundrungu í samfélaginu.
Stjórnmálamenn í Kongress-flokkn-
um, sem er í stjórnarandstöðu, og
fleiri segja að róttækir hindúar hafi
hvatt til múgmorðanna í samstarfi
við lögregluna.
Mörg dæmi eru um slík múgmorð
á Indlandi en yfirleitt tengjast þau
deilum hindúa og íslamska minni-
hlutans. Hindúar myrtu til að
mynda yfir þúsund múslíma í Guj-
arat-ríki í fyrra eftir að múslímar
höfðu myrt 60 þjóðernissinnaða
hindúa í farþegalest.
Vilja ekki upplýsa málið
Dalítar hafa ekki heldur farið var-
hluta af ofsóknum. Þótt þeir séu
hindúar eru þeir „óhreinir“ í augum
margra Indverja og þeir mega að-
eins hafa með höndum þau störf sem
aðrir hindúar vilja ekki.
Eitt þessara starfa er að flá naut-
gripi. Þótt bannað sé að slátra kúm á
Indlandi veitir stjórnin dalítum leyfi
til að selja húð sjálfdauðra kúa.
Þetta var atvinna dalítanna fimm
sem voru myrtir í Dulena.
Faðir eins þeirra segir að þeir hafi
ætlað að selja húð kýrinnar þegar
lögreglumenn hafi stöðvað þá og
barið til bana eftir að þeir hafi neitað
að greiða mútur. Þeir hafi síðan log-
ið því að æstur múgur hafi myrt
mennina í því skyni að hylma yfir
eigin glæp.
Aðrir ættingjar mannanna halda
því hins vegar fram að lögreglu-
menn hafi barið einn dalítanna til
bana og reynt að hylma yfir það með
því að koma af stað orðrómi um að
dalítarnir hafi lógað kú og síðan leyft
öfgamönnum úr röðum hindúa að
myrða hina dalítana fjóra.
Flest þykir benda til þess að múg-
urinn hafi myrt flesta ef ekki alla
dalítana. Lögreglunni hefur þó lítið
orðið ágengt við rannsókn málsins
og íbúar bæjarins eru mjög tregir til
að veita henni upplýsingar um það,
enda styðja margir þeirra morð-
ingjana.
„Þeir eru góðir hindúar og þess
vegna var það rétt af þeim að reiðast
og drepa þá,“ sagði bæjarbúi sem
býr nálægt lögreglustöðinni.
Er kýrin
heilagari en
mannslífið?
Fimm menn myrtir fyrir að lóga kú
Washington Post
Indversk kona, Ramvati Singh (fyrir miðju), og ættingjar hennar syrgja
son hennar, einn fimm dalíta sem voru myrtir fyrir að lóga kú.
Dulena. The Washington Post.
’ Þeir sem lóga kúhafa myrt móður
mannkynsins. ‘
FÆREYSKA landstjórnin hefur fal-
ið danska sagnfræðiprófessornum
Bent Jensen að gera úttekt á
tengslum færeyskra vinstrimanna við
valdhafa í kommúnistaríkjum Mið- og
Austur-Evrópu á dögum kalda stríðs-
ins. Landstjórnin, undir forystu An-
finns Kallsbergs, lögmanns Færey-
inga, hefur ákveðið að verja ákveðinni
summu af fjárlögum í þetta verkefni.
Landstjórnin hefur ennfremur samið
um að Jensen fái aðgang að leyni-
skjölum sem geymd eru í ýmsum
skjalasöfnum í Danmörku, þar á með-
al leyniþjónustu dönsku lögreglunn-
ar, leyniþjónustu hersins og ráðu-
neyta utanríkis- og varnarmála.
„Samkvæmt samkomulagi við fær-
eysku landstjórnina get ég ekki lyft
hulunni af bráðabirgðaniðurstöðum
rannsóknarinnar. En ég geri ráð fyrir
að henni ljúki á næsta ári,“ hefur Jyl-
landsposten eftir Jensen prófessor,
sem hefur safnað miklum upplýsing-
um úr skjalasöfnum í Moskvu.
