Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 47

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 47 ✝ GuðmundínaÞórunn Sam- úelsdóttir fæddist á Ísafirði 30. nóvem- ber 1940. Hún lést á heimili sínu 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Samúel Jón Guðmundsson sjó- maður, f. 11.11. 1910, d. 27.12. 1971, og Þórunn Ásgeirs- dóttir, f. 8.5. 1919, d. 26.8. 2000. Systk- ini Guðmundínu eru Ásgeir, f. 1938, Guðrún Friðgerður, f. 1939, Samúel Þór, f. 1943, Reynir Már, f. 1949, og Sigríður Karen f. 1952. Dóttir Guðmund- ínu er Þórunn Selma, f. 6. maí 1968. Synir hennar eru Hafþór Örn, f. 7. janúar 1990, og Albert Máni, f. 25. júlí 1997. Guðmundína flutti með foreldr- um sínum og systk- inum frá Ísafirði til Akraness árið 1956 og bjó þar til dauðadags. Hún vann ýmis störf um ævina, en var lengst verkstjóri við fiskvinnslu. Útför Guðmundínu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systkinin langar með ör- fáum orðum að kveðja hana Mummu frænku: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Þó að leiðin milli Akraness og Húsavíkur væri löng, var sam- gangurinn talsverður. Varla var farið á Suðurlandið nema að hafa viðkomu á Bárugötunni (síðar Heiðarbraut). Mumma hefur alla tíð fylgst með okkur og síðar börn- um okkar. Margar minningar hafa leitað á hugann síðustu daga og þær geymum við ávallt í hjarta okkar. Mumma var okkur mjög kær. Um leið og við kveðjum þig með söknuði langar okkur að láta hluta úr texta með laginu „Liljan í Holti“ fylgja með, við vitum að þér var það kært. Elsku Mumma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Ég leit eina Lilju í Holti, hún lifði hjá steinum á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engi mörg önnur sem glitrar og skín ég þræti ekki um litinn né ljósin en Liljan í Holtinu er mín. Þessi Lilja er mér gefin af Guði hún grær við hans kærleik og náð. Að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur hjá Lilju í hjartastað ber. En missi ég Liljuna ljúfu þá lífið er horfið frá mér. Elsku Selma, Hafþór Örn og Al- bert Máni, Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur sendum við ykkur. Við vitum að söknuður ykkar er mikill en minningar margar og góðar. Ólafur Einar, Berglind, Sigrún Jóna og fjölskyldur. Jafnvel þegar lengi hefur verið ljóst hvert stefnir vegna veikinda verður frétt um andlát vinar og fé- laga ótímabær og kemur á óvart. Alla setur hljóða og það tekur svo- litla stund að átta sig á því sem orðið er. Þannig varð okkur vinum og samstarfsmönnum Mummu við þegar okkur voru bornar þær fréttir að hún væri dáin. Eftir löng og erfið veikindi hafði hið óumflýj- anlega gerst, það kom okkur samt á óvart. Með nokkrum fátæklegum orð- um viljum við minnast Mummu. Hún var til margra ára einhver öt- ulasti félagsmaður Verkalýðsfélags Akraness í baráttunni fyrir bætt- um kjörum félagsmanna, lét sig í því sambandi allt varða og var allt- af reiðubúin að leggja á sig vinnu í þágu þeirrar baráttu. Mumma átti sæti í stjórn Verka- lýðsfélags Akraness um margra ára skeið, sat í stjórn sjúkrasjóðs félagsins og sat um tíma í stjórn Landssambands iðnverkafólks. Þegar við kveðjum nú hinsta sinni þessa ötulu baráttukonu og þennan vin, sem hún var okkur, þá er eins og orðin sem leitað er að fari öll í felur. Enda er það kannski besta leiðin á kveðjustund sem þessari. Við, félagar þínir og vinir í Verkalýðsfélagi Akraness, munum alltaf minnast þín sem baráttukon- unnar fyrir brauði annarra – bar- áttukonunnar sem aldrei kvartaði yfir eigin hag. Við biðjum Guð að geyma þig, elsku Mumma, og styrkja aðstand- endur í þeim söknuði sem fylgir því að þú ert ekki lengur meðal okkar. F.h. Verkalýðsfélags Akraness, Hervar Gunnarsson, formaður. GUÐMUNDÍNA ÞÓRUNN SAMÚELSDÓTTIR Í dag er ár liðið frá því að Benedikt Orri lést eftir að hafa legið í dái í hálfan mánuð. Órjúfanleg bönd tengja okkur Benna. Mæður okkar eru bræðradætur sem slitu barnsskón- um í sömu götu, bestu vinkonur sem samstiga fæddu okkur með fjögurra daga millibili. Draumsýnir um frumburðina gældu þær við og ákváðu að danspar til framtíðar skyldum við verða. Fimm ára