Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 22

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ örugg stýring viðskiptakrafna MAGNÚS Baldursson, fræðslu- stjóri í Hafnarfirði, reiknar með að starfsmaður á vegum Skóla- skrifstofu muni ræða við skóla- stjóra Lækjarskóla um notkun á gulum og rauðum spjöldum strax í næstu viku. Morgunblaðið greindi frá því fyrr í vikunni að skólinn hefði beitt gulum og rauðum spjöld- um á nemendur í 1. til 4. bekk til að viðhalda aga en fái barn rauða spjaldið þarf það að sitja inni í frímínútum í þrjá daga og vinna heimavinnuna sína. Málið bar á góma á fundi fræðsluráðs í fyrradag. „Þetta er ekki það sem við köllum akút mál þótt auðvitað höfum við áhyggjur af því ef fólk er óánægt með starfið í skólanum og þá skoðum við það alltaf,“ segir Magnús. Hann hef- ur rætt óformlega við skóla- stjórann um málið en engin af- staða hefur verið tekin um framhaldið. Magnús segir að Skólaskrif- stofan hafi hvatt skólastjórn- endur til að taka á agavanda- málum í skólum en að engin fyrirmæli hafi verið gefin um það með hvaða hætti. „Ég held að það sé alveg ljóst að ef þessi umræða heldur áfram á nei- kvæðum nótum munum við auð- vitað skoða málið og fá nánari útlistun á þessu og út á hvað þetta gengur í smáatriðum.“ Að sögn Magnúsar hefur ekkert formlegt erindi borist Skóla- skrifstofunni þar sem kvartað er undan notkun á gulum og rauð- um spjöldum í skólanum. Hins vegar hafi eitt foreldri haft sam- band og nefnt að sér hugnaðist ekki sú aðferð sem notuð væri til að taka á agavandamálum. Lækjarskóli Rætt við skólastjóra Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur samþykkt að hrinda af stað vinnu við deiliskipulag svæðis þar sem flugfélagið Atlanta hefur sótt um að reisa höfuðstöðvar sínar. Gert er ráð fyrir íbúðasvæði í tengslum við athafnasvæðið sem lóðin tilheyr- ir. Svæðið sem um ræðir er sunnan Vesturlandsvegar og vestan Hafra- vatnsvegar. Að sögn Tryggva Jóns- sonar bæjarverkfræðings hafa arki- tektar verið ráðnir til að hanna skipulagið en það er Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og fé- lagar ehf., sem mun sjá um skipu- lagsgerðina. „Þörfin fyrir skipulagið er tilkom- in vegna umsóknar Atlanta um lóð á þessu svæði,“ segir Tryggvi. „Þetta er skilgreint sem miðsvæði og svo er íbúðasvæði sem tengist því þar sem áætlað er að byggja um 110 íbúðir, flestar í fjölbýli, raðhúsnæði og par- húsum.“ Hann segir að á athafnasvæðinu verði stærri lóðir fyrir fyrirtæki. Þannig hafi Atlanta óskað eftir lóð sem væri einn og hálfur hektari að stærð. „Í þessari skipulagsvinnu hafa menn meðal annars velt því fyr- ir sér að þarna gæti hugsanlega ver- ið fjölbrautaskóli en það liggja engar ákvarðanir fyrir um það.“ Tryggvi segir ráðgert að ljúka deiliskipulags- vinnunni strax á þessu ári þannig að framkvæmdir á svæðinu gætu hafist á vormánuðum á næsta ári.                 Nýtt hverfi vestan Hafra- vatnsvegar Mosfellsbær HLUTFALL leiðbeinenda við kennslu í grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum skólaárið 2002–2003 er lægst í Garðabæ, eða 5%, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Tölurnar er að finna í yfirliti sem lagt var fram á fundi bæj- arráðs Garðabæjar í vikunni. Yfirlitið vann Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri Álftanesskóla, að beiðni skóla- nefndar Bessastaðahrepps. Það tekur til allra kennara og leiðbeinenda sem eru í minnst 30% starfi. Hafnarfjarðarbær kemur næstur í röðinni en þar er hlut- fall leiðbeinenda 7%. Hlutfallið er 10% í Kópavogi og í Reykja- vík, 14,5% í Grindavík, 15% á Seltjarnarnesi og 23% í Mos- fellsbæ og í Bessastaðahreppi. Hlutfall leiðbeinenda er hæst í Reykjanesbæ af þeim stöðum sem skoðaðir voru eða 33%. Leiðbeinendur í grunnskólum Hlutfallið lægst í Garðabæ Garðabær SNYRTISKÓLINN, nýr skóli fyrir snyrtifræðinga, verður opnaður með formlegum hætti í dag í Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Skól- inn er einkarekinn og á fram- haldsskólastigi og munu nem- endur útskrifast þaðan sem fullgildir snyrtifræðingar að loknu námi. Hann mun alls geta tekið við 36 nemendum en fyrst um sinn munu 12 nemendur hefja nám við skólann en þeim fjölgar eftir því sem líður á veturinn. Námið sjálft tekur tólf mánuði að viðbættri starfsþjálfun og sveinsprófi. Reiknað er með að nemendur hafi lokið hluta af bók- námi í öðrum framhaldsskóla áð- ur en þeir innritast en stefnt er að því að Snyrtiskólinn bjóði í framtíðinni upp á kennslu í bók- legum fögum á framhalds- skólastigi þannig að nemendur geti sótt tímana innan skólans. Húsið þar sem Snyrtiskólinn er til húsa er nýtt og sérhannað til kennslu en þar hafa einnig að- stöðu förðunarskóli No Name og Naglaskólinn. Eigendur skólans eru Kristín Stefánsdóttir og Inga Þyri Kjartansdóttir. Skólastjóri er Ósk Vilhjálmsdóttir. Auk þess að bjóða upp á verk- legt og bóklegt nám fyrir verð- andi snyrtifræðinga býður skól- inn upp á endurmenntun fyrir útskrifaða snyrtifræðinga. Starfstitillinn „snyrtifræð- ingur“ fælir karlmenn frá Ósk Vilhjálmsdóttir skólastjóri leggur áherslu á að mikil áhersla sé lögð á húðmeðferðina og að snyrtifræði gangi út á mun meira en að snyrta neglur og lita varir. Í raun megi segja að það sé minnsti hlutinn af náminu. „Við erum að vinna með mjög sterk efni og þar af leiðandi þarf kennslan í kringum þau að vera mjög fræðileg og markviss,“ segir Ósk. Í því felst að snyrti- fræðingar eru dags- daglega að fást við ýmiss konar húð- vandamál en einnig að viðhalda heilbrigðri húð og fegra. „Nemendur þurfa einnig að vera vel að sér í efnafræði snyrti- vara og þekkja öll efnin sem þeir með- höndla,“ segir Ósk og bætir við að áhersla sé lögð á að snyrti- fræðingar öðlist grunnþekkingu í líf- fræði og lífeðlisfræði. Spurð um áhuga karlmanna á snyrti- fræði segir Ósk að einungis einn karlmaður hafi sótt um en hann hafi ekki haft tilskil- inn undanfara í bóknámi sem þarf til að innritast. Hún ítrekar að snyrtifræði sé jafnt fyrir konur og karla og tel- ur að hugsanlega eigi starfstitillinn snyrtifræðingur sinn þátt í að fæla karl- menn frá því að leggja námið fyrir sig. Hún nefnir í þessu sambandi að Félag íslenskra snyrtifræðinga hafi velt upp þeirri hug- mynd að breyta starfstitlinum en dæmi um hinn nýja starfstitil gæti verið húðfræðingur eða húð- og snyrtifræð- ingur. Sem fyrr segir verður skólinn opn- aður í dag að við- stöddum Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs. Þá mun séra Íris Krist- jánsdóttir, sóknarprestur í Hjalla- sókn, vígja húsið. Nýr snyrtiskóli á framhaldsskólastigi opnaður með formlegum hætti í dag Minnstur tími hjá nemendum fer í að lita varir og lakka neglur Morgunblaðið/RAXNemendur skólans, tólf talsins, ásamt skólastjóra sínum. Kópavogur Ósk Vilhjálmsdóttir er skólastjóri Snyrtiskól- ans en alls starfa átta kennarar við skólann. SEX umsóknir bárust um stöðu að- stoðarskólastjóra Áslandsskóla en málið var lagt fyrir á fundi fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar í vikunni. Að sögn Magnúsar Baldurssonar fræðslustjóra verður ráðið í stöðuna að fengnu samþykki fræðsluráðs, að öllum líkindum á næsta fundi þess, á miðvikudag í þarnæstu viku. Áður hafði umsóknarfresturinn verið framlengdur eftir að aðeins tvær umsóknir bárust um stöðuna. Umsækjendurnir eru: Erlingur Þorsteinsson, Erna Ingibjörg Páls- dóttir, Inga Rósa Þórðardóttir, Skarphéðinn Gunnarsson, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og Unnur Elfa Guðmundsdóttir. Áslandsskóli Sex sækja um stöðu aðstoð- arskólastjóra Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.