Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 26

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Í BÆNUM okkar er best að vera“ er heiti nýrrar revíu sem Leikfélag Keflavíkur hefur æft undanfarnar vikur og frumsýnir í Frumleikhúsinu í kvöld. Fjallað er á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ. Revían er eftir Ómar Jóhannsson sem áður hefur skrifað þrjár revíur fyrir leikfélagið, síðast „Saman stöndum við! (Sundraðir ...)“ „Keflavíkurrevíur Ómars hafa alltaf verið vinsælar og nú eru nokk- ur ár síðan sú síðasta var sýnd. Við fengum hann því til að skrifa nýja revíu fyrir okkur enda nóg verið að gerast í bæjarlífinu,“ segir Jón Mar- inó Sigurðsson, formaður Leikfélags Keflavíkur. „Ótrúlega gaman“ Eins og nærri má geta fjallar verkið á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ og ná- grenni og málefnin tekin fyrir í leik og söng. „Ég fékk það skemmtilega hlutverk að leika okkar ágæta bæj- arstjóra og er stoltur af því,“ sagði Jón Marinó þegar hann var spurður að því hver léki Árna Sigfússon sem hlýtur að koma nokkuð við sögu í revíu sem sýnd er í lok kosningaárs, þar sem hann kom eins og storm- sveipur inn í bæjarfélagið. Leikstjóri er Helga Braga Jóns- dóttir gamanleikari og Baldur Þórir Guðmundsson er tónlistarstjóri. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni. Helga Braga segir að allt hafi fyllst af ungu fólki í haust, þegar auglýst var eftir áhugasömu fólki. Hópurinn sem standi að sýningunni sé þó blanda af ungu fólki og reyndara og margir stórefnilegir leikarar. Hún segir að aðstaðan í Frumleikhúsinu sé einnig til fyrirmyndar. „Þetta hefur verið ótrúlega gam- an. Ég er alin upp í svona leikhúsi, Skagaleikflokknum, þar sem mamma var formaður og þekki stemmninguna vel,“ segir hún. Jón Marinó segir að mikil aðsókn unglinga í leikstarfið hafi komið á óvart. Leikfélagið miði við að taka ekki yngri krakka en tíundubekk- inga og hafi því ekki allir komist að. „Maður sér það núna að unga fólkið er það eina sem hefur nógan tíma. Það var skrifaður sérstakur þáttur inn í revíuna sem sýnir hvað lítið er um að vera fyrir unga fólkið hér í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir því við að leikfélagið stefni að því að gera eitthvað sérstaklega fyrir ungt fólk eftir áramót. Jón Marinó er ánægður með sýn- inguna og fullyrðir að fólk muni skemmta sér vel. Frumsýningin verður í kvöld kl. 20 í Frumleikhús- inu á Vesturbraut 17 í Keflavík og næsta sýning verður á sunnudag og síðan fleiri eftir aðsókn og aðstæð- um. Ný revía frumsýnd í Frumleikhúsinu í kvöld Formaðurinn leikur nýja bæjarstjórann Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fékk bærinn brókarsótt á Ljósanótt? stendur einhvers staðar í söngtextanum sem hér er verið að æfa. Keflavík „ÞAÐ hefur myndast einhverskonar ástarsamband milli mín og Reykja- nesbæjar,“ segir Helga Braga Jóns- dóttir, leikstjóri nýjustu Keflavík- urrevíunnar. „Það eru ör- lög,“ segir Helga Braga spurð um tildrög þess að hún bætti leik- stjórninni í Kefla- vík inn í þéttskip- aða dagskrá sína. Hún var að leika í kvikmyndinni Dauði kötturinn sem tekin var upp í gamla bænum í Keflavík í sumar. Við myndina vann fólk úr Leikfélaginu. Helga Braga segist hafa verið að gantast með það að gaman væri að leikstýra í þessu fína leikhúsi og verið tekin á orðinu. Annars segir hún að myndast hafi einhverskonar ástarsamband milli sín og Reykjanesbæjar. „Nær ekki Reykjanesbær yfir alla bæina, Grindavík líka?“ spyr Helga en er fljót að komast á réttan kúrs þegar blaðamaður fellur í pyttinn og fer að leiðrétta. „Ég hef verið fengin til að skemmta aftur og aftur um öll Suðurnesin, meira að segja oftar en einu sinni í sömu félögunum.“ Í ástarsamband við Reykjanesbæ Helga Braga Jónsdóttir VERIÐ er að athuga hagkvæmni þess að breyta félagsheimilinu Festi í Grindavík í gistiheimili. Fyrirtækið Ráðgjöf-verktaka (RV) á Keflavíkurflugvelli, sem með- al annars rekur leikskólann við Krók í Grindavík, hefur verið í viðræðum við bæjaryfirvöld um möguleikana á því að breyta Festi í gistiheimili. Fyrirtækið er í samstarfi við Ís- lenska aðalverktaka um verkefnið. Pétur Guðmundsson rekstrarstjóri segir að nú sé unnið að gerð við- skiptaáætlunar um gistiheimilið. Þeirri vinnu ljúki í febrúar eða mars og þá verði ákveðið með framhaldið. Pétur segir að nýta megi félags- heimilið betur en nú er gert og að bæjaryfirvöld hafi tekið vel í hug- myndir RV. Þá sé ljóst að fleiri gisti- möguleika vanti í bæinn. Hann segir miðað við að áfram verði salur til samkomuhalds í Festi. Hugmyndir um gisti- heimili í Festi Grindavík KIWANISKLÚBBURINN Hof í Garði á 30 ára starfsafmæli um þess- ar mundir. Í tilefni þess verður hald- inn hátíðarfundur sunnudaginn 10. nóvember næstkomandi klukkan 16 í Kiwanishúsinu, Heiðartúni 4. Að undanförnu hafa staðið yfir lagfæringar á húsnæðinu. Opið hús verður á sunnudaginn frá klukkan 17 til 19 og hvetja Hofsfélagar Garð- menn til að líta inn, skoða húsnæðið, spjalla við félagsmenn og fá sér kaffisopa. Kiwanis- klúbburinn Hof þrítugur Garður MYND nóvembermánaðar hefur verið sett upp í Kjarna, Hafn- argötu 57 í Keflavík. Myndin er eftir Soffíu Þorkelsdóttur, mynd- listarmann mánaðarins í Reykja- nesbæ. Menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar stendur fyrir því framtaki að kynna myndlistarmenn bæj- arins með því að hafa myndir eftir þá til sýnis í Kjarna. Soffía Þorkelsdóttir er fædd 4. apríl 1915 að Álftá í Mýrarsýslu en flutti til Keflavíkur árið 1943 og hefur búið þar allar götur síð- an. Soffía hefur sótt myndlist- arnámskeið á vegum Baðstof- unnar frá árinu 1974 og helsti leiðbeinandi hennar hefur verið Eiríkur Smith listmálari. Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Galleríi Hringlist árið 2000, og einnig tek- ið þátt í mörgum samsýningum, síðast á Ljósanótt í september sl. ásamt öðrum gömlum nemendum Eiríks Smith. Þess má einnig geta að Soffía hefur rekið hann- yrðaverslun í Reykjanesbæ í 50 ár. Ný mynd mánaðarins komin upp Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ganga til samn- inga við eigendur Hafnargötu 88 í Keflavík um leigu á húsnæðinu undir væntanlega menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ. Stefnt er að opnun miðstöðvarinnar sem gengur undir vinnuheitinu „88“, næsta haust. Tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar hefur í nokkur ár haft áhuga á að koma upp upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi, segir að nú sé draumastað- urinn fundinn. Húsið sé á góðum stað í bænum og um 800 fermetrar að stærð. Þar er Vélsmiðjan Óðinn til húsa, auk verslunar. Það gefi mikla möguleika til nýtingar. Ýmsar hugmyndir um nýtingu Í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var samhljóða í bæjar- stjórn er gert ráð fyrir að íþrótta- og tómstundaskrifstofu og tómstunda- og íþróttaráði verði falið að útfæra til- lögur um nákvæma nýtingu á hús- næðinu. Stefán segir gert ráð fyrir að koma þar fyrir upplýsinga- og menn- ingarmiðstöð ungs fólks, 16 ára og eldri. Þeir nemendur sem ekki fara í framhaldsskóla eða flosni þar upp úr námi missi oft tengsl við jafnaldra sína sem halda áfram í skólanum. Slík miðstöð gæti orðið vettvangur til að ungmennin gætu myndað tengsl á nýjan leik. Hann segir ýmsar hug- myndir uppi um starfsemi í upplýs- ingamiðstöðinni en hana verði að þróa með notendum hennar og í ljósi reynslu annarra staða. Nefnir Stefán þó að áhugavert væri að koma á sam- starfi við fyrirtæki sem þjónuðu ungu fólki, til dæmis tölvuleikjafyrirtæki, um að koma upp slíkri aðstöðu í hús- inu og hefði það þegar verið rætt. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um aðra starfsemi í miðstöðinni. Gert er ráð fyrir að félagsmiðstöðin Fjörheimar flytji þangað úr kjallar- anum á Stapa, þar verði aðstaða Vinnuskóla Reykjanesbæjar, bæki- stöð Útideildar, æfingaaðstaða fyrir unglingahljómsveitir og aðalbækistöð Tómstundabandalags Reykjanesbæj- ar, svo nokkuð sé nefnt. Hús leigt undir menn- ingarmiðstöð ungs fólks Reykjanesbær Ljósmynd/Hilmar Bragi ♦ ♦ ♦ www.forval.is finndu þann sem að þér þykir bestur.. ..Diesel ilmirnir eru hver öðrum F R A G R A N S E S vinsælli spennandi öðruvísi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.