Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 45
ÁSTA Ragnheið-
ur Jóhannesdóttir
er, að mínu mati,
ein af fáum hug-
sjónamanneskjum á
þingi. Hún hefur
barist fyrir réttlátu
samfélagi og verið
ötull talsmaður þeirra sem oft
eiga undir högg að sækja. Þann
tíma sem Ásta Ragnheiður hefur
verið á þingi hefur hún staðið vörð
um velferðarkerfið og lagt áherslu
á fjölskyldu-, heilbrigðis- og
tryggingamál. Hún hefur lagt
áherslu á þau mál sem allir jafn-
aðarmenn geta verið sammála um
að skapi grundvöll að réttlátu
samfélagi.
Ásta Ragnheiður hefur einnig
lagt sitt af mörkunum til að vekja
athygli á mismunandi aðstöðu
ólíkra lífsskoðanahópa hér á landi.
Hún hefur lýst því yfir að hún vilji
bæta lagalega og félagslega stöðu
þeirra sem standa utan Þjóðkirkj-
unnar og þeirra sem standa utan
trúsafnaða. En þessum hópum er
mismunað í dag.
Ég hvet því alla þá sem vilja að
rödd réttlætis heyrist á þingi til
að kjósa Ástu Ragnheiði Jóhann-
esdóttur í þriðja sætið í prófkjöri
Samfylkingar í Reykjavík þann 9.
nóvember næstkomandi.
Kjósum Ástu
Ragnheiði
í 3. sætið
Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður
Siðmenntar, skrifar:
HINAR dreifðu byggðir landsins
þurfa á öflugum forustumönnum að
halda. Atvinnulífið þar verður að
eiga í þeim trausta og víðsýna bak-
hjarla. Baráttan
fyrir jöfnun búsetu-
skilyrða er verkefni
sem ekki tekur
enda og krefst ein-
urðar og festu.
Þekking, reynsla
og áhugi forustu-
manna á skóla-og heilbrigðismálum
verður að vera til staðar. Áhersla á
bættar samgöngur og fjarskipti
verður að vera markviss og stöðug
og athafnir látnar fylgja orðum.
Vaxtarsproti landsbyggðarinnar,
ferðaþjónustan, þarf á dugmiklum
talsmönnum að halda. Kröfurnar um
sanngjarna og eðlilega hlutdeild
landsbyggðar í opinberum störfum
og stofnunum á að bera fram með
rökum kinnroðalaust og nýta hvert
tækifæri í þeim efnum. Forystumað-
urinn verður að hafa trú á verk-
efnum sínum og kjark til að fram-
kvæma þau.
Laugardaginn 9. nóvember nk.
velja sjálfstæðismenn í hinu nýja
Norðvesturkjördæmi forustusveit
sína. Með áðurgefnar forsendur að
leiðarljósi ætla ég að velja Sturlu
Böðvarsson í 1. sætið.
Sturlu til forystu
Ellert Kristinsson, Stykkishólmi, skrifar:
Hverfisgötu 18, s. 530 9314
Pólskir dagar
8.-10.nóvember
Á laugardag kl. 19 verður
opnuð samsýning fjögurra
pólskra listamanna.
Laugardag kl. 20 er upplestur.
Á sunnudag kl. 16 saga
Póllands o.fl.
Sérstakur pólskur matseðill
alla helgina.
í desember
Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is
Fjölgun útgáfudaga
Útgáfudögum fjölgar enn.
Í desember gefast auglýsendum aukin
tækifæri til að koma skilaboðum
til lesenda Morgunblaðsins.
Dagurinn sem bætist við nú
er föstudagurinn 27. desember.
Desember
1
2 4 5 6 7 8
9 10
3
11 12 13
20
28 29
14 15
16 1817
25
19
26
21 22
23 24
30 31
M Þ M F F L S
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
19
21
5
1
1/
20
02
27
v/Laugalæk, sími 553 3755.
Samkvæmis
fatnaður
ÉG er að stíga mín fyrstu skref í
stjórnmálum sem varamaður í sveit-
arstjórn Sandgerðis. Í sveit-
arstjórnum er feng-
ist við ýmis málefni
sem m.a. snerta ungt
fólk. Skólamál,
æskulýðs- og
íþróttamál og at-
vinnumál. Ungt fólk
með börn á líka mik-
ið undir sveitarstjórnum m.a. vegna
leikskóla.
Önnur mál sem snerta ungt fólk,
aðstaða til náms, skattar m.a. á
barnavörur, húsnæðismál og fleiri er
fjallað um á Alþingi.
Jóhann er reyndur sveitarstjórn-
armaður og kennari. Hann þekkir
vel þarfir ungs fólks og er í góðu
sambandi við ungt fólk. Hann mun
því nýtast okkur vel á þingi.
Hann hefur verið í forystu sveit-
arstjórnarmanna flokksins og hefur
því góða yfirsýn yfir verkefni og
þarfir sveitarfélaga almennt. Það er
þannig maður sem við þurfum að fá
á þing.
