Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 41
ÆTLI nokkur hafi unnið jafn-
ötullega að því að búa betri hag þeim
sem minna mega
sín?
Um nokkurra ára
skeið hef ég fylgst
með vinnu þeirri
sem Margrét Frí-
mannsdóttir hefur
innt af hendi í þágu
þeirra sem hafa ekki tungu til að tala
sjálfir, ég tel víst að þarna sé á ferð
einn virtasti og metnaðarfyllsti þing-
maður okkar Íslendinga.
Það góða starf sem Margrét hefur
unnið í málefnum fanga hefur sann-
anlega bjargað mannslífum, en oft
gleymist í umræðunni um fanga-
málin að fangar landsins munu ljúka
afplánun sinni og sameinast sam-
félaginu á nýjan leik. Því er mjög
brýnt að huga að málefnum þeirra,
ef ekki væri vegna þeirra, þá okkar.
Á sviði áfengis- og vímuvarna
kemst enginn í hálfkvisti við Mar-
gréti.
Ég hvet alla sem vilja stuðla að
bættum hag okkar íbúanna og þá
sem áfengis- og vímuvarnarmálin
snerta, bæði aðstandendur og at-
vinnumenn, að styðja Margréti Frí-
mannsdóttur til áframhaldandi þing-
setu með stuðningi ykkar í 1. sæti á
Suðurlandi í prófkjörinu hinn 9. nóv-
ember næstkomandi.
Margrét Frí-
mannsdóttir í 1.
sæti á Suðurlandi
Guðjón Egill Guðjónsson, starfsmaður hjá
12 spora húsi, skrifar:
ÁGÆTU stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvest-
urkjördæmi. Nú á
laugardaginn kem-
ur, hinn 9. nóv-
ember, göngum við
að kjörborði og velj-
um okkur forystu í
nýju og stærra kjör-
dæmi en við höfum
áður þekkt. Kjördæmi sem spannar
nálægt fjórðungi landsins okkar. Í
þessu nýja kjördæmi er gríðarlega
mikilvægt að við veljum okkur öfl-
ugan og sigurstranglegan framboðs-
lista sjálfstæðismenn góðir. Við höf-
um úr mörgum og álitlegum nöfnum
að velja, frambjóðendum með mikla
og víðtæka reynslu, það ríður á að
við náum að stilla upp sterku liði. Í
mínu óskaliði verður nafn Einars
Kristins Guðfinnssonar mjög of-
arlega á blaði. Einar Kristinn hefur
sýnt það með framgöngu sinni,
t.a.m. innan ferðamálaráðs, að þar
fer maður sem er ábyrgur gerða
sinna. Fylkjum liði, sjálfstæðismenn
góðir, og tryggjum Einari Kristni
gott veganesti á laugardaginn kem-
ur. Tryggjum Einari Kristni annað
af tveimur efstu sætum listans.
Einar Kristinn,
traustsins
verður!
Björn Bjarki Þorsteinsson, bæjarfulltrúi í
Borgarbyggð, skrifar: NÚTÍMAFÓLK veltir því oft fyr-
ir sér hvers virði starf þeirra sé og
hvernig samferðamennirnir meti
það. Ég hef sjálfur
fyrir löngu gert upp
við mig þýðingu
menningar og
mennta fyrir allt
andlegt líf þjóð-
arinnar og mikilvægi
þeirra starfa sem
þessum sviðum tengjast. Ég er einn-
ig nokkuð sannfærður um að flestir
Íslendingar átti sig á þýðingu þeirra.
Af þessu ástæðum hefur það vakið
furðu mína að Alþingi Íslendinga
hefur ekki notið starfskrafta og hug-
myndaauðgi listamanna nema þá í
undantekningartilfellum.
Í dag er bjart framundan því sam-
fylkingarfólki gefst tækifæri til að
kjósa á lista flokksins einstaklega
frambærilegan klassískan lista-
mann. Hér á ég við píanóleikarann
Sigrúnu Grendal sem býður sig fram
í 5.-6. sæti listans.
Sigrún er ekki aðeins fyrsta
flokks skapandi listamaður og per-
sónuleiki heldur hefur hún sinnt fé-
lagasmálum sinnar stéttar af fram-
úrskarandi krafti.
Er ekki kominn tími til að kjósa
listamann á Alþingi Íslendinga? Ég
vil hvetja allt samfylkingarfólk til að
greiða Sigrúnu Grendal atkvæði sitt
í prófkjörinu 9. nóvember.
Kjósum lista-
mann á þing
Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræð-
ingur, skrifar:
GUÐMUNDUR Árni er öflugur
talsmaður jafnaðarmanna á Íslandi.
Hann er kraftmikill, áræðinn og
reynsluríkur stjórn-
málamaður. Undir
hans forystu voru
jafnaðarmenn mjög
sterkir í Hafnarfirði
og unnu glæsta
kosningasigra á ár-
unum 1986 til 1994.
Guðmundur er tilbúinn til að leiða
framboðslista Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi. Það er glæsileg
framvarðasveit sem okkur í kjör-
dæminu stendur til boða að velja á
framboðslista flokksins. Það er mik-
ilvægt að flokksfólk í kjördæminu
velji sitt sterkasta lið til að leiða
listann til sigurs í alþingiskosn-
ingum á komandi vori.
Þau tæp tíu ár sem ég hef búið í
Hafnarfirði hef ég kynnst Guðmundi
betur og betur. Þekki vel orðið
hvernig hann nær að meta málefnin
kalt, en að sama skapi kynnst hversu
hjartagóður maður hann er.