Greindi Jensen frá því, að rannsóknin
væri hliðstæð rannsókn sem hann
hefði fyrr á þessu ári lagt til við
danska forsætisráðherrann Anders
Fogh Rasmussen að hann fengi um-
boð til að gera um fortíð danskra
vinstrimanna. Danska stjórnin afréð
þó að fela það frekar dönsku rann-
sóknastofnuninni um utanríkismál.
Tilgangurinn með rannsókninni
sem Jensen vinnur nú að fyrir Fær-
eyinga er m.a. komast að því hverjir
hafi gengið erinda Varsjárbandalags-
ins í Færeyjum og hvernig ráðamenn
Sovétríkjanna hafi metið hernaðar-
legt mikilvægi eyjanna. Sovézk fiski-
skip voru tíðir gestir við Færeyjar á
dögum kalda stríðsins og þykir líklegt
að áhafnir þeirra hafi verið á höttun-
um eftir fleiru en þorski.
Úttekt gerð
á Austur-
blokkar-
tengslum
Færeyjar
LÖGREGLAN í Indónesíu sagði í
gær að verið væri að yfirheyra
mann sem væri félagi í samtökum
sem staðið hefðu fyrir sprengju-
tilræðinu á eynni Bali fyrir skömmu
en þar fórust rúmlega 190 manns,
aðallega erlendir ferðamenn. Mað-
urinn, sem er þrítugur og sagður er
heita Amrozi, mun hafa átt hvítan
Mitsubishi-sendibíl sem sprakk við
þekktan ferðamannastað er margir
Vesturlandamenn sóttu.
Aðspurður sagði yfirmaður
indónesísku lögreglunnar, Da’i
Bachtiar, að Amrozi, sem einnig
gengur undir nafninu M. Rozi og
fleiri dulnefnum, hefði verið stjórn-
andi tilræðismannanna á staðnum.
Handtaka Amrozis þykir vera mik-
ill áfangi í baráttu Indónesa gegn
hermdarverkamönnum.
„Hann hefur sagt okkur margt
og viðurkennt að hafa verið að
verki á Bali. Við erum því að leita
að vinum hans og þeir hafa verið
settir á lista lögreglunnar yfir eft-
irlýsta menn,“ sagði Bachtiar. Lög-
reglan hefur birt teikningar af hin-
um eftirlýstu og dreift þeim um
landið. Flogið var með Amrozi frá
Bali til Jövu á miðvikudagskvöld
þar sem hann verður yfirheyrður
frekar. Indónesar eiga samstarf við
lögreglumenn frá Ástralíu, Banda-
ríkjunum og fleiri löndum vegna
rannsóknar málsins.
Hvatt til árása á veitingastaði
Amrozi er frá Lamongan á aust-
urhluta Jövu og mun stundum hafa
farið til bæna í nálægum heimavist-
arskóla múslíma í borginni Teng-
gulun, að sögn skólastjórans, Zak-
aria sem eins og fleiri Indónesar
notar aðeins eitt nafn. Amrozi er
sagður hafa verið handsamaður í
skólanum. Zakaria sagðist hafa tjáð
lögreglunni að hann þekkti mann-
inn og einnig Abu Bakar Bashir,
íslamskan klerk sem nú er í haldi
vegna gruns um hlutdeild í öðrum
hryðjuverkum.
Ráðamenn í Singapore og Malas-
íu telja að Bashir sé andlegur leið-
togi hryðjuverkasamtakanna Jem-
aah Islamiyah sem grunuð eru um
að hafa tekið þátt í tilræðinu á Bali.