Ég tel mikilvægt að maður með
hans reynslu nái kjöri á Alþingi.
Ég skora því á Samfylkingarfólk í
Suðurkjördæmi að setja Jóhann
Geirdal í 2. sæti listans. Það er gott
fyrir sveitarstjórnarstigið, það er
gott fyrir ungt fólk!
Jóhann Geirdal
í 2. sæti
Hallbjörn V. Rúnarsson, varamaður Þ-lista
í bæjarstjórn Sandgerðis, skrifar:
JAKOB Frímann Magnússon gef-
ur kost á sér til forystu fyrir Reyk-
víkinga í prófkjöri Samfylking-
arinnar á laugardag. Þennan
landsþekkta tónlist-
ar- og athafnamann
þarf vart að kynna.
Hann hefur getið sér
gott orð hvar sem
hann hefur komið og
sýnt metnað í starfi.
Hann er framsýnn
heimsborgari og tekur ákvarðanir
skv. sinni eigin sannfæringu. Alþingi
þarfnast nýrra krafta. Krafta þeirra
sem hafa sýnt og sannað sig í hinu
almenna athafnalífi. Jakob Frímann
myndi hleypa nýju lífi í Alþingi Ís-
lendinga. Ég skora á Reykvíkinga
alla að leggja leið sína á kjörstað og
veita honum brautargengi.
Jakob Frímann
á Alþingi
Hjálmar Blöndal, blaðamaður, skrifar:
SAMFYLKINGARFÓLK,
tryggjum áframhaldandi setu Guð-
rúnar Ögmunds-
dóttur á Alþingi í
komandi flokksvali.
Guðrún, sem hefur
mikla þekkingu og
reynslu á sviði fé-
lagsþjónustu, hefur
nýtt hana vel í bland
við viðhorf frjálslyndis og kven-
frelsis í þingstörfum sínum. Það hef-
ur ekki síst komið fram í umfjöllun
um málefni innflytjenda. En ým-
islegt í löggjöf okkar á því sviði þarf
lagfæringar við. Auk þess hefur
Guðrún beitt sér af skynsemi í þeim
dapurlegu málum sem varða al-
þjóðlegt mannsal og okkur hefur illu
heilli birst undanfarið.
Málefni innflytjenda verða áfram
á dagskrá næstu misserin. Und-
anfarið hafa öfgaöfl komist til áhrifa
í sumum grannlanda okkar í skjóli
borgaraflokka. Við þurfum ekki að
láta okkur koma á óvart þótt að lýð-
skrumarar hér á landi tækju upp
öfgastefnu gegn innflytjanda ef þeir
telja sér henta. Tryggjum að yf-
irgripsmikil þekking Guðrúnar verði
til staðar á Alþingi.
Tryggjum
Guðrúnu
Ögmundsdóttur
öruggt sæti
Kristinn Karlsson, form. Samfylking-
arfélagsins ABR, skrifar:
MÖRÐUR Árnason er lands-
þekktur fyrir málsnilld sína og rök-
festu í kappræðum. Hitt vita
kannski fyrst og
fremst vinnufélagar
hans að hann er
vinnusamur með af-
brigðum, vandvirkur
og fundvís á lausnir.
Allt eru þetta eig-
inleikar sem prýða
mega einn þingmann. Á nýrri öld er
ekki síður mikilsvert að til löggjaf-
arstarfa veljist fólk sem kann skil á
íslenskri menningu að fornu og nýju
og er hvorki haldið vanmetakennd
gagnvart innlendum þjóðararfi né
erlendum menningaráhrifum. Mörð-
ur er í senn iðkandi og unnandi ís-
lenskra fræða og varfærinn evr-
ópusinni.
Loks er þess að geta sem ekki er
síst um vert. Mörður er nátt-
úruverndarsinni og hefur skrifað
málefnalegar greinar um fyrirhug-
aðar virkjanaframkvæmdir. Manni
sýnist að Samfylkingunni – og Al-
þingi – veiti ekkert af slíkum manni.
Mörð Árnason
í 3. sæti
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur
skrifar:
ÁSTA Ragnheiður er verðugur
fulltrúi okkar á þingi. Hún hefur
haldið á lofti málefnum jaðarhópa í
þjóðfélaginu, fólks sem hefur vegna
veikinda eða slysa
orðið óvinnufært og í
kjölfarið misst allt
sitt. Þessu fólki hef-
ur fjölgað mikið upp
á síðkastið og er nú
svo komið að varla
er hægt að tala um
það sem jaðarhóp. Ef við viljum ein-
hverntíma koma til móts við þetta
fólk og sýna því réttlæti þá verðum
við að tryggja að þingmenn eins og
Ásta Ragnheiður geti haldið áfram á
sinni braut. Það er kominn tími til að
forgangsraða málunum upp á nýtt,
koma velferðarmálunum í fyrsta
sæti, bola gamaldags og úreltum
hugsunarhætti út og innleiða alvöru
lýðræði.
Ásta Ragnheiður
– áfram veginn!
Kristinn Jóhannesson rafvirki skrifar: