Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 35
og situr nú í sveitarstjórn. Var á þriðja sæti
eina listans sem kom fram fyrir síðustu kosn-
ingar, en þar er um að ræða þverpólitískan hóp
sem tók sig saman. Hún er til að mynda
óflokksbundin. Hafþór Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri SR-mjöls á staðnum, var í fyrsta
sæti listans og er því oddviti en hann var í
minnihluta í sveitarstjórn á síðasta kjörtímabili
fyrir Raufarhafnarlistann, sem sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn buðu fram saman. „Ég
varð svolítið skúffuð yfir því hve margir sögð-
ust ekki nenna að taka þátt eða ekki hafa áhuga
á því að standa í skítkasti,“ segir Margrét um
aðdraganda þess að þessi eini listi var settur
saman í vor. „Hvernig getur fólk í 300 manna
bæjarfélagi ekki haft áhuga á því sem gerist í
bænum?“ Margrét segir að það hafi ekki komið
á óvart að fjárhagsstæða sveitarfélagsins væri
slæm. Allir vissu að hreppurinn hefði á sínum
tíma keypt verðbréf og öllum væri ljóst að
verðgildi slíkra bréfi hefði hrunið upp á síðkast-
ið, en „það sem var stærsta áfallið var að kom-
ast að því að bæjarfélagið hafði verið rekið á yf-
irdrætti síðasta hálfa árið. Ég hafði beðið um
að sjá ársreikninga bæjarfélagsins, þótt ég
væri ekki í sveitarstjórn, og sá að það hafði ver-
ið rekið með talsverðum halla síðustu tvö árin
en það kom á óvart að það hefði verið rekið frá
degi til dags á yfirdráttarheimild sem yfirleitt
var fullnýtt og kostaði þar af leiðandi bæj-
arfélagið fleiri milljónir í dráttarvexti á ári.“
Margrét segir það gefa auga leið að þegar bæj-
arfélag sé rekið með halla ár eftir ár komi að
því að peningarnir klárist. „Það er reyndar al-
veg sama hvort það er sveitarfélag, fyrirtæki
eða fjölskylda.“ Tekjur sveitarfélagsins hafa
vitaskuld lækkað verulega vegna fólksfækkun-
ar í plássinu undanfarin ár, auk þess sem laun
hátekjufólks, t.d. sjómanna, hafa lækkað. „En
það er ekki annað inni í myndinni en að bjarga
málunum,“ segir Margrét. „Og það ætti að vera
hægt með smáaðhaldi í einhvern tíma; reyndar
er vitað mál að það verður erfitt í fyrstu en fólk
ætlar ekki að gefast upp. Við erum ekki mjög
skuldsett sveitarfélag á íslenska vísu og ef
rekstrinum verður stýrt eftir tekjum ætti þetta
ekki að verða neitt vandamál næstu árin.“
Geta lagt niður bæinn
þegar „þeir“ vilja
Einar Jóhannesson og Gestur Þorsteinsson
starfa báðir hjá SR-mjöli, en Gestur er reyndar
einn fjögurra sem sagt hefur verið upp störf-
um. „Við getum auðvitað ekki tekið ástandinu í
bænum nema eins og það er; og það er ekki
nógu gott,“ segir Gestur við Morgunblaðið.
„Eftir því sem maður heyrir er allt á hausn-
um en ég get svo sem ekkert fullyrt um það. En
ég segi að þetta hafi allt saman byrjað þegar
kvótakerfið var sett á,“ segir Einar. „Þegar
kvóti fer af svona stað kemur ekkert í staðinn.
Þá er svona staður búinn að vera. Og „þeir“
geta lagt bæinn niður hvenær sem „þeir“ vilja,“
segir hann. Með „þeim“ á hann við Útgerð-
arfélag Akureyringa, sem á frystihúsið Jökul,
og Samherja sem á verksmiðju SR-mjöls. Hann
segir fólk hljóta að óttast að svo fari, því þegar
kvótanum hafi verið skipt á örfáar hendur og
fyrirtækin stækki sé engin trygging fyrir því að
fyrirtæki eins og þessi tvö á Raufarhöfn starfi
áfram. „Og þá er ekkert eftir. Hér er enga aðra
vinnu að hafa nema hvað hreppurinn er með
eitthvert fólk í vinnu,“ segir Einar og Gestur
botnar: „Og húskofarnir eru verðlausir. Já, hér
hefur orðið fólksfækkun og hún á eftir að verði
meiri. Það getur enginn ætlast til þess að mað-
ur sitji atvinnulaus heima við símann og bíði
eftir því að kallað sé í mann. Það lifir enginn á
því. Enda er ég að fara! Ég er búinn að flytja
heimilisfangið mitt í Garðinn og fer eins fljótt
og ég get.“ Gestur er fæddur á Raufarhöfn og
hefur búið þar lengst af ævinni, nema hvað
hann var í Keflavík í nokkur ár fyrir margt
löngu. „Mér líkar vel á Suðurnesjunum. Nei, ég
er ekki búinn að fá vinnu þar en ég fer héðan
þegar uppsögnin tekur gildi. Það er alveg á
hreinu.“ Hann segir gott að vera á Raufarhöfn,
svo fremi vinnu sé að hafa, en „ég er búinn að
fá nóg. Þetta gerir kannski ekki svo mikið til
fyrir mig, ég er orðinn svo gamall, en ástandið
er hrikalegt fyrir unga fólkið.“
Upplýsingar um fjárhagsstöðu
koma úr fjölmiðlum
Bergur Þórðarson, myndlistarmaður og
kennari, fluttist til Raufarhafnar fyrir rúmu ári
ásamt eiginkonu sinni og dóttur. „Okkur finnst
yndislegt að búa hérna,“ segir hann. Hann hef-
ur búið fyrir sunnan og þau voru um það bil 15
ár erlendis en Raufarhöfn og nágrenni segir
Bergur paradís. „Hér er fögur náttúra. Þetta
er landshluti sem hefur orðið svolítið út úr; er
ósnertur ennþá. Óspilltur að mörgu leyti. Hér
er fiskveiði í vötnum, fuglalíf er fjölbreytt og
útiveran dásamleg að sumrinu til. Hér fær
maður frið til að vinna og skólastarfið hefur
gengið mjög vel.“ En hann segir: „Mér finnst
nú vera að koma í ljós gallar á því að hér skuli
vera sjálfkjörinn listi í sveitarstjórn. Ég hef á
tilfinningunni að einhvers konar minnihluta
vanti til aðhalds. Þessi sjálfkjörni listi lofaði
öllu fögru í vor um að upplýsingaflæði til bæj-
arbúa yrði mun öflugra en það hefði verið en nú
erum við bæjarbúar að upplifa það að við fáum
allar okkar upplýsingar um fjárhagsstöðu sveit-
arfélagsins úr fjölmiðlum í Reykjavík. Okkur er
ekkert sagt.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Raufarhöfn í erfiðri stöðu
Sex til sextán ára strákar og stelpur koma
saman einu sinni í viku á fótboltaæfingu undir
stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar kennara.
Bergur Þórðarson, myndlistarmaður og
kennari á Raufarhöfn.
Erla Guðmundsdóttir, til vinstri, og Berglind
Friðbergsdóttir. Þær vinna báðir í versluninni
Urð á Raufarhöfn.
Gestur Þorsteinsson, til vinstri, og Einar
Jóhannesson, starfsmenn SR-mjöls á
Raufarhöfn.
Aron Þorbergsson, 16 ára, og Erna Ragn-
arsdóttir, 18 ára, starfsmenn Jökuls ehf. á
Raufarhöfn.
Margrét Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri
Jökuls ehf. á Raufarhöfn. Hún á einnig sæti í
sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps.
skapti@mbl.is