Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 57

Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 57 „STEMNINGIN er bara góð núna fyrir síðustu umferðirnar. Við stelpurnar byrjuðum rosalega vel en í síðustu tveimur umferðum höfum við leikið alveg ferlega af okkur. En við ætlum að gefa í núna á endasprettinum og sæta- röðin ræðst einatt í þessum síð- ustu umferðum. Það er að duga eða drepast,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Við gáfum norsku stelpunum Ópal eins og við gerum raunar fyrir hverja viðureign. Við burstuðum þær síð- an og það var ákaflega sætur sig- ur. Við vorum búnar að ákveða að leikurinn við þær norsku væri langmikilvægastur.“ Qi-Gong og ljóðalestur Þröstur Þórhallsson segir stemninguna í liðinu vera fína og að allir séu í góðu formi. „Við mætum kl. níu inn á her- bergi til Gunnars Eyjólfssonar í kínverskar Qi-Gong-æfingar í 30 til 40 mínútur. Þá kemur morgunmatur og síð- an fer liðið að undirbúa sig. Klukkan tvö mætum við aftur til Gunnars og þá les hann stundum ljóð fyrir okkur, Einar Ben. og fleiri. Síðan er teflt og þannig gengur þetta fyrir sig hjá okkur og það er ekki mikill tími aflögu fyrir annað en skákina.“ F.v.: Lilja, Harpa og Aldís klárar í slaginn við þær norsku sem voru heldur svipþyngri að viðureigninni lokinni. „Nú er að duga eða drepast“ ÍSLENSKU liðin á Ólympíuskák- mótinu í Bled sigruðu bæði andstæð- inga sína í 11. umferð mótsins. Í opn- um flokki sigruðu Íslendingar lið Perú örugglega með þremur vinn- ingum gegn einum. Þetta var annar sigur liðsins í röð. Eftir óaðfinnan- lega taflmennsku í mótinu tapaði Hannes Hlífar Stefánsson sinni fyrstu skák: 1. J. Granda Zuniga (2.605) - Hannes Hlífar 1-0 2. M. Belli (2.401) - Helgi Áss 0-1 3. C. Esplana (2.352) - Þröstur Þórhallsson 0-1 4. F. Cruz (2.363) - Stefán Krist- jánsson 0-1 Kvennaliðið vann lið Íraka 2-1: 1. R. Sabah Moslem - Guðfríður Lilja 1-0 2. W. Mohammed Jannar - Harpa Ingólfsdóttir 0-1 3. K. Muhamed - Aldís Rún 0-1 Enn er árangur liðanna í samræmi við styrkleika, en karlaliðið er í 32.- 39. sæti með 24½ vinning og kvenna- liðið er í 61.-66. sæti með 15 vinninga. Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af mótinu. Rússar leiða enn í karla- flokki. Röð efstu liða: 1. Rússland 32 v. 2. Ungverjaland 30 v. 3. Georgía 28 v. 4.-5. England og Króatía 27½ v. Í kvennaflokki heldur Georgía for- ystunni. Röð efstu liða í kvenna- flokki: 1. Georgía 24½ v 2. Kína 24 v. 3. Rússland 22½ v. 4. Pólland 21½ v. Noah Siegel sigraði á atkvöldi Hellis Noah Siegel sigraði örugglega á atkvöldi Hellis sl. mánudag. Hann lagði alla andstæðinga sína, 6 að tölu, að velli. Noah er Bandaríkjamaður frá New York sem er hér á stuttu námsferðalagi. Hann hefur 2.249 al- þjóðleg skákstig. Vestfirðingar urðu í 2. og 3. sæti, en annar varð Sæbjörn Guðfinnsson og þriðji varð Magnús Sigurjónsson: 1. Noah Siegel 6 v. af 6 2. Sæbjörn Guðfinnsson 5 v. 3. Magnús Sigurjónsson 4 v. 4. Benedikt Egilsson 3½ v. 5.-8. Þórarinn Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Sigurður Freyr Jón- atansson, Grímur Daníelsson 3 v. Arnar sigraði á níunda Halló!-mótinu Arnar E. Gunnarsson sigraði á ní- unda og næstsíðasta mótinu í bikar- syrpu Halló! sem fram fór á ICC. 2. varð Rúnar Sigurpálsson og 3. varð Ólafur Kristjánsson sem þarna tefldi á sínu fyrsta skákmóti í ICC. Mikil spenna er í sjálfri syrpunni en þar leiðir Björn Þorfinnsson með 48½ vinning, 2. er Snorri G. Bergsson með 43½ vinning, 3. er Arnar E. Gunnarsson með 42½ vinning og 4. er Rúnar Sigurpálsson með 42 vinn- inga. Björn hefur hins vegar teflt á 8 mótum einn þessara, en verðlaunin eru veitt fyrir átta bestu mótin. Sjálft Íslandsmótið fer fram 24. nóv- ember. Úrslit: 1. Arnar E. Gunnarsson 8 v. af 9 2. Rúnar Sigurpálsson 7 v. 3. Ólafur Kristjánsson 6½ v. 4.-7. Bragi Halldórsson, Guð- mundur S. Gíslason, Davíð Kjartans- son og Sigurður Páll Steindórsson 6 v. 8.-12. Snorri G. Bergsson, Davíð Ólafsson, Magnús Örn Úlfarsson, Arnar Þorsteinsson og Pálmi R. Pét- ursson 5½ v. 13.-15. Gylfi Þórhallsson, Björn Þorfinnsson og Kristján Halldórsson 5 v. 16.-22. Áskell Örn Kárason, Hrannar Baldursson, Sigurjón Þor- kelsson, Þórður Hrafnsson, Tómas Veigar Sigurðarson, Björn Ívar Karlsson og Hrannar Björn Arnars- son 4½ v. Skákþing Garðabæjar hafið Skákþing Garðabæjar hófst nú í vikunni. Alls taka 15 skákmenn þátt í mótinu, þar á meðal Sigurður Daði Sigfússon sem er langstigahæstur keppenda. Flestöll úrslit urðu eftir bókinni í fyrstu umferð, nema hvað Sverrir Þorgeirsson sigraði Andrés Kolbeinsson eftir langt endatafl. Bæði íslensku liðin sigruðu í 11. umferð Ólympíumótsins Daði Örn Jónsson SKÁK Bled, Slóvenía 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt.–10. nóv. 2002 www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Dagskrá þingsins verður sem hér segir: • Kl. 13:30 Þingsetning - Markús Örn Antonsson, stjórnarformaður ÞFÍ. • Kl. 13:35 Hátíðarávarp „Framtíðarsýn um samstarf þjóðræknisfélaganna“ - Sigrid Johnson, forseti Icelandic National League of North America. • Kl. 14:00 Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur við undirleik Guðríðar St. Sigurðardóttur, píanóleikara. Þær munu einnig segja frá tónleikaferð sinni vestur um haf. • Kl. 14:25 Ávarp - Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. • Kl. 14:30 Heimildarmynd um líf afkomenda íslenskra innflytjenda vestra um 1940. • Kl. 14:50 „Heim í átthagana 2004” - Davíð Gíslason, Árborg, Manitoba, segir frá væntanlegri heimsókn Vestur-Íslendinga til Íslands 2004. • Kl. 15:10 Fyrirlestur Viðars Hreinssonar, bókmenntafræðings, um Stephan G. Stephansson í tilefni af útkomu ritverks um skáldið. • Kl. 15:30 Kynning Vesturfarasetursins á Hofsósi á margmiðlunarverkefninu „An Interactive Heritage Journey” - Wincie Jóhannsdóttir, menningar- og fræðslustjóri Vesturfarasetursins. • Kl. 16:00 Ferðasaga og myndasýning sr. Björns Jónssonar frá ferð til Vesturheims sumarið 2002. • Kl. 16:30 Myndræn kynning á ungmennaskiptum Snorraverkefnisins. Ásta Sól Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri, og Tricia Signý McKay. Almar Grímsson, formaður Snorrasjóðsins, kynnir. • Kl. 17:00 Þingslit og léttar veitingar. ÞJÓÐRÆKNISÞING 2002 Stjórnin Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir þjóðræknisþingi í Borgartúni 6 laugardaginn 9. nóvember og hefst þingið kl. 13:30. Þingið er öllum opið. Handklæði & flíshúfur Flíspeysur m. Félagsmerkjum, flísteppi o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is JólatilboðÍ 12 árSérmerkt 12 61 / T A K TÍ K Opið 9-17 virka daga Laugardaga 13-16 LAGERSALA Meiriháttar tölvustýrt fjórhjól • Ljós að framan • Gúmístuðari Nú kr. 2490,- áður kr. 5.990,- Meira en 48 aðgerðir í stjórnborði Mikill kraftur Mótor hljóð Á LEIKFÖNGUM Einnig mjög mikið úrval annara leikfanga. Gervijólatré á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.