Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 58

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. 20.30 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Föstudagur: Félagsvist kl. 13.30. Fræðsluferð í Þjóð- menningarhús 13. nóv- ember kl. 14 að skoða ís- lensku handritin, skráning á skrifstofu FEB. Árshátíð FEB verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ, föstudaginn 15. nóvember. Húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 19. Veislustjóri sr. Hjálmar Jónsson. Háttíðarræðu flytur Ell- ert B. Schram. Þorvald- ur Halldórsson syngur og stjórnar fjöldasöng. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Kór- söngur Söngfélags FEB. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Fé- lagar fjölmennið. Miða- pantanir á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðviku- dögum kl. 10–12. Skrif- stofa félagsins er í Faxa- feni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er í Ás- garði, Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf, myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur stendur yfir. Miðvikud. 13. nóv. heimsókn til eldri borgara í Rangár- þingi, m.a. skemmti- dagskrá í félagsheim- ilinu Hvoli, skráning hafin, mæting í Gerðu- berg kl. 12.30. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band. Nokkur pláss laus í kínverskri leikfimi, stólaleikfimi og málm- og silfursmíði. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistarhópur, kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Kl. 14 verður Helgi M. Sigurðsson, starfsmaður sjóminja- nefndar í Árbæjarsafni, með erindi um sögur af draugum, afbrotamönn- um, álfum og skrímslum í Elliðaárdalnum. Allir velkomnir. Kaffihlað- borð. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn, kl. 14–16 bingó. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Þriðjud. 12. nóv. kl.13.30 verður fræðslufundur. Er sorg- in ber að dyrum. Ást- vinamissir, heilsumissir, hvernig bregst ég við. Sigrún Ingvarsdóttir fé- lagsráðgjafi og Kristín Pálsdóttir prestur. Allir velkomnir, óháð aldri, kaffiveitingar á eftir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftið í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Grensás- sóknar. Basar í safn- aðarheimilinu laugard. 9. nóv. kl. 14–17. Tekið móti munum í dag, föstudag, kl. 17–19 og laugardag kl. 10–12. Félagsfundur verður mánud. 11. nóv. kl. 20. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík heldur basar og hluta- veltu laugard. 9. nóv. kl. 14 í Safnaðarheimilinu Laufásvegi 13. Margt góðra muna, engin núll. Dagdvöl Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1, Kópa- vogi. Haust- og jólabas- arinn verður laugard. 9. nóvember kl. 14, kaffi- sala. Hana-nú Kópavogi Leikhúsferð á Sölumað- ur deyr hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borg- arleikhúsinu fimmtu- daginn 14. nóvember kl. 20. Rúta frá Gullsmára kl. 19.30 og Gjábakka kl. 19.20. Miðar einungis seldir þeim sem fara í rútuferð. Miðarnir eru til sölu í Gjábakka og Gullsmára fram til kl. 13 mánudag- inn 11. nóvember. Spjall- kvöldið í Gjábakka 20. nóvember fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með sölukaffi og skyndihapp- drætti sunnudaginn 10. nóvember á Suðurlands- braut 30, húsið opnað kl. 14.30. Í dag er föstudagur 8. nóvember, 312. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sálm. 27, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Chok- yu Maru no. 21 og Ottó N. Þorláksson koma í dag. Ásbjörn og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 13.30 bingó, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 10, leikfimi og kl. 14 bingó. Allir velkomn- ir. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spilamennska, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Árlegi haustbasarinn og kaffi- salan verður föstud. 8. og laugard. 9. nóv. frá kl. 13–17. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó verður spilað í Gullsmára 13 í dag kl. 14. Opið hús sem átti að vera í Gjábakka 9. nóv. fellur niður vegna bas- ars í Sunnuhlíð. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13 brids kl 13.30. Námskeið í mótun á leir fyrir byrjendur hefjast föst. 8 nóv. Uppl. í Hraunseli s. 555 0142. Dansleikur í kvöld kl. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 akkeri, 4 krani, 7 hreyf- ill, 8 meðulin, 9 kraftur, 11 fífl, 13 heiðurinn, 14 ládeyðu, 15 heilnæm, 17 ójafna, 20 púki, 22 spillt, 23 verðleiki, 24 hinn, 25 ávöxtur. LÓÐRÉTT: 1 sorti, 2 stríðin, 3 sjá eft- ir, 4 hæð, 5 spakur, 6 út, 10 pússar, 12 reið, 13 espa, 15 refsa, 16 dáin, 18 kind, 19 fæddur, 20 aular, 21 blóðsuga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fýsilegur, 8 grund, 9 ilmur, 10 inn, 11 skarð, 13 solls, 15 flagg, 18 smátt, 21 róm, 22 tuggu, 23 áttan, 24 vitgranna. Lóðrétt: 2 ýsuna, 3 ildið, 4 efins, 5 urmul, 6 uggs, 7 hrós, 12 róg, 14 orm, 15 fáti, 16 angri, 17 grugg, 18 smára, 19 ástin, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI gladdist á dögunumyfir hugmyndaauðgi kaupenda pjattnúmera á bílum og vildi gjarnan sjá verð á slíkum hégómaspjöldum lækkað svo fleiri gætu notið þeirra. Þessar hugleiðingar kölluðu á bréf- korn frá lesanda, sem þykir synd að smám saman sé nú horfið frá upphaf- legum tilgangi núverandi númera- kerfis, sem var sá að auðkenna hvern nýjan bíl með föstu númeri, sem fylgdi honum frá gámi til grafar, eins konar kennitölu. x x x LESANDINN er búsettur íBandaríkjunum, þar sem fyrst hófst útgáfa svonefndra „einkanúm- era“. Hann hefur tillögu um aðra lausn, sem gagnast mætti bæði hé- gómagirnd eða hugmyndaauðgi bíl- eigenda og rökstuðningnum fyrir fastri kennitölu bílsins: „Í Bandaríkj- unum er nefnilega aðeins skylda að hafa númeraplötu aftan á bílnum. Eigandi ræður því hvað hann hefur á framhliðinni. Hugmyndin er sem sagt sú að dómsmálaráðuneytið gefi út reglugerð sem skyldi menn til að bera fastanúmer bílsins aftanvert á bílnum en leyfi „einkanúmer“ að framanverðu, gegn hóflegu gjaldi, sem renni til slysavarna í umferð- inni,“ segir í bréfi lesandans. x x x HIN nýja Íslenzka orðabók hefurkomið af stað miklum um- ræðum, ekki sízt um það hvort ýmis orð (t.d. sjitt eins og frægt er orðið) megi vera í bókinni eða hvort úthýsa beri „röngu“ máli úr jafnvirðulegri heimild um íslenzkt mál. Víkverja heyrist flestir, sem hann talar við, vera sammála höfundum orðabókar- innar, um að hún eigi í senn að vera lýsandi (innihalda ýmis orð úr dag- legu talmáli) en um leið leiðbeinandi (með spurningarmerkjum við vonda málið). Þó er augljóslega kynslóða- munur í þessu máli og yngra fólk hlynntara stefnu orðabókarhöfunda en sumir af eldri viðmælendum Vík- verja telja að frekar hefði átt að bæta sjaldgæfum fornyrðum við orðabók- ina en mikið notuðum nýyrðum og slangri. x x x HJÖRTUR Einarsson íslenzku-fræðingur virðist á sömu skoð- un og orðabókarhöfundarnir, en hann blandar sér í umræðurnar um nýútkomna orðabók á vefnum Sellan- .is. Víkverja finnst hann komast að skynsamlegri niðurstöðu, þótt hann myndi nú kannski ekki sjálfur tala um málfasista (ætli það orð sé í nýju orðabókinni?): „Það er ljóst að í íslensku eru orð misrétthá. Þannig eru orð sem teljast góð og gild íslensk orð að uppruna jafnan betri en tökuorð og slang- uryrði. Þess vegna þykir oft betra að tala um bifreiðar en bíla og dráttar- vélar eru betri en traktorar, útvarp er vissulega fínna en radíó og vélar og tæki þykja betri en maskínur. Öll þessi orð eru þó notuð talsvert í ís- lensku og finna má þau í orðabókum. Þau eru misrétthá en fæst eru þó beinlínis talin óæskileg, nema af sum- um málfræðingum og íhaldssömum málfasistum. En af hverju eru sum tökuorð og slanguryrði talin óæski- legri er önnur? Af hverju eru orð eins og sjeik og bögg verri en orð eins og bíll og viskustykki? Hvers vegna er verra að bögga e-n en að vaska upp? Eru töffarar eitthvað verri en döm- ur? Er verra að tjilla en að slappa af? Í öllum þessara tilvika er um tökuorð og nýtt eða gamalt slangur að ræða.