göm- ul vorum við Benni send í dans- skóla ásamt Hrund og Helgu B. Við frænkurnar áætluðum að skipta honum á milli okkar en urðum þess fljótlega varar að við þyrftum sam- an að verja prinsinn fyrir ágengum stelpum sem vildu eignast hlutdeild í frænda okkar með gullnu lokkana og elskaðan Þorbergsstaðarsvip- inn. Fjölskylda hans bjó í nokkur ár á Siglufirði og þaðan á ég dýrmæt BENEDIKT ORRI VIKTORSSON ✝ Benedikt OrriViktorsson fædd- ist í Reykjavík 22. október 1967. Hann lést 8. nóvember 2001 eftir bílslys og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 16. nóvember. minningabrot. Með Benna vann ég mér inn fyrstu aurana. Við lágum á bryggjunni undir súldargráma og húkkuðum ufsa í kílóa- vís og seldum í lýs- isverksmiðju. Á sólar- degi kenndi hann mér að taka dýfu ofan í djúpa ískalda fjalla- lind, án þess að súpa hveljar. Við gleymdum öllum boðum og bönnum þegar við stukkum á milli ísjaka í höfninni á tungl- björtu síðveturskveldi. Fíknin og allt það sem henni fylgir setti sitt mark á hluta úr ævi hans en flestir þeir sem kynntust Benna vissu og vonuðu að hið sanna guðseðli hans og kjarkur myndi ná yfirtökum. Ég sakna samverustunda sem áttu að verða á fullorðinsárum. Hann er órjúfan- legur hluti af æsku minni og ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga hann að í bernskuminningum mín- um. Elsku Birna, Helga, Arnar, Brynjar, Lóa, Viktor, Benni, Birg- ir, Davíð og aðrir fjölskyldumeð- limir og ástvinir. Guð sefi söknuð og blessi minningu Benedikts Orra. Margrét Ögn. ✝ Sæunn Guð-mundsdóttir fæddist á Sauðár- króki 4. júlí 1914. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson verkamað- ur, f. 29. mars 1884, d. 11. júní 1917, og Guðrún Stefánsdótt- ir verkakona, f. 19. júní 1883, d. 1. sept- ember 1925. Fóstur- foreldrar Sæunnar voru Sölvi Guðmundsson, f. 24. október 1868, d. 15. maí 1953, og Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 9. sept- ember 1865, d. 1922. Sæunn átti tvö systkini, Stefán Íslandi, f. 6. október 1907, d. 1. janúar 1994, og Maríu, f. 23. desember 1915, d. 31. mars 1995. Hinn 13. ágúst 1955 gekk Sæ- unn að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Daða Daníelsson tré- smið, f. á Breiðstöðum í Skarðs- hreppi í Skagafjarðarsýslu 26. október 1916. Foreldrar hans voru Daníel Davíðsson, f. 4. maí 1872, d. 26. mars 1967, og Magn- ea Árnadóttir, f. 29. september 1883, d. 18. desem- ber 1968. Dóttir Sæ- unnar og Daða er Elín Ingibjörg, f. 17. nóvember 1956. Maður hennar var Jón Brynjólfur Ólafsson, f. 29. sept- ember 1956. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru: Daði, f. 23. maí 1984, Arnar, f. 22. ferbrúar 1989, og Orri, f. 20. febrúar 1991. Sæunn ólst upp á Sauðarkróki þar til faðir hennar lést en var þá tekin í fóstur af hjónunum Sölva Guðmundssyni og Sigurlaugu Ólafsdóttur í Kálf- árdal, síðan Skíðastöðum í Lax- árdal. Sæunn stundaði nám í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hún flutti til Reykjavíkur um 1935 og bjó þar síðan. Vann hún fyrst í stað við saumaskap og síð- an verslunarstörf en var gæslu- kona á gæsluvöllum Reykjarvík- urborgar í u.þ.b. 20 ár eða þar til hún lét af störfum 1984. Útför Sæunnar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þótt stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (Einar Bragi.) Sæunn Guðmundsdóttir vinkona mín andaðist 30. október sl. Hún er nú gengin á vit hins óræða. Mig langar að minnast hennar örfáum orðum. Það var vel tekið á móti mér og fjölskyldu minni þegar við fluttum á Kambsveg 23 árið 1963 með mörg ung börn. Á efri hæðinni áttu heima hjónin Sæunn Guðmunds- dóttir og Daði Daníelsson og Elín Ingibjörg, dóttir þeirra. Okkur var heilsað glaðlega og við boðin vel- komin. Mér varð að orði: „Er það ekki áhyggjuefni að við skulum vera með svona stóran barnahóp?“ „Nei,“ sagði Sæunn, „það þykir mér gott.