Indónesar álíta að Bashir hafi
skipulagt árásir á nokkrar kirkjur á
aðfangadag árið 2000. Bashir, sem
er 64 ára gamall og sjúkur, er nú í
haldi lögreglunnar. Hann dvaldist
um hríð í Malasíu, þar sem Amrozi
starfaði einnig um sama leyti og
Bashir stofnaði á sínum tíma ísl-
amskan heimavistarskóla þar sem
áðurnefndur Zakaria úrskrifaðist.
Bashir neitar því að eiga nokkurn
þátt í hryðjuverkum.
Asíuútgáfa bandaríska dagblaðs-
ins Wall Street Journal sagði í gær
að sprengingin á Bali hefði verið
skipulögð af Hambali, herskáum
múslímaklerki sem sagður er vera
yfirmaður aðgerða Jemaah Islam-
yiah. Ekki er vitað hvar hann held-
ur sig núna. Blaðið hafði eftir heim-
ildarmönnum sínum að Hambali
hefði á fundi í Taílandi í janúar sl.
hvatt herskáa araba og Suðaustur-
Asíumenn til að ráðast á veitinga-
staði og næturklúbba í heimshlut-
anum.
AP
Teikningar af eftirlýstum hryðjuverkamönnum sem lögreglan í Indónesíu hefur dreift vegna tilræðisins á Bali.
Indónesar handtaka
hermdarverkamann
Sagður hafa átt
þátt í sprengju-
tilræðinu á Bali
Jakarta, Bali. AFP, AP.
RUDOLF Augstein, stofnandi og út-
gefandi þýzka fréttatímaritsins Der
Spiegel, lézt á sjúkrahúsi í Hamborg í
gær, tveimur dög-
um eftir 79 ára af-
mælið. Banamein
hans var lungna-
bólga.
„Það er sem við
höfum misst föð-
ur,“ er haft eftir
Joachim Preuß að-
stoðarritstjóra á
netfréttasíðu
Spiegel, þar sem
fréttin af andláti
Augsteins var birt í gær. Næsta tölu-
blað ritsins verður helgað minningu
Augsteins, sem stofnaði það árið 1947.
Augstein var einn virtasti blaða-
maður Þýzkalands eftir stríð. Eftir að
hafa verið látinn laus úr bandarískum
stríðsfangabúðum – hann var kallað-
ur í herinn árið 1942 og særðist á
austurvígstöðvunum – starfaði hann
fyrst um sinn við brezkt hernámsdag-
blað í fæðingarborg sinni Hannover
en tókst síðan að herja út leyfi her-
námsyfirvalda til að gefa út eigið
fréttablað. Upp úr stríðsrústunum
byggði hann upp blað sem varð fljótt
einn áhrifamesti fjölmiðill Þýzka-
lands. Með fulltingi harðsvíraðs liðs
blaðamanna með bækistöðvar í Ham-
borg gerði Augstein „Spegilinn“ að
miðli sem stóð virkan vörð um prent-
frelsið og gat sér orðstír fyrir vand-
aða rannsóknarblaðamennsku. Hann
kallaði blaðið gjarnan „stórskotalið
lýðræðisins“.
Í október 1962 voru Augstein og
nokkrir aðrir blaðamenn Spiegel
handteknir eftir að birt var í blaðinu
umfjöllun um meinta vangetu NATO
til að bregðast við ef í harðbakkann
slægi í kalda stríðinu. Var blaðinu
gefið að sök að hafa birt trúnaðar-
upplýsingar. Handtökurnar kölluðu á
alþjóðleg mótmæli og þær urðu til
þess að Franz-Josef Strauß, þáver-
andi varnarmálaráðherra Vestur-
Þýzkalands, neyddist til að segja af
sér. Málið hefur síðan jafnan verið
kallað „Spiegel-hneykslið“.
Sem útgefandi blaðsins hélt Aug-
stein áfram að skrifa í það leiðara allt
fram í andlátið, og hafði með því áhrif
á opinbera umræðu í Þýzkalandi.
Vikulegt upplag Der Spiegel er ell-
efuhundruðþúsund eintök.
Rudolf
Augstein
allur
Rudolf
Augstein