Samfylkingin er með sterka stöðu
hér í Hafnarfirði eftir kosningar síð-
astliðið vor. Og ég trúi því að hún nái
sterkri stöðu að loknum kosningum
á komandi vori. Guðmundur Árni er
réttur maður til að leiða þá vinnu í
kjördæminu. Ég hvet því flokks-
menn til að styðja hann í for-
ustusætið.
Guðmund Árna
í 1. sæti
Gísli Ó. Valdimarsson, formaður Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði, skrifar:
FRAMUNDAN er prófkjör Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík. Þar er í
framboði Ásta R. Jó-
hannesdóttir. Ég hef
lengi fylgst með
störfum Ástu að mál-
efnum geðsjúkra og
annarra sem eiga á
brattann að sækja í
okkar samfélagi.
Hún er þar ómetanlegur og ómiss-
andi liðsmaður fyrir okkur sem
störfum að þessum málum, óþreyt-
andi við að taka upp mál einstaklinga
og samtaka.
Sem betur fer eru geðfatlaðir
minnihlutahópur, en enginn veit
hvenær hann sjálfur, nánir ætt-
ingjar eða vinir gætu þurft að kljást
við andlega vanheilsu. Þá fyrst gerir
fólk sér grein fyrir mikilvægi að-
stoðar samfélagsins, stjórnvalda
sem stjórnmálamanna. Samfélagið
þarfnast stjórnmálamanna eins og
Ástu Ragnheiðar. Að henni er nú
sótt í harðri prófkjörsbaráttu. Allir
sem vilja geta skráð sig í Samfylk-
inguna og tekið þátt í prófkjörinu
hinn 9. nóvember. Ég skora á alla þá
sem eru mér sammála um mikilvægi
Ástu að gera það og greiða henni at-
kvæði í þriðja sæti hinn 9. nóvember.
Ásta R. er
öflugur málsvari
geðfatlaðra
Anna Valdemarsdóttir, forstöðumaður í
Klúbbnum Geysi, skrifar:
HELGI Hjörvar er maður sem
hefur unnið hörðum höndum að mál-
efnum er varða bætt-
an hag þeirra sem
minna mega sín,
Helgi Hjörvar starf-
aði sem forseti borg-
arstjórnar og stóð
hann sig með miklum
ágætum þar. Helgi
var einnig formaður félagsmálaráðs
og óeigingjarnt starf hans á sviði
áfengis- og vímuvarnarmála er mark-
að af heiðarlegum og drífandi fúsleika
sem fáir búa yfir, Helgi Hjörvar er
stjórnarformaður hússjóðs Ör-
yrkjabandalagsins, hann var einnig
formaður Blindrafélagsins. Sér-
plægni er fyrir Helga óþekkt orð. Er
hann því búinn að undirbúa komu
sína á Alþingi Íslendinga í vor með
eftirminnilegum hætti.
Helgi Hjörvar er framsækinn mað-
ur og fylginn sér, og hygg ég að nú sé
tími jafnaðarmanna kominn, með
Bryndísi Hlöðversdóttur í öðru sæti.
Það er trú mín og okkar sem störfum
á þessum vettvangi að þjóðin ákveði
nú að greiða leið þessara forystu-
manna með stuðningi til áframhald-
andi setu og með Helga Hjörvar í
öruggu sæti á Alþingi Íslendinga.
Stöndum vörð
um mannauð,
veljum rétt
Guðjón Egill Guðjónsson, starfsmaður hjá
12 spora húsi, skrifar:
ÉG hef nú nýverið lagt fram á
Alþingi Íslendinga breytingar á
lögum um greiðslu ríkissjóðs til
þolenda afbrota. Það gerðist nefni-
lega hér fyrir nokkrum árum, nán-
ar tiltekið árið 1996, að allar
skaðabætur til þolenda afbrota
voru lækkaðar um helming. Þetta
var svokallaður bandormur í fjár-
lögum, og var þessu kirfilega mót-
mælt á sínum tíma, ekki síst af
konum og kvennahreyfingum. Það
versta í þessu máli var að með
þessu var breytt áðurnefndum lög-
um, sem voru tiltölulega ný og
höfðu hlotið afar mikinn og góðan
hljómgrunn og stuðning – þvert á
pólitíska flokka. Þau voru mikil
réttarbót fyrir t.d. konur sem
höfðu orðið fyrir nauðgunum, svo
ekki sé talað um þau börn sem
urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.
En það gerðist eins og hendi væri
veifað – allt skorið niður um helm-
ing í þessum áðurnefndu fjárlög-
um – og lofað endurskoðun í þeim
næstu. Í nokkur ár hefur verið tal-
að um að breyta þessu til upp-
runalegs horfs, en þetta er greini-
lega eitthvað sem hefur gleymst!
Það gengur ekki lengur og þess
vegna hef ég flutt frumvarp til
laga sem gerir ráð fyrir helmingi
hærri bótum en nú eru og einnig
geri ég ráð fyrir að fjárhæðir taki
verðlagsbreytingum samkvæmt
skaðabótalögum.
Nú reynir á allt tal um það
hversu nauðsynlegt sé að breyta
þessu og leiðrétta þessi mistök,
börnum og þolendum afbrota til
handa. Um þetta á því ekki að
vera pólitískur ágreiningur enda
málið brýnt og hagsmunir mik-
ilvægir.
Skaðabætur til
þolenda afbrota
Eftir Guðrúnu
Ögmundsdóttur
Höfundur er alþingismaður.
„Í nokkur ár
hefur verið
talað um að
breyta
þessu til
upprunalegs horfs, en
þetta er greinilega
eitthvað sem hefur
gleymst!“
Kringlunni 8-12 www.olympia.is sími 553 3600
Vetrarlínan komin
Glæsilegt úrval
SATIN CURVES
Gylltur
75-85 B-C-D