Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 42

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Ögmundsdóttir þing- maður er skelegg kona og kraft- mikil. Hún er óhrædd við að taka á erfiðu málunum sem við fæst viljum vita af, og draga þau fram í dags- ljósið. Hún stendur fyrir sínu hvar sem hún fer og býr að ríkri þekkingu og reynslu úr starfi sínu sem fé- lagsráðgjafi á víðum vettvangi. Í starfi sínu sem alþingiskona hefur hún unnið vel, ekki aðeins sem hluti af heild, heldur sem frum- kvöðull og málshefjandi á brýnum úrlausnarefnum, ekki síst þeim er varða kjör hinna sem minna mega sín í samfélaginu. Hún er ekki kona sem fellur í fjöldann, heldur kona sem gustar af og framkvæmir. Þess vegna er Guðrún Ögmunds- dóttir ómissandi á Alþingi Íslend- inga, þar sem framtakið er meira virði en fjöldinn. Því skora ég á allt hugsandi fólk að mæta í prófkjör Samfylkingarinnar á laugardag og tryggja að atorkusemi Guðrúnar Ögmundsdóttur nýtist áfram á Al- þingi, landi og lýð til heilla. Guðrún Ögmunds- dóttir ómissandi þingkona Ragnheiður Jónsdóttir enskukennari skrifar: EINN er sá maður í framboðs- hópi Samfylkingarinnar í Reykjavík sem allir ættu að geta sameinast um að koma á þing. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur vaxið mikið í starfi formanns ungra jafnaðarmanna og stjórnar þar geysiöflugu starfi. Ekki er á nokkurn hallað þegar fullyrt er að þar fari ferskasti og öflugasti frambjóðandinn úr hópi utanþingsmanna. Samfylkingunni gefst nú einstakt tækifæri til að leiða inn á þing ungan og kraftmik- inn atgervismann. Þrátt fyrir ung- an aldur er það festa og einurð sem helst hafa einkennt störf Ágústar. Hann tekur hlutverk sitt alvarlega og hefur sýnt að þegar hann tekur afstöðu til mála er það yfirleitt byggt á vandlegri skoðun á viðkomandi málaflokki. Ágúst hefur til að mynda verið einn af öflugustu talsmönnum Evrópusambands- aðildar og við skoðun sína á málinu er hann orðinn einn helsti sérfræð- ingur Íslands í sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það eru svona vinnu- brögð sem einkenna góða þing- menn. Sameinumst öll um að koma Ágústi á þing. Sameinumst um Ágúst Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmála- fræðingur, skrifar: LÝÐRÆÐI er orð sem er oft notað við hátíðleg tækifæri, en hvað felst í orðinu lýðræði? Það felst t.d. í því að allir hafi sama rétt til menntunar, til að tjá sig og sínar hugmyndir. Það er alls ekki sjálfgefið að allir hafi sömu aðstöðu til að afla sér menntunar, þar hefur jafnaðar- stefnan mikilvægu hlutverki að gegna. Jafnaðarstefnan á að tryggja að allir hafi rétt til að afla sér menntunar, eftir áhuga og getu, án tillits til efnahags og bú- setu. Þessari hugmynd tryggjum við best brautargengi með því að styrkja Samfylkinguna til enn frekari góðra verka á komandi ár- um. Þor og kraftur er máttur, þá er komið að tjáskiptum manna, ég tel mjög brýnt að íslenska skóla- kerfið kenni nemendum sínum að tjá sig í ræðu og riti. Íslenskt skólakerfi þarf í auknum mæli að mínu mati að kenna nemendum að halda ræður, útbúa ræður, al- mennar fundarreglur og fundar- sköp. Það er ótrúlega mikilvægt að fólk geti tjáð sig hvort sem er í mæltu eða rituðu máli. Það hlýtur að vera eitt af meg- inverkefnum íslensks skólakerfis að við fáum sem heilsteyptustu og trúverðugustu einstaklinga úr skólum landsins. Til að slíkt sé raunhæft þarf íslenska mennta- kerfið að huga vel að ofannefndum atriðum. Um leið og þessi atriði eru auk- in, verður manneskjan frjálsari og lýðræðið virkara að mínu mati. Þessum atriðum mun ég fylgja eftir ef ég fæ til þess styrk í kom- andi flokksvali Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Lýðræði, mennt er máttur, hug- myndir, þor og kraftur er máttur Eftir Jón Kr. Óskarsson Höfundur gefur kost á sér í 4. – 6. sæti í flokksvali Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. „Jafnaðar- stefnan á að tryggja að allir hafi rétt til að afla sér menntunar, eftir áhuga og getu, án tillits til efnahags og búsetu.“ ÉG vil hvetja alla félaga í Sam- fylkingunni að kjósa Jónas Sigurðs- son í 2. sætið í Suðvesturkjördæmið. Jónas Sigurðsson er og hefur verið bæjarfulltrúi í Mos- fellsbæ síðastliðin átta ár. Hann hefur gífurlega reynslu og þekkingu og mikla yfirsýn á pólitísku starfi innan sveitar- félaga. Hann leggur metnað sinn í að nálgast öll málefni með opinn huga og yfirvegun og hef- ur jafnframt hugrekki til að taka ákvarðanir. Hann er einn af þeim sjaldgæfu einstaklingum sem er allt- af málefnalegur. Alúð hans og færni í samskiptum við fólk gera hann að fyrsta flokks frambjóðanda. Kjósum Jónas Sigurðsson í eitt af efstu sæt- unum á framboðslista Samfylking- arinnar. Kjósum Jónas í 2.–4. sætið Hjördís Bjartmars Arnardóttir skrifar: VALDIMAR Leó Friðriksson gefur kost á sér í flokksvali Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi 9. nóvember nk. Valdimar Leó hef- ur starfað mikið inn- an íþróttahreyfing- arinnar og er formaður UMSK sem er næststærsta héraðssambandið innan ÍSÍ. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Aftur- eldingar í Mosfellsbæ. Þar hefur hann unnið mikið og gott starf. Oft er vitnað til samnings Aftureldingar við Mosfellsbæ innan íþróttahreyf- ingarinnar sem fyrirmyndarsamn- ings íþróttafélags og bæjarfélags. Valdimar er talsmaður fé- lagshyggju og jöfnuðar. Hann hefur ekki aðeins látið orðin tala heldur hefur hann starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir fatlaða og látið málefni bæði vistmanna og starfsmanna til sín taka með eftirtektarverðum árangri. Þátttakendur í flokksvalinu verða að hafa hugfast að á listann raðist fólk með fjölbreytta reynslu og úr öllum bæjarfélögum kjördæmisins. Því hvet ég samfylkingarfólk til að kjósa Valdimar í 4. sætið. Hann mun reynast traustur liðsmaður. Valdimar í 4. sæti Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Körfuknattleikssambands Íslands, skrifar: ÞAÐ þarf að ráðast í átak í at- vinnumálum Suðurkjördæmis þar sem kostir svæðisins eru nýttir til hins ýtrasta. Fjölda margt má nefna hvað varðar sérstöðu og kosti þess til öflugrar atvinnuupp- byggingar. Það á með kraftmiklum hætti að standa að uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra, t.d. með menningartengdri ferðamennsku, markvissum stuðningi við nýsköp- un, stofnun svæðisbundinna frum- kvöðlasmiðja, byggingu fleiri skóladeilda og uppbyggingu iðn- aðar. Samgöngubætur og ferðamennska Nálægðin við höfuðborgarsvæð- ið, fjöldi vinsælla ferðamannastaða og orkuöflun landsins, sem á sér að miklu leyti stað í kjördæminu, gefa færi á umfangsmikilli at- vinnuuppbyggingu. Sem dæmi má nefna að u.