Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI er vanþörf á að standa vörð
um félagslegt réttlæti í íslenskum
stjórnmálum. Ég
treysti engum betur
til varnar og sóknar
fyrir íslenskt lág-
launafólk og aðra þá
sem höllum fæti
standa en Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Dugnaður og áræði einkenna Jó-
hönnu sem þingmann. Hún veigrar
sér ekki við að taka á erfiðum málum
og kljást við öfluga hagsmunahópa
krefjist almannahagur þess. Hvort
sem fólk er alltaf sammála áherslum
hennar eða ekki dylst varla að drif-
kraftur Jóhönnu í stjórnmálum er
þrá eftir réttlæti og þjóðfélagi sem
veitir þegnunum jöfn tækifæri.
Þannig baráttufólk er dýrmætt.
Það er brýnt að þau lífsviðhorf
sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur
barist fyrir hafi sterkan byr innan
Samfylkingarinnar. Rætur jafn-
aðarmannahreyfinga liggja þann
veg.
Því er mikilvægt að Jóhanna fái
góða kosningu, þannig að hún verði í
forystu fyrir annað Reykjavík-
urkjördæmið og verði ráðherra í
næstu ríkisstjórn. Reynsla hennar
er sérstök meðmæli í því efni og við
vitum fyrir hvað Jóhanna Sigurð-
ardóttir stendur.
Jóhönnu sem
ráðherra
Kristín Á. Ólafsdóttir, fyrrverandi borg-
arfulltrúi, skrifar:
Í SAMSTARFI við stjórn Héraðs-
bókasafns Dalasýslu, sem geymt er
og starfrækt í stjórnsýsluhúsinu í
Búðardal er nú unnið að því að hrinda
í framkvæmd hugmynd sem nokkr-
um sinnum hefur borið á góma á und-
anförnum árum. Hún felst í því að í
húsakynnum bókasafnsins verði
komið á fót sérstakri Sturlustofu. Þar
er ætlunin að draga saman á einn stað
öll rit eftir Sturlu Þórðarson sagna-
ritara og allt það sem skrifað hefur
verið um hann og verk hans.
Þessi hugmynd er ekki sett fram til
höfuðs einum eða neinum. Hún er
ekki ætluð til þess að etja kappi við
mæta vini og nágranna sem vel og
lengi hafa unnið að slíkum málum í
heimahögum og víðar. Miklu fremur
er vænst góðrar samvinnu þó að
hvert hérað reyni að sjálfsögðu að
draga fram og hlúa að sönnum og sí-
gildum menningarverðmætum innan
sinna vébanda. Tilgangurinn er
margþættur og augljós. Forn rit telja
að ritverk hafi þrenns konar tilgang:
Fróðleik, skemmtan og nytsemd.
Sturlustofu er ætlað að fræða og
gleðja þá sem unna sögu þjóðarinnar
og bókmenntum og efla menningar-
tengda ferðaþjónustu, sem svo er
nefnd nú á dögum. Síðast en ekki síst
er gert ráð fyrir að Sturlustofa verði
með tímanum allt í senn varðveislu-,
fræða- og rannsóknasetur, þar sem
iðka má fræði forn og ný, halda fyr-
irlestra, sýna fræðslumyndir og veita
fróðleiksfúsum lærdómsmönnum að-
stöðu til rannsókna. Ekki aðeins þeim
sem sinna Sturlu Þórðarsyni og verk-
um hans, heldur einnig þeim sem vilja
huga að sögu og menningu Breiða-
fjarðarbyggða.
Til stuðnings þessari fyrirætlun er
vert að benda á nokkur söguleg atriði.
Árbók Ferðafélags Íslands 1947
fjallar um Dalasýslu. Hún er skráð af
Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar var
sýslumaður í 35 ár, frá 1920–1955.