“ Hvað varð um Jazz FM 97,7 og Klassík FM 100,7? MIKIÐ varð ég glaður þegar ég uppgötvaði Jazz FM 97,7 á sínum tíma og ekki varð ánægjan minni þegar ég fann Klassík 100,7 skömmu síðar. Mikil og kærkomin tilbreyting frá poppsíbyljunni á hinum stöðvunum að ekki sé minnst á steinrunnar pæl- ingarnar á Rás 1 með rík- isrekinni nauðungaráskrift í þokkabót. En nú eru báð- ar þessar ágætu stöðvar þagnaðar. Að vísu er stanz- laust verið að auglýsa eitt- hvert vanilluglundur á 97,7 en á 100,7 ríkir þögnin ein. Hvað veldur? Ég hef ekki trú á öðru en að margir hafi hlustað á þessar stöðvar sér til ánægju ef marka má mörg lofsamleg ummæli um þær í Morgunblaðinu. Fyrir mitt leyti báru þess- ar tvær stöðvar af öllum hinum og miklu meira en það. Mikið vildi ég að þær færu í gang aftur sem allra fyrst. Reynir Eyjólfsson, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Þakklæti til RÚV BOGI hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til RÚV. Laugardagskvöldið 2. nóv- ember sl. voru leikin dans- lög á milli kl. 23 og mið- nættis eins og var gert í gamla daga og mæltist það vel fyrir á hans heimili. Þetta er skemmtileg til- breyting frá viðtalsþáttum. Vonandi verður framhald á. Hafið mínar bestu þakk- ir fyrir, segir Reynir. Ég get ekki orða bundist ÉG fór um daginn með vin- konu minni að skoða hundafimisvæðið í Mos- fellsbænum. Og viti menn, það er búið að eyðileggja öll tæki og tól á staðnum. Sterkir búkkar lágu í tætl- um, ýmist á víð og dreif um svæðið eða í hrúgu fyrir framan kofa sem þarna er. Ruslafata úr vír, hálfrifin, lá á hliðinni á bak við kof- ann. Spýtur (leifar af búkk- um) lágu með naglana upp. Við snerum þeim við, svo hundarnir okkar myndu ekki stíga á þá. Ég spyr, hvað fær fólk út úr því að eyðileggja íþróttatæki besta vinar mannsins? Guðrún Pétursdóttir, hundaeigandi. Tapað/fundið Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR tapaðist af Nissan Micra á höfuð- borgarsvæðinu. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 551-9622. Fundar- laun. Dýrahald Lítinn hvolp vantar gott heimili LÍTILL hvolpur fæst gef- ins á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 861-2908. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is HVER ætlar að bera ábyrgð á fasteignasölu- málinu og hver ætlar að borga fólkinu? Af hverju var ekkert gert í málinu þegar kæra barst til lögreglunnar? Á lögreglan aðeins að gæta hagsmuna nokkurra ein- staklinga? Af hverju var Félag fasteignasala ekki búið að loka á þennan mann þegar þeir vissu af mál- inu og það skal enginn segja mér að þeir hafi ekki vitað af því. (Til hvers að hafa þetta félag yfirhöfuð ef þeir gæta ekki hagsmuna almenn- ings?) Hvaða hlutverki gegn- ir dómsmálaráðuneytið í þessu máli og af hverju eru hinar og þessar stofnanir að hvítþvo sig af þessu máli? Eini að- ilinn sem hefur við- urkennt eitthvað er Íbúðalánasjóður en það lentu ekki allir illa þar. Hver fær fyrsta kröfu- rétt í búið ef þar er einhvað til? Ríkið? Ekki varð það illa úti. Hvað munar ríkið um nokkar milljónir þegar einstaklingar verða jafn- vel gjaldþrota út af þessu máli og allir verða allt í einu voðalega hissa yfir því, að þetta hafi gerst. Það vissu allir af þessu virðist vera, nema kúnnarnir. Hvað er að? Ég segi: Til hvers að hafa fasteignasala ef svona skipulögð glæpa- starfsemi er leyfð? Ég spyr og ég vil svör. R. Hver ber ábyrgð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.