þ.b. 90% af orkufram- leiðslu landsins fara fram á Suður- landi en mjög lítil iðnaðarfram- leiðsla á sér hinsvegar stað á Suðursvæðinu. Þessu verður að breyta. Margir staðir á Suðurnesj- um og Þorlákshöfn, svo dæmi séu tekin, eru tilvaldir til uppbygg- ingar öflugs iðnaðar. Það er hægt að fullyrða að þau gullnu tækifæri sem ferðamanna- straumurinn á svæðið skapar eru fjarri því að vera að fullu nýtt. Samgöngubætur á borð við lýsingu Hellisheiðar, tvöföldun Reykjanes- brautar og Suðurstrandavegur eru hins vegar nauðsynlegar til að hægt sé að byggja upp heilsárs og menningartengda ferðamennsku. Hlutur menningar af landsfram- leiðslu er miklu meiri en flesta grunar, eins og Ágúst Einarsson prófessor hefur sýnt fram á í ræðu og riti. Framlag menningar í verð- mætasköpuninni er 3,5% á móti fiskiðnaði sem er með um 5%. Það gefur augaleið að markviss menn- ingarnýting getur skapað fjöl- breytt og verðmæt störf sé ráðist í það með þróttmiklum hætti að byggja. Menningartengd ferða- mennska er auðlind sem Suður- svæðið getur nýtt með margvísleg- um hætti og orðið grunnur að mikilli auðlind til framtíðar. Þá myndi stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs skapa mikil sóknarfæri fyrir austasta hluta Suðurkjördæmis. Samfylkingin hefur kynnt metn- aðarfulla hugmynd um stofnun slíks þjóðgarðs. Með tilkomu hans myndi skapast fjöldi verðmætra starfa fyrir bæði kynin og fólk á öllum aldri. Frumkvöðla- smiðja, menning og þjóðgarður Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. „Stofnun Vatnajök- ulsþjóð- garðs myndi skapa mikil sóknarfæri fyrir aust- asta hluta Suðurkjör- dæmis.“ TALSVERÐ umræða hefur verið undanfarið um löggæslumál. Sýnist sumum sem allt sé hér í góðum gír og engin þörf á bótum í þeim efnum. Ég er útivarðstjóri í lög- reglunni í Kópavogi. Við erum að jafnaði þrír lögreglumenn- irnir hér á götunni. Ekki kem ég auga á tjónið þó að við værum t.d. fimm, jafnvel þótt við teldum einum fleiri en á Jótlandi eða í Finnmörku. Lögreglumaður kostar um kr. 5.000.000 á ársgrundvelli. Það gerir t.d. árlega eingreiðslu upp á kr. 192 per bæjarbúa í Kópavogi. Það er ekki verri fjárfestingarkostur en í DeCode. Ég vil leyfa mér að vekja athygli bæjarbúa og annarra á störfum Rannveigar Guðmundsdóttur al- þingismanns til að þoka löggæslu- málum til betri vegar. Þingmaðurinn hefur undanfarin ár sýnt þessum málum okkar borgaranna skilning umfram ýmsa aðra og reynt að vinna þessum öryggismálum framgang. Þingmaðurinn hefur margtekið þessi mál upp á Alþingi þó að ekki næðist ávallt árangur sem skyldi. Nú þegar líður að kosningamálum tel ég rétt að menn gefi þessu gætur. Ég vil hvetja Samfylkingarfólk til að setja Rannveigu í 1. sæti í komandi prófkjöri og veita henni þannig brautargengi til að vinna áfram sitt ágæta starf. Löggæslumál – Rannveigu í 1. sæti Páll Ástþór Jónsson, lögreglumaður í Kópavogi, skrifar: GUÐMUNDUR Árni Stefánsson er einn öflugasti forystumaður jafnaðarmanna á Íslandi. Hann er jafnaðarmaður af lífi og sál og hefur unnið að mark- miðum jafn- aðarstefnunnar frá unga aldri. Störf hans hafa ávallt ein- kennst af baráttu fyrir aukinni velferð í samfélagi okkar og hann hefur ævinlega beitt sér fyrir málstað þeirra sem minna mega sín. Ég kynntist Guðmundi fyrst á vettvangi fjölmiðlanna þar sem skörp samfélagssýn og djúp rétt- lætiskennd einkenndu störf hans. Sem bæjarstjóri í Hafnarfirði reif hann upp atvinnu- og menningar- lífið í bænum og færði hann inn í nútímann. Guðmundur Árni er hug- sjónamaður með bæði mikla reynslu af stjórnmálum og kröftuga framtíðarsýn. Hann berst fyrir jöfnun lífskjara í landinu og bætt- um hag láglaunafólks, barnafjöl- skyldna, aldraðra og öryrkja. Ég hvet samfylkingarfólk til að velja Guðmund Árna í 1. sætið og sam- einast um að byggja hér réttlátt þjóðfélag. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Guðmund Árna í 1. sætið Sonja B. Jónsdóttir kvikmyndagerðarmaður skrifar: ÞAÐ er skortur á ungu fólki á Alþingi um þessar mundir. Einn efnilegasti fram- bjóðandi ungliða- hreyfinga stjórnmála- flokkanna er tví- mælalaust Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður ungra jafnaðarmanna, sem gefur kost á sér nú í prófkjöri Samfylking- arinnar. Ágúst er að ljúka há- skólagráðum í lögfræði og hag- fræði. Málflutningur hans um kosti aðildar að Evrópusamband- inu hefur vakið mikla athygli, greinilegt er að þar er ekki byggt á slagorðum heldur traustri þekk- ingu á málefninu enda hefur Ágúst þegar skrifað vandað rit um sjávarútvegsstefnu ESB. Sem ungur menntamaður hefur Ágúst orðið þess áskynja að mikið vantar upp á að menntamálin séu sett nógu ofarlega á forgangslista nú- verandi stjórnvalda og vill bæta úr því. Þar hefur hann á réttu að standa. Ágúst Ólafur er í senn hógvær maður, greindur og skel- eggur. Hann yrði örugglega öfl- ugur málsvari ungu kynslóð- arinnar á Alþingi. Tryggjum honum öruggt þingsæti. Ágúst Ólafur – ábyrgur málflutningur Pétur Jónsson, formaður Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, skrifar: ÉG hef fylgst með Rannveigu Guðmundsdóttur frá því hún hasl- aði sér völl í sveitarstjórn- armálum, varð síðan þingmaður fyrir Reykjanes og loks félagsmálaráð- herra. Hún hefur brennandi áhuga á málum launafólks og fjölskyldna, mál- efnum barna og þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. En hún hefur tekist á við önnur verkefni á Alþingi eins og efnahags- og utan- ríkismál. Ég hef átt þess kost að starfa með Rannveigu í stjórnmálum um margra ára skeið. Rannveig stend- ur alltaf fyrir sínu. Nú hefur hún sagt háu mat- arverði stríð á hendur með til- löguflutningi á Alþingi. Það sem Rannveig setur frá sér er vel unn- ið og þannig var það með tillöguna um að leita orsaka matarverðsins með samanburði við hin Norð- urlöndin. Með sannfærandi og ábyggilegum upplýsingum stað- festi hún það sem allir þóttust vita en héldu að þýddi ekkert að kvarta undan, að verð á mat hér á landi er óviðunandi. Þannig hefur hún vakið flóðbylgju umræðu sem hægt er að binda vonir við og trú á að Alþingi taki mark á. Það eru þessi mál sem skipta gríðarlega miklu máli fyrir launafólk á Ís- landi. Veljum Rannveigu áfram í for- ystu. Gott hjá Rannveigu Helga E. Jónsdóttir, Kópavogi, skrifar:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.