Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 59 DAGBÓK Toppar og skart Bankastræti 11 • sími 551 3930 Betri heilsa - betra útlit  Gjafabréf - heilsumeðferð  Gjafabréf - dekurdagur Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is  Kínverskt KungFu fyrir börn, unglinga og fullorðna  Tai Chi  Kínversk hugræn teygjuleikfimi  Sjálfsvörn 20% afsláttur af greiningarmeðferð og varanlegri förðun Hóptímar  Einkatímar  Orka  Lækningar  Heimspeki Vegna árshátíðarferðar starfsfólks Stillingar verða allar verslanir nema verslun okkar í Skeifunni lokaðar í dag, föstudaginn 8. nóvember. Verslun okkar í Skeifunni verður opin í dag frá kl. 8 -18 og á morgun laugardaginn 9. nóvember frá kl. 10-13. Á r s h á t í ð STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú vilt fræðast um mann- legt eðli. Þú einbeitir þér að því að ná markmiðum þínum og óttast ekki að fara ótroðnar slóðir. Breytinga er að vænta á árinu sem framundan er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kannt að þurfa að glíma við vandamál tengd vinnunni í dag. Sýndu var- kárni því einkalíf þitt kann að opinberast. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vilt gjarnan losna und- an rútínu dagsins. Reyndu því að þróa hugmyndir sem eru öðruvísi og spenn- andi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur fyrir sterkum tilfinningum í dag. Þú gæt- ir þurft að glíma við öfund eða afbrýðisemi því þig langar í eitthvað sem ann- ar á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki bregðast illa við öðr- um í dag. Tilfinningarnar svella og þú átt í erfiðleik- um með að vera hlutlaus og halda ró þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Keyptu hluti sem tengjast handverki, snyrtingu eða húsverkum og þú hefur ætlað að eignast lengi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki reyna að dylja til- finningar þínar í dag. Í dag átt þú að láta gamminn geisa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að eiga stund í einrúmi í dag. Reyndu að leita skjóls frá utanaðkom- andi kröfum og hvíla þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Venjulegar samræður kunna að fá aukna dýpt og merkingu í dag og veita þér óvænta ánægju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ekki heppilegt að eyða peningum í dag. Þú kannt að láta stjórnast af hvötum sem þú munt sjá eftir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að gefa af þér í dag og veita þeim sem í kringum þig eru styrk. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þig langar ekki að vera innan um fólk í dag. Enda er nú heppilegur tími til að vera í einrúmi og koma stjórn á tilfinningarnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samræður við vini eru mjög mikilvægar í dag. Af ýmsum ástæðum er sam- band þitt við aðra mun dýpra en venjulega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Á FERÐ Hátt í gnípum hamra bláum hvein, sem fjúka mundu öll þau hin sterku, steini gráum studdu, gömlu Kjósar fjöll. Skall á bláum björgum froða – bifðist jörðin öll í kring – var sem mundi löðrið loða á loga-gullnum sólar hring. Magnús Grímsson NS eiga heima í sex laufum, en fyrir klaufaskap í sögnum varð niðurstaðan sex tíglar. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D92 ♥ Á4 ♦ ÁDG10 ♣KD63 Suður ♠ Á65 ♥ G ♦ K6532 ♣ÁG98 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 tíglar Allir pass Hækkun norðurs í tvo tígla er krafa og með tveim- ur spöðum vildi suður sýna grandfyrirstöðu í litunum og benda á veikleikann í hjart- anu. Betra hefði verið að segja einfaldlega þrjú lauf og þá hefði norður a.m.k. átt möguleika á að stýra spilinu í sex lauf. Laufslemman er mun betri, því ef laufið brotnar 3–2 má henda spaða niður í fimma tígulinn. En verkefnið er að spila sex tígla. Útspil vesturs er smátt hjarta. Hvernig á að spila? Það er fátt um fína drætti. Besti möguleikinn er að taka trompin, síðan laufin og trompa hjarta. Spila svo spaðaás og spaða á drottn- inguna. Slemman stendur þá ef vestur á spaðakóng með þeim aukamöguleika að kóngurinn sé annar í austur, en í því tilfelli yrði austur að spila hjarta út í tvöfalda eyðu. Sagnhafi spilaði á þessum nótum, en þegar spaða var spilað að blindum fylgdi vestur með gosanum. Þá kviknaði ný hugmynd. Hafi vestur byrjað með Gx í spaða er vinningsleiðin sú að dúkka! Vestur verður þá að spila út í tvöfalda eyðu. Vissulega hefði vestur átt að henda gosanum í spaðaásinn til að forðast slík örlög, en fáir spilarar eru svo vak- andi. Sagnhafi skipti því um áætlun og lét lítinn spaða úr borði: Norður ♠ D92 ♥ Á4 ♦ ÁDG10 ♣KD63 Vestur Austur ♠ KG3 ♠ 10874 ♥ D9876 ♥ K10532 ♦ 984 ♦ 7 ♣72 ♣1054 Suður ♠ Á65 ♥ G ♦ K6532 ♣ÁG98 Þetta var í sveitakeppni og það tók suður nokkurn tíma að skýra það fyrir skilningssljóum sveitar- félögum sínum hvernig hon- um hefði tekist að tapa svo upplögðu spili. En vestur hafði nælt sér í góða minn- ingu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Ljósmynd/Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. janúar sl. í Hafn- arkirkju af sr. Einari Jóns- syni þau Aðalheiður Fann- ey Björnsdóttir og Valdi- mar Ingólfsson. Heimili þeirra er á Hólabraut 12, Hornafirði. Gullbrúðkaup. Í dag, föstudaginn 8. nóvember, eiga 50 ára hjúskapar- afmæli hjónin Guðrún Sigríður Jakobsdóttir og Hans W. Rothen- borg, húðlæknir, Norgesmindevej 16, Kaupmanna- höfn. Þau halda upp á daginn hér á landi með ættingj- um og vinum, hjá dóttur og tengda- syni. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Bb4 6. f3 d5 7. Rxc6 bxc6 8. exd5 0–0 9. Be2 Rxd5 10. Bd2 Rxc3 11. Bxc3 Bxc3+ 12. bxc3 Dh4+ 13. g3 De7 14. Kf2 Hd8 15. Dc1 He8 16. He1 Dc5+ 17. Kg2 Dxc3 18. Bd3 Be6 19. Hb1 Bxa2 20. Hxe8+ Hxe8 21. Hb7 g6 22. Df4 Da5 23. Hxc7 g5 24. Dd6 Dd2+ 25. Kh3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Flóvin Þór Næs (2.280) hafði svart gegn Viðari Jónssyni (1.935). 25... g4+! 26. fxg4 Bd5 27. Df6 Dg2+ 28. Kh4 Dxh2+ 29. Kg5 h6+ 30. Dxh6 He5+ 31. Bf5 Hxf5+! 32. gxf5 Dd2+ og hvítur gafst upp enda drottningin að falla í valin eftir 33. Kh5 Bf3+ 34. g4 Bxg4! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 70 ÁRA afmæli. Þann11. nóvember verður sjötugur Henning Á. Bjarnason, Stekkjaflöt 19, Garðabæ. Eiginkona Henn- ings er Pollý Gísladóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á morgun laugar- daginn 9. nóvember í Borg- artúni 6, Reykjavík, fjórðu hæð, milli kl. 17.30 og 20. Sextíu ára afmælismót Bridsfélags Reykjavíkur um næstu mánaðamót Bridsfélag Reykjavíkur á 60 ára afmæli á þessu ári en félagið var stofnað árið 1942. Bridsfélag Reykjavíkur hefur um áratugaskeið verið langsterkasti bridsklúbbur landsins, jafnvel þó víðar væri leitað. Á afmælisári félagsins verður efnt til veglegs stórmóts í bridge helgina 29. nóvember–1. desember nk. Föstudagskvöldið 29. nóvember verður spilað sýningarmót í tví- menningi þar sem þekkt andlit úr þjóðlífinu spila við bridgemeistara úr röðum BR. Verður eflaust fróð- legt fyrir áhorfendur og fjölmiðla að fylgjast með mótinu. Laugardaginn 30. nóvember fer fram opin silfurstiga tvímennings- keppni þar sem spilaformið verður Monrad-barómeter, það sama og notað er í tvímenningi Bridshátíðar. Sunnudaginn 1. desember verður spiluð opin sveitakeppni með Mon- rad-fyrirkomulagi. Spilaðir verða 8 spila leikir, 7 umferðir. Tvö síðar- töldu mótin eru öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Spilastaður er Síðumúli 37, en þar er hægt að spila á allt að 24 borðum í sveitakeppninni og 28 borðum í tví- menningnum. Spilað er um silfurstig í afmælismóti BR og spilagjald krón- ur 2.500 á hvora keppni, eða 4.000 krónur ef spilað er í báðum keppn- um. Mögulegt er að skrá sig í afmæl- ismótið á póstfanginu keppnisstjóri- @bridgefelag.is eða á skráningar- listum sem settir verða upp í Síðumúla 37 innan skamms. Nánari upplýsingar um mótið verða birtar í fjölmiðlum og á spilastað þegar nær dregur móti. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur hefir í áratugi verið sterkasti bridsklúbbur lands- ins. Myndin er tekin í bikarkeppninni og eigast við þrír stórmeistarar og einn landsmeistari. Það eru feðgarnir Snorri Karlsson og Karl Sigurhjart- arson sem etja kappi við Guðmund Pál Arnarson og Ásmund Pálsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Aðaltvímenningur Bridsfélags Akureyrar NÚ eru tvö spilakvöld búin af fjór- um í Aðaltvímenningi Bridsfélags Akureyrar. Staðan eftir 8 umferðir er sem hér segir: Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarsson 74 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 66 Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 59 Björn Þorláksson – Stefán Stefánsson 53 Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 26 Þriðja umferð verður spiluð þriðjudaginn 12. nóvember og hefst spilamennskan kl. 19:30 Um helgina var spilað Norður- landsmót í sveitakeppni, með þátt- töku 8 sveita. Sveit Frímanns Stef- ánssonar var með forystuna allt mótið, en varð að gefa hana eftir í síðustu umferð til sveitar Sparisjóðs Norðlendinga, sem spilaði þétt og vel eftir að hafa hlotið slæma útreið í fyrstu setunni. Staða efstu sveita varð þannig: Sparisjóður Norðlendinga 139 Sveit Frímanns Stefánssonar 132 Dalvíkurskjálftinn 122 Vegna Norðurlandsmótsins í sveitakeppni varð að fella niður sunnudagsbrids um síðustu helgi. En nú getum við glatt bridsáhuga- menn á Akureyri og nærsveitum með því að það verður aftur spilað á sunnudaginn kemur, 10. nóvember, og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19:30. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 4. nóvember hófst aðaltvímenningur félagsins og er þátttaka með allra besta móti eða 18 pör. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig. Flemming Jessen – Guðm. Þorsteins. 55 Ingólfur Helgason – Magnús Magnússon 43 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 43 Kristján B. Snorrason – Guðjón Karlsson 41 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 21 90 ára afmæli. Í dag,föstudaginn 8. nóv- ember, er níræð Guðlaug Jóhannesdóttir Dunn, bú- sett í Cambridge í Bret- landi. Hún kom til Englands 1934 til að læra hjúkrun. Hún var gift Edward Dunn, sem nú er látinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.