“ Sæunn var sannarlega barngóð og það fengu börnin okkar öll sjö að reyna. Hún bar einlægan hug til fjölskyldu minnar. Við frá- fall eiginmanns míns sýndi hún þá væntumþykju sem hún bar í hans garð og mér og börnunum okkar einstakan samhug. Á yngri árum starfaði Sæunn við saumaskap og verslunarstörf, vann árum saman í vefnaðarvörudeild KRON. Síðar á ævinni vann hún í meira en tuttugu ár við barna- gæslu á vegum Reykjavíkurborg- ar. Sæunn var glaðvær og átti gott með að koma auga á hið skoplega í lífinu. Hún var fróð og las alla tíð mikið. Hún var góðlynd kona og réttsýn. Skoðanir sínar setti hún fram á mildan og sanngjarnan hátt. Sæunn var dul í skapi og tjáði ógjarnan tilfinningar sínar. Hún var smekkvís og afar vel verki far- in. Ósjaldan leitaði ég til hennar þegar ég var að reyna að bjarga mér við saumaskap. Alltaf var hún reiðubúin að veita mér hjálp og að- stoð. Þótt Sæunn væri nokkru eldri en ég fann ég aldrei fyrir því og okkar á milli myndaðist vináttu- samband sem var okkur báðum mikils virði. Vegna reynslu hennar og þroska lærði ég mikið af henni. Fyrir það er ég þakklát. Stundum spjölluðum við saman á heimspeki- legum nótum. Mér þótti þær sam- ræður alltaf uppbyggilegar. Þá töl- uðum við m.a. um skáldskap, fórum með vísur og ljóð. Þar var Sæunn vel heima. Svo kom að því að ég flutti af Kambsveginum árið 1997. Við viss- um báðar að samskiptin myndu breytast, sjaldnar drukkið kaffi saman. Ég heimsótti hana á stund- um. En um þetta leyti versnaði heilsa hennar og hún þurfti á læknishjálp að halda. Daði veitti henni þá ómældan stuðning og styrk og gekk í öll störf sem hún hafði áður innt af hendi. Ómet- anlegur var einnig kærleikur Ellu og drengjanna. Eitt sinn sem oftar kom ég til hennar. Þá var hún að lesa. „Ég gleymi öllu sem ég les,“ sagði hún. Á sinn hógværa hátt sýndi hún mér trúnað og tjáði mér líðan sína. Okkur kom saman um að þrátt fyr- ir vanmátt sinn nyti hún lestursins á meðan hún læsi. Á þeirri stundu varð mér betur ljóst en áður hve alvarleg veikindi hennar voru. Erfiður sjúkdómur ágerðist og þar kom að hún gat ekki lengur verið heima. Hún fluttist á hjúkr- unarheimilið Eir þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Veikindin urðu henni afar erfið og smám saman dró úr lífslöngun hennar og baráttuþrekið dvínaði. Hún var tilbúin að kveðja. Hugur minn og barna minna dvelur nú hjá Daða, Ellu og strák- unum hennar. Ég sendi þeim mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar. Sæunni kveð ég með þakklæti og söknuði. Far vel, kæra vinkona. Hólmfríður Sigurðardóttir. Það var alltaf gaman að koma til Nunnu og Daða á Kambsveginn. Ég man fyrst eftir því að hafa komið til þeirra þegar ég var10 ára og var þá að koma í fyrsta skipti til Reykjavíkur. Mér fannst allt svo stórt og flott, fólkið sem bjó þar veraldarvant, og leit því alltaf upp til þeirra Nunnu og Daða. Það voru alltaf stanslaus veisluhöld hjá þeim hjónum og mér fannst hreint og beint eins og hún frænka töfr- aði fram veisluborðið og var hún nú ekki lengi að því. Einnig hefur það verið mér minnisstætt hvað við sóttum alltaf að henni frænku, eins og hún sagði alltaf sjálf, þ.e. hana syfjaði alltaf svo áður en við kom- um í heimsókn og þetta var mér sem barni mjög hugleikið. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á þeim Nunnu, Daða og Ellu dóttur þeirra til Akureyr- ar. Þá gistu þau hjá ömmu og afa á Byggðarveginum. Yfirleitt var far- ið í ferðir, s.s. veiðiferð í Skaga- fjörðinn, í berjamó, eða farinn rúnturinn inn í Eyjafjörð og þá inn Djúpadalinn þar sem fyrrum ætt- arsetrið, Stóridalur, stendur. Frænka átti oft skemmtileg orðatiltæki og lá ekkert á skoð- unum sínum. Hún var fljót að finna kosti fólks og var fyrst til að verja málstað þeirra er á hallaði. Nunna frænka var mjög barn- góð og hændust börn mjög að henni. Núna í seinni tíð kom ég oftar til hennar og þá gjarnan með börnin mín. Þau voru alltaf jafn spennt að koma með þar sem þau fundu góðvild þeirra hjóna og ekki var það verra að fá eitthvað gott í gogginn. Ég kveð þig kæra frænka með söknuði, en gleðst jafnframt yfir því að hafa fengið að kynnast þér, jafn góðhjörtuð og gestrisin sem þú varst. Megi guð geyma þig. Elsku Daði, Ella, Daði yngri, Arn- ar, Orri og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og huggun í sorg ykkar. Agnes Ingadóttir. SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.