Hann var landskunnur bókasafnari
og oft nefndur hinn sögufróði sýslu-
maður Dalamanna. Í árbókinni kemst
Þorsteinn svo að orði: „Það sem eink-
um ber af um Dalasýslu, er það,
hversu sögufræg hún er. Dalasýsla á
ein allra héraða nær óslitna skráða
sögu frá landnámstíð. Landnáma,
Laxdæla og að nokkru Eyrbyggja og
Borgfirðingasögur segja frá land-
náms- og söguöldinni. Þá tekur Sturl-
unga við í lok 11. aldar og segir mest
sögu Dalasýslu allra héraða um nær
tvær aldir. Frásagnir viðburða í hér-
aðinu á 14. öld eru að sönnu slitróttar,
en svo er um önnur héruð og saga
þeirra minna kunn á því tímabili. Frá
því fyrir miðja 15. öld má segja að
gögn liggi fyrir óslitinni héraðssögu.
Einkum hafa gögn þessi geymst á
höfuðbólum eins og Skarði og Stað-
arfelli. Hafa Dalamenn verið hneigðir
til bóka og bréfagerðar og söfnunar.
Mörg merkustu handrit vor eru
kennd við bæi þar í héraðinu eða ná-
grenninu.“
Auður hin djúpúðga „er tignust var
allra landnámskvenna“ nam land og
reisti bústað í Hvammi laust eftir 890.
Um hana skrifar Magnús Magnússon
ritstjóri: „Reisn, göfgi og mildi yljar
minningu Auðar djúpúðgu. Hún er
tignasta konan – eina drottningin,
sem hvílir í íslenskri mold.“ Margt
mikilhæft fólk hefur lifað og starfað í
Breiðafjarðardölum í aldanna rás.
Þar er vagga Sturlunganna, Staðar-
fell (Þórður Gilsson), Hvammur
(Sturla Þórðarson), segir Kålund/
Haraldur Matthíasson.
Í Hvammi eignuðust hjónin Sturla
Þórðarson og Guðný Böðvarsdóttir
þrjá sonu, Þórð, Sighvat og Snorra,
sem allir urðu miklir höfðingjar. Sig-
urður Nordal kemst svo að orði í riti
sínu Íslensk menning: „Þeir bræður,
synir þeirra og sonasynir eru nefndir
Sturlungar og er venjulegt að kenna
síðustu áratugi þjóðveldisins við þá
og nefna Sturlungaöld. Þó að það kyn
væri mjög kvistað í vígaferlum, má
fullyrða, að engin ætt á Íslandi hafi
fyrr né síðar í þremur liðum alið svo
marga mikilhæfa menn, bæði til ver-
aldlegra framkvæmda og andlegra
afreka.“
Þess má geta að Árni Magnússon
handritasafnari fæddist á Kvenna-
brekku árið 1663. Faðir hans, séra
Magnús Jónsson, var prestur þar. En
Árni fór kornungur að Hvammi og
ólst þar upp hjá séra Karli Jörunds-
syni móðurföður sínum, gáfu- og
fræðimanni og séra Páli syni hans.
„Hjá þeim las hann skólalærdóm til
17 ára aldurs og heimili átti hann í
Hvammi Skálholtsskólaár sín þrjú,
eða þangað til hann sigldi til háskól-
ans í Kaupmannahöfn.“ (Þorsteinn
Þorsteinsson). Þannig mætti lengi
telja.
Sturla Þórðarson, lögmaður og
sagnaritari, f. 1214, d. 1284, var sonur
Þórðar Sturlusonar. Á engan er hall-
að, þó að sagt sé, að Sturla og hans
nánustu ættmenn, Sturlungar, eigi
drýgstan þátt í því, að Dalasýsla á svo
langa og merka skráða sögu frá fyrri
öldum Íslandsbyggðar. Rit Sturlu
eru mörg og margvísleg: Landnáma-
bók Sturlu, Íslendinga saga í Sturl-
ungu, Hákonar saga gamla og saga
Magnúsar konungs Hákonarsonar.
