Morgunblaðið - 08.11.2002, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 59
DAGBÓK
Toppar og skart
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Betri heilsa - betra útlit
Gjafabréf - heilsumeðferð
Gjafabréf - dekurdagur
Heilsudrekinn
Kínversk heilsulind
Ármúla 17a Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kínverskt KungFu
fyrir börn, unglinga og fullorðna
Tai Chi
Kínversk hugræn teygjuleikfimi
Sjálfsvörn
20% afsláttur af
greiningarmeðferð
og varanlegri förðun
Hóptímar Einkatímar Orka Lækningar Heimspeki
Vegna árshátíðarferðar starfsfólks Stillingar verða allar
verslanir nema verslun okkar í Skeifunni lokaðar í dag,
föstudaginn 8. nóvember. Verslun okkar í Skeifunni verður opin í
dag frá kl. 8 -18 og á morgun
laugardaginn 9. nóvember
frá kl. 10-13.
Á r s h á t í ð
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú vilt fræðast um mann-
legt eðli. Þú einbeitir þér
að því að ná markmiðum
þínum og óttast ekki að
fara ótroðnar slóðir.
Breytinga er að vænta á
árinu sem framundan er.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú kannt að þurfa að glíma
við vandamál tengd
vinnunni í dag. Sýndu var-
kárni því einkalíf þitt kann
að opinberast.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú vilt gjarnan losna und-
an rútínu dagsins. Reyndu
því að þróa hugmyndir
sem eru öðruvísi og spenn-
andi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur fyrir sterkum
tilfinningum í dag. Þú gæt-
ir þurft að glíma við öfund
eða afbrýðisemi því þig
langar í eitthvað sem ann-
ar á.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki bregðast illa við öðr-
um í dag. Tilfinningarnar
svella og þú átt í erfiðleik-
um með að vera hlutlaus
og halda ró þinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Keyptu hluti sem tengjast
handverki, snyrtingu eða
húsverkum og þú hefur
ætlað að eignast lengi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ekki reyna að dylja til-
finningar þínar í dag. Í dag
átt þú að láta gamminn
geisa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að eiga stund í
einrúmi í dag. Reyndu að
leita skjóls frá utanaðkom-
andi kröfum og hvíla þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Venjulegar samræður
kunna að fá aukna dýpt og
merkingu í dag og veita
þér óvænta ánægju.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er ekki heppilegt að
eyða peningum í dag. Þú
kannt að láta stjórnast af
hvötum sem þú munt sjá
eftir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt auðvelt með að gefa
af þér í dag og veita þeim
sem í kringum þig eru
styrk.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þig langar ekki að vera
innan um fólk í dag. Enda
er nú heppilegur tími til að
vera í einrúmi og koma
stjórn á tilfinningarnar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Samræður við vini eru
mjög mikilvægar í dag. Af
ýmsum ástæðum er sam-
band þitt við aðra mun
dýpra en venjulega.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
Á FERÐ
Hátt í gnípum hamra bláum
hvein, sem fjúka mundu öll
þau hin sterku, steini gráum
studdu, gömlu Kjósar fjöll.
Skall á bláum björgum froða
– bifðist jörðin öll í kring –
var sem mundi löðrið loða
á loga-gullnum sólar hring.
Magnús Grímsson
NS eiga heima í sex laufum,
en fyrir klaufaskap í sögnum
varð niðurstaðan sex tíglar.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ D92
♥ Á4
♦ ÁDG10
♣KD63
Suður
♠ Á65
♥ G
♦ K6532
♣ÁG98
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar
Pass 4 grönd Pass 5 lauf
Pass 6 tíglar Allir pass
Hækkun norðurs í tvo
tígla er krafa og með tveim-
ur spöðum vildi suður sýna
grandfyrirstöðu í litunum og
benda á veikleikann í hjart-
anu. Betra hefði verið að
segja einfaldlega þrjú lauf
og þá hefði norður a.m.k. átt
möguleika á að stýra spilinu
í sex lauf. Laufslemman er
mun betri, því ef laufið
brotnar 3–2 má henda spaða
niður í fimma tígulinn.
En verkefnið er að spila
sex tígla. Útspil vesturs er
smátt hjarta. Hvernig á að
spila?
Það er fátt um fína drætti.
Besti möguleikinn er að
taka trompin, síðan laufin og
trompa hjarta. Spila svo
spaðaás og spaða á drottn-
inguna. Slemman stendur
þá ef vestur á spaðakóng
með þeim aukamöguleika að
kóngurinn sé annar í austur,
en í því tilfelli yrði austur að
spila hjarta út í tvöfalda
eyðu.
Sagnhafi spilaði á þessum
nótum, en þegar spaða var
spilað að blindum fylgdi
vestur með gosanum. Þá
kviknaði ný hugmynd. Hafi
vestur byrjað með Gx í
spaða er vinningsleiðin sú að
dúkka! Vestur verður þá að
spila út í tvöfalda eyðu.
Vissulega hefði vestur átt að
henda gosanum í spaðaásinn
til að forðast slík örlög, en
fáir spilarar eru svo vak-
andi. Sagnhafi skipti því um
áætlun og lét lítinn spaða úr
borði:
Norður
♠ D92
♥ Á4
♦ ÁDG10
♣KD63
Vestur Austur
♠ KG3 ♠ 10874
♥ D9876 ♥ K10532
♦ 984 ♦ 7
♣72 ♣1054
Suður
♠ Á65
♥ G
♦ K6532
♣ÁG98
Þetta var í sveitakeppni
og það tók suður nokkurn
tíma að skýra það fyrir
skilningssljóum sveitar-
félögum sínum hvernig hon-
um hefði tekist að tapa svo
upplögðu spili. En vestur
hafði nælt sér í góða minn-
ingu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
Ljósmynd/Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 5. janúar sl. í Hafn-
arkirkju af sr. Einari Jóns-
syni þau Aðalheiður Fann-
ey Björnsdóttir og Valdi-
mar Ingólfsson. Heimili
þeirra er á Hólabraut 12,
Hornafirði.
Gullbrúðkaup. Í
dag, föstudaginn
8. nóvember, eiga
50 ára hjúskapar-
afmæli hjónin
Guðrún Sigríður
Jakobsdóttir og
Hans W. Rothen-
borg, húðlæknir,
Norgesmindevej
16, Kaupmanna-
höfn. Þau halda
upp á daginn hér á
landi með ættingj-
um og vinum, hjá
dóttur og tengda-
syni.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4
exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3
Bb4 6. f3 d5 7. Rxc6 bxc6 8.
exd5 0–0 9. Be2 Rxd5 10.
Bd2 Rxc3 11. Bxc3 Bxc3+
12. bxc3 Dh4+ 13. g3 De7
14. Kf2 Hd8 15. Dc1 He8
16. He1 Dc5+ 17. Kg2
Dxc3 18. Bd3 Be6 19. Hb1
Bxa2 20. Hxe8+ Hxe8 21.
Hb7 g6 22. Df4
Da5 23. Hxc7 g5
24. Dd6 Dd2+ 25.
Kh3
Staðan kom
upp í fyrri hluta
Íslandsmóts
Skákfélaga sem
fór fram í húsa-
kynnum B&L.
Flóvin Þór Næs
(2.280) hafði
svart gegn Viðari
Jónssyni (1.935).
25... g4+! 26.
fxg4 Bd5 27. Df6
Dg2+ 28. Kh4
Dxh2+ 29. Kg5 h6+ 30.
Dxh6 He5+ 31. Bf5 Hxf5+!
32. gxf5 Dd2+ og hvítur
gafst upp enda drottningin
að falla í valin eftir 33. Kh5
Bf3+ 34. g4 Bxg4!
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
70 ÁRA afmæli. Þann11. nóvember verður
sjötugur Henning Á.
Bjarnason, Stekkjaflöt 19,
Garðabæ. Eiginkona Henn-
ings er Pollý Gísladóttir.
Þau taka á móti ættingjum
og vinum á morgun laugar-
daginn 9. nóvember í Borg-
artúni 6, Reykjavík, fjórðu
hæð, milli kl. 17.30 og 20. Sextíu ára afmælismót
Bridsfélags Reykjavíkur
um næstu mánaðamót
Bridsfélag Reykjavíkur á 60 ára
afmæli á þessu ári en félagið var
stofnað árið 1942. Bridsfélag
Reykjavíkur hefur um áratugaskeið
verið langsterkasti bridsklúbbur
landsins, jafnvel þó víðar væri leitað.
