Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 55
DAGBLÖÐ í skól- um er samstarfs- verkefni Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur og dagblaðaútgefenda. Nemendur vinna með dagblöð í skólatíma og heimsækja dagblað á Reykjavíkursvæðinu að verk- efnaviku lokinni. Hinn 16. október sl. komu hressir 7. bekk- ingar úr Ártúnsskóla í heimsókn á Morg- unblaðið til að kynna sér starf- semina og skoða sig um. Morgunblaðið vonar að þau hafi orðið einhvers vísari og þakkar þeim um leið fyrir komuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg 7. bekkur b í Ártúnsskóla í heimsókn hjá Morgunblaðinu. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 55 Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag vörur + afsláttur Kringlufjarki er… www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 Gerðu frábær kaup fyrir jólin Opið til kl. 19.00 í dag ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 1 92 59 11 /2 00 2 Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð! Hólmfríður Garðarsdóttir opnar heimasíðu Hólmfríður Garðarsdóttir frambjóð- andi í flokksvali Samfylkingarinnar hefur opnað heimasíðuna www.holm- fridur.rvik.com þar sem hún kynnir áhuga- og baráttumál sín og feril í stjórn- og félagsmálum til þessa. „Hólmfríður gefur kost á sér til framboðs því hana langar að ráða ráðum og henni er sérstaklega annt um menntamál og ekki hvað síst framtíð framhaldsmenntunar á land- inu,“ segir í fréttatilkynningu. „Sem starfandi háskólakennari og fyrrver- andi framhaldsskólakennari er hún búin að fá nóg af fögrum orðum fyr- irmanna um nauðsyn góðrar mennt- unar til að Ísland megi verða fremst meðal jafningja sem þekkingarsam- félag og nútímaleg þjóð meðal þjóða. Staðreyndin er nefnilega sú að fjár- magn er sífellt skorið við nögl og úr því verður að bæta á næsta kjör- tímabili. Stefanía Óskarsdóttir hefur opn- að heimasíðu Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur og varaþingmaður, sem sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, hefur opnað heimasíðu. Slóðin er www.stefania.is. Þar er aðfinna upp- lýsingar um Stefaníu, fréttir og greinar þar sem fram koma áherslur Stefaníu og helstu stefnumál. Mið- stöð prófkjörsbaráttunnar er á kosn- ingaskrifstofunni Laugarásvegi 1. Helgi Hjörvar vígir vaxtaklukku heimilanna Helgi Hjörvar, frambjóðandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík, vígir vaxtaklukku heimilanna við verslun BT í Kringlunni í dag, föstu- dag. Klukkan mun sýna 750 millj- arða skuldir heimilanna og með hvaða hraða þær hækka nú. Á helgi.is hefur nýverið hafist Vaxta- leikurinn. Í honum geta menn kynnt sér hve lengi þeir eru á ári hverju að vinna sér inn ráðstöfunartekjur er dugi fyrir vaxtamuninum hér og í ná- grannalöndunum. Í DAG STJÓRNMÁL LANDSRÁÐ Frjálslynda flokksins hefur verið boðað til samráðsfundar í Reykjavík á morgun, laugardaginn 9. nóvember nk. Samráðsfundurinn verður haldinn að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni), 4. hæð, frá kl. 9-16. Dagskrá fundarins varðar málefnavinnu og áherslur í starfi fram á vorið. Samráðsfundur Frjálslynda flokksins HAGKAUP hafa tekið þá ákvörðun að lækka verð á barnafatnaði sem nemur álögðum virðisaukaskatti dag- ana 8. og 9. nóvember. Er þetta gert í tilefni af þingsályktunartillögu Páls Magnússonar þingmanns um afnám virðisaukaskatts af barnafötum. Í fréttatilkynningu Hagkaupa seg- ir að fyrirtækið vilji með þessu sýna fjölskyldufólki hvað tillaga Páls þýði fyrir útgjöld íslenskra heimila. Vilja Hagkaup ennfremur sýna með verðlækkuninni hve öflug íslensk verslun er, þegar hún býr við sömu skilyrði og sú erlenda. Hagkaup lækka verð á barnafatnaði Storkur sást á Mýrum Í frétt Morgunblaðsins á þriðju- daginn var þess ekki getið hvar fyrsti storkurinn hefði sést vorið 1969. Haft var samband við blaðið og liggur nú fyrir að fyrsti storkurinn sást við Nýpugarða á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu dagana 24.–26. apríl árið 1969. Vísindadögum ekki lokið Mishermt var í fyrirsögn í blaðinu í gær að dagskrá Vísindadaga Há- skóla Íslands væri lokið. Hið rétta er að Vísindadögum lýkur á sunnudag- inn kemur. Hins vegar lauk Tækni- dögum HÍ á miðvikudaginn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT NORRÆNA upplýsingaskrifstofan hefur auglýst Nordplus-mini ferða- styrki fyrir nemendur grunnskóla. Styrkurinn er veittur af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við Norræna félagið. Markmiðið er að hvetja til og efla samstarf milli grunn- skólabekkja á Norðurlöndunum. Um- sóknarfrestur er til 1. desember 2002. Umsóknir skal senda til Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknareyðublað á heimasíðu Nor- rænu upplýsingaskrifstofunnar: www.akmennt.is/nu undir liðnum skólamál og á heimasíðu Norræna fé- lagsins www.norden.is Úthlutunin í desember gildir fyrir ferðir sem farnar verða á vorönn 2003. Umsóknarfrestur um styrki til lýðháskólanáms á vorönn 2003, á ein- hverju Norðurlandanna, rennur út 15. nóvember. Nemendur þurfa að vera orðnir 17½ árs þegar þeir sækja um. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrif- stofunnar www.akmennt.is/nu. Ferðastyrkir til nemendaskipta JÓLAFRÍMERKIN eru komin út hjá Íslandspósti. Frímerkin tvö eru litskrúðug og að þessu sinni eru þau tileinkuð jólaskreytingum og undir- búningi jólanna. Annað frímerkjanna hefur verðgildi burðargjalda innan- lands, sem er 45 kr., og kemur út í tíu stykkja heftum. Hitt hefur verðgildi burðargjalda til Evrópu, sem er 60 kr. og kemur aðeins út í örkum. Innblástur við hönnun frímerkj- anna er sóttur til jólaskreytinga en Íslendingar hafa löngum verið áhuga- samir um að lýsa upp skammdegið í jólamánuðinum með ljósalengjum og skreytingum í garða, á hús og svalir, segir í fréttatilkynningu. Á öðru frí- merkinu er einnig horft til þeirra tíma þegar tíðkaðist að nota íslenska fán- ann sem skraut á jólatrjám lands- manna. Hlynur Ólfsson hannaði frí- merkin og eru þau prentuð í Frakklandi. Íslandspóstur hefur einnig gefið út nú í nóvember tvö ný frímerki sem eru prýdd íslenskum fuglum, stelk og þórshana. Ársmappa 2002 sem inniheldur öll frímerki útgefin á árinu er einnig komin út og fæst allt ofangreint nú á pósthúsum um land allt og hjá endur- söluaðilum. Litskrúðug jólafrí- merki komin út alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.