Enn má nefna Kristnisögu, Þorgils
sögu og Hafliða, Sturlusögu, Eyr-
byggju, Grettis sögu o.fl., sem ýmsir
fræðimenn eigna honum að miklu eða
mestu leyti. Lengi hefur verið leitað
að höfundi Njálu og hafa a.m.k. sex
menn verið nefndir sem hugsanlegir
höfundar að þeirri frægu bók. Í þeim
hópi eru frændurnir Snorri Sturluson
og Sturla Þórðarson. Egils saga er
skráð af Snorra og enginn er líklegri
Laxdæluhöfundur en Ólafur hvíta-
skáld, albróðir Sturlu Þórðarsonar.
Þeir bræður eru og taldir bestu ljóð-
skáld sinnar samtíðar hér á landi.
Enn má nefna, að ýmsir fræðimenn
sjá mikinn skyldleika með Víga-
Glúmi og Sighvati Sturlusyni og telja
þá einna skemmtilegasta og litríkasta
allra höfðingja fyrri alda hér á landi.
Þegar Magnús ritstjóri fjallar um
Glúmu og höfund hennar, spyr hann
að lokum: „En hvað er því til fyrir-
stöðu, að Sighvatur hafi ritað hana?“
Sturla Þórðarson lifði mjög við-
burðaríka og stormasama ævi. Hann
var friðsamur að eðlisfari, en hlaut þó
að taka þátt í flestum stórátökum ald-
arinnar. Gegnum brim og boða slapp
hann jafnan lifandi. Þegar óvinir hans
flæmdu hann félausan utan árið 1263
á vald Noregskonungs, leið aðeins
skammur tími þar til konungur sætt-
ist við hann fullum sáttum og gerði
hann að trúnaðarmanni sínum og ráð-
gjafa. Síðan skipaði Magnús konung-
ur Sturlu lögmann yfir allt Ísland og
sendi hann út með lögbók þá er hann
hafði látið setja saman (Járnsíðu).
Sturla bjó á Staðarhóli í Dalasýslu
hátt á fjórða tug ára. Síðustu æviárin
gerði hann bú í Fagurey á Breiða-
firði. Þar andaðist hann sjötugur að
aldri. „Var líkami hans færður á Stað-
arhól og jarðaður þar að kirkju Pét-
urs postula, er hann hafði mesta
elsku á haft af öllum helgum mönn-
um.“
Í formála Sturlunga sögu kemst
höfundur (safnandi) svo að orði: „Ok
treystum vér honum (þ.e. Sturlu
Þórðarsyni) bæði vel til vits og ein-
urðar að segja frá, því at hann vissa
ek alvitrastan ok hófsamastan. Láti
guð honum nú raun lofi betri.“
Að lokum skal þess getið, að fyrir
framan stjórnsýsluhúsið í Búðardal
lét Dalabyggð reisa myndverk árið
1992 í minningu Sturlu Þórðarsonar.
Sú mynd er gerð af Hallsteini Sig-
urðssyni, bróðursyni Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara, en Ás-
mundur var fæddur á Kolsstöðum í
Miðdölum, Dalasýslu.
Við sem að þessu stöndum væntum
þess að þeir, sem vilja sjá veg sögu og
menningar Breiðafjarðardala sem
mestan, ljái þessu góða málefni lið.
Allur beinn stuðningur eða nýtileg
ráð eru þakksamlega þegin.
STURLUSTOFA
Í DÖLUM
Eftir Friðjón
Þórðarson
„Sturlustofu
er ætlað að
fræða og
gleðja þá
sem unna
sögu þjóðarinnar og
bókmenntum og efla
menningartengda
ferðaþjónustu … “
Höfundur er fv. ráðherra.
HAFNFIRÐINGAR tóku af
skarið sl. vor og höfnuðu einka-
hyggju og forystu Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarmálum. Nú fá landsmenn
samskonar tækifæri
á komandi vori. Það
skiptir máli og ekki
síður að í forystu
Samfylkingar á þingi
sé vösk sveit dug- og
reynslumikilla ein-
staklinga.
Allt Samfylkingarfólk verður að
taka virkan þátt í undirbúningi fyrir
komandi kosningar og sýna þannig
styrk okkar. Fyrsta verkefni okkar
er að velja þá sem munu skipa efstu
sæti á framboðslistum flokksins.
