Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Í BÆNUM okkar er best að vera“ er heiti nýrrar revíu sem Leikfélag Keflavíkur hefur æft undanfarnar vikur og frumsýnir í Frumleikhúsinu í kvöld. Fjallað er á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ. Revían er eftir Ómar Jóhannsson sem áður hefur skrifað þrjár revíur fyrir leikfélagið, síðast „Saman stöndum við! (Sundraðir ...)“ „Keflavíkurrevíur Ómars hafa alltaf verið vinsælar og nú eru nokk- ur ár síðan sú síðasta var sýnd. Við fengum hann því til að skrifa nýja revíu fyrir okkur enda nóg verið að gerast í bæjarlífinu,“ segir Jón Mar- inó Sigurðsson, formaður Leikfélags Keflavíkur. „Ótrúlega gaman“ Eins og nærri má geta fjallar verkið á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ og ná- grenni og málefnin tekin fyrir í leik og söng. „Ég fékk það skemmtilega hlutverk að leika okkar ágæta bæj- arstjóra og er stoltur af því,“ sagði Jón Marinó þegar hann var spurður að því hver léki Árna Sigfússon sem hlýtur að koma nokkuð við sögu í revíu sem sýnd er í lok kosningaárs, þar sem hann kom eins og storm- sveipur inn í bæjarfélagið. Leikstjóri er Helga Braga Jóns- dóttir gamanleikari og Baldur Þórir Guðmundsson er tónlistarstjóri. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni. Helga Braga segir að allt hafi fyllst af ungu fólki í haust, þegar auglýst var eftir áhugasömu fólki. Hópurinn sem standi að sýningunni sé þó blanda af ungu fólki og reyndara og margir stórefnilegir leikarar. Hún segir að aðstaðan í Frumleikhúsinu sé einnig til fyrirmyndar. „Þetta hefur verið ótrúlega gam- an. Ég er alin upp í svona leikhúsi, Skagaleikflokknum, þar sem mamma var formaður og þekki stemmninguna vel,“ segir hún. Jón Marinó segir að mikil aðsókn unglinga í leikstarfið hafi komið á óvart. Leikfélagið miði við að taka ekki yngri krakka en tíundubekk- inga og hafi því ekki allir komist að. „Maður sér það núna að unga fólkið er það eina sem hefur nógan tíma. Það var skrifaður sérstakur þáttur inn í revíuna sem sýnir hvað lítið er um að vera fyrir unga fólkið hér í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir því við að leikfélagið stefni að því að gera eitthvað sérstaklega fyrir ungt fólk eftir áramót. Jón Marinó er ánægður með sýn- inguna og fullyrðir að fólk muni skemmta sér vel. Frumsýningin verður í kvöld kl. 20 í Frumleikhús- inu á Vesturbraut 17 í Keflavík og næsta sýning verður á sunnudag og síðan fleiri eftir aðsókn og aðstæð- um. Ný revía frumsýnd í Frumleikhúsinu í kvöld Formaðurinn leikur nýja bæjarstjórann Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fékk bærinn brókarsótt á Ljósanótt? stendur einhvers staðar í söngtextanum sem hér er verið að æfa. Keflavík „ÞAÐ hefur myndast einhverskonar ástarsamband milli mín og Reykja- nesbæjar,“ segir Helga Braga Jóns- dóttir, leikstjóri nýjustu Keflavík- urrevíunnar. „Það eru ör- lög,“ segir Helga Braga spurð um tildrög þess að hún bætti leik- stjórninni í Kefla- vík inn í þéttskip- aða dagskrá sína. Hún var að leika í kvikmyndinni Dauði kötturinn sem tekin var upp í gamla bænum í Keflavík í sumar. Við myndina vann fólk úr Leikfélaginu. Helga Braga segist hafa verið að gantast með það að gaman væri að leikstýra í þessu fína leikhúsi og verið tekin á orðinu. Annars segir hún að myndast hafi einhverskonar ástarsamband milli sín og Reykjanesbæjar. „Nær ekki Reykjanesbær yfir alla bæina, Grindavík líka?“ spyr Helga en er fljót að komast á réttan kúrs þegar blaðamaður fellur í pyttinn og fer að leiðrétta. „Ég hef verið fengin til að skemmta aftur og aftur um öll Suðurnesin, meira að segja oftar en einu sinni í sömu félögunum.“ Í ástarsamband við Reykjanesbæ Helga Braga Jónsdóttir VERIÐ er að athuga hagkvæmni þess að breyta félagsheimilinu Festi í Grindavík í gistiheimili. Fyrirtækið Ráðgjöf-verktaka (RV) á Keflavíkurflugvelli, sem með- al annars rekur leikskólann við Krók í Grindavík, hefur verið í viðræðum við bæjaryfirvöld um möguleikana á því að breyta Festi í gistiheimili. Fyrirtækið er í samstarfi við Ís- lenska aðalverktaka um verkefnið. Pétur Guðmundsson rekstrarstjóri segir að nú sé unnið að gerð við- skiptaáætlunar um gistiheimilið. Þeirri vinnu ljúki í febrúar eða mars og þá verði ákveðið með framhaldið. Pétur segir að nýta megi félags- heimilið betur en nú er gert og að bæjaryfirvöld hafi tekið vel í hug- myndir RV. Þá sé ljóst að fleiri gisti- möguleika vanti í bæinn. Hann segir miðað við að áfram verði salur til samkomuhalds í Festi. Hugmyndir um gisti- heimili í Festi Grindavík KIWANISKLÚBBURINN Hof í Garði á 30 ára starfsafmæli um þess- ar mundir. Í tilefni þess verður hald- inn hátíðarfundur sunnudaginn 10. nóvember næstkomandi klukkan 16 í Kiwanishúsinu, Heiðartúni 4. Að undanförnu hafa staðið yfir lagfæringar á húsnæðinu. Opið hús verður á sunnudaginn frá klukkan 17 til 19 og hvetja Hofsfélagar Garð- menn til að líta inn, skoða húsnæðið, spjalla við félagsmenn og fá sér kaffisopa. Kiwanis- klúbburinn Hof þrítugur Garður MYND nóvembermánaðar hefur verið sett upp í Kjarna, Hafn- argötu 57 í Keflavík. Myndin er eftir Soffíu Þorkelsdóttur, mynd- listarmann mánaðarins í Reykja- nesbæ. Menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar stendur fyrir því framtaki að kynna myndlistarmenn bæj- arins með því að hafa myndir eftir þá til sýnis í Kjarna. Soffía Þorkelsdóttir er fædd 4. apríl 1915 að Álftá í Mýrarsýslu en flutti til Keflavíkur árið 1943 og hefur búið þar allar götur síð- an. Soffía hefur sótt myndlist- arnámskeið á vegum Baðstof- unnar frá árinu 1974 og helsti leiðbeinandi hennar hefur verið Eiríkur Smith listmálari. Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Galleríi Hringlist árið 2000, og einnig tek- ið þátt í mörgum samsýningum, síðast á Ljósanótt í september sl. ásamt öðrum gömlum nemendum Eiríks Smith. Þess má einnig geta að Soffía hefur rekið hann- yrðaverslun í Reykjanesbæ í 50 ár. Ný mynd mánaðarins komin upp Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ganga til samn- inga við eigendur Hafnargötu 88 í Keflavík um leigu á húsnæðinu undir væntanlega menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ. Stefnt er að opnun miðstöðvarinnar sem gengur undir vinnuheitinu „88“, næsta haust. Tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar hefur í nokkur ár haft áhuga á að koma upp upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi, segir að nú sé draumastað- urinn fundinn. Húsið sé á góðum stað í bænum og um 800 fermetrar að stærð. Þar er Vélsmiðjan Óðinn til húsa, auk verslunar. Það gefi mikla möguleika til nýtingar. Ýmsar hugmyndir um nýtingu Í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var samhljóða í bæjar- stjórn er gert ráð fyrir að íþrótta- og tómstundaskrifstofu og tómstunda- og íþróttaráði verði falið að útfæra til- lögur um nákvæma nýtingu á hús- næðinu. Stefán segir gert ráð fyrir að koma þar fyrir upplýsinga- og menn- ingarmiðstöð ungs fólks, 16 ára og eldri. Þeir nemendur sem ekki fara í framhaldsskóla eða flosni þar upp úr námi missi oft tengsl við jafnaldra sína sem halda áfram í skólanum. Slík miðstöð gæti orðið vettvangur til að ungmennin gætu myndað tengsl á nýjan leik. Hann segir ýmsar hug- myndir uppi um starfsemi í upplýs- ingamiðstöðinni en hana verði að þróa með notendum hennar og í ljósi reynslu annarra staða. Nefnir Stefán þó að áhugavert væri að koma á sam- starfi við fyrirtæki sem þjónuðu ungu fólki, til dæmis tölvuleikjafyrirtæki, um að koma upp slíkri aðstöðu í hús- inu og hefði það þegar verið rætt. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um aðra starfsemi í miðstöðinni. Gert er ráð fyrir að félagsmiðstöðin Fjörheimar flytji þangað úr kjallar- anum á Stapa, þar verði aðstaða Vinnuskóla Reykjanesbæjar, bæki- stöð Útideildar, æfingaaðstaða fyrir unglingahljómsveitir og aðalbækistöð Tómstundabandalags Reykjanesbæj- ar, svo nokkuð sé nefnt. Hús leigt undir menn- ingarmiðstöð ungs fólks Reykjanesbær Ljósmynd/Hilmar Bragi ♦ ♦ ♦ www.forval.is finndu þann sem að þér þykir bestur.. ..Diesel ilmirnir eru hver öðrum F R A G R A N S E S vinsælli spennandi öðruvísi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.