Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 29

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 29 MATTHÍAS Johannessen hefurverið áberandi í íslensku menn-ingarlífi um nærri hálfrar aldarskeið sem afkastamikill rithöf- undur og ritstjóri Morgunblaðsins. Á rit- þinginu sem hefst kl. 13.30 í menningarmið- stöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag, gefst áhugafólki um bókmenntir tækifæri til að kynnast Matthíasi betur og ritferli hans. Þá mun skáldið lesa upp úr bók sinni Vatnaskil sem kemur út á allra næstu dögum. Lifandi tónlist verður flutt af þeim Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, og að ritþingi loknu kl. 16 verður opnuð í sérstöku rými í Gerðubergi sýning á myndverkum úr einkaeign Matthíasar. Silja Aðalsteinsdóttir mun stjórna umræð- um dagsins þar sem blandað verður saman upplestrum skáldsins, samræðum og útlegg- ingum spyrlanna Bernards Scudders og Ást- ráðs Eysteinssonar á skáldverkum höfundar- ins. „Við ætlum að taka hvert æviskeið fyrir en einnig að ræða saman á þematískum nótum. Við ætlum að skoða bernsku og uppvaxtarár, menntaskólaárin, Reykjavíkur- og hernáms- árin sem Matthías hefur lýst í bókum sínum. Þá ætlum við að reyna að yfirheyra Matthías dálítið um áhrif annarra skálda á skrif hans, þ.e. hvað hann hefur lesið og grætt á. Síðan ætlum við að reyna að fá hann til að segja svo- lítið frá vinnu sinni á Mogganum,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir um verkefni ritþingsins. Matthías verður örlítið tortrygginn við síð- asttöldu athugasemdina og bendir Silja þá á að þótt það sé fyrst og fremst skáldið og rithöf- undurinn Matthías sem verði til skoðunar á þinginu, hljóti blaðamannastörf hans að teljast stór hluti af ævistarfinu. Matthías neitar því ekki og berast umræð- urnar nú að samtölunum sem Matthías hefur átt við bæði þjóðþekkta og minna þekkta ein- staklinga í gegnum tíðina. „Þegar ég var að skrifa samtölin á þessum árum var ég alltaf í þeim stellingum að vera að skrifa smásögu,“ segir Matthías. „Þótt sá sem maður talar við sé gott efni, verður samtalið ekki endilega gott. Það er glíma út af fyrir sig að taka viðtöl enda liggur lengsta leið sem ég þekki frá vörum eins manns á blað hjá öðrum,“ segir Matthías og bendir á að ástæðan fyrir þessu liggi ekki síst í því breiða bili sem er milli talmáls og ritmáls í íslensku. „Fornsagna- málið er svo sterkt í okkur ennþá, og má segja að blaðamennskan hafi hjálpað bókmenntun- um mikið í sambandi við samtöl. Samtöl eru það sem eyðileggur flestar íslenskar skáldsög- ur, segir Matthías og eru hinir hjartanlega sammála honum í þessu atriði. Fjölbreytilegar hliðar á skáldskapnum Skáldskapur Matthíasar Johannessen verð- ur eftir sem áður aðalumræðuefnið á rit- þinginu. Bernard Scudder segist munu beina sjónum að ljóðum Matthíasar, þó svo það fari dálítið eftir því hvaða stefnu umræðurnar taki hvaða ljóð verði tekin fyrir. „Ég var beðinn um að velja tvö ljóð, sem ég mun biðja Matthías um að lesa og við munum síðan ræða um. Valið var erfitt og er ég búinn að taka til átta til tíu ljóð og ætla ég að sjá til á staðnum hvaða tvö ljóð verða fyrir valinu. Þetta eru þó allt ljóð sem vísa í margar áttir og hafa breiða skír- skotun til skáldskaparferils hans. Ég ætla síð- an að leggja út frá ljóðinu til þess að draga fram menningarlegt samhengi skáldskapar Matthíasar, og er þetta samhengi ekki síst fjöl- menningarlegt. Þetta er kannski tískuhugtak, en það á mjög vel við um skáldskap Matthías- ar. Þar er að finna ákveðna heimssýn sem ekki er til staðar t.d. hjá rómantísku skáldunum,“ segir Scudder. Ástráður segist munu líta talsvert til sagna- gerðar Matthíasar í sínum spurningum, þó svo að umræðurnar verði einnig á almennum nót- um. „Ég hef svolítið verið að skoða prósaskáld- skap Matthíasar og er að velta fyrir mér ákveðnum tengingum sem ég mun spyrja hann út í. Ein af þessum tengingum er t.d. milli smá- sagnanna og samtalanna sem við ræddum um áðan. Þá held ég að við komumst ekki hjá því að ræða um Matthías sem borgarskáld, sem og hinar fjölbreytilegu hliðar á skáldskap hans.“ Þeir Matthías og Ástráður hafa áður átt samtal á þingi með áheyrendum og var borgarskáldskapur Matthíasar þá til umræðu. „Ég hef aldrei á ævi minni kviðið fyrir neinum hlut eins og því þingi, en það tókst þó mjög vel,“ segir Matthías og á það sama við um rit- þingið á morgun. „Ég hlakka aldrei til neins sem er sósíalt og langar mig síst til að vera miðpunkturinn í svoleiðis sitúasjón. En þegar þetta er komið af stað mun ég eflaust njóta þess,“ segir Matthías að lokum. Frá ljóðum til samtala Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátt var á hjalla í Gerðubergi þegar blaðamaður fór á fund þeirra Silju Aðalsteinsdóttur, Matthíasar Johannessen, Bernards Scudders og Ástráðs Eysteinssonar. Það má búast við líf- legum umræðum á ritþingi sem haldið verður um skáldskap Matthíasar Johannessen á morgun. Reynt verður að koma böndum á skáldið Matthías Johannes- sen á ritþingi í Gerðubergi á morgun. Þar mæta til leiks ásamt skáldinu spyrlarnir Ástráður Eysteinsson og Bernard Scudder en Silja Aðalsteinsdóttir mun stjórna þinginu. Heiða Jóhannsdóttir hitti hópinn að máli í vikunni. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.