Í Hafnarfirði hefur Samfylkingin
góðan stuðning og það er mikilvægt
að sá stuðningur skili sér. Nú er
sóknarfæri fyrir Samfylkinguna og
það verður að nýta. Ég legg því
áherslu á að þingmaður okkar Guð-
mundur Árni Stefánsson fái trausta
kosningu til forystu.
Í öflugri sveit með öðrum þing-
mönnum okkar í kjördæminu og nýj-
um öflugum frambjóðendum á Sam-
fylkingin góða möguleika á að
tryggja sér minnst fjögur þingsæti í
kjördæminu.
Öfluga sveit
til forystu
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði,
skrifar:
FIMM þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins gefa kost á sér til þing-
setu í Norðvesturkjördæmi. Raun-
hæft er að ætla að við
kjördæmabreyt-
inguna fái flokk-
urinn þrjá þingmenn
kjörna. Einar Kr.
Guðfinnsson, fyrsti
þingmaður Vestfirð-
inga, stefnir á
öruggt sæti og er
mér ljúft að veita honum stuðning.
Mannkostir Einars eru miklir og
þekking hans og reynsla til margra
ára okkur dýrmæt. Ég efa ekki að
hann mun reynast íbúum hins nýja
kördæmis vel og verja hagsmuni
okkar sem best. Í starfi mínu hef ég
oft þurft að leita liðsinnis hans og
aldrei brugðist að málum hefur verið
vel fylgt eftir af hans hálfu. Einar
Kristinn hefur notið virðingar fyrir
vönduð vinnubrögð og heiðarleika í
málflutningi. Hann hlustar jafnt á
andstæðinga sína sem samherja,
virðir skoðanir annarra og leitast
ávallt við að finna lausnir kjördæmi
sínu og þjóð til farsældar.
Það er ánægjulegt að þessi vinnu-
brögð hafa skilað árangri og eru öðr-
um til eftirbreytni. Ég skora á kjós-
endur að veita Einari brautargengi
til áframhaldandi þingsetu og setja
hann í öruggt sæti. Með Einar Krist-
in í forustusveit hins nýja kördæmis
er víst að eigum traustan, ötulan og
heiðarlegan málsvara.
Einar Kristinn
í forystusveit
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, skrifar:
Í PRÓFKJÖRI Samfylking-
arinnar er vænlegt að setja saman
lista sem spannar nægilega pólitíska
breidd. Við kjósendur getum valið
margt gott fólk til þingsetu, reynt
fólk úr stjórnmálum
og fólk með öðruvísi
reynslu í farteskinu.
Okkur er boðið uppá
þrautreynda hug-
myndasmiði og
menningarjaxla
einsog Mörð og Ein-
ar Karl, ungt fólk einsog Helga
Hjörvar og Ágúst Ágústsson, traust-
ar framboðskonur einsog Guðrúnu
Ö., Hólmfríði G., Ástu R., Bryndísi
og Sigrúnu Grendal, klókan ref eins-
og Birgi Dýrfjörð og markaðs-
snilling einsog Jakob Frímann.
Öll eru þau góðs makleg. En
mestu skiptir að forystan fái góðan
byr svo Samfylkingunni vegni vel í
næstu kosningum. Þess vegna þurfa
þau sem þjónað hafa lengst og best
almenningi og jafnaðarhreyfingunni
að fá vænt kjör. Því skora ég á kjós-
endur að veita þeim gott braut-
argengi, Össuri Skarphéðinssyni í
fyrsta sæti og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í annað sæti, svo að þau
geti leitt Reykjavíkurkjördæmin í
vor.
Össur og Jóhanna
leiði í Reykjavík
Óskar Guðmundsson rithöfundur skrifar:
SKOÐUN
ÞEGAR jafnaðarmenn skipa nú í
fylkingar sínar fyrir komandi kosn-
ingar skiptir miklu að í baráttusæti
veljist fólk sem í senn hefur til að
bera reynslu, en getur líka talist
merkisberi nýrra
tíma í stjórnmálum.