Á afmælisári félagsins verður efnt til
veglegs stórmóts í bridge helgina 29.
nóvember–1. desember nk.
Föstudagskvöldið 29. nóvember
verður spilað sýningarmót í tví-
menningi þar sem þekkt andlit úr
þjóðlífinu spila við bridgemeistara
úr röðum BR. Verður eflaust fróð-
legt fyrir áhorfendur og fjölmiðla að
fylgjast með mótinu.
Laugardaginn 30. nóvember fer
fram opin silfurstiga tvímennings-
keppni þar sem spilaformið verður
Monrad-barómeter, það sama og
notað er í tvímenningi Bridshátíðar.
Sunnudaginn 1. desember verður
spiluð opin sveitakeppni með Mon-
rad-fyrirkomulagi. Spilaðir verða 8
spila leikir, 7 umferðir. Tvö síðar-
töldu mótin eru öllum opin á meðan
húsrúm leyfir.
Spilastaður er Síðumúli 37, en þar
er hægt að spila á allt að 24 borðum í
sveitakeppninni og 28 borðum í tví-
menningnum. Spilað er um silfurstig
í afmælismóti BR og spilagjald krón-
ur 2.500 á hvora keppni, eða 4.000
krónur ef spilað er í báðum keppn-
um. Mögulegt er að skrá sig í afmæl-
ismótið á póstfanginu keppnisstjóri-
@bridgefelag.is eða á skráningar-
listum sem settir verða upp í
Síðumúla 37 innan skamms. Nánari
upplýsingar um mótið verða birtar í
fjölmiðlum og á spilastað þegar nær
dregur móti.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Reykjavíkur hefir í áratugi verið sterkasti bridsklúbbur lands-
ins. Myndin er tekin í bikarkeppninni og eigast við þrír stórmeistarar og
einn landsmeistari. Það eru feðgarnir Snorri Karlsson og Karl Sigurhjart-
arson sem etja kappi við Guðmund Pál Arnarson og Ásmund Pálsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Aðaltvímenningur
Bridsfélags Akureyrar
NÚ eru tvö spilakvöld búin af fjór-
um í Aðaltvímenningi Bridsfélags
Akureyrar. Staðan eftir 8 umferðir
er sem hér segir:
Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarsson 74
Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 66
Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 59
Björn Þorláksson – Stefán Stefánsson 53
Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 26
Þriðja umferð verður spiluð
þriðjudaginn 12. nóvember og hefst
spilamennskan kl. 19:30
Um helgina var spilað Norður-
landsmót í sveitakeppni, með þátt-
töku 8 sveita. Sveit Frímanns Stef-
ánssonar var með forystuna allt
mótið, en varð að gefa hana eftir í
síðustu umferð til sveitar Sparisjóðs
Norðlendinga, sem spilaði þétt og
vel eftir að hafa hlotið slæma útreið í
fyrstu setunni.
Staða efstu sveita varð þannig:
Sparisjóður Norðlendinga 139
Sveit Frímanns Stefánssonar 132
Dalvíkurskjálftinn 122
Vegna Norðurlandsmótsins í
sveitakeppni varð að fella niður
sunnudagsbrids um síðustu helgi.
En nú getum við glatt bridsáhuga-
menn á Akureyri og nærsveitum
með því að það verður aftur spilað á
sunnudaginn kemur, 10. nóvember,
og hefst spilamennskan stundvíslega
kl. 19:30.
Bridsfélag
Borgarfjarðar
Mánudaginn 4. nóvember hófst
aðaltvímenningur félagsins og er
þátttaka með allra besta móti eða 18
pör. Staðan eftir fyrsta kvöldið er
þannig.
Flemming Jessen – Guðm. Þorsteins. 55
Ingólfur Helgason – Magnús Magnússon 43
Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 43
Kristján B. Snorrason – Guðjón Karlsson 41
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 21
90 ára afmæli. Í dag,föstudaginn 8. nóv-
ember, er níræð Guðlaug
Jóhannesdóttir Dunn, bú-
sett í Cambridge í Bret-
landi. Hún kom til Englands
1934 til að læra hjúkrun.
Hún var gift Edward Dunn,
sem nú er látinn.