Í okkar sér-
kennilega Suðvest-
urkjördæmi býður
sig fram ágætur
hópur manna sem
hefur alla burði til
þess að halda uppi merki jafn-
aðarstefnunnar af krafti á næsta
kjörtímabili. Þar langar mig til þess
að minna fólk sérstaklega á einn
yngsta þingmanninn, Þórunni Svein-
bjarnardóttur. Hún hefur vaxið af
störfum sínum, og einkum vakið at-
hygli fyrir ábyrgan en skeleggan
málflutning í utanríkis- og umhverf-
ismálum, hvort tveggja mál sem
einna brýnast er að menn ræði af al-
vöru og framsýni á komandi árum.
Það er því mikilvægt að Þórunn fái
góðan stuðning til áframhaldandi
þingsetu í prófkjörinu hinn 9. nóv-
ember.
Styðjum Þórunni
Páll Valsson, bókmenntafræðingur og rit-
höfundur, skrifar:
ÞAÐ er af margvíslegum orsökum
sem menn ákveða að taka þátt í póli-
tísku starfi, að ég nú ekki tali um að
ganga fram fyrir
skjöldu og reyna að
hafa þar áhrif og fyr-
ir kemur að í þeim
hópi leynast hug-
sjónamenn sem eiga
málstað að verja.
Slíkur er Stefán
Bergmann líffræðingur sem býður
sig fram í 3.-4. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Núna þegar fiskveiðikerfið er að
ganga frá fiskimiðunum mun að
þeirri auðlind horfinni aukast þrýst-
ingur á að sökkva náttúruperlum
landsins til að framleiða rafmagn svo
neyslustigið ekki hrapi. Í baráttu
gegn þvílíkum áformum verður gott
að hafa við hlið sér ekki aðeins nátt-
úrufræðing heldur einlægan nátt-
úruunnanda sem auk þess hefur
mikla reynslu af pólitísku starfi.
Stefán er í senn vandaður vís-
indamaður, traustur félagi og ötull
baráttumaður fyrir betra mannlífi í
bættri sambúð við náttúru landsins.
Slíkum manni þurfum við á að halda.
Styðjið Stefán
Bergmann
Sigríður Jóhannesdóttir, alþingismaður,
skrifar:
FERSKASTI tónninn sem ég hef
komið auga á í stjórnmálaumræð-
unni lengi eru sjón-
armið Jakobs Frí-
manns
Magnússonar. Þar
gefur að heyra ný og
spennandi viðhorf og
nýjar áherslur sem
ég veit ekki til að
nokkur annar stjórnmálamaður hér
á landi hafi áður gert að sínum. Jak-
ob Frímann vill styðja markvisst við
bakið á öllu skapandi starfi í landinu
eins og í listsköpun, afþreyingar- og
vitundariðnaði. Þannig stóriðja, sem
byggist á einstaklingunum sjálfum
og skapandi hæfileikum þeirra, er
stunduð víða erlendis með gríð-
arlega ábótasömum árangri. Það
nægir að líta á frændur okkar Íra í
því samhengi.
Jakob Frímann hefur starfað við
það að koma skapandi hugsun í arð í
tugi ára með einni vinsælustu hljóm-
sveit á Íslandi. Hann gjörþekkir
þennan heim og hann veit hvað þarf
að gera til að styðja við ungt og
skapandi athafnafólk svo að það geti
komið hugmyndum sínum og verk-
um á framfæri úti í hinum stóra
heimi og í leiðinni skapað verðmæti
fyrir þjóðarbúið.
Með því að kjósa Jakob Frímann í
prófkjörinu á laugardaginn stuðlum
við að breyttu hugarfari og víðari
sjóndeildarhring á Alþingi. Hér hef-
ur skapast einstakt tækifæri til þess
að opna gáttina fyrir ferskum vind-
um og nýjum möguleikum.
Breytum
hugarfarinu –
kjósum Jakob
Frímann
Guðmundur Jónas Haraldsson leikari og
leikstjóri skrifar: